Morgunblaðið - 19.07.1994, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
JltrftwMalíií
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ. Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
EINN FUGL
í HENDI
Islenskir fjárfestar voru ekki lengi að taka við sér, eftir að
opnað var fyrir fjárfestingar um síðustu áramót í skuldabréf-
um erlendis. Lætur nærri að viðskipti með erlend skuldabréf
og hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðum erlendis nálgist fimm
milljarða króna fyrrihluta ársins. Aukið frelsi í viðskiptum sem
þessum er án vafa af hinu góða. En fárra mánaða reynsla sýn-
ir nauðsyn þess að fara að öllu með gát.
Ekki hefur fjárfestingin erlendis skilað fjárfestunum ávöxtun
í samræmi við væntingar, hvorki skuldabréfakaup í dollurum
né pundum, eins og vakin hefur verið athygli á í fréttum við-
skiptablaðs Morgunblaðsins á undanförnum vikum. Raunar hafa
fjárfestar sem keyptu skuldabréf í útboði ríkissjóðs í Bandaríkj-
unum í byrjun febrúar mátt horfa upp á verulegt verðfall bréf-
anna. Ávöxtunarkrafa bréfanna hefur hækkað frá því þau voru
gefin út og leitt til verðlækkunar upp á rúm 11%, auk þess sem
gengi doliars hefur lækkað um tæp 5% á tímabilinu. Samtals
nemur því lækkun bréfanna á ársgrundvelli yfir 40% á þessu
tímabili.
Það sama hefur gerst, að vísu ekki í jafnmiklum mæli, að því
er varðar skuldabréfaútboð ríkissjóðs í breskum pundum, sem
J.P. Securities Ltd. annaðist fyrir hönd ríkissjóðs. Frá janúar-
byrjun til fyrstu viku þessa mánaðar leiddi hækkandi ávöxtunar-
krafa til þess að verð bréfanna lækkaði um 14,6%, auk þess
sem gengi pundsins lækkaði á þessum tíma um 1,2%. Samtals
er lækkunin 15,5%, sem á ársgrundvelli jafngildir 33,4% lækkun.
Lífeyrissjóðirnir eru helstu fjármagnseigendur landsins og
strax í febrúarmánuði keyptu þeir svonefnd „Yankee-bréf“ í
útboði ríkissjóðs í Bandaríkjunum fyrir um 500 milljónir króna.
Það jafngildir því, miðað við 40% verðfall bréfanna á ársgrund-
velli, að þau hafi fallið um 200 milljónir króna í verði. Þeir sem
hafa keypt bréfin siðar, eftir að ávöxtunarkrafan hækkaði og
dollarinn hafði fallið umtalsvert, hafa á hinn bóginn keypt
skuldabréfin á hagstæðu verði. Sala bandarísku bréfanna nálg-
ast nú 1,2 milljarða króna.
Hafa ber í huga að fjárfestingar sem þessar eru yfirleitt
hugsaðar sem langtímafjárfestingar, enda eru ofangreind
skuldabréf í erlendu myntunum til 10 ára. Engu að síður er
ljóst, að áhættan sem fylgir fjárfestingum erlendis, eins og
þeim sem að framan greinir, er umtalsverð, eins og dæmin sanna.
En þar sem kaupendur bréfanna eru í þessum tilvikum yfirleitt
langtímafjárfestar, þá verða þeir fæstir fyrir beinu peningalegu
tapi, nema þeir standi skyndilega frammi fyrir því að verða að
selja bréfin. En nú um stundir ná þeir ekki þeirri raunávöxtun
fjárfestingarinnar, sem að var stefnt.
Ugglaust er mikið til í því sem Bjarni Ármannsson hjá Kaup-
þingi sagði í samtali við Morgunbiaðið nú fyrir skömmu: „I
raun geta fjárfestar almennt ekki leyft sér það sem þeir hafa
gert hér á landi, þ.e. að kaupa t.d. spariskírteini til 10 ára og
láta þau liggja þann tíma. Verðtryggingin tryggir að spariskírt-
einin halda verðgildi sínu, en þegar menn eru komnir með óverð-
tryggð bréf í hendur í öðrum gjaldmiðli þurfa þeir stöðugt að
vera að endurskoða afstöðu sína m.a. með tilliti til þróunar
vaxta. Það má kannski segja að verðtryggingin hafi gert íslend-
inga ónæma fyrir þessum breytingum."
Vel má vera að höfuðskýring þess að fjárfestar sem hafið
hafa óvarlegar og lítt ígrundaðar fjárfestingar fyrir umbjóðend-
ur sína í erlendum gjaldmiðlum, hvort sem það eru dollarar eða
pund, séu einfaldlega ekki nógu vel undirbúnir til þess að taka
réttar ákvarðanir á réttum tíma. Að búa við verðtryggingu á
flestum sviðum slævir vitund manna gagnvart breytingum og
þannig geta fjárfestar, sem hugsað hafa út frá öryggi verðtrygg-
ingarinnar, svo árum skiptir, hafa sofnað á verðinum.
