Morgunblaðið - 19.07.1994, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
'
FRETTIR
I
i
I
Starfsmenn Þorgeirs & Ellerts
samþykkja kjaraskerðingn
NÝTT hlutafélag hefur verið stofn-
að um rekstur skipasmíðastöðvar
á Akranesi. Félagið heitir Skipa-
smíðastöð Þorgeir & Ellert hf. og
er tilgangur þess að leigja fasteign-
ir óg lausafé þrotabús Þorgeirs &
Ellerts hf. sem úrskurðað var gjald-
þrota sl. föstudag. Starfsmenn
skipasmíðastöðvarinnar, sem eru
um 90 talsins, gáfu samþykki fyrir
tímabundinni kjaraskerðingu á
fundi á sunnudag en forsvarsmenn
fyrirtækisins töldu ekki grundvöll
fyrir rekstrinum nema að því
fengnu.
Að nýja hlutafélaginu standa
fjórir einstaklingar og Akranes-
kaupstaður. Upphaflegt hlutafé er
10 milljónir en í frétt frá aðstand-
endum fyrirtækisins segir að það
verði fljótlega aukið í a.m.k. 30
milljónir. Eigendur nýja félagsins
hyggjast ná niður kostnaði í
rekstri, aðallega með niðurskurði
í yfirstjórn. Til að bytja með verð-
ur fastráðnum starfsmönnum
fækkað en það er von eigenda að
verkefnastaðan verði slík að unnt
verði að fjölga mönnum sem allra
fyrst.
Fyrst fellt, svo samþykkt
Langflestir starfsmenn skipa-
smíðastöðvarinnar eru félagsmenn
í Sveinafélagi málmiðnaðarmanna
á Akranesi. Valdimar Þorvaldsson,
formaður félagsins, segir að yfír-
lýsingin, sem forsvarsmenn nýja
hlutafélagsins lögðu fyrir starfs-
menn, hafi verið felld á fundi í
Sveinafélaginu á sunnudagsmorg-
un. „Rekstraraðilarnir voru
ósveigjanlegir og hótuðu að ekki
yrði af leigu. Þá stóðu menn
frammi fyrir rekstrarstöðvun. Þótt
skiptastjóri hefði viljað reka stöð-
ina áfram þá hefði ekki allur
mannskapurinn fengið vinnu held-
ur aðeins þeir menn sem hefðu
komist í þau verk sem þurfti að
klára og starfsemin dáið smám
saman út. Bæjaryfirvöld og bú-
stjóri áttu með okkur fund og eft-
ir hann var það mat okkar að
hagsmunum fleiri yrði borgið með
því að yfirlýsingin yrði samþykkt
og unnið eftir henni.“
Yfirlýsingin, sem gildir til 31.
október nk., felur í sér skerðingu
á fastri yfirvinnu um 29 mínútur
á dag. Kaffitíma sem var á milli
dagvinnu- og yfirvinnutíma er
sleppt. Hann var ólaunaður áður,
en núna er hann unninn.
Fækkun starfsmanna
aldrei samþykkt
Valdimar vill taka fram að
Sveinafélagið samþykkti ekki
fækkun starfsmanna, eins og fram
hefur komið í öðrum fjölmiðlum.
Þá leggur hann áherslu á að sam-
komulagið er til skamms tíma eða
31. október. Fram að þeim tíma á
að reyna að semja við nýja eigend-
ur.
Stéttarfélög rafvirkja og tré-
smiða skrifuðu undir yfirlýsinguna
með málmiðnaðarmönnum.
Morgunblaðið/Golli
Reyndu
að koma í
veg fyrir
handtöku
HÓPUR unglinga reyndi að
koma í veg fyrir að lögregla
gæti handtekið 15 ára pilt í
miðbænum aðfaranótt sunnu-
dagsins en hann var vopnaður
hnífi og hafði skömmu áður
skorið vegfaranda á hendi með
hnífnum.
Áverkar vegfarandans voru
ekki taldir alvarlegir en að-
dragandi árásarinnar var
óljós.
Tók til fótanna
Eftir að sá sem særðist
greindi lögreglu frá árásinni
á fimmta tímanum á sunnu-
dagsmorguninn tók árásar-
maðurinn til fótanna en lög-
regla náði honum á mótum
Bankastrætis og Lækjargötu.
Þá dreif að hóp 'um 20 ungl-
inga sem að sögn lögreglu
veittust að lögreglumönnum
og reyndu að koma í veg fyr-
ir að pilturinn, sem þá var enn
með hnífinn í höndunum, yrði
handtekinn.
Lögreglunni tókst að hand-
taka piltinn og eftir viðtal á
lögreglustöð var hann færður
í Unglingaheimili ríkisins til
vistunar.
