Morgunblaðið - 19.07.1994, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
Enn um lengra skólaár
Kristín Lilliendahl.
EG HEF heyrt frá
því sagt að í einni af
sveitum landsins hér
fyrr á öldinni hafi
kennarinn verið kall-
aður barnabætir. Og
víst er bót að góðum
kennara. í hugmynd-
inni fólst sú meining
að kennarinn bætti við
þá uppfræðslu sem
börnin fengu heima hjá
sér. Ábyrgðin á mennt-
un barnanna var fyrst
og fremst í höndum
foreldranna. Það hefur
auðvitað margt breyst
frá því þetta var. Og
grunntónninn hefur
breyst. Ábyrgðin á uppeldi og
menntun barnanna er nú að veru-
legu leyti í höndum skólans. Þó að
löggjöfin kveði ekki skýrt á um það
er það deginum ljósara að foreldrar
hafa í auknum mæli fært skólanum
það vald og skólinn tekið á sig þá
ábyrgð. Báðir hópar telja sig ekki
hafa haft aðra kosti, en veita þess-
ari óheillaþróun furðulega lítið viðn-
ám. Skólamenn margir taka jafnvel
undir það með nokkru stolti að skól-
inn verði nú að taka á sig aukið
uppeldishlutverk og þurfi að miða
skólastarfið við það. Og ekki munar
kennara þá um að taka að sér að
kenna allt milli himins og jarðar
nema ef vera skyldi kristin fræði
sem virðist of oft eiga undir högg
að sækja. Foreldrar krefjast æ
meiri viðveru barnanna í skólanum
vegna vinnu sinnar, skipta sér sára-
lítið af innra starfi skólans nema
eitthvað sérstakt sé, krefjast einsk-
is um gæði í kennsluháttum og taka
því jafnframt fegins hendi ef nem-
endur fá aðstoð við heimanám á
skólatíma.
Einstaklingsframtak í skóla- og
uppeldismálum hefur alltaf verið
lítið hérlendis. Hefðin er að allir
gangi sömu leið, tileinki sér sama
efnið og á sama hátt innan grunn-
skólans. Einkaskólar eru litnir horn-
auga af heildinni ellegar þeir þurfa
að sanna gildi sitt á 50 árum. Skýr-
asta dæmið um jafnaðarstefnuna í
skólamálum um þessar mundir er
tillagan um lengra skólaár — fyrir
alla. Ekkert hefur heyrst um að
þeirri tillögu fylgi tillagan um val-
kost. Ef svo fer að það verði skyldu-
sókn fyrir alla nemendur þarf svo
sem enginn að verða hissa. Það
þykir nefnilega jafnrétti í okkar
sjálfstæða landi að skylda öll börn
til lengri skólasetu á vorin vegna
þeirra barna sem ekki hafa fastan
dvalarstað eftir skólaárið. M.ö.o. ef
einhver börn hafa það ekki nógu
gott eiga þau sem ekki hafa það
siæmt að hafa það ekki nógu gott
heldur!
Nú kann að vera að einhveijum
finnist vegið að skóla-
kerfinu. Hér sé á ferð-
inni vantraustsyfirlýs-
ing á starfi þess. Er
skólinn virkilega
svona slæmur?
Einn góður kennari
spurði ungan nem-
anda sinn nýverið
þessarar spurningar:
Hvað er líkt með kenn-
ara og tré? Barnið
hugsaði sig um og
sagði svo að bæði
væru lifandi. „Von-
andi“ bætti þá kennar-
inn við í hljóði. Hann,
eins og ég, veit að það
er ekki sjálfgefið að
börnin okkar hljóti fijóa og lifandi
kennslu. En ákaflega margir kenn-
arar vinna greinilega af miklum
metnaði og af einlægri virðingu
fyrir nemendum sínum. Eftir stend-
ur sú staðreynd að námsleiði er
algengt hugtak í skólamálaumræð-
unni hér á landi og sum börn kvíða
jafnvel hveijum skóladegi. Hvað
hefur lengra skólaár fýrir þau að
segja?
