Morgunblaðið - 19.07.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.07.1994, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Motorworld eru þættir um akstursíþróttir sem sýndir verða í Bretlandi á næsta ári BBC gerir þátt um íslenskar akstursíþróttir SJÓNVARPSMENN frá BBC í Bretlandi eru staddir hér á landi við tökur á efni fyrir þátt sem nefnist Motorworld og fjallar um akstursíþróttir víðs vegar um heim. Hver þáttur er xh klukkustund að lengd og er ætlunin að beina sjónum að Japan, ítaliu, íslandi, bílaborg- inni Detroit í Bandaríkjunum, Indlandi og Víetnam í fyrstu þáttaröðinni. Þættirnir verða sýndir í árs- byrjun 1995 og er búist við um sjö milljón áhorfendum í Bret- landi. Reynt er að segja sögur af fólki á ferðalagi í stað þess að fjalla eingöngu um farar- tæki og er gert ráð fyrir að með því móti megi höfða til breiðari hóps áhorfenda, sam- kvæmt upplýsingum frá BBC. Sem dæmi má nefna að áhersl- an á japanska umferðarmenn- ingu er á tæknilegu hliðina og hvert stefni. Spurt er hvort ít- alskir ökumenn séu jafn bráðir bakvið stýrið og af er látið. Einnig er sagt um ísland að þegar guð hafi skapað landið hafi hann búið til stærsta bíla- leikvöll í heimi og fylgst er með hvernig íslenskir ökuþórar sleppa af sér beislinu utan vega. Helstu bíltegundir eru skoðað- ar og reynt að finna sérein- kenni fyrir hvert land um sig, svo eitthvað sé nefnt. Hrifnir af móttökunum Voru bresku sjónvarpsmenn- irnir yfir sig hrifnir af móttök- unum hérlendis þegar ljós- myndara Morgunblaðsins bar að garði, sögðu fólk hér allt af vilja gert til þess að koma til móts við þá. Höfðu þeir meðal annars nýlokið við að mynda torfærukeppni og glöddust mjög yfir fjölda bílvelta sem þeir höfðu náð að festa á filmu. Bifhjólasamtökin kvikmynduö í Bankastræti, Morgunblaðið/Halldór BRESKU þáttagerðarmennirnir frá BBC. Talið frá vinstri: Keith Schofield kvikmyndatökumaður, Murray Clarke hljóðmaður, Dennis Jarvis leiksljóri og Jeremy Clarkson þáttastjórnandi. Þátttaka ríkisins ólík- leg í fjölnota íþróttahúsi Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Blómstrandi hvönn í malbiki ENGAN bilbug er að fínna á hvönninni, sem óx upp úr mal- bikinu á planinu við Fiskmarkað Vestmannaeyja. Þessi hvönn hefur sýnt það og sannað að hún er fremst meðal jafningja, en hvönnin er mjög harðgerð jurt. Malbikshvönnin leit fyrst dagsins Ijós í byijun júlí en í dag hefur hún komið sér vel fyrir eins og sjá má á myndinni. ÓLÍKLEGT þykir að ríkisvaldið taki þátt í að greiða kostnað á móti Reykjavíkurborg vegna 1. áfanga fjölnota íþrótta- og sýning- arhúss sem tilbúinn yrði fyrir heimsmeistarakeppnina í hand- knattleik í maí á næsta ári. Eins og greint hefur verið frá í Morgun- blaðinu hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lýst því yfir að Reykjavíkurborg sé reiðu- búin til að greiða helming kostnað- arins ef ríkisvaldið og aðrir aðilar sem hag hefðu af byggingunni væru reiðubúnir til að taka þátt tii jafns. Að sögn Steingríms Ara Ara- sonar aðstoðarmanns fjármálaráð- herra hefur borgarstjóri óskað eft- ir að ræða við fjármálaráðherra um málið og sagði Steingrímur að væntanlega yrði þeirri beiðni vel tekið og málið rætt. „Eftir því sem ég best veit þá er búið að afgreiða málið af hálfu ríkisins með samkomulagi sem gert var við Kópavogskaupstað 1991,“ sagði Steingrímur. Samkomulagið í Kópavogi Þáverandi fjármála- og mennta- málaráðherrar gerðu árið 1990 formlegt samkomulag við Kópa- vogskaupstað um að leggja fram 300 milljónir króna til byggingar íþróttahúss í Kópavogi, sem rúm- aði þann fjölda áhorfenda sem Alþjóða handknattleikssambandið erði kröfu um. nóvember 1991 var síðan gert samkomulag um að rifta áður- nefndu samkomulagi, en ríkið greiddi þá Kópavogskaupstað 10 milljónir króna upp í útlagðan kostnað vegna málsins. „Þá hékk það á spýtunni að ríkið kæmi ekki að málinu gagnvart öðrum sveitar- félögum, og með samkomulaginu í nóvember 1991 var þannig lokað á þátttöku ríkisins,“ sagði Stein- grímur. Kastaðist út og slasaðist mikið í hörðum árekstri ÁTJÁN ára stúlka slasaðist alvar- lega en þó ekki lífshættulega, að sögn lögreglu, í hörðum árekstri fólksbfls og strætisvagns á mótum Kópavogsbrautar og Urðarbrautar í Kópavogi á sunnudag. Strætisvagninum