Morgunblaðið - 13.07.1994, Page 19

Morgunblaðið - 13.07.1994, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994 19 AÐSENDAR GREINAR Læti og' látalæti Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni svarað Vonbrigði ÞAU VORU ekki lítil, vonbrigði mín yfir svargrein Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar í Morgunblaðinu 8. júlí sl. Ég hafði vonast eftir að þessi lykilmaður svaraði a.m.k. einhverri af lykilspurningunum: Hvar, hve- nær hvernig og hvers vegna kvikn- uðu grunsemdir hans um silfrið? En skemmst er frá því að segja, að ekkert hefur skýrst að þessu leyti við innlegg hans í umræðuna. Þess í stað tíundar Vilhjálmur ýmis einskisverð atriði eða misskilur og fer rangt með önnur. Mestu púðri eyðir hann á þau mistök mín að halda því fram að Graham-Campbell og Þór hefðu ekki hist hér í vor þegar Bretinn kom til að rannsaka silfursjóðinn frá Miðhúsum. Þar hafði ég rangt fyrir mér, ég skal fúslega játa það. Þeir borðuðu saman. Það veit ég nú. Og ræddu hvað, að sögn Vilhjálms? Jú, niðurstöðu Grahams- Campbells, sem hann var þá væntanlega bú- inn að komast að, eða hvað? Annars er þetta auðvitað algjört auka- atriði i" málinu, og óþarft að fjölyrða um það, því eins og Vil- hjálmur Örn hlýtur að vita er það eitt af að- alsmerkjum góðra vísindamanna að geta greint á milli aðalatriða og aukaatriða. Þá segir Vilhjálmur Öm að ég hafi í grein minni kvartað yfir því að hann hafi ekkert skrifað um grunsemdir sínar og dregur i efa að ég geti vitað það. Auðvitað er það rétt að ég veit ekkert hvað Vilhjálmur kann að hafa skrifað um þetta í dagbókina sína eða í einkabréfum. Ég var heldur ekki að „kvarta“ yfir því, held- ur hinu að ekkert af þessu skuli hafa sést á prenti, hvorki fyrr né síðar. Kannski var þess ekki_ að vænta, en eftir að Ólafur, Guðmundur og Sveinbjörn blésu málið ótímabært út í fjölmiðluni er það orðin bein lífsnauðsyn allra hluta vegna að Vil- hjálmur Örn láti verða af því að koma þessu á hreint opin- berlega. Hvern grunaði hvað? Eitt það merkilegasta í grein Vilhjálms Arnar eru þær upplýs- ingar hans að dr. James Graham- Campbell hafi verið búinn að koma sér upp áliti sínu 1988. Þetta em Þórarinn Eldjárn Mannréttindi, lýðræði, flokkaskipan Á HÁTÍÐLEGUM Þingvallafundi hinn 17. júní síðastliðinn samþykkti Alþingi einróma að endurskoða mannréttindaákvæði stjórnarskrár- innar og helst ljúka starfinu fyrir næstu þingkosningar. í ályktuninni er sérstaklega vísað til VII. kafla stjórnarskrárinnar frá 1944, þar sem fjallað er um mannréttindi. Mannréttinda er þó einnig getið annars staðar í stjórnar- skránni og ber þá ekki síst að visa til ákvæð- anna um kosningarétt. Að sjálfsögðu eru það mannréttindi, að allir íslendingar hafi jafnan rétt til að kjósa menn til að fara með stjórn mála sinna á Alþingi. Telja verður brýnasta verkefnið í íslenskum mannréttindamálum að jafna þennan rétt. Hátíðaryfirlýsing Þing- vallafundar Alþingis verður marklaus, ef í henni felst, að ekki verði tekið á þessum langvinna og viðkvæma pólitíska vanda við endurskoðun mannréttindaákvæða stjórnarskrár- innar. Jafnframt á að fækka þing- mönnum, hefði raunar átt að gera það um