Morgunblaðið - 19.07.1994, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.07.1994, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIUGAR t Faðir okkar, ÁRNIÞÓRÐARSON frá Flesjustöðum, Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, lést mánudaginn 18. júlí. Börnin. t Elskuleg mágkona mín, EVA ÓLAFSDÓTTIR, lést á Reykjalundi laugardaginn 16. júlí. Fyrir hönd aettingja, Ragnheiöur Jóhannesdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, HENDRIK STEINSSON, Akurgerði 2, Akranesi, lést á heimili sínu þann 17. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jóna Vilhjálmsdóttir, Hreggviður Hendriksson, Sigrún Sigurjónsdóttir, Vilhjálmur Hendriksson, Aðalheiður Óddsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, MAGNÚS GUNNAR GÍSLASON, Stað, Hrútafirði, andaðist í Landakotsspítala aðfaranótt laugardagsins 16. júlí sl. Bára Guðmundsdóttir, Edda Björk Karisdóttir, Sigurður Reynisson, Vilborg Magnúsdóttir, Kristinn Reynir Guðmundsson, Elín Elísabet Magnúsdóttir, Sigurður Rögnvaldsson, Magnea Torfhildur Magnúsdóttir, Mikael Bjarki Eggertsson, Guðmundur Magnússon, Jónína Hafdfs Kristjánsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Ottó Berg Magnússon, Gisli Jón Magnússon, Eiríkur Gíslason og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, VIGGÓ LOFTSSON, Möðrufelli 7, lést í Borgarspítalanum þann 15. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd bara, tengdabarna og annarra ættingja, Kristín Þorsteinsdóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, INGIBJÖRG PETREA GÍSLADÓTTIR, Seiðakvísl 35, Reykjavik, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 21. júlí kl. 13.30. Héðinn Ágústsson, Gylfi Ómar Héðinsson, Svava Árnadóttir, Hörður Héðinsson, Berglind Bendtsen, Rut Marsibil Héðinsdóttir, Þorkell Einarsson, Páll Vignir Héöinsson, Gunnhildur Kjartansdóttir, Ágúst Héðinsson, Sigurlín Baldursdóttir og barnabörn. LEGSTEINAR HEUUHRFIUNI 14, HRFNflRFIfiÐI, SÍMI 91-652707 GUNNAR MAACK + Gunnar Maack fæddist í Reykjavík hinn 14. mars 1954. Hann lést á Landspít- alanum 8. júlí síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju í gær. OKKUR langar að kveðja Gunnar Maack með örfáum orðum. Við kynntumst Gunnari og Eygló árið 1977 eftir að hafa fengið úthlutað lóð við Þrastarhóla. Það kom fljótlega í ljós þegar bygg- ingaframkvæmdir hófust að þar fóru mjög samhent ung hjón ný- komin úr skóla að byggja sér fal- legt heimili. Við urðum strax vör við hvað Gunnar var ósérhlífinn við alla vinnu og var það fljótlega við- kvæðið að ef vinna þurfti við erfið- ar aðstæður var það yfirleitt Gunn- ar sem bauðst til að klára verkið. Eftir að byggingarframkvæmdum lauk kynntumst við enn betur þar sem við bjuggum á sömu hæð. Gunnar og Eygló eignuðust tvo góða og efnilega drengi Baldur og Kalla. Kalli fæddist sama ár og dóttir okkar Guðbjörg Huld og tókst með þeim mjög góð vinátta sem stendur enn í dag. Þáð sem einkenndi Gunnar var mikill áhugi á útiveru og með fjölskyldu sinni sem var mjög samhent stundaði hann áhugmál sín og voru þau öll- um stundum við veiðar eða á ferða- lögum á sumrin og við skíðaiðkun á vetrum og þá sérstaklega í Skála- felli þar sem Gunnar hafði starfað mikið innan skíðadeildar KR og var mjög gaman að njóta leiðsagnar hans og kennslu í skíðabrekkunum. Árin okkar í Þrastarhólum voru yndisleg, allt ungt fólk með ung börn og virtist Gunnar njóta sín vel í okkar litla samfélagi þar sem kímnigáfa hans og hvað hann hafði gaman af börnum naut sín. Gunnar hafði sérstaklega gaman af að stríða Kristjáni syni okkar á því að KR væri betra félag en Fram og lauk þeim viðskiptum oft með því að Kristján var í miklum vafa um með hvaða félagi hann hélt. Árin liðu í Þrastarhólum og urðu fjórtán þegar Gunnar og Eygló fóru að hugsa sér til hreyfings og festu kaup á glæsilegu einbýlishúsi við Baughús. Eftir að fjölskyldan flutti var áfram samgangur og átt- um við góðar stundir saman, krökk- unum þótti gaman að hittast en Guðbjörg Huld var sérstaklega hænd að Gunnari og saknar hans mikið. Þegar við ákváðum að fara út í byggingarframkvædir sjálf var leitað til Gunnars til þess að fá upplýsingar og kom þá í ljós sá eiginleiki hans sem við metum mik- ils en það var hreinskilni, hann vildi hafa allt með í útreikningum strax í byijun og ekki vera með loftkast- ala sem standast ekki. Við eigum eftir að sakna