Morgunblaðið - 19.07.1994, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 19.07.1994, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994 19 Aleinn að lieiman KVIKMYNPIR Bí ó h «11in Tómur tékki (Blank Check) ★ Vi Leiksljóri Rupert Wainwright. Aðal- leikendur Bryn Bonsall, Karen Duffy, Miguel Ferrer, Michael Lem- er. Bandarisk. Walt Disney 1994. ÞAÐ DREYMIR sjálfsagt flesta um að eignast ávísun uppá milljón dali, jafnvel þó hún væri eitthvað lægri. Og þessi draumur rætist hjá strákkæglinum Bonsall. Hann hefur verið langa hríð í peninga- svelti heima fyrir, finnur engan skilning hjá fúlum föður sínum og tveir eldri bræður ofbjóða honum í hveiju fótmáli. En þetta er lúnk- inn strákur og þegar hann fær af tilviljun þessa fjárfúlgu uppí hend- urnar er hann ekki seinn á sér að njóta lífsins. Verst að peningarnir eru í eigu glæpamanna. Minnir óneitanlega á hina vin- sælu mynd Aleinn heima, sögu- hetjurnar ungar og afskiptar (hér flyst hún reyndar viljandi að heim- an) og í brösum við örgustu fúl- menni, en samlíkingin nær lítið lengra. Tómur tékki er heldur ódýr og yfirgengileg mynd þar sem hin- ir villtustu draumar strákpottorma eru látnir rætast á glórulausan hátt. Strákurinn, innan við ferm- ingu, fær að vaða að vild í seðium, bílífi, meira að segja kvenfólki, um langa hríð. Án þess að jafnvel for- eldrarnir sjái nokkuð athugunar- vert við að hann er fluttur að heim- an, í eigin glæsivillu, með einkabíl- stjóra á launaskrá. Og svo fær áhorfandinn sinn skammt af hræ- billegum boðskap sem að þessu sinni gengur útá það að maður fái ekki allt fyrir dollarana. Föðurást, heimili, hamingju, og þar fram eftir götunum.Það má vel vera að myndin hugnist ungum áhoriend- um, flestum öðrum er hún vafa- laust heldur til skapraunar. Fyrir utan aulalegan efnisþráð- inn og ódýran boðskapinn er hún heldur slælega leikin og það er óvenjulegt í bandarískri kvikmynd. Raunar ótrúlegt hversu ótæmandi leikaranáman virðist vera vestur þar, aldur og manngerðir skipta engu máli. Lerner (Barton Fink) sýnir einn einhver tilþrif í þessari dæmigerðu kvikmyndalegu gúrk- utíðarmynd. Sæbjörn Valdimarsson PABBI/MAMMA Allt fyrir nýfædda barnið ÞUMALÍNA Islensk tölvu- tónlist ALÞJÓÐLEGA tölvutónlistarhá- tíðin Elektron Musik Festivalen var haldiní 12. sinn nýlega í Skinn- skattberg í Svíþjóð. Þetta er ein virtasta hátið á viði tölvutónlistar og í þetta sinn var athyglinni beint að Islandi. Að sögn Þorsteins Haukssonar, tónskálds var hátíðin einstaklega vel heppnuð og aðsókn góð. Sænska ríkisútvarpið tók upp alla tónleika og verður dagskrá frá hátíðinni send út nú í haust. íslensk verk frumflutt Hátíðin hófst með því að frum- flutt var verk eftir Karólínu Eiríks- dóttur, Adagio, sem var sérstak- lega samið fyrir hátíðina. Á þessum fyrstu tónleikum var einnig flutt Resonance eftir Kjartan Ólafsson. Um kvöldið voru tónleikar þar sem flutt voru verk fyrir hljóðfæri og tölvuhljóð. Guðni Franzson, klari- nettuleikari, lék einleik í verkum eftir Þórólf Eiríksson og Ríkharð H. Friðriksson og frumflutti nýtt verk eftir Helga Pétursson. Á sömu tónleikum lék sænski blokkflautu- leikarinn Dan Laurin, Fléttur eftir Þorstein Hauksson en sænska ríks- iútvarpið pantaði það sérstaklega fyrir Dan Laurin. Síðari daginn var flutt verkið Samstirni eftir Magnús Blöndal Jóhanneson, en það var jafnframt elsta verkið á hátíðinni. Sérstök sýning var á kvikmyndinni „Hringurinn" eftir