Morgunblaðið - 19.07.1994, Síða 6

Morgunblaðið - 19.07.1994, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Unglingar frá Færeyjum, Grænlandi og Islandi vinna Vestnorden-verkefni Unnið að verkefnum í Drangey og Bólu Fyrrihluta júlímánaðar var hóp- ur unglinga frá grannlöndum íslands, Færeyjum og Græn- landi, að störfum í Skagafirði og unnu þau að svokölluðu Vest- norden-verkefni, sem beinist að varðveislu náttúrulegra og sögu- legra verðmæta. I hópnum voru sex íslending- ar, fimm frá Færeyjum og fjórir frá Grænlandi, en verkefnisstjóri var Sigurður Jónsson, og er áætl- að að vinna að samskonar verk- efnum næsta sumar í Færeyjum, en síðan á Grænlandi. Þegar við komuna í Skaga- fjörð bvrjaði hópurinn á því að vinna við minningarlund og miunismerki Hjálmars Jónssonar í Bólu í Blönduhlíð, en þaðan var haldið út með og út á fjörð, því að þessu næst tók hópurinn þátt í lagfæringum á Reykjadiski, en þar er Jón Eiríksson bóndi í Fagranesi að gera viðlegugarð og láta hlaða upp gamla sjóbúð og síðar hugsanlega önnur mann- virki, og eru það Jóhannes Ara- son frá Múla í Kollafirði og Birg- ir Friðriksson frá Sauðárkróki sem eru vegghleðslumeistarar hinna gömlu húsa. Áður hafði Jón hlaðið upp Grettislaug, sem er heit upp- spretta við fjörukambinn á Reykjadiskinumþar sem sagan segir að Grettir Ásmundarson hafi hvílst eftir að hafa synt úr Drangey, og Birgir Friðriksson hlaðið veglegan skjólgarð úr fjörugijóti við laugina. Uti í Drangey vann hópurinn að lagfæringum við uppgönguna í eyna og einnig í Uppgönguvík- inni, þar sem Jón Eiríksson legg- ur bát sínum Víkingi, þegar hann flytur ferðamenn út í eyju. Jón Eiríksson sagði að sig langaði til að koma sjóbúðinni í gott horf, og einnig væru þarna á staðnum rústir af gömlu nausti og hjalli sem vel væri þess virði að gera upp, og með gijótgarðin- um, sem nú hefur verið gerður, væri unnt að flylja ferðamenn út í Drangey á mun skemmri tíma en áður, þegar þurfti að fara frá Sauðárkróki. Morgunblaðið/BB, Sauðárkróki Myndin að ofan sýnir er byijað var að hlaða upp gömlu sjóbúð- ina. Að neðan er Grettislaugin, en hún er heit og gott að baða sig þar, eins og Grettir gerði forðum. Smyglað tób- ak til sölu í söluturni LÖGREGLA lagði um helgina hald á 21 pakka af smygluð- um vindlingum í söluturni við Rauðarárstíg. Lögreglu var tilkynnt að í söluturninum væri til sölu tóbak án íslenskra merkinga. Farið var á staðinn og fannst 21 pakki af Winston-tóbaki sem báru með sér að hafa ekki komist í dreifingu eftir löglegum leiðum. Lögreglan hefur áður þurft að hafa afskipti af söluturnin- um vegna áfengissölu. Fimm vegaframkvæmdir í kynningu Mat á umhverfis- áhrifum fer fram EMBÆTTI skipulagsstjóra ríkisins hefur nú til afgreiðslu fimm tilkynning- ar um fyrirhugaðar framkvæmdir og mat á umhverfísáhrifum þeirra. Hafa þær allar verið auglýstar til kynningar sem stendur yfir í fímm vikur í hveiju tilfelli. Kynning fer fram á skrifstofu Skipulags ríkisins, Lauga- vegi 166 í Reykjavík, svo-og í viðkomandi sveitarfélögum og fást nánari upplýsingar um kynningarstaði hjá S'kipulagi ríkisins og viðkomandi sveit- arstjóm. Skriflegum athugasemdum ber að skila til Skipulags ríkisins. Eftirtaldar framkvæmdir eru nú í kynningu: 1. Útnesvegur um Klif- hraun, Snæfellsbæ. Athugasemdir berist fyrir 28. júlí 1994. 2. Breikk- un Vesturlandsvegar, mislæg gatnamót Vesturlandsvegar og Höfðabakka í Reykjavík. Athuga- semdir berist fyrir 3. ágúst 1994. 3. Vestfjarðavegur nr. 60 um Gils- fjörð í Saurbæjar og Reykhóla- hreppi Barðastrandarsýslu. At- hugasemdir berist fyrir 5. ágúst 1994. 4. Vegtenging um utanverð- an Hvalfjörð. Jarðgöng undir Hval- fjörð, tenging þeirra frá núverandi vegi sunnan íjarðar við Saurbæ í Kjalarneshreppi og til Akraness til vesturs og austurs með Akrafjalli á Vesturlandsveg við Laxá í Leirár- sveit um Innri-Akraneshrepp og Skilmannahrepp. Athugasemdir berist fyrir 9. ágúst 1994. 