Morgunblaðið - 19.07.1994, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Kóramót í
Danmörku
SKÓLAKÓR Kársness mun taka
þátt í Kóramótinu Europa Cantat
eða Evrópa syngur í Herning á
Jótlandi 21.-31. júlí. Mót þetta er
haldið á þriggja ára fresti og er
eitt fjölmennasta kóramót sem
haldið er í Evrópu. Alls fara 43
ungmenni á aldrinum 11-16 ára úr
Skólakór Kársness á mótið en þar
munu þau æfa og syngja í fjölmenn-
um kór bama frá ýmsum löndum.
Að loknu mótinu liggur leiðin til
Kaupmannahafnar og 1. ágúst held-
ur Skólakór Kársness tónleika með
þjóðlegri efnisskrá á Plænum í Tí-
volí. Stjórnandi kórsins er Þórunn
Bjömsdóttir tónmenntakennari.
Kórinn syngur efnisskrá sína fyr-
ir vini og velunnara í kvöld þriðju-
daginn 19. júlí í Listasafni Kópa-
vogs klukkan 20.30. Aðgangur
ókeypis.
MHREINLÆTISTÆKI
Baðkör
hsmmmmmmmmmá tmmmmmm
120x70 170x70
KR. 5.600
Kr. 6.940
160x70
Kr. 6.600
Setkar 140x70
kr. 6.150 Kr' 6-150
wc
sett
með stút í vegg
eða yfirbyggt í
gólf m/harðri
setu Kr.
9.970
Sturtubotnar
70x70 80x80
Kr. 3.150 Kr. 3.450
Handlaugar
A vegg frá kr. 2.590
í borö frá kr. 6.670
Sturtuklefar
og sturtuhorn
Verð frá kr. 8.600
öll verð eru stgr.verð nWSK.
Opið mánudaga
til föstudaga 9-18.
Opið laugardaga 10-14.
FAXAFEN9
SÍMI 91-677332
Hulduhólar/ Mosfellsbæ
Sumarsýning
Hulduhóla
MYNPLIST
llulduhólar
MÁLVERK - LEIR - RÝMI
Anna Eyjólfsdóttir. Bjöm Bimir.
Helga Magnúsdóttir. Steinunn Mar-
teinsóttir.
Opið frá 14-18 alla daga vikunnar.
Til 21. ágúst. Aðgangur ókeypis.
ÞAÐ TELST mikilsvert framtak
hjá Steinunni Marteinsdóttur, sem
hófst fyrir nokkrum árum að
Hulduhólum í Mosfellsbæ, að opna
gesti og gangandi vinnustofu sína
og hús. Bjóða jafnframt þrem
völdum listamönnum að sýna með
sér og þar af einum af yngstu
kynslóð.
Erlendis eru víða skyldar fram-
kvæmdir í dreifbýiinu, og njóta
mikilla vinsælda og virðingar
vegna sérstöðu sinnar. Fólki þykir
einfaldlega mikill fengur að fá
þannig tækifæri til að koma á
vinnustofur, og kynnast húsa-
kynnum starfandi listamanna,
ásamt því að fjölmiðlar sjá hér
möguleika til lifandi listkynningar.
Eins og margur veit er húsið verk
Steinunnar og hins nafnkennda
myndlistarmanns Sverris Haralds-
BRESKT útgáfufyrirtæki The
Greyhound Press gefur út tvær
bækur, Eftirmála regndropanna
eftir Einar Má Guðmundsson og
ljóðasafnið Brushstrokes of Blue
með Ijóðum átta íslenskra sam-
tímaskálda, í haust. Þetta eru
fyrstu bækurnar sem verða gefnar
út í íslenskri ritröð Shad Thames
Books. Pamela Clunies-Ross frá.
The Greyhound Press var stödd
hér á landi í síðustu viku til að
ræða við íslensk skáld og bókaút-
gefendur. Hún sagði í stuttu spjalli
við Morgunblaðið að hugmyndin
að þessari bókaútgáfu hefði sprott-
ið upp úr hátíð tileinkaðri íslenskri
list sem haldin hefði verið við há-
skólann í Essex síðastliðið haust.
Á hátíðinni hefðu verið kynnt ljóð
eftir Lindu Vilhjálmsdóttur og
Sjón. Jakob Magnússon hefði í
sonar (1930-1985), sem hún var
lengi gift. Sverrir hafði vinnustofu
á efri hæðinni, en Steinunn var
með leirlistarverkstæði á jarðhæð
og þar var jafnframt heimili þeirra.
