Morgunblaðið - 19.07.1994, Page 8

Morgunblaðið - 19.07.1994, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994 Nýjar íslenskar kartöflur á markað FYRSTU íslensku kartöflunar komu á markað hjá Ágæti hf. í gærmorgun en þær komu frá Bergi Elíassyni bónda í Pétursey. Þá komu einnig á markað kartöfl- ur frá Guðmundi Kristinssyni Sól- eyjarbakka, en í báðum tilfellum er um að ræða premier kartöflur sem ræktaðar voru undir plastdúk. Að sögn Odds Ingasonar sölu- stjóra hjá Ágæti eru fyrstu ís- lensku kartöflurnar nú um hálfum FRÉTTIR mánuði fyrr á markað en venju- legast er. Kílóið kostar 169 krónur í heildsölu, sem Oddur segir vera um 8% lægra verð en á fyrstu kartöflunum sem komu á markað Morgunblaðið Golli í fyrra. Hann sagðí von á fyrstu rauðu kartöflunum á markað í lok vikunnar, en það er jafnframt 2-3 vikum fyrr en gengur og gerist í meðalári. Kortafyrirtæki hafa ekki aðgang að reikningum debetkorthafa Reiknistofa bankanna afgreiðir beiðnir um úttekt KORTAFYRIRTÆKIN hafa ekki beinan aðgang að bankareikningum korthafa, en geta séð síðar hvort næg innstæða er fyrir úttekt eða ekki, segir Jóhann Albertsson, deild- arstjóri hjá bankaeftirliti Seðlabank- ans. Fyrirspurnir um hversu rúmur aðgangur kortafyrirtækjanna að slíkum upplýsingum er, bárust Morg- unblaðinu eftir að Einar S. Einars- son, framkvæmdastjóri Visa íslands, greindi á laugardag frá fjölda út- tekta með debetkortum og hversu mörgum hafi verið synjað. Jóhann segir að bankaeftirlitið hafi ekki af- skipti af kortafyrirtækjum, þar sem starfsemi þeirra falli almennt ekki undir ákvæði laga um viðskipta- banka og starfsmenn þeirra, og starfsmennirnir séu því ekki bundnir Þverá efst - Rangárn- ar í sókn TÖLURNAR breytast hratt í Rang- ánum þessa daganna og áin dregur hratt á efstu árnar, Þverá og Norð- urá. Sunnudagurinn gaf tæpa 40 laxa og voru veiðimenn þó allir komnir í hús um kiukkan átta vegna úrslitaleiksins á HM. Voru þá komn- ir 350 laxar á land, sem er 70 til 80 löxum meiri afli heldur en á sama veiðidegi metsumarið 1990, er Rang- árnar gáfu saman um 1.660 laxa og voru efstar yfir iandið. Veiðin var þá dreifð milli ánna tveggja, en það er einungis Ytri áin sem er gjöful nú. Til þessa hefur veiði verið slök í Eystri Rangá. Þröstur Elliðason, leigutaki árinnar, sagðist ekki viss um að laxamagnið væri alveg jafn mikið nú og 1990. „Þetta er mikið magn, en ekki endilega meira en 1990, aftur á móti er skipulagið betra nú og það skilar sér í betri veiði. Það er mikili kraftur í göngunum þessa dagana og ég er bjartsýnn á fram- haldið, því reynslan sýnir að Rang- ámar halda vel dampi fram eftir sumri á sama tíma og ýmsar aðrar ár fara gjarnan að dala,“ sagði Þröst- ur. Á hádegi á sunnudag lauk hópur Svisslendinga veiðum, en þeir félagar fengu 136 laxa, alla á flugu. Stærsti laxinn var 19 pund, en það var einn- ig slangur af 12-16 punda fiski þótt aliur þorrinn væri smálax af öllum stærðum, 3 til 7 pund. ákvæðum _um bankaleynd. Júlíus Óskarsson, forstöðumaður tæknisviðs Visa-íslands, segir að þegar debetkorthafi reyni að nota kort sitt til úttektar í hraðbanka er- lendis, hafi hraðbankinn samband við Visa Intemational sem beini síðan fyrirspum um heimild til Reiknistofu bankanna. Þar sé beiðnin send í svo- kallað heimildartölvukerfí þar sem flett er upp á reikningi viðkomandi, og innstæðan borin saman við fjár- hæð úttektarbeiðni. „Ef allt er í lagi er heimild um úttekt send til baka og hún bókuð á viðkomandi. Ef ekki er allt í lagi af einhverjum ástæðum, er úttektarheimild hafnað og neitun- in bókuð í svokallað „log-kerfi“. Um sjálfvirkt ferli er að ræða og starfs- menn kortafyrirtækis koma ekki að Morgunblaðið/gg. Harry Harrysson til vinstri og Þröstur Elliðason með- hálfrar klukkustundar veiði úr Kerinu í Ytri Rangá. Forystuárnar... Það eru Þverá og Norðurá sem leiða hjörðina það sem af er, Þverá ásamt Kjarrá höfðu í gærdag gefið 926 laxa, 526 höfðu veiðst í Þverá, 