Morgunblaðið - 19.07.1994, Qupperneq 1
88 SÍÐUR B/C
161. TBL. 82. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Israelar o g Jórdanir hefja samningaviðræður á vopnahléslínunni
Líkur á frið-
arsamningi
Aqaba. Reuter.
SAMNINGAMENN Jórdaníu og ísraels tókust í hendur í gær við landa-
mæri ríkjanna sem í áratugi hafa verið mörkuð með gaddavír og jarð-
sprengjum. Þeir spáðu því að viðræður þeirra myndu leiða til friðar-
samnings milli ríkjanna. „Líkurnar á friði eru mjög miklar,“ sagði Eli
Rubinstein, oddviti ísraelsku sendinefndarinnar, þegar 30 samninga-
menn frá hvoru landi settust við borð á vopnahléslínunni sem gilt
hefur frá því Ísraelsríki var stofnað árið 1948 eða í 46 ár.
Þetta er fýrsti samningafundur
ríkjanna á heimaslóðum. Þau hafa
tekið þátt í friðarviðræðunum í
Washington í tvö ár án mikils árang-
urs en samningamenn beggja ríkj-
anna sögðust vongóðir um að samn-
ingar næðust um frið.
Vilja hernumin svæði
Jórdanir leggja áherslu á kröfu
sína um að Israelar láti hernumin
svæði af hendi og auki hlut þeirra
í vatnslindum. Þeir vilja einnig að
Bandaríkjastjórn gefi þeim eftir
skuld upp á 950 milljónir dala. ísra-
elar leggja hins vegar áherslu á efna-
hagsleg tengsl ríkjanna.
Viðræðum samninganefndanna í
eyðimörkinni lýkur í dag og utan-
ríkisráðherrar ríkjanna koma síðan
saman ásamt utanríkisráðherra
Bandaríkjanna á jórdönsku hóteli við
Dauðahaf á morgun. Shimon Peres,
utanríkisráðherra Israels, verður þá
æðsti embættismaður landsins sem
kemur til Jórdaníu í opinberum er-
indum. Hussein Jórdaníukonungur
9g Yitzhak Rabin, forsætisráðherra
ísraels, koma síðan saman í Wash-
ington á mánudag.
Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis-
samtaka Palestínumanna (PLO),
fagnaði friðarviðræðum Jórdana og
Israela og kvaðst vonast eftir sams
konar viðræðum milli ísraela og
Sýrlendinga.
Reuter
FORMAÐUR ísraelsku viðræðunefndarinnar, Elyakim Ruben-
stein (t.v.), og Fayez al-Tarawneh, formaður jórdönsku nefndar-
innar, tókust í hendur þegar þeir hittust innan um gaddavír
og jarðsprengjur á landamærum ríkjanna. Að því búnu hófust
friðarviðræðurnar en vonast er til, að þær bindi enda á stríðs-
ástandið, sem ríkt hefur milli ríkjanna í 46 ár.
Hryðjuverk í
Buenos Aires
Sautján
létu lífíð
Buenos Aires. Reuter.
AÐ minnsta kosti 17 manns
létu lífið og 127 slösuðust í gær
þegar mikil sprenging varð í
aðalstöðvum samtaka gyðinga
í Buenos Aires í Argentínu. Er
augljóslega um hryðjuverk að
ræða.
Ekki var vitað í gær hvort
sprengjunni hafði verið komið
fyrir í bíl eða annars staðar en
byggingin, sem var sjö hæða,
jafnaðist næstum við jörðu.
Sendiherra ísraela í Argentínu,
Yitzhak Aviran, sagði, að ísl-
amskir öfgamenn hefðu verið
að verki.
Landamærum lokað
Carlos Menem, forseti Arg-
entínu, lét loka landamærum
ríkisins og flugstöðvum til að
hugsanlegir hryðjuverkamenn
kæmust síður úr landi. Björgun-
armenn unnu að því í gær að
leita í rústunum og tókst þeim
að bjarga barni og ungum
manni lifandi rúmlega átta
stundum eftir sprenginguna.
Friður í Bosníu
Talið víst
að Serbar
segi nei
Brussel, Pale, Sarajevo. Reuter.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evr-
ópusambandsins skoruðu í gær á
þjóðarbrotin í Bosníu að fallast á
alþjóðlega áætlun um frið í landinu
en frestur til þess rennur út í dag.
