Morgunblaðið - 19.07.1994, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994 17
Syngjandí skáld
TÖNLIST
Trúbadúr
Þel Harðar Torfasonar
Þel, safn helstu laga Harðar Torfa-
sonar, upptökur frá 1971 til 1993.
Hörður leikur á gítar og syngur með
ýmsum aðstoðarmönnum. Lög eru
eftir Hörð og flestir textar. Ofar
gefur út, Japís dreifir. 69,23 mín.,
1.990 kr.
HÖRÐUR Torfason hefur verið
kallaður nestor íslenskra trúbad-
úra og víst er að hann ruddi braut-
ina fyrir fjölmarga sem þrætt hafa
þjóðvegi landsins undanfarin miss-
eri með gítarinn á bakinu. Fáir
hafa þó verið eins duglegir að
gefa út tónlist sína og Hörður og
það þó ekki hafi hann alltaf átt
upp á pallborðið hjá sómakærum
fyrir óvægna texta og bersögla.
Fyrstu lög plötunnar hafa flest-
um lögum oftar heyrst í útvarpi,
að minnsta kosti lag Harðar við
texta Tómasar Guðmundssonar,
Ég leitaði blárra blóma. Vegna
lagaskipaninnar á plötunni gefst
reyndar einstök yfirsýn yfir þróun
Harðar sem tónlistarmanns og
glöggt má sjá hvernig hann hefur
þróast úr því að vera hálfgerður
skemmtikraftur í að vera syngj-
andi skáld, því á yngri lögum má
heyra hvernig textar Harðar verða
sífellt meitlaðri og hnitmiðaðri,
aukinheldur sem hann hefur náð
sífellt betri tökum á söngnum og
gaman er að heyra hvernig hann
beitir grua blæbrigða til að undir-
strika hendingar textanna, eins
og til að mynda í Línudansaranum
af Hugflæði.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Hörður Torfason
Á fyrstu tveimur breiðskífum
Harðar söng hann eigin lög við
ljóð ýmissa höfunda og á plötunni
eru fimm lög af þeim plötum, en
tvö lög eru af þriðju plötu Harðar,
Dægradvöl, sem sver sig í ætt við
hinar tvær, en hann samdi öll lög
og texta á þeirri plötu. Vendi-
punktur varð hinsvegar í tónsmíð-
um og textagerð Harðar á plöt-
unni Tabú, sem vakti hneykslan
fyrir hispursleysi í textasmíðum
þar sem íslenskt þjóðfélag og sið-
gæði er lagt undir skurðhnífinn.
Mörgum árum síðar var annar
hver tónlistarmaður farinn að
syngja um álíka yrkisefni, en það
verður að segjast eins og er að
textarnir hafa ekki elst vel. Meðal
annars fyrir tónlistina er Tabú ein
besta plata Harðar og gaman hefði
verið að fá fleiri lög af henni, því
á næstu plötu, Hugflæði, má segja
að Hörður hafi leitað aftur í ein-
faldari tónlist, en þrjú lög eru af
þeirri plötu, þó á milli hafi verið
bráðskemmtilegir sprettir eins og
í Veiðisögunni. Af tónleikaplötunni
Rauða þræðinum eru tvö lög, ann-
að frábært lag Harðar við ljóð
Bertolds Brechts um Maríu Farr-
ar, sem Halldór Laxness þýddi,
og á þeim upptökum má glöggt
heyra hvað Hörður er mikill sviðs-
maður, enda setur hann tónleika
upp eins og leiksýr.ingu. 1990 kom
út frá Herði plata á dönsku fyrir
Danmerkurmarkað,. Lavmælt,
plata, lágstemmdasta verk hans
og eitt það fágaðasta. Þó
Tusmorkefred sé besta lagið af
þeirri plötu, hefðu þau að skað-
lausu mátt vera fleiri. Lokalögin
á plötunni eru svo afbragðslagið
Ljóð af Kveðju, sem kom út 1992,
og Dúfan, sem gefið var út á safn-
plötunni Börnin heim, en fyrra
lagið var endurunnið síðasta sum-
ar og hið síðara snemma á þessu
ári. Sérstaklega er endurvinnslan
á Dúfunni vel heppnuð og gefur
fyrirheit um framtíðarplötur Harð-
ar.
Það hefur verið úr vöndu að
ráða fyrir Hörð Torfason að velja
úr lagasafni sínu á þessa plötu,
því af nógu er að taka, og víst eru
margir sem sakna uppáhaldslaga.
Hörður lét hafa það eftir sér við
útgáfu plötunnar að hann hefði
farið nokkuð eftir því hvaða lög
áheyrendur völdu helst að fá að
heyra. Það er víst vísindaleg stað-
reynd að ekki er hægt að koma
miklu meiri tónlist á geisladisk en
hér er gert og því ekki annað að
gera en njóta Þels og bíða eftir
Þeli 2.
Árni Matthíasson
Græðandi sólarvörur
Heilsuvai, tfapanssim ZU ^626275.
Biddu um Banana Boat
SÓLMARGFALDARANN
ef þú vilt verða dökksólbrún/n
í sólléttu skýjaveðri.
