Morgunblaðið - 19.07.1994, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.07.1994, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994 13 VIÐSKIPTI Skipasmíði Styrlgum við skipasmíði í OECD-löndum hætt París. Reuter. FULLTRÚAR helztu skipasmíða- þjóða heims samþykktu um helgina í meginatriðum að hætta ríkis- styrkjum og afstýra verðstríði, en samkomulag náðist ekki við Frakka, sem hafa einangrazt. Samkomulagið náðist í aðalstöðv- um Efnahags- og framfarastofnun- arinnar, OECD, í París eftir fimm ára viðræður Bandaríkjanna, Evr- ópu- og Asíuríkja. Að sögn fundar- manna er þetta umfangsmesta til- raunin, sem gerð hefur verið til þessa til að koma lagi á skipamarkaðinn i heiminum eftir offramleiðslu og miskunnarlausa samkeppni, sem staðið hefur í mörg ár. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins kom fram fyrir hönd Frakka og bandalagsþjóða þeirra í viðræðunum við Kóreu, Japan, Bandaríkin og Norðurlönd. Samn- ingurinn hefur enn ekki verið undir- ritaður og verður að fá pólitíska staðfestingu. Andstaða Frakka kom fram í yfirlýsingu, þar sem sagði að þeir „vildu að viðræðunum yrði haldið áfram til þess að náð yrði samkomu- lagi, sem virti hagsmuni allra að- ila“. Frakkar segja að í samkomu- V- itfÁ/a&MxMAi, FULLTRÚAR helztu skipasmíðaþjóða heims samþykktu um helgina að hætta ríkisstyrkjum og afstýra verðstríði. Samkomulagið náðist eftir fimm ára viðræður Bandaríkjanna, Evrópu- og Asíuríkja. lagsdrögunum sé sneitt fram hjá óbeinum ríkisstyrkjum, sem við- .gangist í nokkrum löndum, þótt lagt sé bann við beinum ríkisstyrkj- um eins og í Frakklandi. Bent er á að nauðsynlegt sé talið að tryggja atvinnu í tveimur helztu skipasmíðastöðvum Frakka, Saint- Lazaire og Le Havre, ári áður en forsetakosningar fara fram. Framleiðslumörk ekki tiltekin Sagt er að Frakkar hafi í raun sett það skilyrði að þeir fengju að smíða 170.000 tonn á ári sem hing- að til. Samþykkt var um að leyfa ríkisstyrki til 250.000 tonna há- markssmíði, en samkomulag náðist ekki um skiptinguna. Þar með áttu ESB-ríkin að fá bætur fýrir bandarísku Jones-lögin, sem sambandið hafði viðurkennt á laugardag. Lögin kveða á um bann við viðskiptum erlendra skipa á strönd Bandaríkjanna og viðurkenn- ing ESB á þeim átti mikinn þátt í samkomulagi því sem náðist í París. Að lokum var ákveðið að tiltaka engin framleiðslumörk og í staðinn gripið til gagnráðstafana, sem eru leyndarmál að sögn fundarmanna. Hugbúnaður Microsoft lætur af einokun Washington. Reuter. MICROSOFT-fyrirtækið hefur samþykkt að láta af ólöglegum ein- okunaraðferðum, sem það er sakað um að hafa beitt til þess að ná því marki að verða stærsti og voldug- asti hugbúnaðarframleiðandi heims, með samkomulagi við bandaríska dómsmálaráðuneytið og framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins. Dómsmálaráðuneytið í Washing- ton hafði ákveðið að höfða mál gegn Microsoft, þar sem fyrirtækið hefði bælt niður eðlilega samkeppni og tryggt sér einokunaraðstöðu með ákvæðum í samningum við viðskiptaaðila. Að sögn Anne Bingamans að- stoðardómsmálaráðherra hefur lengi verið nauðsynlegt að binda enda á vafasama viðskiptahætti í hugbúnaðariðnaðinum í Bandaríkj- unum. ESB hjálpaði til við ransókn á Microsoft Microsoft framleiðir MS-DOS og Windows-stýrikerfin, sem notuð eru í rúmlega 120 miíljónum einka- tölva. Nokkrar helztu