Morgunblaðið - 13.07.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.07.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JULI1994 33 I DAG SKAK Umsjón Margclr Pétursson Þessi staða kom upp í fyrstu umferð á Intel-PCA atskákmótinu í New York um mánaðamótin. Rússneski stórmeistarinn Sergei Tivj- akov (2.630) hafði hvítt, en Yasilí ívantsjúk (2.710) frá Úkraínu hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 57. Rc3-e4? Tivjakov fékk vænlega stöðu út úr byrjuninni, en það hallaði jafnt og þétt undan fæti og hér þvingaði ívantsjúk fram sigur á lag- legan hátt: 57. - f3+!, 58. Dxf3 — Hel+, 59. Kxel — Dxf3, 60. Rdf6 - Dxf6! (Einfaldast. Svartur skiptir upp í auðunnið peðsendatafl. Það er líka gott að losna við riddara af borðinu þegar tíminn er naumur) 61. Rxf6 - Kxf6, 62. Kf2 - g5, 63. Kf3 - Ke6, 64. Ke4 - g4, 65. c4 - Kd6, 66. Ke3 - Kc5, 67. Kd3 - g3, 68. Kc3 — e4 og nú loksins gafst Tivjakov up_p. 1 ij'órðungsúr- slitum sló Ivantsjúk aldurs- forsetann Viktor Kortsnoj út, en tapaði fyrir Vladímir Kramnik í undanúrslitum eftir að hafa átt unna stöðu I* úrslitahraðskák. Pennavinir FRÁ Ghana skrifar 22 ára piltur með áhuga á íþrótt- um, tónlist o.fl.: Richard Kofi Taweh, P.O. Box 1152, Oguaa Town, Gliana. TÍU ára tékkneskur piltur með áhuga á ensku, skátum og dýrum: Peter Mecir, Tyrsova 367, 507 81 Lazne Belohrad, Czech Republic. FRÁ Ghana skrifar 26 ára stúlka, grafískur hönnuður, með áhuga á kvikmyndum, bókamenntum o.fl.: Linda Ama Hooper, P.O. Box 42, Malam, Accra, Ghana. EINSTÆÐA pólska tveggja barna móður, 36 ára, langar _að skrifast á við barngóða íslendinga sem áhuga hafa á útiveru: Irena Tomkiewier, 14-100, 105 Lukta, Molza, Poland. FRÁ Ghana skrifar 24 ára stúlka með áhuga á tónlist, fiskveiðum, frímerkjum, póstkortum og íþróttum: Nana Ama Hanson, c/o Postbox 1152, Oguaa Town, Central Region, Ghana. NÍU ára tékknesk stúlka með áhuga á bókalestri hestum og ensku: Celestyna Krausova, 507 81 Lazne Beloh. 65, Czech Republic. Oguaa State, C/C, Ghana. SPÆNSKUR karlmaður sem getur ekki um aldur en vill skrifast á við konur ungar sem gamlar: German Franco Diaz, Calvo Sotelo, 52-3-i, 27600 Sarria (Lugo), Spain. Arnað heilla Ljósmyndarinn - Jóhannes Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í hjónaband í Garða- kirkju af sr. Braga Friðriks- syni 25. júní sl. Berglind Ingjaldsdóttir og Guð- bergur Jónsson. Heimili þeirra er í Hrísmóum 1, Garðabæ. Ljósm.st. MYND, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Súðarvíkurkirkju þann 12. júní sl. af séra magnúsi Erlingssyni Sal- björg Sigurðardóttir og Guðmundur Magnús Hall- dórsson. Þau eru til heimil- is í Svarthamri, Súðavík. Ljósmyndarinn - Jóhannes Long BRÚÐKAUP. Gefín voru saman í hjónaband í Grafar- vogskirkju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni þann 18. júní sl. Lára Pétursdóttir og Bergþór Halldórsson. Heimili þeirra er í Frosta- fold 6, Reykjavík. Ljósmyndarinn - Jóhannes Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Háteigskirkju þann 18. júní sl. af Árna Bergi Sigurbjörnssyni Lóa Björk Kjartansdóttir og Baldvin Hansson. Heimili þeirra er í Álftamýri 24, Reykjavík. Með morgunkaffinu Ást er... Orðí eyra • 1893 Los Angetes Tlmoa Syndicale ***** HOGNIHREKKVÍSI ,EINS OG SfOeEFriR „CNJÓAIAMN*NN I" STJÖRNUSPA cftir Franccs Drakc KRABBI Afmælisbarn dagsins: Það er mikilvægt fyrir þig að finna rétta starfið þar sem þú skarar fram 'úr. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú stendur þig vel í starfi og )ér opnast nýjar leiðir til frama. Ekki vanmeta erfið- leika við laúsn á verkefni. Naut (20. april - 20. maí) Gerðu verðsamanburð áður en þú ákveður ferðalag. Ráð- gjafi gefur þér góða hug- mynd. Glaumur og gleði ríkja í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Dagurinn hentar vel þeim sem leita sér að húsnæði. Þú getur gert góð kaup í dag og þér gengur vel í vinnunni. Krabbi (21. júní — 22. júlí) >“$£ Nú gefst tækifæri til að ræða hugmyndir þínar við ráða- menn. Félagar standa vel saman og kvöldið hefur upp á margt að bjóða. