Morgunblaðið - 19.07.1994, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Þorkell
Kombóið, Ellen Kristjánsóttir með dóttur sinni, Þórður Högna-
son, Birgir Baldursson og Eðvarð Lárusson.
Hægð og stilling
TONLIST
Lágstcmmt jasspopp
KOMBÓIÐ
Kombóið með samnefnda plötu.
Kombóið skipa Ellen Kristjánsdóttir,
Þórður Högnason, Birgir Baldursson
og Eðvarð Lárusson. Japís gefur út
40,03 mín. 1.990 kr.
KOMBÓIÐ er nokkuð sér á parti
í íslenskum tónlistarheimi ef
marka má nýja breiðskífu hljóm-
&
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 67 48 44
Dragtir
Kjólar
Blússur
Pils
Ódýr náttfatna&ur
12, sími 44433.
sveitarinnar, sem er reyndar það
fyrsta sem heyrist frá henni utan
að einhveija tónleika hefur hún
haldið. Þegar í fyrsta lagi breið-
skífunnar, Gamall maður, kveður
við tón sem ekki hefur heyrst áður
hér á landi svo neinu nemi; seið-
andi gítarlínur og brothættur lág-
stemmdur söngur. í öðru laginu
er sett á meiri ferð, þó ekki sé
ferðin mikil þar né í öðrum lögum
plötunnar. Það er þó nóg að ger-
ast ef vel er hlustað, en hlustand-
inn verður að teygja sit í átta að
sveitinni til að nema það sem fram
fer og það er vel þess virði.
Upphafslagið, Gamall maður, er
skemmtilegt lag þó ekki sé það
flókið, og Blue Roses er einnig
gott lag, Tom Waits lagið Blue
Skies er skemmtilega jassskotið
og White Face (Moon Lady), rokk-
aðasta lag plötunnar, en varla
rokklag þó, kemur skemmtilega
út. Hljóðfæraleikur allur er til fyr-
irmyndar, þó hvergi hleypi menn
á hlemmiskeið, enda Kombóið skip-
að hljóðfæraleikurum í fremstu
röð. Mest ber á smekklegum gítar-
leik Eðvarðs Lárussonar, til að
mynda í Blue Skies, en þeir Birgir
Baldursson og Þórður Högnason
flétta saman þéttan og sveigjan-
legan grunn á bassá og trommur
sem hæfir einkar vel rödd Ellenar.
Illt er að vita ef Kombóið fer
framhjá tónlistarunnendum vegna
þess eins hve tónlistin er lág-
stemmd og krefst mikils næðist
við hlustun, því það er vel þess
virði að leggja við hlustir.
Árni Matthíasson
Slakur leikur
TÖNLIST
S k á I h o 11
Kirkjutónlist eftir J.S.
Baeh
Bachsveitin og kór
Laugardaginn 16. júlí 1994
KIRKJUTÓNVERK þau er
J.S. Bach samdi, spanna allt frá
einföldu sálmalagi til stórbro-
tinna tónverka eins og H-moll
messunnar. Skrásettar eru 222
kantötur og eru þá taldar með
þær sem eru glataðar og ekki
eftir Bach en eignaðar honum
áður fyrr. Um það bil 200 eru
með réttu eftir meistarann og þó
hann hefði ekki samið annað,
væri hann í hópi mestu tónskálda
sögunnar, því auk gæða verkanna
er þar að finna ótrúlega marg-
breytni í tón- og formskipan.
Tónleikarnir hófust á kantötu
nr. BWV 42, páskakantötunni,
En er kvöld var komið þennan
sama fyrsta dag vikunnar (Jó-
hannes 20.19.), sem er samin
fyrir páskamessu 8. apríl 1724.
Verkið hefst á viðamikilli „sinf-
óníu“, hljómsveitarþætti, sem á
köflum var ótrúlega ónákvæmur
hvað varðar tónstöðu. Það er erf-
itt að leika tónhreint á barokk-
hljóðfæri og er t.d. bæði blástur
og tækni ólík því sem gerist á
nútímablásturshljóðfæri og í raun
aðeins á færi sérlærðra hljóð-
færaleikara að leika á þessi
gömlu hljóðfæri svo vel fari. Bac-
hsveitin þyrfti og að fá reyndan
hljómsveitarstjóra til að taka
sveitinni tak og æfa marga þá
ágætu tónlistarmenn, sem skipa
sveitina, í að leika barokktónlist
á þann máta, sem hæfir jafn
virðulegri stofnun og Sumartón-
listarhátíðinni í Skálholti.
Átta söngvarar skipuðu kór-
inn, og var samspil hljómsveitar
og kórs með þeim hætti, að vart
heyrðist í kvenröddunum. Ein-
söngsþættirnir voru sungnir af
kórfélögunum, sem sumir hveijir
sungu ágætlega en í heild höfðu
þeir stílinn ekki á valdi sínu,
bæði hvað varðar tónferli og
textaframburð.
Það verk sem var þekkilegast
flutt var mótettan Óttast þú eigi,
því að ég er með þér (BWV 228).