□ Græðandi Banana Boat varasalvi með eða
án litar, steyptur úr Aloe Vera.
Sólvörn #18 og #21.
□ Um 40 mismunandi gerðir Banana Boat
vatnsheldra (water proof) sólkrema og
sólolla með sólvörn #0, #2, #4, #8, #15,
#18, #21, #23, #25, #29, #30, #34
og #50. Verð frá kr. 295,-.
□ Hárlýsandi Joe Soap Hair Care sjampó.
o Naturica Sólbrún-lnnan-Frá BK-hylki.
□ 99,7% Aloe Vera gel frá Banana Boat,
40—60% ódýrara en önnur Aloe gel.
6 misstórar túpur og flöskur.
Biddu um Banana Boat í öllum heilsubúðum
utan Reykjavikur, sólbaðsstofum, snyrtivöru-
verslunum og apótekum, Banana Boat E-gel
fæst líka hjá Samtökum psoriasis- og exem-
sjúklinga.
Salóme í
Listhorninu
Ofbeldi o g
atvinnuleysi
VEFLISTAKONAN Salome
Guðmundsdóttir er nýbúin að opna
sýningu í Listahorninu á Akra-
nesi. Þar sýnir hún sex verk.
Salome lærði vefnað á Vefstofu
Guðrúnar Vigfúsdóttur á ísafirði
1963-1965 og hefur sótt vefnað-
arnámskeið í Húsmæðraskóla
Reykjavíkur auk margra annarra
námskeiða. Hún rak vefstofu á
Akranesi í 8 ár og er nú með vinnu-
stofu á heimili sínu. Hún hefur
tekið þátt í ýmsum sýningum.
Sýning Salóme stendur til 15.
ágúst.
VÉLGENGT glóaldin eftir
Anthony Burgess verður frumsýnt
í Sumarleikhúsinu við Hlemm
föstudaginn 22. júlí nk. Leikritið
segir frá Alex, fimmtán ára ungl-
ingi, sem hlustar á Beethoven milli
þess sem hann nauðgar og mis-
þyrmir samborgurum sínum. Hann
talar Nadsar sem er sérstakt rúss-
neskuskotið unglingaslangur.
Hann lendir í fangelsi eftir að hafa
verið svikinn af vinum sínum. Þar
undirgengst hann meðferð sem
gerir honum ókleyft að beita nokk-
urn ofbeldi. í leikritinu varpar
Burgess fram hugleiðingum sínum
um eðli mannsins hvort það sé
ekki einmitt ófullkomleikinn sem
geri hann að skyni borinni veru.
Leikritið drepur á mörgum málefn-
um sem brenna á fólki má þar
nefna ofbeldi, atvinnuleysi og auk-
ið rótleysi í þjóðfélaginu.
Leikstjóri er Þór Tulinius og
þýðandi er Veturiiði Gunnarsson.
Aðalhlutverk er í höndum Gott-
skálks Dags Sigurðarsonar og Þor-
- svefnpokapláss
láks Lúðvíkssonar. Bono og The
Edge úr írsku rokkhljómsveitinni
U2 hafa samið tónlist við verkið
og verður hluti hennar notuð í
uppfærslunni. Ljósahönnuður er
Sigurður Guðmundsson, Linda
Björjg Árnadóttir hannar búninga
og Olafur Árni Ólafsson og Auður
Jónsdóttir sjá um leikmynd.
mmmsmmsmmksmmmmmmmmm
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
Sigurður Haukur Lúðvíksson
Sigurður Haukur sýnir í Eden
Hveragerði - Nú stendur yfir
sýning á verkum listmálarans Sig-
urðar Hauks Lúðvíkssonar í Eden,
Hveragerði. Sigurður Haukur sem
sýnir 36 olíumálverk í Eden nam
málaralistina bæði hjá Finni Jóns-
syni og Jóhanni Briem. Myndefni
sitt sækir hann til íslensks þjóð-
lífs, bæði til sjávar og sveita.
Sýningin í Eden er þriðja sýning
listamannsins þar. Hann hefur
einnig sýnt í Háholti, á Mokka og
í tvígang tekið þátt í alþjóðlegri
samsýningu í Nice í Frakklandi.
sýningin í Eden er opin alla daga
og stendur til og með sunnudaginn
24. júlí.
Tveir ■
lausir og
liðugir
Léttir og þægilegir
þráðlausir símar.
Telepocket 200
Lítill og léttur þráðlaus sími með skjá
Handtæki vegur aðeins 210 gr með
rafhlöðu • Aukarafhlaða í hleðslu meðan
handtæki er í notkun • 20 númera
skammvalsminni með
nöfnum*
Endurval*
Stillanleg
hringing.
Hagenuk
Sterkur og vandaður
þráðlaus sími með skjá
20 númera
skammvalsminni •
Endurval • Auka-
rafhlaða í hleðslu
meðan
handtæki er
i notkun •
Stillanleg
hringing •
100 stillingar á hringtóni.
PÓSTUR OG SÍMI
Söludeild Ármúla 27 s: 91-636680,
Söludeild Kringlunni s: 91-636690,
Söludeild í Kirkjustræti s: 91-636670
og á póst- og símstöðvum um land allt
GOTTFÓLK/SÍA