Morgunblaðið - 19.07.1994, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994
ERLEIMT
MORGUNBLAÐIÐ
Tveir féllu í átökum Palestínumanna við ísraelska lögreglu á Gaza
Hörðustu atök
frá samningi
um sjálfsstjórn
Stærsta
brotið rekst
á Júpíter
STÆRSTA brotið úr hala-
stjörnunni Shoemaker-Levy 9
rakst á Júpíter í gærmorgun,
og var krafturinn af árekstrin-
um á við 250 milljón megatonna
sprengju, að sögn stjarnfræð-
inga. Það var geimsjónaukinn
Hubble sem tók þessa mynd af
árekstrinum. „Þetta var rokna
högg,“ sagði stjarnfræðingur-
inn Eugene Shoemaker, á
fréttamannafundi.Hann er
einn þeirra sem uppgötvuðu
halastjörnuna, sem er nefnd
eftir þeim. Það var Brot-G, sem
svo er nefnt, sem rakst á Júpít-
er í gærmorgun, og er það
stærsta brotið hingað til. Alls
hafa sjö af 21 broti væntanlegu
lent á Júpíter, en stjarnfræð-
ingar reikna með að síðustu
brotin lendi á plánetunni á
föstudaginn.
Ga/.a, Hebron. Reuter.
ÍSRAELSK yfirvöld lokuðu öllum
samgönguleiðum frá Gaza-svæðinu
inn í landið í gær vegna blóðugra
óeirða sem urðu þar á sunnudag.
Þá féllu a.m.k. tveir Palestínumenn
og á annað hundrað manns, þ. á
m. 17 ísraelskir verðir, særðist er
til átaka kom þegar palestínskir
verkamenn biðu eftir því að ísra-
elskir landamæraverðir hleyptu
þeim i gegn. Fannst Palestínu-
mönnum verðirnir fara sér óvenju
hægt. Um 15.000 manns á Gaza
stunda vinnu sína í Israel.
Sagðir hafa skotið í fáti
Fulltrúar beggja deiluaðila munu
hafa komið saman í gær til að reyna
að setja betri reglur um ferðir pa-
lestínsku verkamannanna.
ísraelar saka palestínska lög-
reglumenn í stöð skammt frá ísra-
elsku varðstöðinni við Erez-hliðið
um að hafa skotið í fáti í allar átt-
ir og m.a. á ísraelsku verðina þeg-
ar ólætin hófust. Talsmenn pa-
lestínskra yfirvalda á sjálfsstjórn-
arsvæðunum vísa þessu á bug,
segja óeirðirnar afleiðingu margra
ára kúgunar á hernumdu svæðun-
um. „Þegar maður kemst að raun
um að hann getur ekki brauðfætt
ljölskyldu sína getur hann gripið
til örþrifaráða", sagði Rashid Abu
Shbak, háttsettur embættismaður
í stjórn Yassers Arafats á Gaza sem
nú hefur umsjón með um 60%
svæðisins.
Þúsundir manna tóku þátt í átök-
unum sem eru þau mestu er orðið
hafa síðan ísraelar og Palestínu-
menn sömdu um sjálfsstjórn á hluta
hernumdu svæðanna. Mikið eigna-
tjón varð, bensínstöð við varðhlið
Israela var lögð í rúst og kveikt
var í meira en 150 rútubílum.
Reykjarmekkirnir stigu hátt til
lofts og sáust í 15 km fjarlægð.
Palestínskur embættismaður sagði
að fimm Palestínumenn hefðu týnt
lífi en ísraelska útvarpið fullyrti.að
fórnarlömbin hefðu verið tvö. Til
mótmæla kom annars staðar á her-
numdu svæðunum vegna atburð-
anna og særðu ísraelskir hermenn
tvo Palestínumenn í Hebron í gær.
ísraelar fullyrða að óeirðirnar
hafi bytjað þegar palestínskur lög-
reglumaður missti vopn sitt í hend-
ur óeirðaseggja sem hafi síðan
skotið upp í loftið. Fólk hafi þá
ruðst í gegnum varðstöð palest-
ínsku lögreglunnar og kastað hafi
verið grjóti í ísraelsku verðina sem
hafi orðið að vetja hendur sínar.