377 í Kjarrá og 23 í Litlu Þverá. Norðurá hafði gefið 730 til 740 laxa að mati Guðmundar Viðarssonar kokks á Rjúpnahæð. Það er nokkur spölur í næstu ár, en flestar þeirra eru opnar langt fram í september, en veiði lýkur í Norðurá og Þverá í lok ágúst. Það mun því draga nokk- uð saman áður en yfir lýkur. Rólegt í Húseyjarkvísl „Það var heldur rólegt þarna, við sáum ekki mikið af laxi, en nældum okkur þó í sinn hvom 12 punda lax- inn,“ sagði Eiríkur S. Eiríksson sem var að koma við annan mann úr Húseyjarkvísl í Skagafirði um helg- ina. Voru þá komnir 47 laxar úr ánni sem er minna en á sama tíma síðustu sumur. Af þessum 47 löxum voru aðeins þrír undir 10 pundum og einn þeirra 9 pund. Hinir tvejr, 5 punda, hafa veiðst síðustu daga. Þá afgreiðslunni. Eftir á geta þeir hins vegar flett upp á í skrá hvernig út- tektarbeiðni var afgreidd, og t.d. af hverju úttekt var hafnað. Þeir sjá hins vegar ekki hveijar innstæður eru á reikningum, og sama máli gegnir um starfsmenn Reiknistofu bankanna,“ segir Júlíus. Annað mál með krítarkort Júlíus segir öðru máli gegna um notkun kreditkorts til t.d. úttektar á peningum, því þá fari beiðnin í gegn- um Visa Intemational til Visa- íslands, þar sem flett sé upp í gagna- grunni um viðkomandi aðila, og hvort kortið sé í lagi, því hafi ekki verið stolið eða glatast og heimild sé ekki tæmd, og svar síðan sent móðurbanka um hvort úttekt sé heimil eða ekki. Morgunblaðið/JSÁ. Sigurður Fjeldsted með 16 punda leginn hæng af Klöpp- inni í Ytri Rangá og tvo smærri nýgengna. sagði Eiríkur að tveir af bestu stöð- unum í gegnum árin, Laxahylur og Klapparhylur, hefðu breyst mikið og væru ekki svipur hjá sjón. Á móti hefðu komið betur upp Reykjafoss og Laugarhylur. Þá hefur nýr staður gefíð nökkra fiska, beint niður af náðhúsi veiðimanna, og eins og oft áður hefur staðurinn tekið nafn af kennileitum. Heitir hinn nýi veiði- staður Kamarhylur. Gott í Stóru Laxá... Ágætisveiði hefur verið í Stóru Laxá að undanförnu, í gærmorgun veiddust til dæmis 12 laxar á neðstu tveimur svæðunum. Erfítt er að fá heildartölu úr ánni þar sem hún skiptist í nokkur svæði, en láta mun nærri að heildarveiðin nálgist nú mjög 200 fiska sem er afburðagott á þeim bæ. Fregnir herma einnig, að gott hafi verið til fanga á Iðunni síðustu daga, sérstaklega um helg- ina, rífandi veiði. Ein stöng var til dæmis með 9 laxa, önnur með 7 og svo framvegis. Þama er á ferðinni bæði stórlax og smálax í bland. Kórar á faraldsfæti Taka þátt í stærstu kórahátíð Evrópu Þorgerður Ingólfsdóttir Kór Menntaskólans við Hamrahlíð fer nk. fimmtudag til bæjar- ins Herning á Jótlandi í Dan- mörku til að taka þátt í fjöl- mennri Evrópuhátíð kóra, Europa Cantat. Um 2500 þátt- takendur verða á hátíðinni víðs vegar að úr heiminum, ekki bara Evrópu, auk áheyrenda, sem einnig eru fjölmargir. Hátíðin er haldin á þriggja ára fresti og skiptast löndin í Evr- ópu á að halda hana. Þorgerð- ur Ingólfsdóttir hefur tekið virkan þátt í þessari hátíð undanfarin sex skipti og legg- ur nú leið sína þangað í það sjöunda með Kór MH auk nokkurra úr Hamrahlíðar- kórnum. - Hvernig hátíð er þetta og hvernig tengjast Hamra- hlíðarkórarnir henni? „Þetta er viðmesta kórahá- tíð Evrópu og þetta er í tólfta sinn sem hún er haldin. Hátíðin núna er dálítið merkileg fyrir okk- ur Norðurlandabúa því þetta er í fyrsta sinn, sem hún er haldin á Norðurlöndunum. Kórarnir við Hamrahlíð, Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, sem er yngri hópurinn og Hamrahlíðarkórinn með út- skrifuðum nemendum úr MH, eru einu íslensku aðilarnir að samtök- unum, sem standa að þessari há- tíð, Samtökum evrópskra æsku- kóra. Upphaflega kom þetta til af því að einn kennarinn minn, sviss- neski stjórnandinn Willi Gohl, hafði trú á því, sem við vorum að gera hér í Hamrahlíðinni og bauð okkur að koma sem gestakór inn á hátíð- ina árið 1976. Þetta gekk það vel að okkur var boðin aðild að samtökunum og við urðum