Morgunblaðið - 19.07.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLl 1994 21
______AÐSEIMDAR GREINAR_
„Að hengja bak-
ara fyrir smið“
6117201
SUNNUDAGINN
26. júní sl. birtist viðtal
við Ama Gíslason í
Mbl. en fyrirtæki hans,
AG bifreiðaverkstæði,
er 40 ára um þessar
mundir. í viðtalinu er
m.a. vikið að trygg-
ingafélögum varðandi
fyrirkomulag tjónabóta
og er sú umfjöllun
þannig að undirritaður
óskar eftir því að koma
eftirfarandi athuga-
semdum á framfæri.
Undir millifyrirsögninni
„Vandi á höndum" seg-
ir Árni m.a. að verk-
stæðisrekstur sé orðinn
afar þungur. „Svört
vinna“ hafi rokið upp úr öllu vaidi.
Ástæðuna segir Árni vera þá að
tryggingafélögin „aii á þessu“, þ.e.
„svartri vinnu“ og að verkstæðin séu
„kýld niður [í verði] af tryggingafé-
lögunum" sem fari á milli verkstæða
og leiti tilboða í verk.
Undirritaður taiar hér einungis
fyrir hönd VÍS Tjónaskoðunarstöðv-
ar sem rekin er af Vátryggingafélagi
íslands.
Stuðla tryggingafélögin að
„svartri vinnu“?
Orsakir „svartrar vinnu“ eru sam-
dráttur í efnahagslífinu, sem veldur
atvinnuleysi m.a. í bílgreininni, og
að opinberir aðilar (skattyfirvöld)
megna ekki að halda uppi lögum
með viðunandi eftirliti með skatt-
skyidri starfsemi. Minni vinna á bíla-
verkstæðum kemur harðar niður á
stærri verkstæðum þar sem fastur
kostnaður er hár. En á sama hátt
ættu tekjuafköst þeirra að vera meiri
en smærri verkstæða í góðæri. Þetta
er einfaldlega lögmál frjáls viðskipta-
lífs sem tryggingafélög eru jafn háð
og bílaverkstæði. Að kenna trygg-
ingafélögum um samdrátt í bílavið-
gerðum hlýtur að byggjast á mis-
skilningi. Og það getur enn síður
verið tryggingafélögum að kenna
hafi einhveijum láðst að leggja til
hliðar fyrningar í góðæri.
Samband viðgerðarkostnaðar
og iðgjalda
Iðgjöld af tryggingum bíla endur-
spegla tjónakostnað. Við hjá VÍS
gerum okkur grein fýrir því að þrátt
fyrir forvarnarstarf mun ekki takast
að kom í veg fyrir umferðartjón.
Hins vegar eigum við að geta dregið
úr tjóni með ýmsum öryggisbúnaði
og úr tjónakostnaði með aukinni
hagræðingu. Með samstilltu átaki á
mörgum sviðum innan og utan fyrir-
tækisins má halda_ iðgjöldum bíleig-
enda í skefjum. Á flestum sviðum
viðskipta eru útboð talin ákjósanleg
aðferð til að tryggja gagnkvæma
hagsmuni ogjafnrétti. Bílaverkstæði
eru engin undantekning hvað þetta
varðar og ólíklegt að þau vildu af-
sala sér rétti til að gera tilboð í verk,
t.d. á þeirri forsendu að einhveijum
þeirra sé ekki treystandi til að reikna
rétt.