Dijúg hugmyndaauðgi var sam-
fara byggingarframkvæmdunum
eins og lengi vel blasti við öllum
frá þjóðveginum, sem nú hefur
verið færður ofar, og vakti líka
óskipta athygli. Nú liggur húsið
dálítið afsíðis, en fyrir vikið er
aðkoman mun yndislegri og meiri
ævintýrablær og friður er yfir öllu.
Er húsið líkast vin í nágrenni staðl-
aðs og lífvana íbúðahverfis, og frá
því er útsýni vítt og fagurt. Innri
byrði þess er ekki síður forvitni-
legt en ytri, og þar hefur verið
lagt í ýmsar sérkennilegar fram-
kvæmdir eins og sér stað umhverf-
is húsið í ár hefur Steinunn valið
þann kostinn að kynna verk
þriggja kynslóða og er Björn Birn-
ir elstur og grónastur, en hann
útskrifaðist úr kennaradeild MHI
1952, en stundaði löngu seinna
myndlistarnám í Bandaríkjunum
og uppskar þar vísindalega meist-
aragráðu (master of scipnce).
Björn sýnir þrjú stór málverk, sem
hann kennir öll við sandana á
Suðurlandi, og er rauða verkið er
við blasir er upp á pallskörina
framhaldi af því talað við bókaút-
gáfuna um að koma íslenskum
samtímabókmenntum á framfæri
í Bretlandi og hefði það verið auð-
sótt mál.
Að sögn Pamelu hefur verið
mikill áhugi á skandinavískri list
síðan Norræna menningarhátíðin
var haldin í Barbican Centre árið
1992. Áhugi á íslenskri myndlist,
tónlist og fornbókmenntum er tölu-
verður. Að auki er vakning í Bret-
landi að þýða og kynna ný verk
og því ákvaðu aðstandendur The
Greyhound Press að ráðast í út-
gáfu íslenskra samtímabók-
mennta.
Hin goðsögulega fortíð
Pamela sagði að hún hefði fyrst
komist í kynni við skandinavíska
ljóðlist þegar hún starfaði hjá The
Anna Eyjólfsdóttir: Lyppur.
Blönduð tækni. 1992.
kemur sýnu hrifmest fyrir þrótt-
mikil og afdráttarlaus vinnubrögð,
og jafnframt ótvírætt toppurinn á
sýningunni í ár. Hins vegar tel ég
misráðið að vera einungis með
svona stór verk á samsýningu í
jafn takmörkuðu rými og þannig
njóta hin tvö verkin sín mun síður
og eru að auk þyngri i vöfum, sem
kallar á meiri fjarlægðir. Segja
má að Bjöm sé sá íslenzkur mynd-
listarmaður, að Ragnheiði Ream
undanskilinni, sem hvað mest hef-
ur leitað í smiðju ameríska málar-
ans Richards Diebenkorn, en í
rauða verkinu er hins vegar opið
og fijálst flæði sem minnir ekki
svo lítið á innpökkunarmeistarann
Christo Jawatschew, sem er af
búlgörskum uppruna, en býr í New
York.
Það er nokkuð langt stökk til
Helgu Magnúsdóttur, sem af mun
yngri kynslóð, en hún útskrifaðist
úr málaradeild MHÍ 1989. Hún
hefur verið töluvert áberandi í
myndlistarlífinu eftir það, og hald-
ið nokkrar einkasýningar í Reykja-
vík og víðar, auk þess að taka
þátt í samsýningum heima og er-
lendis. Helga fer þá leið margra
ungra málara nú um stundir, að
Morgunblaðið/Golli
PAMELA Clunies-Ross vinnur
að útgáfu íslenskra samtíma-
bókmennta í Bretlandi.
Poetry Society í London og hún
hefði þess vegna gripið tækifærið
þegar henni bauðst að kynnast ís-
lenskum skáldskap nánar. Henni
finnst íslenskar samtímabók-
menntir mjög fijóar. Hún sagði að
hún sæi mjög ákveðin stef eða
minni í þeim bókum sem hún hefði
mála undir áhrifum frá íslenzkri
náttúru og þá meira huglægum
en hlutlægum, þótt ýmsu kunnug-
legu kunni að bregða fyrir í mynd-
málinu. Hér er myndin „Upphaf"
(7) alveg sér á báti hvað olíumynd-
irnar snertir fyrir jafnan form- og
litrænan stígandi, ásamt því að
litlu olíu og þurrkrítarmyndirnar
eru mjög kunnáttusamlega út-
færðar og fram kemur viðkvæmt
og næmt litaskyn. Hins vegar er
framlag Helgu dálítið ósamstætt
og hlutur hennar hefur oft verið
þróttmeira og skilvirkari á sam-
sýningum.