Sambandsþing Króata og múslima
samþykkti hana í gær en allt bend-
ir til, að Serbar hafni henni. Hvatti
leiðtogi þeirra óbeint til þess á
þingi Bosníu-Serba í Pale í gær.
í yfirlýsingu frá ráðherrunum
segja þeir, að áætlunin, sem Bret-
land, Frakkland, Þýskaland, Rúss-
land og Bandaríkin standa að, sé
eina raunhæfa leiðin til friðar og
hana verði að samþykkja eða hafna,
enginn millivegur sé til. Samkvæmt
áætluninni fá Serbar 51% lands en
Króatar og múslimar 49%.
Hafnað sem móðgun
Sambandsþing Króata og músl-
ima og þing Serba komu saman í
gær til að ræða áætlunina og vai'
hún samþykkt á því fyrrnefnda en
Radovan Karadzic, leiðtogi Serba,
hvatti til að hún yrði felld. „Ef við
höfnum áætluninni, verðum við að
beijast áfram, ráðast inn á svæði
óvinarins án tafar og gjörsigra
hann,“ sagði Karadzic. Aðrir serb-
neskir þingmenn tóku í sama streng
og sögðu, að samkvæmt áætluninni
fengju Króatar og múslimar öll orku-
verin, námur, helstu vegi og náttúru-
auðlindir. Kváðust þeir mundu hafna
henni sem hverri annarri móðgun.
_
Silvio Berlusconi ver
umdeilda tilskipun
Terracina. Morgunblaðid.
SILVIO Berlusconi, forsætisráð-
herra Italíu, lýsti yfir í gær, að
hann væri reiðubúinn að breyta ein-
hveiju varðandi tilskipunina um
takmarkanir við gæsluvarðhaldsúr-
skurðum en í meginatriðum yrði
hún óbreytt. Hefur tilskipunin vakið
mikla óánægju og mótmæli í land-
inu og dómarar hafa hótað að segja
af sér. Búist er við, að 4.000 manns
verði sleppt vegna tilskipunarinnar.
I sjónvarpsviðtali í gærkvöldi
neitaði Berlusconi að stjórnar-
kreppa væri yfirvofandi þótt tveir
helstu samstarfsflokkarnir ætluðu
ekki að styðja tilskipunina á þingi
og hann þvertók fyrir að með henni
væri verið að koma spilltum mönn-
um til hjálpar.
Spillingin undanþegin
Samkvæmt henni er ekki hægt
að halda þeim í gæsluvarðhaldi sem
sakaðir eru um spillingu og mútu-
þægni. Sagði hann að breyta mætti
orðalagi tilskipunarinnar en aðal-
atriðin yrðu óbreytt. Roberto Mar-
oni innanríkisráðherra hefur hótað
að segja af sér verði tilskipunin
ekki dregin til baka og hann gefur
í skyn að Berlusconi hafi komið
henni í gegn vegna þess að ný og
mikil spillingarmál séu í uppsigl-
ingu.
Saksóknarar í Napólí fóru í gær
fram á rannsókn í máli 140 manna
vegna nýrra upplýsinga um gífur-
legar mútugreiðslur fyrirtækja til
embættismanna í heilbrigðiskerf-
inu. Er Francesco De Lorenzo, fyrr-
verandi heilbrigðisráðherra, sakað-
ur um að hafa þegið mútur 100
sinnum en honum var sleppt úr
fangelsi á laugardag vegna tilskip-
unar Berlusconis.
^ Reuter
Olýsanleg
eymd
HREYFING uppreisnat'nianna í
Rúanda, Föðurlandsfylkingin,
lýsti í gær yfir sigri í stríðinu við
her hútú-stjórnarinnar og kvaðst
reiðubúin að Iýsa yfir einhliða
vopnahléi. Þúsundir Rúanda-
nianna gætu dáið af völdum hung-
urs á næstu dögum í borginni
Goma í nágrannaríkinu Zaíre
verði þeini ekki kornið til hjálpar
án tafar og hungursneyð vofir
yfir hundruðum þúsunda. Myndin
er af flóttamönnum í grennd við
borgina. Allt að tvær ntilljónir
manna eru á flótta í Rúanda og
kynnu að fara yfir landamærin
til Zaíre á næstu dögum.
■ Hungursneyð vofir yfir/14