Að sögn lögreglu hefur
mikill fjöldi unglinga, verið í
miðborginni um kvöld og næt-
ur undanfarnar helgar og
tengir lögregla fjöldann starf-
semi tívolísins við höfnina.
Knattspyrnu-
völlur fluttur
með skipi
í Bolungarvík verið að gera knatt-
spyrnuvöll og til þess að fá hent-
ugt gras, vallarsveifgras, þurfti
að flytja grasið að sunnan og vest-
ur. í gær var verið að undirbúa
lestun túnþaka um borð í skip, sem
flytja á túnþökurnar vestur. Gras-
inu var sáð á sand og er því álitið
hentugt á knattspyrnuvelli og
mun erfitt að fá slíkt gras á Vest-
fjörðum.
Greiðslur í sjóði verkalýðsfélaga
Ráðherra mun
ræða við verka-
lýðshreyfingu
GUÐMUNDUR Árni Stefánsson félagsmálaráðherra segist munu leita
viðræðna við forystu verkalýðshreyfingarinnar um hvernig unnt sé að
tryggja það að fólk sem greiðir til verkalýðsfélaga og sjóða þeirra þekki
réttarstöðu sína gagnvart félögunum. Ráðherra er að iáta afla upplýs-
inga um fjölda þeirra tilvika þar sem fólk greiðir í sjóði verkalýðshreyf-
ingarinnar án þess að eiga fullan aðgang að þeim réttindum sem full
aðild veitir, líkt og ekkja Dagsbrúnarmanns sem ekki fær tryggingabæt-
ur frá Dagsbrún. Maður hennar hafði greitt til verkalýðsfélagsins árum
saman en þar sem hann hafði ekki undirritað umsókn um félagsaðild
þá náði tryggingin, semDagsbrún hafði keypt, ekki til hans.
„Ég held að það sé fullkomin
ástæða vegna þeirra tilefna sem
upp hafa. komið að fara ofan í saum-
ana á því í hversu miklum mæli
þetta er og gera þessar reglur þann-
ig úr garði að fólk viti upp á hár
sína réttarstöðu. Ég hafði ætlað
mér að taka upp viðræður við
verkalýðshreyfinguna um hvemig
að því verði staðið."
Guðmundur Ámi kvaðst ekki
ætla að fella neina stóra dóma um
réttmæti þess að veraklýðshreyf-
ingin taki við greiðslum í sjóði sína
frá launþegum án þess að veita
þeim um leið réttindi. „En það er
grundvallaratriði að fólki sé kunn-
ugt um réttindi_ sín eða réttleysi."
Guðmundur Ámi sagðist telja að
líta yrði til þeirra mála sem upp
væru komin en taldi óljóst hve langt
aftur í tímann yrði hægt að leið-
rétta stöðu fólks í þessum efnum.
„Ég held að meginatriðið sé það
að menn glöggvi sig á umfanginu.
Ég bað mína starfsmenn um það
fyrir helgi að leita að þeim upplýs-
ingum þannig að heildammfang
málsins liggi fyrir,“ sagði Guð-
mundur Ámi Stefánsson og sagði
að jafnframt yrði skoðað sérstak-
lega fyrrgreint mál ekkjunnar.
Morgunblaðið/Einar Snorri Magnússon
50 skátar á
Homströndum
50 SKÁTAR frá öllum Norður-
löndum hafa undanfarna daga
verið á ferð um Hornstrandir.
Þeir fóru sjóleiðina frá Isafirði
og fóru í land í tveimur hópum, á
Hesteyri og í Veiðileysufirði.
Gengu þeir síðan með búnað sinn
á bakinu um friðland Stranda;
Kjaransvík, Hornvík, Barðsvík,
Furufjörð og Þaralátursfjörð í
Reykjafjörð. Síðustu þijá daga
hafa þeir dvalið í Reykjafirði við
leik og störf að hætti skáta, m.a.
gengið á Drangajökul og Geir-
ólfsnúp. Leiðangurinn hefur
gengið afar vel, utan óhapps sem
varð þegar einn þátttakenda,
Dagmar Ólafsdóttir, 19 ára, datt
og hlaut mikinn skurð á enni sem
blæddi talsvert úr. En svo vel vildi
til að einn þátttakenda er læknir
og gerði hann læknisaðgerð á
stúlkunni á staðnum. Hún var
staðdeyfð með sprautum, sárið
hreinsað og í það saumuð þijú
spor. Allt fór vel og gat skátinn
slasaði haldið ferð sinni áfram
eins og ekkert hefði í skorist.