í viðtalinu víkur Árni að þeirri
breytingu, sem hann segir hafá orðið
á, með því tjónamati sem nú tíðkast,
í stað þess sem áður var þegar gert
var við bíla og reikningurinn sendur
tryggingafélaginu. Árni vill meina
að með þessu móti hafi verið þrengt
að verkstæðisrekstrinum auk þess
sem útgreiddar tjónabætur dragi úr
verkefnum verkstæða og valdi þvl
að „allt sé vaðandi í beygiuðum bíl-
um“ eins og eftir honum er haft í
viðtalinu. Síðar segir hann orðrétt:
„Margir af þessum bilum eru snaró-
löglegir, luktarlausir [sic] og allt
hvað eina. Þetta gera tryggingafé-
lögin einfaldlega vegna þess að þetta
er ódýrara fyrirkomulag fyrir þau.“
Ég þori að fullyrða, og byggi þá
m.a. á fyrri reynslu af eigin verk-
stæðisrekstri, að mjög
fáir starfsbræður Árna
Gíslasonar væru sam-
þykkir því að hverfa
aftur til þess fyrirkomu-
lags þegar einungis út-
völd verkstæði unnu
fyrir tryggingafélög og
fengu greitt samkvæmt
reikningi. Það fyrir-
komulag myndi örugg-
lega leiða tii hærri ið-
gjalda og auka þannig
kostnað hins almenna
bíleiganda. Það fyrir-
komulag myndi einnig
draga úr viðleitni til
tæknivæðingar verk-
stæða þar sem hvatinn,
sem fólginn er í heil-
brigðri samkeppni, væri þá ekki fyr-
ir hendi. Afleiðingin yrði minni fram-
ieiðni og enn verri afkoma en nú er.
Stundum gleymist að stór hluti
tjóna á farartækjum er ekki bættur
af tryggingafélögum. Sem dæmi má
nefna að þeir sem valda tjóni og eru
í órétti þurfa sjálfir að kosta viðgerð
á eigin bíl sé hann ekki kaskótryggð-
ur: Tryggingafélög ráða engu um
hvar og hvenær gert er við þau farar-
tæki. Samkvæmt tryggingarskilmál-
um ber að bæta tjón sem tryggingar-
takinn veldur á öðrum farartækjum
en sínu eigin. Hjá VÍS er stærstur
hluti tjóna bættur með viðgerð. Þótt
það sé reglan getur tryggingafélag
ekki neitað að semja um bætur óski
tjónþoli þess sérstaklega. Og náist
samkomulag um bætur er það byggt
á undangenginni skoðun og sérfræði-
legu mati á tjóninu. Það er ekki hlut-
verk tryggingafélaga að meta getu
einstaklinga til þess að annast viðgerð
á eigin bí! frekar en getu sama ein-
staklings til þess að setja upp sjón-
varpsloftnet á eigin húsi. Séu bílar
„snarólöglegir“, eins og Árni orðar
það, af þessum ástæðum, er það lög-
reglan sem hefur sofíð á verðinum.
Það er hennar hlutverk, en ekki trygg-
ingafélaga, að sjá til þess að ólögleg-
ir bílar séu ekki í umferð.
Þegar um er að ræða tjón sem
bætt er samkvæmt ábyrgðar- eða
kaskótryggingu koma samkomulags-
bætur ekki til greina hjá VÍS nema {
undantekningartilfellum. Reglan er sú
að bæta tjón með viðgerð og sérstök
áhersla lögð á gæði viðgerðarinnar
þannig að farartækið sé í jafn góðu
ástandi og fyrir tjónið. Verkstæði sem
skipta við VÍS verða að sæta því að
strangt eftirlit sé með gæðum vinn-
unnar og verkkostnaði. A móti hefur
VÍS lagt sig fram um að efla tækni-
stig í bílaviðgerðum í því skyni m.a.
að auka framleiðni. Það samstarf hef-
ur gengið snurðulaust.
Og enn um „vaskinn"
í viðtalinu er haft eftir Steinunni
Árnadóttur hjá ÁG: „Við (ÁG bif-
reiðaverkstæði) skilum inn öllum
virðisaukaskatti, en tiyggingafélögin
græða allan vaskinn og það er ekki
réttlátt fyrirkomulag." Sé þetta rétt
eftir Steinunni haft er hér beinlínis
ýjað að því að tryggingafélög stundi
skipulega undanskot frá virðisauka-
skatti. Manni finnst ótrúlegt að vant
fólk innan bílgreinarinnar sé ekki
betur að sér i sambandi við reglur
um virðisaukaskatt en ætla mætti
af orðum Steinunnar.
Þegar um er að ræða tjón sem
bætt er samkvæmt kaskótryggingu
greiðir tryggingafélagið, að sjálf-
sögðu, virðisaukaskatt af- varahlut-
um, efni og vinnu. Viðkomandi verk-
stæði ber síðan að skila þeim skatti
eins og lög gera ráð fyrir.