Fjárfestar, sem hafá tekist á hendur þá ábyrgð að ávaxta fé
umbjóðenda sinna á sem arðbærastan, en um leið öruggastan
hátt, geta ekki leyft sér að fara með fjármuni þá, sem þeim
hefur verið trúað fyrir, á óábyrgan hátt. Þeir mega ekki fjár-
festa þar sem áhættuþátturinn er óhóflega mikill. Auðvitað er
alltaf viss áhætta fyrir hendi, þegar fjárfest er í óverðtryggðum
skuldabréfum, hvort sem er innanlands eða erlendis, en til þess
að lágmarka áhættuna, þurfa fjárfestarnir að vinna heimavinn-
una sína.
Það krefst geysimikillar vinnu og ekki síður þekkingar, að
fylgjast með þróun á aðlþjóðlegum verðbréfamörkuðum, gengis-
þróun, vaxtastigi og svo framvegis. Það liggur í augum uppi,
að mikla sérfræðiþekkingu þarf til þess að geta spáð í spilin,
iesið rétt úr vísbendingum og hagað ákvörðunum um kaup og
sölu bréfa í samræmi við lesturinn. Dæmin sanna að margir
fara flatt á slíkum viðskiptum og því er affarasælast að ganga
hægt um gleðinnar dyr og flýta sér hægt, þegar áhættusamar
fjárfestingar eru annars vegar. Betri er einn fugl í hendi, en
tveir í skógi, segir máltækið.
d
EVRÓPUMÁLIN
FRÁ FUNDINUM á Hótel Sögu. Vilhjálmur Egilsson, Uffe Ellemann-Jensen og Hörður Sigi
ÍSLENDINGAR G
FLJÓTT UPP HUG
Uffe Ellemann-Jensen,
fyrrum utanríkisráð-
herra Danmerkur, segir
í samtali við Steingrím
Signrgeirsson að það
séu fyrst og fremst póli-
tísk rök sem mæli með
íslenskri ESB-aðild.
Hann segir hins vegar
nauðsynlegt að íslend-
ingar geri upp hug sinn
sem fyrst til að lenda
ekki aftast í röðinni.
Uffe Ellemann-Jensen, fyrr-
um utanríkisráðherra
Danmerkur, er einn harð-
asti baráttumaður Evrópu-
hugsjónarinnar á Norðurlöndum. Fyr-
ir fjórum árum ritaði hann grein, sem
birt var í dagblöðum á öllum Norður-
löndunum, þar sem hann sagðist sann-
færður um, að framtíð hinnar nor-
rænu samvinnu lægi í víðara evrópsku
samhengi. Ellemann-Jensen segist
enn vera sömu skoðunar og að hann
sé einn þeirra, sem telji æskilegt að
ísland verði í hópi ESB-ríkjanna.
Hann segist sannfærður um að Islend-
ingar geti náð viðunandi niðurstöðu í
aðildarsamningum við Evrópusam-
bandið.
í lok síðustu viku varJacques Sant-
er, forsætisráðherra Lúxemborgar,
kjörinn næsti forseti framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins á fundi
leiðtoga ESB-ríkjanna. Hvaða áhrif
telur þú að að kjör hans muni hafa á
starf Evrópusambandsins og hver tel-
ur þú að verði meginverkefni ESB
fram að ríkjaráðstefnunni, sem halda
á árið 1996?
„Það var auðvitað mjög óæskilegt
hvernig kjör hins nýja forseta fram-
kvæmdastjórnarinnar bar að. Ég tel
nauðsynlegt að Evrópusambandið
ákveði nýja aðferð við val í þetta
embætti. Það þarf að auka vægi Evr-
ópuþingsins við kjörið, opna umræð-
una um embættið og tryggja að fyrir
valinu verði sá besti úr hópi margra
frambjóðenda. Það er hugsanlegt að
framkvæmdastjórnin muni veikjast í
kjölfar síðustu atburða og það er mik-
ið áhyggjuefni. Það á ekki síst við
út frá sjónarhorni lítillar þjóðar er
hefur hag af sem sterkastri fram-
kvæmdastjórn. Það er framkvæmda-
stjórnin, sem sér um að Rómarsáttmá-
lanum sé framfylgt en sá sáttmáli er
skjöldur smáþjóðanna gagnvart hin-
um stærri.
Það á hins vegar eftir að koma í
ljós hversu mikið vægi framkvæmda-
stjórnin með Santer innanborðs mun
hafa. Menn verða líka að vara sig á
því að vanmeta hann ekki. Ég hef
þekkt Santer árum saman og hann
er mjög hæfur stjórnmálamaður.
Hann stóð sig tii að mynda frábær-
lega er Lúxemborgarar fóru með for-
ystuna í ráðherraráðinu en segja má
að á þeim tíma hafi að mestu verið
gengið frá Maastricht-sáttmálanum.
Við skulum því bíða og sjá.