leið og tvær deildir Alþing- is voru sameinaðar i eina málstofu. Gallað kerfi I mörg horn er að líta, þegar rætt er um kjördæmamál og fjölda þingmanna á Alþingi. Undanfarna áratugi hafa umræður og ákvarðan- ir ekki síst tekið mið af hagsmunum stjórnmálaflokka. Minna hefur verið hugað að rétti kjósenda og bættum stjórnarháttum. Pjölgun stjórnmála- flokka er ekki besta leiðin til að traustrar landstjórnar, eins og nú síðast hefur sést í Færeyjum. Ljóst er, að núgildandi reglur hér ýta undir smáflokka og klofnings- framboð. Nú boðar Jóhanna Sigurð- ardóttir, að hún kunni að stofna eigin flokk eða bjóða fram í eigin nafni. Allir flokkar hafa kynnst slíku einstaklingsframtaki á undanförn- um árum. Það er síður en svo lýð- ræðislegt styrkleikamerki, að kosn- ingakerfíð ýti undir sprengiframboð eða geri þau álitleg. Núgildandi kerfi kallar einnig á margflokka ríkisstjórnir með póli- tískum hrossakaupum að kosning- um loknum. Á kjördag veit kjós- andinn í raun ekki, hvernig atkvæði hans verður notað við myndun ríkis- stjórnar. Það tíðkast ekki, að fyrir kosningar lýsi stjórnmálaflokkarnir yfir með hverjum þeir ætla að starfa í ríkisstjórn. Samningaumræður um það geta tekið langan tíma og leitt til óvæntrar niðurstöðu, nægir þar að minna á stjórnarmyndunina í febrúar 1980 undir forsæti dr. Gunnars Thoroddsens. Nýjar forsendur? Innan Sjálfstæðis- flokksins hefur í marga áratugi verið bent á, að tiltölulega einföld leið væri til að koma á bærilegum jöfnuði meðal kjósenda og tryggja festu í stjórnar- háttum: Það yrði gert með því að taka upp einmenningskjördæmi. Þá yrði fyrirkomulagið eins og í Bretlandi, þar sem í raun er tekist á um setu eins flokks í ríkisstjórn, þegar geng- ið er til þingkosninga. Forystumenn margklofinna vinstri flokka hafa aldrei ljáð máls á því, að leikreglum yrði breytt á þennan hátt og raunar hefur ekki heldur verið um það full sátt innan Sjálfstæðisflokksins. Nú kunna að hafa skapast nýjar pólitískar for- sendur í þessu efni. Sameining vinstri flokka Meðal sterkustu raka fyrir því, að meirihlutakjör fari fram til þings, eru þau, að knýja beri stjórnmála- menn fyrir kosningar til að setja niður ágreining sín á milli. Þeir eigi að leggja spilin á borðið fyrir kjós- endur í kosningabaráttunni og gefa þeim kost á raunverulegu vali en ekki fara fram á umboð til leyni- makks að kjördegi loknum. Með skynsamlegum leikreglum er auð- velt að setja stjómmálamönnum slíkar skorður. Framboð R-listans í Reykjavík sýnir í hnotskurn kosti tveggja flokka kerfís. Reykvíkingar gátu valið milli tveggja lista og kosninga- baráttan snerist að verulegu leyti um að ná til miðjufylgisins. Tveir andstæðir pólar verða þannig ekki endilega til þess að ýta undir póli- tískar öfgar. Auðveldara verður hins vegar að kalla þá til ábyrgðar, sem með valdið fara. Eftir sigur R-listans hafa orðið umræður um sameiningu vinstri flokkanna á landsvísu. Ólafur Ragn- ar Grímsson, formaður Alþýðu- Mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar ná einnig til réttar manna til að velja sér stjórn- málaforystu segir Björn Bjarnason og bendir á, að vilji til sam- einingar vinstri flokka kunni að