I DV þann 29. júní sl. er haft
eftir Sigríði Önnu Þórðardóttur, al-
þingismanni og formanni nefndar
sem starfað hefur að breytingartil-
lögum um grunnskólalögin, að hún
telji það „... brýnasta verkefni ís-
lensks þjóðfélags í dag að bæta
menntakerfið". í framhaldi af því
segir hún tillöguna um lengra skóla-
ár vera lið í því. Máli sínu til stuðn-
ings bendir Sigríður Anna á að
ýmsar erlendar rannsóknir bendi til
fylgni milli lengra skólaárs og
námsárangurs. Ég er nú svo einföld
að halda að námsárangur sé fyrst
og fremst háður námsgetu og góðri
kennslu sem þarf að vera vís áður
en hægt er að stinga upp á lengra
skólaári. í framhaldi af því er
kannski eðlilegt að spyija: Ná-
kvæmlega hvaða athugun hefur
farið fram á námsinntaki og
kennsluháttum, svo ekki sé minnst
á líðan nemenda almennt innan
skólans, sem gefur tilefni til þess
að stinga upp á lengra skólaári?
Hvað varðar þær rannsóknir sem
Sigríður vísar til vil ég taka þær
með ákveðnum fyrirvara. Hvar voru
þær unnar, hvað var rannsakað,
hvernig var það gert og hveijir létu
gera þær? Hversu mikið sanngildi
hafa niðurstöður þeirra í íslensku
samhengi?
Sigríður Anna segir líka máli sínu
til stuðnings að krafa samfélagsins
sé jafnframt í þá átt að lengja skóla-
árið. Fyrir fáeinum vikum heyrði
ég í morgunþætti Ríkisútvarpsins
sagt frá íslenskri könnun sem þrír
grunnskólakennarar hér á Reykja-
víkursvæðinu gerðu á viðhorfum
mæðra til lengra skólaárs. Könnun-
in var á landsvísu og niðurstaða
SUMAR
UTSAUN
hefst á nomun!
VERÐDÆMI:
JAKKAFÖT FHÁ:
4.995 kr.
STAKIR JAKKAR FRÁ:
2.900 kr.
Námsárangur er háður
námsgetu og góðri
kennslu, segir Kristín
Lilliendahl, sem þarf
að vera vís áður en
hægt er að lengja skóla-
árið.
hennar sú að um 70% mæðra vildu
ekki lengra skólaár. Þó ég viti lítið
um könnunina annað virðist mér
hér vera tilefni til að velta því fyrir
sér hveijir það eru sem Sigríður
vísar til þegar hún talar um kröfur
samfélagsins. í framhaldi er eðlilegt
að spyija: Hefur verið gerð nákvæm
úttekt á því hve sá hópur er stór
sem gerir þessar kröfur? Og ekki
síst: Hvernig ætla ráðamenn að
mæta kröfum þeirra foreldra sem
vilja ekki lengra skólaár?
Mér leikur líka forvitni á að vita
hvort nefndin sem Sigríður Anna
veitir forstöðu hefur í góðum ásetn-
ingi sínum leitt hugann að þeim
námstækifærum sem tekin eru af
börnum með lengra skólaári?
A.m.k. er víst að mun færri börn
en ella komast að í sumarbúðum
eða til dvalar í sveit. Þá má líka
ætla að rekstrargrundvelli slíkrar
starfsemi verði raskað að nokkru.
Sú menntun sem sumar þessar
stofnanir veita er að mínu mati
ómetanlegt skref á skólagöngu
barna. Þau rök sem mér hafa þótt
einhvers virði í umræðunni um
lengra skólaár eru þau að erfitt sé
að kenna af alvöru náttúrufræði
þar sem ekki er hægt að nota sum-
arið til vettvangsferða. En því hafa
kennarar greinarinnar ekki almennt
fagnað því tækifæri að geta skipu-
lagt og boðið upp á námskeið eða
skólabúðir fyrir foreldra og börn á
sumrin og aukið þannig tekjur sínar
um leið og þeir vinna verðugt þró-
unarverkefni í tengslum við kennslu
sína? Eða ef til vill er hér góð hug-
mynd að viðbót við vetrarstarf skól-
anna sem vert er að gefa börnum
kost á að sækja og eyða til þess
því fé sem annars færi í að halda
úti hefðbundnu skólastarfi mánuði
lengur en áður. Það er auðvitað
ekki einfalt mál en hugsanlega
framk væm anlegt.