Andstætt kantötunum, sem voru
að mestu fyrir einsöngvara, þá
voru flestar mótetturnar samdar
fyrir 8 radda kór og af sjö mótett-
um, sem Bach samdi, voru aðeins
tvær með sérstökum undirleik
hljóðfæra. Við flutning þeirra
mun þó hafa tíðkast að notast
við fylgirödd (basso continuo),
eins og gert var að þessu sinni.
Kórinn söng margt fallega, en í
mótettunum, sem flestar voru
pantaðar vegna jarðarfara, gat
Bach leyft sér að hafa stærri kór
en venjulega í sjálfum kirkju-
kórnum og því hefði verið í stíl
að hafa fleiri söngvara en átta,
þ.e. einn söngvara í hverri rödd,
til að kórhljómurinn væri gæddur
meiri þéttleika en á sér stað í
tvöföldum kvartett.
Seinni kantatan, Hvert á ég
að flýja (BWV 5), er ein af fyrstu
kantötum meistarans og frum-
flutt í október 1724. Þar gat að
heyra mjög góðan trompettein-
leik hjá Einari Jónssyni, en hann
lék á trompett (clarino) eins og
Bach notaði. Kórinn skipti með
sér verkum í flutningi á tónles-
og aríuþáttunum, sem gerði
flutninginn á báðum kantötunum
nokkuð mislitan, þó hver fyrir sig
gerði ýmislegt vel, þegar til heild-
arinnar er litið.
Það verður að segjast eins og
er, að leikur Bachsveitarinnar að
þessu sinni var vægast sagt slak-
ur, sérstaklega hvað varðar tón-
stöðu og einkum í fyrsta verkinu,
þar sem mest reyndi á samleik
hennar.
Jón Ásgeirsson
Gulli sleginn sjóður
TÓNLIST
S k á I h « 11
Sellótónleikar
Laurence Dreyfus
Sellósvítur nr. 2 og 3 eftir
J.S. Bach
Laugardaginn 16. júlí
EINLEIKSSVÍTURNAR sem
J. S. Bach samdi fyrir selló eru,
ásamt fiðlusónötu-/partítunum,
merkilegar tónsmíðar, samdar
fyrir eitt hljóðfæri, en samt svo
stórbrotnar í gerð að fáu eða
engu verður þar við jafnað. Al-
veg fram á þriðja áratug tuttug-
ustu aldar voru þessi verk talin
vart hafa meira gildi en góðar
fingraæfingar og hvað varðar
sellósónöturnar sérstaklega var
Pablo Calsals fyrstur til að leika
þær á tónleikum. Þá varð mönn-
um ljós sú staðreynd, að há-
timbrað umstang í listsköpun
hafði ekki ávallt að geyma þá
innviðu, að það stæðist eigin
þunga og að í einraddaðri tónlínu
hafði meistaranum tekist að reisa
þá innviðustólpa er stæðust gern-
ingaveður tímans.
Það er sama hvar menn leita
sér fanga eða ætla sér tak í stór-
um verkum, þá endar leitin um
síðir þar sem fyrst var haldið af
stað, og hversu smár sem sá stað-
ur kann að virðast, er hann, um
það er lýkur, maður sjálfur. Að
hlýða á mál meistarans, mitt í
öllum hávaða nútímans, er eins
og að hverfa til þess upprunalega
og heyra það sem Guð var mann-
inum, heilagt og ekki orðið skot-
spónn hláturstrúða og spékarla,
sem hafa gert hláturinn að óvini
viskunnar. Snobb er gjarna notað
í tengslum við alvarlega list'og
ef sú staðhæfing hefur gildi, á
hún einnig við allt sem nýtur
frægðar og ekki síst innihalds-
laust dægurglamrið.
Laurence Dreyfus er einn
þeirra manna sem reynir að leita
þess upprunalega í barokktónlist
og má segja að ætlun hans sé
að skerpa þær línur, sem merkja
má í máðri mynd liðins tíma. Á
tuttugustu öldinni öðluðust menn
þá tækni, að geta geymt liðinn
tíma og þegar því marki var náð,
kveikti það áhuga á því sem tínt
var að mestu leyti, þó til væri
vitneskja um ýmislegt þar að lút-
andi. Margir telja þess leit óþarfa
og að hún nái vart meiru en sem
nemur að skerpa skuggadrætti
þeirrar myndar sem til er.
En leitin að upprunanum er
tilfinningalegs eðlis og því er rétt
að setjast niður og huga að tón-
máli meistarans. í glæsilegum
leik Deyfusar mátti heyra berg-
mál af leik Bachs, rétt eins og
hann væri meðal okkar og e.t.v.
veit hann, að tónmál hans er jafn
nýtt og ferskt, sem það var fyrir
350 árum. Það er semsagt ekki
miklvægast að líkja eftir tíman-
um, því tíminn sjálfur lifir í tón-
máli verkanna og er sjóður Bachs
gulli sleginn, ófalinn, öllum til-
tækur til gagns og gleði.
Jón Ásgeirsson
Lokað í dag
hefst á morgun
kl. 8.00.
mmm
TÍSKUVERSLUN
KRINGLUNNI • SÍMI 33300