Listspíran Anna Eyjólfsdóttir
útskrifaðist úr MHÍ 1991, hélt svo
utan og stundaði nám við fagur-
listaskólann í Diisseldorf næstu
tvö árin. Framlag hennar, sem er
m.a. gólfverk, telst mjög óvenju-
legt á staðnum og þannig blasir
við aflangt sívalt skúlptúrverk í
blandaðri tækni á pallinum fyrir
framan húsið sem hún nefnir
„Lyppur" (lopi) og virðist eftir
ártalinu að dæma hafa verið gert
í Dússeldorf, en byggist samt mik-
ið til á íslenzkum lopa, sem vafin
er eftir ákveðinni reglu á langa
lárétta stöng. Verkið fær við það
svip af framvaxandi „progressiv"
formi, sem verður áleitnara við að
ávalar bogaformaðar stangir
ganga á tveim stöðum út úr verk-
inu eins og höld, þannig að hún
fær eitt augnablik form af tundur-
eða flugskeyti, og jafnvel ástleitna
skírskotun. Verkið er vel útfært
eins og allt annað eftir hana á
sýningunni en hin verkin þrjú tals-
ins sem öll eru inni nefnir hún
„Minning" (1-3). Eru hérí misstór-
um kössum og undir grisjum ýmis
kennileiti og lifanir listakonunnar
í bernsku, en hálf illa gekk að
átta sig á þeim, vegna þess hve
hvít grisjan er þéttriðin og fjarri
því að vera alveg gagnsæ. Hér
má vissulega með fullum rétti vísa
til þokukenndrar fjarlægðar, en
skoðandinn verður fyrir vikið ekki
alveg með á nótunum. Loks er að
geta leirmuna Steinunnar, en af
þeim sýnir hún mikinn fjölda að
venju og bera þeir ótvírætt kenni-
mark hinnar grónu leirlistakonu.
Einkum voru það nokkrar stórar
skálar er inn er komið er vöktu
athygli mína og í heild sýnist mér
framlag hennar mun sterkara en
á síðasta ári.
Vel er búið að sýningunni og
kynningarskráin er einföld og
smekkleg.
Bragi Ásgeirsson.
lesið. íslenskir rithöfundar væru
greinilega mjög meðvitaðir um
hina goðsögulegu fortíð og fléttuðu
nútíð og fortíð mikið saman í skrif-
um sínum. Hún skildi þessi tengsl
eftir að hafa séð landið en þetta er
í fyrsta skipti sem hún kemur til
íslands.
Pamela sagði að heitið Shad
Thames Books hefði verið valið
vegna þess að talið væri að víking-
ar hefðu fyrst stigið á land í Bret-
landi á stað sem ber þetta heiti.
Bók Einars Más og ljóðasafnið
koma út í október. I ljóðasafninu
eru ljóð eftir Einar Má, Gyrði Elías-
son, Kristínu Ómarsdóttur, Braga
Ólafsson, Elísabetu Jökulsdóttur,
Sigfús Bjartmarsson, Sjón og
Lindu Vilhjálmsdóttur. Ljóðin
þýddu Bernard Scudder, David
Macduff. og Sigurði A. Magnús-
syni. Næsta vor á síðan að gefa
út Grámosinn glóir eftir Thor Vil-
hjálmsson og Tröllakirkju Ólafs
Gunnarssonar. Stefnt er að því að
Englar alheimsins eftir Einar Má
komi út haustið 1995 en ekki er
búið að ákveða hvaða bók kemur
út samhliða henni.
Að lokum má þess geta að ís-
lendingar sem verða á ferð í Lond-
on í byijun október geta farið og
hlustað á Einar Má Guðmundsson,
Kristínu Ómarsdóttur og Braga
Ólafsson lesa úr verkum sínum í
The Voice Box í South Bank Cen-
tre þriðjudaginn 4. október.
PaeeMaker námskeið
og verkfræðiþjónustan
/uskóli Halldórs Kristjanssonar
Tölvu-i
Tölvuskóli Halldórs Krisljá
Grensásvegi 16 • ® 68 80 90
Nútíð og fortíð
fléttnð saman
!
r
»
»
»
i •
§>
9
í .
9
9
L
L
L
I
l
l
9
L