Morgunblaðið - 19.07.1994, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994 11
LAIMDIÐ
Morgunblaðið/Sigríður, Siglufirði.
Síldarminjasafnið í Róaldsbrakka.
segja að einkum hafi verið lögð
áhersla á tvennt í starfi félagsins. í
fyrsta lagi að henda reiður á muna-
safnið, bjarga því frá glötun, koma
upp bráðabirgðasafni og halda áfram
söfnun mikilvægra minja. I öðru lagi
var hafin endursmíði á Róalds-
brakka, sem var eitt af húsunum sem
friðuð voru árið 1978.
Heldur illa var komið fyrir brakk-
anum, hann gamall, lúinn og af
mörgum dæmdur ónýtur. Nú hefur
hann verið yngdur upp og ber nú
sama svipmót og 1907, þegar hann
var vígður á Jónsmessu það sumar.
Endursmíði brakkans er undir umsjá
Húsafriðunarnefndar og hefur Stef-
án Örn Stefánsson, arkitekt, hannað
verkið.
Mikið verk liggur að baki og unn-
ið hefur verið af kappi undanfarnar
vikur úti og inni, og tekist hefur að
ljúka flestu því sem ætlunin var að
gera. Á neðstu hæð brakkans hefur
verið sett upp sýning á munum og
myndum tengdum veiðum og söltun.
Enn er margt ógert á efri hæðum
brakkans, en stefnt er að því að ljúka
við það fyrir 90 ára afmæli brakk-
ans, sem er á Jónsmessu 1997.
_
Frá opnun síldarminjasafnsins.
Styrktaraðilar
Allt kapp hefur verið lagt á það
að Róaldsbrakki yrði gerður sem
veglegastur á ný og það sem allra
fyrst. Þrátt fyrir nokkurn mótbyr og
skakkaföll við upphaf verks hafa
framkvæmdir gengið vonum framar.
Því ber fyrst og fremst að þakka
FÁUM, með Örlyg Kristfinnsson í
broddi fylkingar, svo og þeim mikia
velviija og skilningi sem þetta mál
naut, að koma á fót síldarminjasafni
í brakkanum.
Mjög margir hafa lagt málinu lið
í smáu sem stóru, með vinnufram-
lagi, andlegum stuðningi eða pen-
ingagjöfum. Þeir helstu sem veitt
hafa fjárstuðning: Styrkir Húsfriðun-
arnefndar hafa verið það stórir í
nokkur ár að segja má að það hafi
riðið baggamuninn í öllu þessu verki.
Menntamálaráðuneytið hefur veitt
myndarlegan stuðning svo og ís-
landsbanki, Sjóvá-Almennar hf.,
Skeljungur hf. og Siglufjarðarkaup-
staður, sem nú á þessu ári og í fyrra
veitir rausnarlegan stuðning.
Bræðsluminjasafn
í sjötíu ára gömlum vélarsal sunn-
an við Róaldsbrakka hefur verið sett
upp sýning á vélum og verkfærum
frá annarri síldarvinnslu og er það
hugsað sem vísir að bræðsluminja-
safni.
Lýðveldishlaupið
Fyrsti gull-
verðlauna-
hafinn
SEXTUGASTI þátttökudagurinn í
Lýðveldishlaupinu var 13. júlí.
Fjöldi manna hefur þegar unnið
til brons- og silfurverðlauna og
þeir sem duglegastir hafa verið að
taka þátt í hlaupinu og hafa hlaup-
ið eða gengið 3 km hvern dag síð-
an hlaupið hófst þann 15. maí eiga
nú rétt á gullverðlaunum.
Þórir Jónsson, formaður UMFÍ,
varð fyrstur til að fá afhent gull-
verðlaun fyrir að hafa tekið sextíu
sinnum þátt í hlaupinu, en auk
Þóris hafa margir einstaklingar
víðsvegar á landinu unnið til gull-
verðlauna. Brons- og silfurverð-
launahafar í Lýðveldishlaupinu eru
nú þegar orðnir yfir 2.000 talsins
og má vænta þess að stór hluti
þeirra stefni á að ná gullverðlaun-
um áður en Lýðveldishlaupinu lýk-
ur þann 21. ágúst.
Þátttökustaður fyrir Lýðveldis-
hlaupið verður settur upp á Lands-
móti UMFÍ á Laugarvatni nú um
helgina og munu ýmsir fræknir
kappar eins og Þórir Jónsson, Stef-
án Jasonarson, Jón H. Sigurðsson,
Sigurlaug Hermannsdóttir og
Magnús Scheving leiða hlaupið.
Anna Margrét Jóhannesdóttir
verkefnissljóri Lýðveldis-
hlaupsins veitir Þóri Jónssyni
formanni UMFÍ gullmerki
fyrir þátttöku í Lýðveldis-
hlaupinu.
ADnm #
Laugavegi 47