í þeim tilvikum sem tjón er gert
upp með samkomulagsbótum er virð-
isaukaskattur af varahlutum innifal-
inn í því mati sem lagt er tii grund-
vallar. Virðisaukaskattur er hins veg-
ar ekki reiknaður af tjóninu enda er
tjón á bíl ekki skattskylt heldur sá
virðisauki sem myndast sé gert við
Krislján G.
Tryggvason
Með samstilltu átaki á
mörgum sviðum innan
og utan fyrirtækisins,
segir Kristján G.
Tryggvason, má halda
iðgjöldum bíleigenda í
skefjum.
bíl eftir tjón. Svo virðist sem margir
misskilji þetta ákveðna atriði í reglun-
um um virðisaukaskatt. Tjón, sem
er andhverfa virðisauka, ber ekki
virðisaukaskatt. Dæmi: Afleiðing
áreksturs er löng grunn rispa eftir
endilangri hlið bíls. Bíleigandinn fer
fram á það við tryggingafélag, sem
ber að bæta tjónið, að það sé metið
og greitt út. Ljóst má vera að sölu-
verð bílsins er lægra sem nemur tjón-
inu. Sé ekki gert við bílinn myndast
enginn virðisauki og þar með enginn
skattstofn þótt greiðsla hafí komið
fyrir tjónið sem slíkt. Engin lög banna
eiganda bílsins að nota hann rispað-
an; engin lög banna honum að gera
sjálfum við rispuna. í hvorugu tilvik-
inu e_r virðisaukaskattur með í spil-
inu. Ákveði bíleigandinn, hins vegar,
að láta gera við rispuna á verkstæði
eykur sú viðgerð verðmæti bílsins og
af henni ber honum að greiða virðis-
aukaskatt enda má gera því skóna
að þau útgjöld geti hann fengið til
baka með sölu bílsins.
Hvernig hægt er að koma því heim
og saman að tryggingafélagið „græði
allan vaskinn", eins og Steinunn orð-
ar það, er óskiljanlegt og hlýtur að
byggjast á grundvallarmisskilningi á
eðli og tilgangi virðisaukaskatts.
Vandamál bílaverkstæðanna eru ekki
búin til hjá tryggingafélögunum.
Þvert á móti eiga bílaverkstæðin og
tryggingafélögin við sameiginlegan
vanda að etja sem er rýmandi kaup-
máttur hins almenna bíleiganda.
Q:
Uj
3:
csi
C5
Uj
6*
tlt?
Iqko þvottavélar
og uppþvottavélar frá Ítalíu.
Staögreiösluverö kr. 41.900.
Uppþvottavél gerö LP 770
5 þvottakerfi.
■ Gljáefnahólf.
■ Hljóölát — aðeins 45 db.
■ Innrabyrði úr ryðfríu stáli.
■ Þreföld sía á vatnsinntaki.
■ Sparnaðarkerfi/hraðþvottakerfi.
■ Tekur borðbúnað fyrir 12 manns.
i
S
Ul
O
Q:
O
ca
=>
—i
*«J
Uj
3:
rn
5
2
rri
O
Pvottavél gerö LP 550P
n 14 þvottakerfi.
B Tekur 5 kg af þvotti. ,
b Orkusparnaöarrofi.
B Fjórskipt sápuhólf.
B 600 snúninga vinduhraöi.
b Tromla og belgur úr ryðfríu
stáli.
Staögreiðsluverð /cr. 38.900.
Fxafen 9, sfmi 887 332
opiö mánud.-föstud. 9-18 og laugard. 10-14
Blab allra landsmanna!
Höfundur er bifvélavirkjameistari
og stöðvarsfjóri VÍS Tjóna-
skoðunarstöðvarinnar.
-kjarnimálsim!
NÚMUZ.
Hádegismatup frá Ifí te!
Fljótlegt og auðvelt að matreiða. Hellið heitu vatni yfir
núðlurnar og bætið kryddinu við. Tilbúið eftir aðeins 3 mín.
Gott að bragðbæta t.d. með kjöti, eggjum og grænmeti.
Verð frá kr. 40 til kr. 99.
í Kryddkofanum fæst mikið
úrval af austurlensku kryddi
og matvörum ásamt hrís-
grjónum í kílóatali á mjög
góðu verði.
KRYDO X/ KOFJKW
Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík. Sími 620012