ásakanirnar gegn fyrirtækinu Microsoft voru: - Það skilyrði hafi verið sett að tölvuframleiðendur greiddu Micro- soft gjald fyrir hveija selda tölvu, hvort sem í henni var Microsoft- búnaður eða ekki. - Óeðlilega langar leyfisveiting- ar hafi skuldbundið tölvuframleið- endur til þess að kaupa Microsoft í mörg ár. - Leynilegir samningar hafi tak- markað getu óháðra hugbúnaðar- fyrirtækja til þess að vinna með framleiðendum annarra stýrikerfa. Að sögn dómsmálaráðuneytisins hefur verið haft samstarf við Evr- ópusambandið við rannsókn Micro- soft-málsins síðan í október. ESB hefur rannsakað starfsemi fyrir- tækisins í um það bil eitt ár. Staóreyndir um Skoda Allir þekkja Skoda, en færri þá byltingu sem Skoda hefur gengiö í gegnum. Skoda framleiðir nú eftir gæðastöðlum móðurfyrirtækisins Volkswagen Group. Skoda er því t.d. ryðvarinn eins og aðrir bílar VW Group - með 6 ára ábyr gð. Skoda Favorit er rnjög vel búinn m.a. með samlæsingar, styrktarbita í hurðum, o.fl. Skoda er með bensínsparandi Boscli innspýtingu og kveikju. Skoda er þrátt fyrir allar nýjungar, ódýrasti evrópski billinn á markaðnum. Skoda Favorit Colour Line kr. 718.000 ágötuna. SKODA Volkswagen Group Nýbýíavegur 2, Kópavogur, sími 42600 B ílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/ReykjanesbrauU Kopavogi, sími 571800 M. Benz 280 SLC 6 cyl., sjálfsk., '75, leðurklæddur, rafm. í rúðum, 2 dekkja- gangar á felgum. Ástand og útlit óvenju gott. V. 1100 þús., sk. á ód. M. Benz 190E '84, steingrár, sjálfsk., ek. 135 þ., rafm. í rúðum, álflegur, loftkæling o.fl. Óvenju gott eintak. V. 980 þús., sk. á ód. Isuzu Rodeo LS V6 '91, grænsans, sjaffsk., ek. 65 þ., sóllúga, rafm. í öllu, álflegur, útvarp+geislasp. Vandaður jeppi. Toyota Corolla XL '88, steingrár, 4 g., ek. 82 þ. Tilboðsverð kr. 490 þús., stgr. Peugeot 205 Junior '91, 5 dyra, 4 g., ek. aðeins 37 þ. km. V. 550 þús. Tllboðsverð Daihatsu Appiause 4x4 '91, grár, 5 g. ek. aðeins 30 þ. km., dráttarkúla o.fl. V. 980 þ. Sk. á ód. MMC Galant GLSi '89, 5 g., ek. 90 þ., álflegur, rafm. í rúðum o.fl. Tilboðsverð 890 þús., sk. á ód. Daihatsu Charade CS '88, 5 dyra, svart- ur, 4 g., ek. 116 þ. km., (langkeyrsla), ný coupling o.fl. Góður bíll. V. 285 þús. Subaru Legacy station 4x4 árg. '90, 5 g., ek. 55 þ. Toppeintak. V. 1280 þús., sk. á ód. MMC Lancer 1.8 GLX station 4x4 árg. '88, 5 g., ek. 78 þ. V. 730 þús. Chevrolet Blazer 4.3 L ’91,4 dyra, sjálfsk., ek. 39 þ., rafm. í öllu, álflegur o.fl. V. 2550 þús., sk. á ód. Nissan Patrol T diesel langur, '86, óvenju gott eintak, upphækkaður, lækkuð hlut- föll o.fl V. 1650 þús. Daihatsu Charade TS ’SB.ð dyra, 4 g., ek. 95 þ., nýskoðaður '95. V. 195 þús. MMC Colt GLX '89, grænn, sjálfsk., ek. 80 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 660 þús., sk. á ód. MMC Lancer GLX '89, bleikur, sjálfsk., ek. 60 þ. km., rafm. í rúðum. V. 720 þús. Toyota Camry 2000 XLi '87, 5 g., ek. 121 þ. km. Toppeintak. V. 630 þús., sk. á ód. Toyota Hi Lux Double Cap '91, diesel, 5 g., ek. 67 þ. km., 36" dekk, 5-71 hlutföll o.fl. V. 1580 þús. Mazda 323 1500 GLX '88, 3ja dyra, sjálfsk., ek. 75 þ. km. V. 490 þús. Topp eintak. Fjörug bílaviðskipti! Mikil eftirspurn eftir ný- legum, góöum bílum. Vantar slíka bíla á skrá og á sýningarsvæðið. Ekkert innigjald. Sjábu hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.