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Vinnugleðin ræður ríkjum hjá þér í dag og þú finnur leið til að auka tekjurnar. Þú nýt- ur kvöldsins í faðmi fjölskyld- unnar. Meyja (23. ágúst - 22. september) a* Þér farnast vel í dag og þú nærð góðum árangri. I kvöld væri við hæfi að fara út að skemmta sér með ástvini. Vog (23. sept. - 22. október) Þú gengur frá ýmsum lausum endum í vinnunni í dag og gleðst yfir góðu gengi. Þú kýst að vera út af fyrir þig í kvöld. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þetta verður ánægjulegur dagur, en þú þarft að gæta þess að glata ekki einhveiju sem þú metur mikils. Þú sæk- ir vinafund. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) & Framavonir þínar glæðast í dag. Þú finnur auðvelda lausn á vandamáli í vinnunni. Við- ræður við ráðamenn bera árangur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sláðu ekki slöku við í vinn- unni í dag. Þig langar að fara ótroðnar slóðir, og ferðalag gæti verið i uppsiglingu. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) dk Þér miðar vel áfram í vinn unni og þú hefur ástæðu til að fagna góðu gengi. Láttu ekki aukin ijárráð leiða til óhófs. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Gott samstarf í vinnunni skil- ar árangri í dag. Ástvinir undirbúa að skreppa í ferða- lag og eiga saman gott kvöld í vinahópi. Stjörnusþána á að lesa setn dœgradvöl. Spdr af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staó- reynda. WVestfrost Frystikistur Staðgr.verð HF201 72x65x85 36.921,- HF271 92 x 65 x 85 41.013,- HF396 126x65x85 47.616,- HF506 156x65x85 55.707,- SB 300 126 x 65 x 85 52.173,- Frystiskápar FS 205 125 cm 55.335,- FS275 155 cm 62.124,- FS 345 185 cm 73.656,- Kæliskápar KS 250 125 cm 49.104,- KS315 155 cm 52.638,- KS 385 185 cm 63.333,- Kæli- og frystiskápar KF285 155 cm 70.215,- kælir 199 ltr frystir 80 ltr 2 pressur KF350 185 cm 84.816,- kælir 200 ltr frystir 156 ltr 2 pressur KF 355 185 cm 82.956,- kælir 271 ltr frystir 100 Itr 2 pressur CíXjíÍSkO Faxafeni 12. Sími 38 000 Græðandi sólarvörur Biddu um Banana Boat græðandi^POFiT sólkrem #30 FYRIR IÞR0TTAMENN Virkar allan daginn (yfir 8 kls.),haggast ekki við svita, rennur ekki (^ugu, verndar gegn UVA og UVB geislum. Án spírulínu, án olíu og án tilbúinna (kemískra) efna. □ Banana Boat Body Lotion með Aloe Vera, A, B, D, E-vítamíni, lanolini og sólvðrn #4. □ Húðnærandi Banana Boat djúpsólbrúnku- gel úr Beta Karotini. Án olía. Hentarvel í Ijósabekki. □ Um 40 gerðir Banana Boat sólarvara með sólvörn trá #0 og upp i #50. Verð frá kr. 295,-. □ 40—60% ódýrara Aloe Vera gel frá Banana Boat, 99,7% hreint (önnur Aloe gel eru í hæsta lagi 98%). Biddu um Banana Boat í öllum heilsubúðum utan Reykjavikur, sólbaðsstofum, snyrtivöru- verslunum og apótekum, Banana Boat E-gel fæst líka hjá Samtökum psoriasis- og exem- sjúklinga. Heilsuval, Barónsstíg 20, ® 626275 Blab allra landsmanna! |Rnr0ttttÞIðMb - kjarni málsins! 94026 Word námskeið Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 *® 68 80 90 Má bjóða rauðan bistro? JkÁfcrAK. ótíflíf á fm i <m Sumar í Grillinu Prrréttaður kvöldverður á2.200 krónur ísumar bjóðum viðþrenns konarþríréttaðan kvöldverð, hvítan, bláan og rauðan bistro, til viðbótar við hejðbundinn matseðil. Bistro er létt og sumarleg máltíð og vitaskuldgerum víð sömu gœðakröfur til bistrorétta og annarra rétta í Grillinu. Sumarkvöld i Grillinu á Hótel Sögu er gott kvöld. Þar njótíðþíð máltíðarinnar, útsýnis til allra átta, þjónustunnar,— lífiins. Borðapantanir í síma 91-25033.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.