Friðrik Þór Frið- riksson, en tónlistin er eftir Lárus H. Grímsson. Samhliða tónlistar- flutningnum var myndlistarsýning með verkum eftir Sigurð Gumunds- son, Erró og Valgerði Hauksdóttur. Upphafsmaður hátíðarinar er Ulf Stenberg, en hann er nú yfir- maður Elektron Musik Studioen í Stokkhólmi. ----» ----- Steinalíf í Hafnar- borg SÝNING Einar Más Guðvarðar- sonar, Steinalíf - myndir og stein- ar, var opnuð í kaffistofu Hafnar- borgar laugardaginn 16. júlí sl. Þar sýnir Einar Már ljósmyndir og steina frá fjölskrúðugu steinaríki í Mani syst á gríska Pelopsskagan- um. Einar Már hefur áður sýnt högg- myndir, lágmyndir og málverk hér á landi og erlendis. Þetta er níunda sýning hans frá árinu 1983. Kaffi- stofa Hafnarborgar er opin frá 10-18 virka daga og 12-18 um helg- ar. Sýningin stendur til 3. ágúst. Til hamingju með vinninginn! Dregið var í fyrsta skipti úr Safnkortspotti ESSO á föstudaginn og eins og sjá má eru vinningarnir bæði verðmætir og áhugaverðir. • Sony KVX litsjónvarp frá Japis að verðmæti 120 þús. kr„ kom í hlut Smára Sigurjónssonar, Uthaga 8, 800 Selfossi. • Meiriháttar Mývatnssveit, ferð á vegum Samvinnuferða-Landsýnar að verðmæti um 60 þús. kr„ kom í hlut Víðis Jóhannssonar, Fagurhólstúni 8, 350 Grundarfirði. • Perlur Skaftafellssýslu, ferð á vegum Samvinnuferða-Landsýnar að verðmæti um 60 þús. kr„ kom í hlut Þorgeirs Jóhannessonar, Efri-Fitjum, 531 Hvammstanga. • Gönguskó ísland, frá Útilífi Glæsibæ að verðmæti 15. þús. kr„ fengu eftirtaldir: Guðmundur K. Baldursson, Vallarhúsum 4, 112 Reykjavík. Margrét Björk Andrésdóttir, Stuðlaseli 18, 109 Reykjavík. Valdimar J. Guðmannsson, Bakkakoti, 541 Blönduósi. Þórdís S. Guðmundsdóttir, Granaskjóli 12, 107 Reykjavík. • Flugmyndir. bók eftir Klaus D. Francke, frá Máli og Menningu að verðmæti 5.000 kr„ fengu eftirtaldir: Gunnar Þ. Sigurðsson, Kjarrhólma 4, 200 Kópavogi. Ólafur Stephensen, Ölduslóð 20, 220 Hafnarfirði. Sigurður Lárusson, Tjaldanesi 2, 371 Búðardal. Guðmundur E. Guðmundsson, Austurvegi 32, 800 Selfossi. Bjami Eiríksson, Miklaholtshelli, 801 Selfossi. Rut Bragadóttir, Meðalholti 21, 105 Reykjavík. Sveinn Ragnarsson, Baldursgötu 36, 101 Reykjavík. Jón Þórhallsson, Karlsbraut 18, 620 Dalvík. Gísli Sveinsson, Aflagranda 40, 107 Reykjavík. Guðbjöm Geirsson, Króktúni 20, 860 Hvolsvelli. Viðskipti vinningshafa áttu sér stað á eftirtöldum afgreiöslustöðum: K.Á. Bensfnstöð Selfossi (3), Bensínafgr. Lækjargötu Hafnarfirði (3), Bensínstöð Esso Grundarfirði (1), Hymunni Borgamesi (1), Bensínafgr. Gagnvegi Reykjavík (1), Esso-skálanum Blönduósi (1), Bensínafgr. Ægisíðu Reykjavík (l), Bensínafgr. Borgartúni, Reykjavík (2), Dalakjöri Búðardal (1), Bensínafgr. Skógarseli Reykjavík (1), Versluninni Dröfn Dalvík (1), Bensínstöð Esso Hvolsvelli (1). SAFNK0RT ESS0 - enginn kostnaöur, aðeins ávinningur! 3M Ljósmyndafilmur LIGHTNING Verð nú: 4.990 (áður 7.490) Stærð 39-47. Góðir körfuboltaskór m/dempara í hæl og úr Nubuck leðri. K ‘1 £SS' ■ ■ VENUS Verð nú: 3.990 (áður 5.490) Mjúkir leðurskór m/dempara í sóla. Mjög sterkir og þægilegir skór. ZONE Verð nú: 2.490 (áður 3.750) Stærð 30-38. Sterkir leðurskór. EMMA Verð nú: 1.990 (áður 3.150) Stærð 30-39 Sterkir leðurskór. SYNERGY Verð nú: 4.990 (áður 7.840) Stærð 35-46. Góðir hlaupa- og gönguskór m/dempara í hæl. Sendum í póstkröfu W SPORTBÚÐIN Armúla 40 • Slml 813555 09 813655

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.