Morgunblaðið - 19.07.1994, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 19.07.1994, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994 5 FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásgeir Einarsson Eggjanna gætt LÓA þessi lá á hreiðri sínu í Oskjuhlíðinni nýlega og gætti eggja sinna vel. Að sögn Arna Waag hefur sumarið almennt verið hagstætt varpi, að vísu hafi það farið hægt af stað í vor en úr því hafi ræst. Hann segir að flestir ungar flestra tegunda séu skriðnir úr eggj- unum og komnir á legg, þó svo að ekki séu allir orðnir fleygir. Það þekkist einnig að fuglar, til dæmis skógar- þröstur, verpi tvisvar til þrisvar á sumri. Háskólarektor um sumarmisseri við HÍ Jákvætt ef fé fæst fyrir aukakostnaði SVEINBJÖRN Björnsson rektor Háskóla íslands er jákvæður gagn- vart þeirri hugmynd að koma á sum- armisseri við skólann. Hann segir að það verði þó ekki gert með því að færa • fjármagn frá haust- eða vormisseri heldur verði að koma til aukaíjárveiting. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hafa stúdent- ar verið að vinna þessari tillögu fylg- is og ætla að leggja hana fram á næsta fundi háskólaráðs, sem fer með æðsta ákvörðunarvald skólans. Gunnar Birgisson formaður Lána- sjóðs íslenskra námsmanna segir ekkert því til fyrirstöðu að náms- menn á.sumarmisseri fái lán á með- an námið sé fullgilt og rúmist innan námsferils viðkomandi. íslenskum námsmönnum við erlenda háskóla sé oft lánað yfir sumarmisseri ef það flýti fyrir að þeir ljúki námi. Sveinbjörn segir að í flestum til- vikum yrði að endurtaka námskeið frá haust- eða vormisseri því ekki væri hægt að gera einhverjum það að verða að taka námskeið um sum- arið. Námskeið á sumarmisseri gætu þannig bæði nýst þeim, sem gekk illa með námskeiðin á hausti eða vori og einnig þeim, sem vildu flýta fyrir sér að ná fullum 30 einingum, sem lánasjóðurinn krefðist. Betra að kenna sumt á sumrin Sveinbjörn bendir á að sum nám- skeið gætu verið hentugri til kennslu á sumrin en veturna. „Af því að þetta yrði viðbót við núverandi námsskipulag þá gætum við ekki farið út í þetta nema það yrði kostað sérstaklega. Við gætum hins vegar látið húsnæði. Það kæmi líka til greina að hafa þetta úti á landi ef það eru heimavistir lausar einhvers- staðar. Hugmyndin er að kenna þriggja eininga námskeið á þremur vikum, þar sem menn lærðu ekkert annað. Það þyrfti ekki nema fáa kennara til að sinna þessu,“ segir hann og vonar að háskólaráð muni taka jákvætt í hugmyndina en þetta ráðist allt eins af því hvaða áhuga stúdentar hafi. Volkswagen Vento GL. Aukabúnaöur á mynd: Álfelgur og vindskeiö. Glæsileiki í sinni tærustu mynd! Volkswagen Vento GL Glæsileiki og fegurð einkenna Volkswagen Vento yst sem innst. Þokkafullt útlit, kraftur, mikið rými og hagstætt verð sameinast í þessum gæsilega bíl. StaðalbúnaSur í Volkswagen Vento GL: • Öflug 1.8 lítra vél • Rammgert öryggisbúr • Aflstýri • Veltistýri • Samlæsingar á hurðum • Mjög vönduð //velour"-innréttingm Fjölstilling á öku- mannssæti • Rafstýrðir speglar • Stillanlegir höfuðpúðar á aftur- sælum • Samlitir stuðarar og speglar • Niðurfellanlegt aftursæti (60/40) • 14 tommu felgur • 550 lítra farangursrými. nxnDEXZHHi hekla Volkswagen Laugavegi 170 -174 • Sími 69 55 00 Öruggur á alla vegu! kr. á götuna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.