Sjálf er ég kennari. Því fæ ég
stundum þá gagnrýni á skoðun
mína um lengra skólaár að hún
mótist af þeim forréttindum að eiga
frí á sumrin. Kennarar eiga ekki
frí á sumrin sainkvæmt lögum þó
það sé opinbert leyndarmál að sum-
ir þeirra taki sér það. Kennarar
hafa hins vegar sveigjanlegan
vinnutíma. Margar aðrar starfs-
stéttir vilja beijast fyrir sveigjan-
legum vinnutíma sjálfum sér til
handa en vanvirða kennarastéttina
fyrir í stað þess að benda á hana
sem gott fordæmi. Þeirra er skað-
inn. Það er hins vegar löngu tíma-
bært að sumarvinna kennara verði
almenningi sýnilegri. Mér þætti það
eðlilegra að kennslutími í árinu
væri óbreyttur en kennurum veittur
bæði stuðningur og aðhald við að
vinna að nýsköpun í gerð námsefn-
is eða kennsluháttum á sumrin,
heldur en rýra tíma þeirra til þess
sem ég held að sé ekki vel til þess
fallið að „bæta menntunina í land-
inu“!
Að rýra kosti nemenda til fjöl-
breytni í námi, draga úr möguleik-
um kennara til nýsköpunar í starfi
og að ganga fram hjá vilja mæðra
til að bera meiri ábyrgð á eigin
börnum gengur auk þess þvert á
þá hugsjón að virða einstaklings-
framtak og ábyrgðarvilja. Hugsjón
sem mér eins og Sigríði Önnu hefur
þótt þess virði að barist sé fyrir.
Andstæða þeirrar hugsjónar er að
láta undan þrýstingi.
Höfundur er kennari við
Þroskaþjáifaskóla íslands.
Rangfær slur eða?
Snær Karlsson
í MORGUNBLAÐ-
INU 15. júní sl. er í
forystugrein blaðsins
vegið harkalega að
Verkamannafélaginu
Dagsbrún fyrir að
veita ekki öllum þeim
sem greiða iðgjald til
félagssjóðs félagsins
fulla o g óskoraða aðild
að því. Það er ekki
laust við að dálítil
undrun sæki að manni
með tilliti til ýmissa
skrifa blaðsins á síð-
ustu misserum, bæði í
greinum og frá rit-
stjórn blaðsins um fé-
lagafrelsi og nauðsyn
þess að afnema skylduaðild að stétt-
arfélögum á íslandi. Þessi skylduað-
ild hefur þó aldrei verið fyrir hendi
meðal flestra stéttarfélaga innan
ASÍ. Nú er þessi skylduaðild orðin
að brennandi nauðsynjamáli að
mati höfundar forystugreinar blaðs-
ins. Þetta minnir mann óneitanlega
á manninn sem skreið aftur í gegn-
um sjálfan sig til að sleppa út í
gegnum skráargatið á dýflissu
sinni.
En um hvað snúast þessi skrif.
Jú, þau snúast um hörmulegan at-
burð, banaslys á vinnustað. Hér er
í viðkvæmu máli farið með ásakan-
ir sem ekki eru málsatvikum sam-
kvæmt og án þess að leyta upplýs-
inga um málið allt. Þar er fyrst til
að telja að ekki hefur verið talið
heimilt af stjórn Dagsbrúnar frá
upphafi, að innrita fólk í félagið án
skriflegs samþykkis þess. Því hefur
félagið brýnt fyrir fólki nauðsyn
þess og kosti að gerast félagsmenn.
Félagið hefur varið verulegum fjár-
upphæðum í auglýsingar í fjölmiðl-
um til að koma þessum upplýsing-
FYRIRBURA-
fatnaður
ÞUMALÍNA
HíáANDRÉSI
Skólavörðustíg 22 • Sími 1 82 50 • Póstkröfuþjónusta
um á framfæri, m.a. í
þeim „merka“ fjölmiðli
Morgunblaðinu. Því til
viðbótar hefur fólki
verið sent persónulegt
bréf um málið og þess-
ar upplýsingar eru fast-
ur liður í útgáfu kaup-
taxta félagsins. Eg
sleppi því hér að telja
upp allt það sem þar
kemur fram, en
kannski minnast ein-
hveijir heilsíðuauglýs-
ingar um þetta efni hér
í Morgunblaðinu fyrr á
þessu ári. Hvað varðar
það að eiga rétt á
greiðslum úr sjúkra-
sjóði Dagsbrúnar, þá er félagsaðild
ekki skilyrði. Það fá allir sem greitt
er af til félagsins bætur úr sjóðnum
eins og reglugerð hans mælir fyrir
um.