-♦ ♦ ♦
Dróst 193
metra
UMFERÐARSLYS varð á Reykja-
nesbraut um tíuleytið í gærkveldi við
veitingahúsið Jarlinn, er maður á bif-
hjóli lenti aftan á Subaru-skutbíl.
Áreksturinn var allharður, afturrúða
brotnaði og kastaðist ökumaður
hjólsins upp á þak bifreiðarinnar.
Bæði ökutækin voru á leið norður
Reykjanesbraut og mun Subaru-bif-
reiðin hafa verið á 60 km hraða.
Þar sem bílstjórinn snögghemlaði
ekki féll bifhjólamaðurinn ekki í
götuna, heldur barst með bifreiðinni
á þaki hennar, um 193 metra að
sögn lögreglu. Maðurinn á hjólinu
var með hjálm á höfði. Hann skarst
nokkuð í andliti en er óbrotinn. Var
hann fluttur á slysadeild Borgarspít-
alans en fékk að fara heim að lok-
inni aðhlynningu að sögn lögreglu.
Skoðanakönnun Hagrangs um lífeyrissjóði fyrir Verslunarráð íslands
FLEIRI eru fylgjandi en andvígir
því að geta valið um lífeyrissjóð
innan núverandi lífeyrissjóðakerfis
og fleiri eru fylgjandi en andvígir
þeirri hugmynd að bankar, spari-
sjóðir, verðbréfafyrirtæki og trygg-
ingafélög geti einnig annast rekstur
lífeyrissjóða. Þetta kemur fram í
könnun sem Hagvangur gerði fyrir
Verslunarráð íslands.
Könnunin náði til fólks á aldrin-
um 18-67 ára á landinu öllu. Úrtak-
ið var 1.000 manna slembiúrtak og
var svarhlutfallið 73,7%.
75,1% þeirra sem svöruðu voru
fylgjandi því að geta valið um líf-
eyrissjóð, 8,9% andvígir og 15,9%
tóku ekki afstöðu. Nokkru fleiri
konur voru fylgjandi en karlar eða
76,4% kvenna á móti 73,8% karla.
Hlutfall þeirra sem voru fylgjandi
var 78,3% á hofuðborgarsvæðinu á
móti 71,1% á landsbyggðinni.
Almemiingur
vill fá að velia
Bankar o.fl. gætu annast
rekstur lífeyrissjóða
61,2% þeirra sem svöruðu voru
fylgjandi þeirri hugmynd að bank-
ar, sparisjóðir, verðbréfafyrirtæki
og tryggingafélög gætu annast
1. Míklar umræður hafa verið um
Kfeyrissjóðsmál (slendinga undan-
farin ár og möguieika manna til að
velja sér lífeyrissjóð. Ert þú fylgj-
andi eða andvíg(ur) því að geta
valið um lífeyrissjóð innan núver-
andl kerfis?
8,9% andvíg -
Taka ekki afstöðu -i
2. Ein leið í lífeyrismálum er sú að
auka valmöguleika fólks þannig að
bankar, sparisjóðir, verðbréfafyrir-
tæki og tryggingarfélög geti einnig
annast rekstur lífeyrissjóða og tekið
við lífeyrisiðgjöldum. Ert þú fylgjandi
eða andvíg(ur) þessari hugmynd?
13,9% andvíg
Taka ekki afstöðu -j
í
I
!
!
í
i
,
rekstur lífeyrissjóða og tekið við
lífeyrisiðgjöldum. 13,9% voru and-
vígir þeirri hugmynd og 24,9% tóku
ekki afstöðu. Fleiri karlar en konur
voru fylgjandi hugmyndinni eða
65% karla á móti 57,5% kvenna. Á
höfuðborgarsvæðinu voru 66,1%
fylgjandi hugmyndinni en 54,9% á
landsbyggðinni.
Mest andstaða við hugmyndina
var í aldurshópnum 50-67 ára eða
18,5%. í þeim hópi voru 54,9% fylgj:
andi og 26,5% tóku ekki afstöðu. I
aldurshópnum 30-49 ára voru
62,9% fylgjandi, 12,3% mótfallin
og 24,8% tóku ekki afstöðu. 1
yngsta aldurshópnum, 18-29 ára
voru 63,5% fylgjandi, 13% mótfallin
og 23,6% tóku ekki afstöðu til hug-
myndarinnar.
„Þetta sýnir mjög afdráttarlaust
hvað almenningur vill og að það
er yfirgnæfandi stuðningur við
ftjálsræði í vali milli lífeyrissjóða
og frjálsræði í rekstri," segir Vil-
hjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri Verslunarráðs. Hann segir
augljóst að taka þurfi tillit til þess-
ara niðurstaðna þegar lögum um
lífeyrissjóði verður breytt.
I
i