auðvelda breytingar á kosninga- löggjöfinni. bandalagsins, hefur meðal annars rökstutt áhuga sinn á slíkri samein- ingu með vísan til þess, að tveggja flokka kerfi veiti kjósendum meira vald og skapi meiri festu í stjórnar- háttum en nú er. Enginn einn stjórnmálaflokkur hefur, án meirihluta á Alþingi, burði til að breyta kosningalögum og kjör- dæmaskipan. Til þess þarf samstöðu manna úr mörgum stjórnmálaflokk- um. Með því að breyta leikreglunum um kjör til Alþingis væri unnt að styrkja stoðir lýðræðis og mannrétt- inda: Veita kjósendum aukið vald til velja ríkisstjórn og jafnan rétt til að kjósa þingmenn. Það væri einnig unnt að knýja vinstri menn til að láta drauminn um sameinaðan félagshyggjuflokk rætast. Ymsar leiðir Hér hefur verið bent á einmenn- ingskjördæmi sem leið til að ná þessu markmiði. Meirihlutakosn- ingu til Alþingis er unnt að tryggja með öðrum hætti. Höfuðatriði er að setja sér skýr markmið og vinna að öflun fylgis við skynsamlegar leiðir að þeim. Geijun á vinstri væng stjórnmál- anna bendir til, að nú sé vilji þar til að skoða pólitískar leikreglur frá öðrum sjónarhóli en þeim, sem best hentar smáflokkum. Þetta tækifæri ber að nota um leið og tekið er mið af þeirri staðreynd, að mannrétt- indaákvæði stjórnarskrár íslenska lýðveldisins ná einnig til réttar manna til að velja sér stjórnmálafor- ystu. Höfundur er þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjnvík. Björn Bjarnason Eitt það merkilegasta í grein Vilhjálms Arnar eru þær upplýsingar hans, segir Þórarinn Eldjárn, að dr. James Graham-Campbell hafi verið búinn að koma sér upp áliti sínu 1988. nýjar fréttir og á þetta hefur enginn minnst áður, ekki einu sinni Gra- ham-Campbell sjálfur, sem aðeins getur þess í skýrslu sinni að fyrir hendi hafi verið „suspicion“ frá Vilhjálmssyni. í Eintaki 4. júlí eru grunsemdirn- ar aftúr á móti eignaðar dönskum fræðimanni Else Roestad. Þar mun átt við Else Roesdal, sem mér er sagt að hafi verið kennari Vilhjálms Arnar. Enn sýnist mér því að lykil- inn að þessari óvissu um gruninn sé að finna hjá Vilhjálmi. Hvern grunaði hvað hvenær? Því ekki að tala út? Bréfið frá Eddu Eins og fram hefur komið skrif- aði Edda Björnsdóttir á Miðhúsum Vilhjálmi Erni bréf samdægurs, eft- ir að hann hafði hringt til þeirra hjóna 15. febrúar 1994 og lagt fyr- ir þau undarlegar spurningar, m.a. ýjað að fölsun. Þar þykist Vilhjálm- ur heldur betur hafa mikilsverð gögn í höndum og hampar því nú í grein sinni, að í bréfinu komi í ljós „að bóndinn á Miðhúsum kann málmsmíðar". Skýrara er nú víst varla hægt að orða það að hann gruni Hlyn Halldórsson um ódæðið. Gullsmiðir sem í mig hafa hringt síðustu daga fullyrða þó, að enginn nema lærður silfursmiður með að- gang að stóru verkstæði gæti unnið þetta verk. Enginn maður, allra síst ófaglærður, hér og nú, gæti gert þetta, m.a. vegna skorts á ákveðn- um verkfærum sem ekki eru til í landinu. Þeir sem tala um nútíma- fölsun hafi ekki hundsvit á ís- lenskri silfursmíði. Einn þessara gullsmiða sagði enn fremur: „Sá sem gæti smíðað svona gripi mundi ekki vöðla þeim saman og stinga þeim ofan í mold í ein- hverjum óþekktum tilgangi, nei, hann mundi sýna þá alþjóð og vera montinn af getu sinni og verkkunn- áttu.