Dánarbætur voru greiddar
Þannig var það einnig í umræddu
máli. Ekkjan fékk greiddar úr
sjúkrasjóði Dagsbrúnar dánarbætur
eins og reglugerð hans mælir fyrir
um þrátt fyrir að viðkomandi væri
ekki félagsmaður. Það að ekki hafi
verið greiddar dánarbætur er því
rangt. Það er ákaflega miður að
jafn hörmulegur atburður skuli hafa
orðið að blaðamáli með þeim hætti
sem hér hefur gerst, en það var
ekki að frumkvæði Dagsbrúnar.
ítrekaðar ábendingar um að af
mönnum sé greitt og þeir eigi rétt
á því að gerast fullgildir félagar
bera því miður ekki alltaf árangur.
Þar er ekki við félagið að sakast.
Fyrir nokkrum árum samdi
Dagsbrún við tryggingafélag um
frekari vinnuslysa- og frítímatrygg-
ingu í þeim tilgangi að veita félags-
mönnum meira fjárhagslegt öryggi
í vinnu og utan. í þeim samningi
er það áskilið að einungis er um
fullgilda félagsmenn að ræða, sem
félagið geti fært sönnur fyrir. Mán-
aðarlega eru sendir listar til trygg-
ingafélagsins með nöfnum þessa
fólks. Vegna þessa er nauðsynlegt
að fólk skrái sig formlega í félagið
ef það á að njóta þessara viðbótar-
trygginga. Það er og á að sjálf-
sögðu að vera val hvers og eins
hvort hann telur ástæðu til að nýta
sér þetta. Sá aðili sem því miður
íefur orðið tilefni til þessara blaða-
Frá upphafi hefur stjórn
Dagsbrúnar ekki talið
heimilt, segir Snær
Karlsson, að innrita
fólk í félagið án skrif-
legs samþykkis þess.
skrifa var bókagerðarmaður og
kaus að vera það fremur en að vera
í Dagsbrún. Það var hans frjálsa
ákvörðun hvað sem bréfum og
skrifum Morgunblaðsins líður.
Helgar tilgangurinn meðalið?
Þrátt fyrir mjög rætna forystu-
grein Morgunbiaðsins um stjórn
Dagsbrúnar og málefni sjúkrasjóðs
félagsins, þar sem réttu máli er
hallað, er vonandi að þetta leiði
ekki af sér að félagið sjái sig til-
neitt að afleggja þessa tryggingu
sem sjóðurinn veitir félagsmönnum.
Sérkennilegt er að blaðið kallar
til framkvæmdastjóra Vinnuveit-
endasambands íslands, til vitnis-
burðar um óeðlilega meðferð á
sjúkrasjóðum verkalýðsfélaganna.
Þar er málefnalega að máli vikið
og án alhæfinga eins og við var að
búast. Sagt að erfitt sé að fá upplýs-
ingar um sjóðina. Reikningar þeirra
liggja i flestum tilfellum til sýnis
hjá verkalýðsfélögunum á ákveðn-
um tíma. Þess má geta að Vinnu-
veitendasambandið á annan endur-
skoðanda að sjúkrasjóði Dagsbrún-
ar. Ekki sé gerð krafa um löggild
reikningsskil, þrátt fyrir að lang-
flest verkalýðsfélög láti löggilta
endurskoðendur eða bókhaldsstofur
ganga frá reikningum sínum sam-
kvæmt góðum reikningsskilavenj-
um og með áritun. Skattayfirvöld
sjái ekki reikningana, sem hlýtur
að þýða það að VSf sendi skattayf-
irvöldum reikninga sína, eða hvað?
Það verður að segjast eins og er
að efnistök og umfjöllun „hins virta
og óháða fjölmiðils“ koma fremur
á óvart í þessu máli. En það er
gott að vita hvar hjartað slær og
þar hafi ekki orðið mikil breyting á.
Höfundur er í Dagsbrún og
starfsmaður
Verkamannasambandsins.