Ef við lítum á verkefnin framundan
tel ég að þau mikilvægustu séu fram-
tíðarsamband okkar við ríki Austur-
Evrópu og Rússland. Það ríkir mikill
óstöðugleikþ í Rússlandi, að ekki sé
minnst á Úkraínu, og að
mínu mati er tíminn að
renna út. Þetta ætti að vera
aðalmálið á næstu ríkjaráð-
stefnu: Að stækka banda-
lagið til austurs. Það mun
einnig þvinga okkur til að taka upp
nánara samstarf varðandi utanrikis-
stefnu og við munum þurfa að sam-
ræma okkur í varnarmálum. Á sama
tírna verðum við að ræða um hvernig
beri að endurskipuleggja uppbygg-
ingu sambandsins, þannig að það
verði starfhæft með svo mörg ný að-
ildarríki innanborðs. Það eru því flók-
in vandamál framundan."
Telur þú að fjölgun aðildarríkja
muni breyta starfsfháttum sambands-
ins?
„Nei. Ef Austurríki og Norðurlönd-
in fara inn í ESB verðum við ekki
lengur tólf aðildarríki heldur sextán
og að sama skapi mun jafnvægið
breytast innan sambandsins. Norður-
hlutinn mun styrkjast, sem er raunar
eitt af því sem við höfum talið æski-
legt. En að öðru leyti mun sambandið
starfa áfram í svipaðri mynd, áherslan
verður á innri markaðinn og útvíkkun
til austurs."
En það verða engin varanleg áhrif,
að þínu mati, á eðli sambandsins.
Menn munu halda áfram að beijast
fyrir frekari samruna ESB á svipaðan
hátt og verið hefur?
„Já, ég held að það sé ekki bara
hægt að halda áfram á þeirri braut
heldur óhjákvæmilegt og þar að auki
æskilegt. Það verður að „dýpka“ sam-
starfið enn frekar. Að sama skapi tel
ég að menn muni í auknum mæli
verða reiðubúnir að sætta sig við þann
mun sem er á milli Evrópuríkja. Það
var allt að því stofnanabundið með
Maastricht-sáttmálanum er Bretar
fengu undanþágu frá hinum félags-
lega kafla hans. Ég held að það verði
sífellt nauðsynlegra að við sýnum
aukinn sveigjanleika þannig að allir
geti farið inn í sambandið og til að
við getum haldið öllum innan sam-
bandsins."
Telur þú umræðuna um eftirmann
Delors hafa verið til marks um slíkan
vilja? Það virtist ekki vera mikill
sveigjanleiki til staðar á Korfú.
„Eg held að umræðan um Dehaene
hafi ekki snúist um hann sem persónu
heidur um ákvarðanir sem höfðu ver-
ið teknar, varðandi forseta fram-
kvæmdastjórnarinnar, á óheppilegan
hátt. Það var það sem Bretarnir lögð-
ust til atlögu gegn. Við verðum að
mínu mati að finna opnari leið til að
takast á við þetta vandamál til að
enginn geti haidið því fram að stóru
ríkin komi sér saman um hlutina sín
á rnilli."
Þú sagðir áður að mikil-
vægasta málið framundan
væri að veita ríkjum í austri
aðild. En hvað með önnur
ríki á borð við ísland?
„Ég er einn þeirra sem teldi það
mjög æskilegt ef íslendingar myndu
hefja umræðu um Evrópusambands-
aðild og hefja samningaviðræður um
hana. Það væri mjög jákvætt því þá
yrðu Norðurlöndin sameinuð innan
ESB og að auki myndi atkvæðavægi
þeirra aukast. Ef Norðmenn, Svíar
og Finnar ganga inn í ESB höfum
við samtals þrettán atkvæði en Þjóð-
veijar, sem eru fjórum sinnum fjöl-
mennari en Norðurlandaþjóðirnar
samtals, eru einungis með tíu at-
kvæði. Ef íslendingar myndu gerast
aðilar hefðum við fimmtán atkvæði.
Það er því eftirsóknarvert af mörgum
ástæðum.
Það eru hins vegar ekki margir
innan Evrópusambandsins sem eru
að velta fyrir sér möguleikanum á
íslenskri aðild og áhugi manna er sí-
fellt að beinast meira í austurátt. Það
mun því verða sífellt erfiðara að ná
athygli ESB ef íslendingar ákveða að
gerast aðilar. Mitt ráð til íslendinga
væri því að þið mynduð gera upp hug
ykkar sem fyrst og kanna hvort að
þið náið ekki viðunandi samningsnið-
urstöðu. Ef ekki þá getið þið ávallt
hafnað niðurstöðunni."
Þú þekkir ágætlcga til íslenskra
aðstæðna og þeirra efasemda, sem
menn hér hafa haft varðandi aðild,
ekki síst vegna sjávarútvegsmála.
Telur þú hugsanlegt að íslendingar
geti náð niðurstöðu í samningum við
Verðurað
„dýpka“
sambandið