“ Fleira dylgjar Vilhjálmur upp úr þessu bréfi til gera þau hjón tor- tryggileg og bendir mér svo á að hann hefði náðarsamlegast veitt mér upplýsingar um það allt saman og margt fleira ef ég hefði látið svo lítið að hringja í hann. Ég þakka, en þess gerðist reyndar alls ekki þörf. Edda sendi mér nefnilega afrit af bréfínu fljótlega eftir að blaða- skrif hófust. Með það í höndum má fá afskaplega skýra, en dapurlega mynd af vinnubrögðum Vilhjálms þegar hann er að reyna að koma því yfír á Miðhúsahjónin að þau beri ábyrgð á því að nafn Kristjáns Eldjárns dróst inn í umræðuna. Þau hafi „rengt hæfileika Kristjáns Eld- járns og Þórs Magnússonar til að gi'afa niður á óhreyfð lög“. Síðan heldur hann áfram og taki menn nú vel eftir: „Þau fundu fornminjar á ná- kvæmlega sama stað og silfrið fannst, en neðar. Að sögn Þórs Magnússonar, í grein hans í Árbók fornleifafélagsins, var grafið niður á óhreyfð lög.“ Það er furðulegt að horfa upp á þessa afmyndun Vilhjálms á því sem Edda segir í raun og veru í bréfinu, en það er þetta: „Þegar leið fram á haustið þá blés meira ofan af leirnum hér upp við húsið og þá kom í ljós um 2,5 m frá fundarstað silfursins, steinar sem lagðir hafa verið í eldstæði og í því var brunagjall og bein. “ Sem sagt, staðurinn færist í meðförum Vilhjálms Arnar og lend- ir beint undir silfrinu! Það er sagt að hálfur sentimetri skipti ekki máli í húsasmíði, en 2,5 metrar, 'hljóta þeir ekki að skipta talsverðu máli í fornleifafræði? Er það ekki makalaust að maður með doktorspróf í fornleifafræði frá virtum háskóla skuli ekki geta farið betur með heimild frá því í febrúar 94? Hvers er þá að vænta með það sem eldra er og óljósara? Friðhelg skrif? Ég er sammála því mati Vilhjálms að hann eigi enn ekki erindi „í hóp þeirra manna, hverra skrif eru frið- helg“. Og það sem verra er: Ég er jafnvel í vafa um að Graham-Camp- bell hafi náð svo langt. Já, ég er hreinlega á þeirri skoðun að engin skrif ættu að vera friðhelg. Þessi auðmjúka átórítetstná þeirra Vil- hjálms og Sveinbjörns er mér algjör- lega framandi. Én ég má víst ekki hafa neina skoðun á skýrslu Bret- ans, þar sem ég er „ekki fær um að dæma um hæfileika“ hans eins og Vilhjálmur orðar það. Aldrei hef ég þó sagt um Graham-Campbeli það sem Vilhjálmur ber mér á brýn, að hann sé „ekki fær um að segja álit sitt“ á silfri í íslenskri jörð. Eg sagði einungis að ég efaðist um að hann væri hæstiréttur eða alþjóða- dómstóll um slíkt. Við það stend ég og það er fráleitt af Vilhjálmi að saka mig um útlendingahatur og þjóðrembu þó ég haldi þessu fram. Þar með segi ég skilið við grein hans og held áfram að bíða. Höfundur er rithöfundur. Fjallahjólamót í Skorradal 15.-17. júlí Eitthvað fyrir alla, t.d. ☆ Ymiskonar námskeið ☆ Hjólreiðaferðir um nágrennið ☆ Fjallahjólakeppnir fyrir alla aldurshópa Frábær helgarskemmtun fyrir alla fjölskylduna á vegum íslenska Fjallahjólaklúbbsins og Skátafélags Akraness. Nánari upplýsingar hjá Fjallahjólaklúbbnum í síma 620099 frá kl. 9.00 til 24.00. EIMSKIP Láttu þig ekki vanta ^Skandia

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.