Sjónarvottur sá fólk betja bifreiðar
Palestínulögreglunnar, það sakaði
hana um að veita ekki löndum sín-
um vernd fyrir ísraelum. Annar
sjónarvottur sagðist hafa séð land-
nema úr röðum gyðinga, sem eru
nokkur þúsund á Gaza-svæðinu,
skjóta á palestínska varðstöð.
Embættismaður Arafats sagði
palestínsku lögreglumennina að-
eins hafa skotið upp í loftið til að
reyna að dreifa æstum mannfjölda.
ísraelar segja að palestínsku öfga-
samtökin Hamas, sem beijast gégn
friðarsamningum og stjórn Ara-
fats, hafi staðið á bak við átökin.
Hamas hyllti í gær palestínska lög-
reglumenn sem skotið hefðu á ísra-
elska verði á sunnudag.
Reuter
Breski barnsræninginn
Foreldrarnir
beðnir afsökunar
London. Reuter.
Hungursneyð vofir yfir Rúandamönnum í Zaíre
Líf hundruða
þúsunda í hættu
Reuter
RÚANDISK flóttakona tekur ungabarn frá látinni móður þess,
nærri landamærunum við Zaír í gær.
JULIE Kelley, 22 ára gömul bresk
kona, sem rændi nýlega fjögurra
daga gamalli stúlku af sjúkrahúsi
í Nottingham, bað í gær foreldra
barnsins afsökunar. Lögmaður
hennar las upp yfirlýsingu þessa
efnis. Barnið fannst óskaddað á
laugardag eftir tveggja vikna leit.
Litla stúlkan heitir Abbie Hump-
hries og hefur lögregluleitin að
henni um allt landið verið helsta
fréttaefnið í Bretlandi undanfarnar
vikur. Bresk dagblöð segja að Kel-
ley, sem býr rétt hjá sjúkrahúsinu,
haft blekkt foreldra sína, kærasta
Elsta móðir
heims
62 ÁRA ítölsk kona, Rosanna
Della Corte, varð elsta móðir
heims í gær þegar hún 61 13
marka dreng.
„Það var eins og tvítug kona
væri að ala barn,“ sagði Sever-
ino Antinori, umdeildur læknir
sem hefur gert konum, sem
eru komnar úr barneign, kleift
að ala börn. Barnið var tekið
með keisaraskurði.
og flesta nágranna sem öll hafi
haldið að hún hafi eignast barnið.
Áður leitað hjá Kelly
Nágrannar fóru að kanna fæð-
ingarskýrslur og var hvergi minnst
á að barn hefði fæðst í hverfinu
þótt Kelley hefði virst vera barns-
hafandi síðustu mánuði. Lögreglu
var skýrt frá þessu en það þykir
undarlegt að lögreglumenn sem
leituðu að Abbie litu inn hjá Kelley
fjórum dögum fyrr en sannfærðust
þá um að um annað barn væri að
ræða.
Danadrotting
á batavegi
Kaupmannahöfn. Reuter.
MARGRÉT Þórhildur Danadrottn-
ing gekkst í gær undir aðgerð
vegna krabbameins í legi. Hún er
á góðum batavegi.
I aðgerðinni var legið numið á
brott, og eru líkur á fullum bata
sagðar mjög góðar. Aðgerðin var
framkvæmd á sjúkrahúsinu í
Árósum, þar sem fjölskylda
drottningar var í sumarleyfi.
ÞÚSUNDIR Rúandamanna, sem
flúðu til Zaíre, deyja á næstu dögum
verði þeim ekki komið til hjálpar
án tafar og líf hundruða þúsunda
manna er í hættu, að sögn tals-
manna hjálparstofnana í gær. Þeir
sögðu ástandið hrikalegt og þörfina
á matvælum jafnvel meiri en í hung-
ursneyðinni í Sómalíu.