5. Hólmavíkurvegur um Borðeyri, Bæjarhreppi, Strandasýslu. At- hugasemdir berist fyrir 18. ágúst 1994. Neikvæð umhverfisröskun verði sem minnst Hin nýtilkomnu lög um mat á umhverfisáhrifum gera ráð fyrir að áform um framkvæmdir séu kynnt opinberlega svo þeir sem telja sig framkvæmd varða geti fengið tækifæri til að tjá sig í tíma. Með mati á umhverfisáhrifum er leitast við að afla nauðsyniegra upplýsinga sem liggja þurfa fyrir við ákvörðun um nýframkvæmdir svo neikvæð umhverfísröskun verði sem minnst. Með auglýsingu framkvæmdar og kynningu er reynt að tryggja rétt þeirra sem málið varðar til að tjá sig og jafn- framt úrskurður um heimild til framkvæmdar byggi á sem bestum gögnum, eins og segir í frétt frá Skipulagsstjóra ríkisins. Morgunblaðið/Sig. Jóns. GASKÚTARNIR kannaðir eftir að eldurinn var slökktur. Mikil sprengihætta af eldi í Sclfossi, Morgunblaðið. MIKIL hætta skapaðist á verkstæði Ræktunarsambands Flóa og Skeiða við Gagnheiði á Selfossi þegar loki sprakk ofan af gaskút og eldsúla gaus upp. Einn starfsmanna fyrir- tækisins var að vinna við logskurð rétt við gaskútinn og við lá að hann króaðist af. Hann komst fram hjá kútnum og kallaði til slökkvilið. „Ég var að logskera úti í horni, rétt fyrir innan kútinn. Þá heyrði ég að toppurinn á kútnum fór af með hvelli. Þegar ég leit við stóð eldsúlan upp úr kútnum. Mér brá auðvitað rosalega en komst framhjá gaskát kútunum til að kalla á slökkviliðið,“ sagði Kristinn Bergsson starfsmað- ur hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða. Slökkviliðsmenn lögðu sig í bráða hættu við að kæla gaskútinn niður og forða því að hann og súrkúturinn við hlið hans spryngju. Þeim tókst fljótt að yfirbuga eldinn og héldu síðan áfram að kæla kútana. Engar verulegar skemmdir urðu á verk- stæðinu. Lögreglan lokaði af svæði í kringum verkstæðið vegna sprengi- hættunnar. 11 prestar sækja um 3 embætti UMSÓKNARFRESTUR um stöðu presta á Selfossi, Kol- freyjustaðarprestakall í Fá- skrúðsljarðarsókn og á Rauf- arhöfn rann út 15. júlí sl. Sex prestar sóttu um á Selfossi, fjórir á Kolfreyjustað og einn á Raufarhöfn. Um Selfossprestakall sóttu þeir Eiríkur Jóhannsson, prestur á Skinnastað, Guð- mundur Guðmundsson, að- stoðarprestur í Neskirkju, Gunnar Siguijónsson, prestur á Skeggjastöðum, Haraldur Kristjánsson, prestur í Vík í* Mýrdal, Jón Ragnarsson, deildarstjóri fræðsludeildar kirkjunnar, og Þórir Jökull Þorsteinsson, settur prestur á Grenjaðarstað. Um embættið á Kolfreyjustað sóttu þeir Bragi Benediktsson, prófastur á Reykhólum, Carlos Ferrer, Sigurður Ægisson, prestur í Bolungarvík og Önundur Björnsson. Ágúst Einarsson, settur prestur á Raufarhöfn frá febrúar sl., sótti einn um embættið þar. Varað við slökkvitækjum BRUNAMÁLASTOFNUN rík- isins telur að áströlsk hand- slökkvitæki af tegundinni Fire Out veiti falskt öryggi og var- ar fólk við að kaupa slík tæki. Samkvæmt fréttatilkynningu frá stofnuninni hefur hún þeg- ar bannað notkun tækjanna en hefur engu að síður fengið ábendingar um að tæki af þessari tegund séu boðin í heimasölu. Handslökkvitæki þessi eru einnota og hlaðin með 0,4 kg af ABC þurrdufti. Um ástæðu þess að tækin voru bönnuð segir í fréttatilkynningunni, að þau séu of lítil til að koma að gagni fyrir óþjálfaða not- endur og veiti þannig falskt öryggi. Að mati stofnunarinn- ar er hæfilegt að hafa sex kg ABC dufttæki á heimilum, sumarbústöðum og í bílskúr- um en tveggja kg tæki í bílum. Fimm tilboð í Nesveg FIMM tilboð bárust Vegagerð ríkisins í framkvæmdir við Nesveg milli Sandvíkur og Reykjanesvita. Lægst bauð Klæðning hf. í Garðabæ, eða rúmar 25,5 milljónir, sem er 91% af kostn- aðaráætlun. Aðrir sem buðu voru Ellert Skúlason hf., Njarðvík,. Bergmót hf., Reykjavík, Borgarverk hf., Borgamesi, Ræktunarsam- band Flóa og Skeiða, Selfossi og Árvélar hf., Selfossi. Velta í Þrengslum MAÐUR var fluttur á slysa- deild eftir bílveltu í Þrengslun- um um klukkan 10 í gærmorg- un. Maðurinn kenndi eymsla í baki og hálsi eftir að Toyota Corolla fólksbíll sem hann ók lenti út af veginum og valt. Að sögn lögreglu á Selfossi voru meiðsli mannsins ekki talin hættuleg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.