var ekið eftir Kópavogsbraut og í hlið fólksbílsins sem kom norður Urðarbraut þar sem ér biðskylda gagnvart umferð um Kópavogsbraut. Við áreksturinn kastaðist stúlk- an, sem sat án öryggisbeltis í aftur- sæti fólksbílsins, út um afturrúðuna og skall í götuna. Ökumaður bflsins og kornabarn í framsæti meiddust ekki og engan sakaði í strætisvagninum. Fólksbíll- inn er hins vegar talinn ónýtur. Lögreglan í Kópavogi óskar eftir að ná tali af vitnum að óhappinu. Andlát MAGNÚS GÍSLASON MAGNÚS Gíslason, veitingamaður í Staðarskála í Hrúta- firði, lést á Landakots- spítala í Reykjavík að- faranótt laugardagsins 16. júlí síðastliðinn, á fimmtugasta og átt- unda aldursári. Magnús fæddist á Stað í Hrútafírði 16. mars 1937, sonur hjón- anna Gísla Eiríkssonar, bónda, og Magneu Torfhildar Magnúsdótt- ur. Hann starfaði um langt árabil sem bif- reiðastjóri, en stofnaði síðan ásamt bróður sínum, Eiríki, veitingaskál- ann Staðarskála árið 1960 og hafa þeir rekið hann síðan í sameiningu. Magnús var fréttaritari Morgun- blaðsins frá því um 1970 og til dauðadags. Hann átti sæti í hrepps- nefnd Staðarhrepps samfellt frá 1984, og sat í margvíslegum nefnd- um í tengslum við veitingarekstur og ferðaþjónustu. Eftirlifandi eiginkona Magnúsar er Bára Guðmundsdóttir, og áttu þau sjö börn sem öll lifa föður sinn. Um leið og Morgun- blaðið sendir Báru Guðmundsdóttur, börnum hennar og Ei- ríki Gíslasyni, bróður Magnúsar innilegar samúðarkveðjur, þakk- ar blaðið löng og heilla- drjúg samskipti Magn- úsar við blaðið. Morg- unblaðsmenn voru síð- ast á ferð í Staðar- skála, þegar hið nýja gistihús, Staðarflöt, var formlega opnað í sumar. Þar voru margir gestir sam- an komnir til þess að fagna þessum merka áfanga í starfsemi þeirra bræðra og viðtökur allar hinar höfð- inglegustu, en hið nýja gistihús ber ekki síst stórhug og framtíðarsýn Magnúsar Gíslasonar fagurt vitni, en þar er gistiaðstaða með því besta sem hér gerist. Gistihúsið var Magnúsi ofarlega í huga og lagði hann metnað sinn í að ljúka því sem fyrst, þegar erfíður sjúkdómur sótti á hann undir lokin. Vinnueftirlitið Hættaá slysum í þróm VINNUEFTIRLIT ríkisins hefur með hliðsjón af hinu al- ■ varlega vinnuslysi, sem varð í hráefnisþró loðnuverksmiðju SR-mjöls á Siglufírði sl. föstu- dagskvöld, vakið athygli stjórnenda loðnuverksmiðja á að alvarieg slysahætta getur verið til staðar í loðnuþróm þegar hráefnið er farið að rotna og skemmast. Hættuleg- ar lofttegundir geta þá mynd- ast og súrefnisskortur orðið. Starfsmenn umdæmisskrif- stofu Vinnueftirlitsins á Sauð- árkróki vinna nú að rannsókn slyssins sem varð á Siglufirði. í erindi Vinnueftirlitsins til loðnuverksmiðja er sérstak- lega vakin athygli á að hlý veðrátta flýtir allri rotnun hrá- efnisins, og því þurfi sérstak- lega að gæta fyllsta öryggis við vinnu í slíkum hráefnis- geymslum á þessum árstíma. Nýr dans Helga fær góða dóma SAN FRANCISCO ballet- flokkurinn undir stjórn Helga Tómassonar fær lofsamlega dóma hjá gagnrýnanda Fin- ancial Times fyrir balletsýn- ingar hópsins í Garnier-óper- unni í París fyrr í mánuðinum. Gagnrýnandinn tekur fram að flokkurinn hafí tekið miklum framförum síðan Helgi tók við honum árið 1985. Gagrýnandinn skrifar í grein sinni að nýjasti dans Helga, Árstíðirnar, sem sam- inn er við tónverk Vivaldis, verðskuldi nokkur húrrahróp. Dansinn sé fallegur og ballet- dansmeyjarnar sýni falleg til- þrif. Dansflokkurinn er allur sagður hæfíleikaríkur og sýn- ingin í heild talin ljómandi dæmi um fagleg vinnubrögð flokksins. Tilboð opnuð í Kjalveg FIMMTÁN tilboð bárust Vegagerð ríkisins í fram- kvæmdir við Kjalveg. Lægsta boð átti Nesey hf., Gnúpveija- hreppi, sem bauð rúmar 12,6 millj. eða 68% af kostnaðar- áætlun. Næst lægsta boð átti Rækt- unarsambandið Ketilbjörn, Selfossi, þá Fylling hf. Hólma- vík, Króksverk hf., Sauðár- króki, Suðurverk hf., Hvols- velli, Jón og Tryggvi hf., Hvolsvelli, Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, Selfossi, Ár- vélar hf., Selfossi, Framrás, Vík, Viggó Brynjólfsson hf., Guðmundur Hjálmarsson, Ak- ureyri, Stakkafell hf., Patreks- firði, Sveinn Guðmundsson, Reyícjavik, Klæðning hf., Garðabær og Ýtan hf. Akur- eyri. ■ > I > \ > > > >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.