Rúm milljón Rúandamanna,
flestir þeirra hútúar sem eru í meiri-
hluta í Rúanda, hefur komið til
borgarinnar Goma í Zaíre síðustu
daga. Nokkrir flóttamannanna hafa
þegar látið lífið af völdum vatns-
skorts og matvælum hefur ekki enn
verið dreift í bænum. „Verði ekki
gripið til mikilla neyðaraðgerða taf-
arlaust verður Goma að mesta
hörmungarsvæðinu í heiminum,"
sagði í yfirlýsingu frá Refugees
International, hjálparstofnun með
höfuðstöðvar í Washington.
Sprengjuvörpuárás á
flóttafólk
- Þýsk stjórnvöld ákváðu að senda
flutningavél með matvæli til Goma
í gær að beiðni Flóttamannahjálpar
Sameinuðu þjóðanna.
Þúsundir hermanna hútú-stjórn-
arinnar hafa einnig flúið yfir landa-
mærin til Zaíre með vopn og bryn-
varðar bifreiðar. Hermenn Zaíre
reyndu að afvopna þá og mikil
spe.tna er við landamærin.
Fjöldi tútsa býr í Goma og óttast
er að til átaka komi milli þeirra og
hútúa úr röðum flóttamannanna.
Franskir hermenn og starfsmenn
Rauða krossins fluttu særða Rú-
andabúa frá landamærunum að
Zaíre eftir að 120 flóttamenn hið
minnsta biðu bana þar vegna bar-
daga milli uppreisnarmanna og her-
manna hútú-stjórnarinnar.
Hræðileg sjón blasti við frétta-
mönnum sem komu á svæðið í
gærmorgun. Þeir sáu lík ungra
barna sem létu lífið í miklum troðn-
ingi þegar flóttamennimir lögðu á
flótta vegna sprengjuvörpuárásar á
sunnudag. Særðir flóttamenn hróp-
uðu enn á hjálp mörgum klukku-
stundum eftir árásina.
Smábarn svaf hjá blóðstorknu
líki móður sinnar og í kringum það
voru lík 30 annarra sem biðu bana
í árásinni.
„Við fordæmum sprengjuvörpu-
árásina harðlega. Þetta er glæp-
samlegt athæfi,“ sagði Panos Mo-
umtzis, talsmaður Flóttamanna-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna.
Frakkar í átökum
Franska stjórnin skýrði frá því á
sunnudag að franskir hermenn
hefðu lent í átökum við uppreisnar-
menn á verndarsvæðinu sem Frakk-
ar komu upp í Rúanda, sunnan við
Goma.
Ráðherrar hútú-stjórnarinnar
hafa flúið yftr á verndarsvæðið, en
þeir hafa verið sakaðir um að hafa
staðið fyrir tilraun til að útrýma
tútsum.
Uppreisnarmennirnir, sem eru
flestir tútsar, hafa varað Frakka
við því að þeir ætli að ná ráðherrun-
um og sækja þá til saka fyrir stríðs-
glæpi. Franska stjórnin hefur sagt
ráðherrana „óæskilega“ á svæðinu
en ráðið uppreisnarliðinu frá því að
ráðast á verndarsvæðið.
Hálf önnur milljón flóttamanna
er á verndarsvæðinu og hjálpar-
stofnanir óttast að þeir flýi til Zaíre
haldi uppreisnarliðið áfram sókn
sinni. Allt að 100.000 manns hafa
þegar flúðið þaðan til Zaíre frá því
á föstudag.
Ný stjórn í dag
Flokkur uppreisnarliðsins, Föð-
urlandsfylking Rúanda (RPF), hef-
ur tilnefnt hútúa, Pasteur Bizi-
mungu, sem forseta landsins og
ráðgert er að ný stjórn taki við
völdunum í dag. Forsætisráðherra
hennar verður einnig hútúi, Faustin
Twagiramungu.
Með því að veita hútúum tvö
æðstu embættin virtist Föðurlands-
fylkingin vilja sannfæra hútú-meiri-
hlutann um að nýja stjórnin yrði
honum ekki andvígur.
Fjórir flokkar hútúa fá sæti í
stjórninni en ekki þeir sem tengjast
Juvenal Habyarimana, forsetanum
sem var drepinn 6. apríl.