fullgildir aðilar 1978. Við höfum sótt allar hátíðir frá 1976 og erum einu íslendingarnir, sem höfum gert það. Frá því að Hamra- hlíðarkórinn var stofnaður árið 1982 hefur hópurinn, sem fer á hátíðina verið einhvers konar blanda af báðum Hamrahlíðarkór- unum. Það er auðvitað allur gang- ur, hvernig tekst að halda uppi þessu starfí yfir sumartímann. Við fórum með 80 manna kór til Spán- ar 1991 og það var þá blanda úr báðum kórunum. í ár fara út 69 og hópurinn er svo að segja bara úr Kór MH. Það var líka mikið gleðiefni fyrir okkur að annar ís- lenskur kór fer einnig núna, Skóla- kór Kársness í Kópavogi." - Hvert er markmið hátíðarinn- ar? „Hátíðin er töluvert ólík eftir því hvar hún er haldin því að þótt markmið hátíðarinnar og stefna sé sú sama þá ber hún mikinn blæ af því landi, sem heldur hana. Markmið hátíðarinnar er samvinna kóra frá ólíkum stöðum í heimin- um og flutningur stór- verka kórtónlistarinnar, auk kynningar á tónlist hinna ýmsu þjóða. Meiri hlutinn af tímanum fer í þessa samvinnu og það er æft um fímm tíma dag. Hátíðin stendur í tíu daga. Núna verða um 2500 þátt- takendur, sem er mun minna en oft áður, þar sem það getur verið langt og dýrt að ferðast til Norður- landanna. í Frakklandi 1985 voru yfír fímm þúsund þátttakendur. Afar mikið af tónlistaráhugafólki kemur til að nýta sér þetta tæki- færi til að heyra tónlist frá öllum þessum mismunandi hornum heimsins.“ - Hvernig er að fara alltaf út með nýtt fólk á hátíðina? „Það getur verið erfitt að halda sama gæðastigi þegar svo örar breytingar verða á hópnum mínum ►Þorgerður Ingólfsdóttir hefur verið stjórnandi Kórs Mennta- skólans við Hamrahlíð frá því hann var stofnaður í lok ársins 1967. Frá 1982 þegar Hamra- hlíðarkórinn (framhaldskór fyrir útskrifaða nemendur) var stofn- aður hefur hún einnig sljórnað honum. Hún er fædd 1943 í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá MR 1963. Söngkennara- og tónmenntakennaraprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík lauk hún 1965. Hún hefur sótt nám sitt í söng og kórstjórn víða, m.a. hjá dr. Róbert A. Ottóssyni í 8 ár, hjá Engel Lund í 13 ár og hún vann að meistaragráðu í tón- list við University of Illinois. Auk þess hefur hún numið kórstjórn í Englandi, New York, Sviss, ísra- el, Noregi og Vínarborg. á hveiju ári. Núna fara t.d. aðeins örfáir, sem fóru á hátíðina fyrir þremur árum. Kórinn hefur hins vegar oft vakið mikla athygli. Á tónleikum í Strassburg árið 1985 vorum við til að mynda fulltrúar Evrópu á tónleikum, þar sem voru um 7000 áheyrendur. Núna höfum við æft á hveiju einasta kvöldi í nokkrar vikur en auðvitað höfum við verið að leggja drögin að þess- ari hátíð með starfi okkar í vetur.“ - Hvernig tónlist ætlið þið að flytja á hátíðinni? „Við ætlum auðvitað fyrst og fremst að flytja íslenska tónlist. Við flytjum verk eftir aðaltónskáld íslands í dag, eldri og yngri. Sem dæmi get ég nefnt magnað verk eftir Atla Heimi, sem hann samdi fyrir rúmum tveimur árum síðan, við ljóð eftir þýska skáldið Rilke. Við flytjum verk eftir Þorkel Sigur- björnsson, Jón Nordal, Jón Ásgeirsson og Snor- ra Sigfús Birgisson svo einhveijir séu nefndir og meðal annars höfum við á efnisskránni alveg splunkunýtt verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, sem hún samdi í tilefni af stúdentaútskrift MH í vor. Gömlu meistararnir eins og Páll ísólfsson eru auðvitað með. Svo eigum við í fórum okkar líka erlenda tónlist. Sameiginlega verkið, sem við völdum að taka þátt í er óratoría eftir rómantíska tónskáld Breta, Edward Elgar. Það er eitt viða- mesta verk hátíðarinnar, heitir Draumur Gerontiusar og verður stjórnað af Ungveijanum Laszlo Heltay. Kórinn ætlar að flytja hluta af þeim verkum, sem við förum með út fyrir vini og velunn- ara á miðvikudagskvöld, sem sagt íslenskt sumarkvöld í miðri viku,“ sagði Þorgerður Ingólfsdóttir. Viðamesta kórahátíð Evrópu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.