Gunn- ars og þökkum fyrir að hafa kynnst honum. Söknuður Eyglóar, Baldurs og Kalla er mjög mikill og vottum við þeim okkar dýpstu samúð og óskum þess að Guð styrki þau á þessum erfiðu tímum. Símon, Sigríður, Kristján og Guðbjörg Huld. I dag kveð ég kæran vinnufélaga og vinnu- veitanda Gunnar Maack. Þegar að ég byijaði að vinna hjá Hagvangi í árslok 1992, kveið ég svolítið fyrir. Nýir vinnuveitendur og vinnufélagar, ég var svolítið óörugg fyrsta daginn og fannst mér ekki hafa tekist vel til fyrsta vinnudaginn. Ég hitti Gunnar ekki fyrsta daginn þar sem að hann sinnti verkefnum úti í bæ, en ég vildi þó að svo hefði verið því að ég veit að hann hefði tekið vinnukvíðann frá mér. Það var því með háflum huga að ég korn til vinnu daginn eftir og kvíðinn enn meiri. Þá bauð Gunnar mig vel- komna til starfa og mér leið strax miklu betur. Það var mjög gott að vinna með Gunnari, hann var mjög nákvæmur ef það var eitthvað sem hann vildi útskýra eða kenna mér, þá gerði hann það á þann hátt að hann þurfti bara að gera það einu sinni, tók dæmið frá A-Ö, en byijaði ekki í miðju dæmi. Mér fannst stundum að ég sæti með kennara mínum í byijun skóla- göngu, en það er eins og við vitum, við lærum ekkert nema að vita byijunina. Ég vildi að sumir' kennarar hefðu sömu þolinmæðina og kennslutæknina og Gunnar hafði. Þó að mér hafi stundum fundist nóg um nákvæmnina þegar um einföldustu bókhaldsdæmi var að ræða, er ég þess fullviss að Gunnar hefði orðið góður skóla- kennari. Hann var ekki bara ná- kvæmur og þolinmóður heldur hafði hann sérstaklega skemmti- lega útskýringarhæfileika. Ég veit að við höfum misst góð- an og traustan félaga, en missirinn er enn meiri en orð fá lýst fyrir eiginkonu og syni. Kæri Gunnar, ég þakka þér fyr- ir stutt en lærdómsrík kynni. Þú varst séstakur persónuleiki sem mikill missir er að. Guð styrki eiginkonu, syni og aðra ættingja í þeirra miklu sorg. Elísabet Jónsdóttir. Þú lagðir af stað í langferð þina, löngu fyrr en ætlað var. Hinstu kveðju héma, mína hafðu með til staðar þar. Hann Gunnar okkar er farinn. Hann kemur ekki lengur með hnyttnar athugasemdir og góðlát- legt grín, hann fer ekki í fleiri veiði- túra, né spilar oftar við okkur brids. Hann kemur ekki lengur með kraft sinn og þor til að takast á við hvert það verkefni sem þurfti að leysa. Þannig er það í raunveruleikanum, jafn grár og kaldur og hann er í þeirri mynd. Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jaí'nan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. Bi S. HELGASON HF ISTEINSMIÐ JA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 ÍiilliiiÍÍÍ S En minningarnar geymast og Gunnar mun örugglega vera á meðal okkar í öllum þeim hlutum, sem við tökum okkur fyrir hendur og sem við áður brölluðum saman. Hann mun veiða með okkur, hann mun spila með okkur og hann mun, í anda, vera með í öllum þeim störfum sem við komum til með að inna af hendi. Elsku Eygló og synir, Kalli, Pét- ur, Runi og fjölskyldur, megi algóð- ur Guð styrkja ykkur í sorginni og veita ykkur huggun. Geir Thorsteinsson og fjölskylda Ég elskaði lífíð og ljósið og ylinn. Nú liggur það grafið í djúpa hylinn. Og vonirnar mínar, sem voru fleygar, sumar dánar, en sumar feigar. (Jóh. G. Siprðsson) Okkur spyrlana hjá Hagvangi langar að minnast þess í fáum orð- um hversu einstakur yfirmaður Gunnar Maack var. í öllu viðmóti hans gagnvart okkur fundum við umhyggju, virðingu og vinsemd sem ávallt yljaði okkur og gladdi. Glaðlegt og gott andrúmsloft mætti okkur alltaf þegar við kom- um til vinnu og okkur finnst við hafa notið forréttinda að fá að kynnast honum og vinna með hon- um. Mikill sjónarsviptir er að svo góðum dreng. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Elsku Eygló, Baldur og Karl. Guð gefi ykkur og fjölskyldum ykkar styrk í þessari miklu sorg. Spyrlar Hagvangs. Kveðja frá Skíðadeild KR Það var bjart og fallegt yfir Skálafellinu föstudaginn 8. júlí síð- astliðinn. Þann sama dag kvaddi vinur okkar og félagi Gunnar Maack þetta líf eftir einungis nokk- urra mánaða veikindi. Gunnar var dyggur stuðnigs- maður þeirrar íþrótta- og æsku- lýðsstarfsemi sem fram fer í Skíða- deild KR. Hann var afar duglegur við að styðja við bakið á strákunum sínum sem hafa stundað þessa íþrótt af miklum dugnaði, og var eftirtektarvert hversu natinn og hjálpsamur hann var þeim jafnt í keppni sem á æfingum. Þá var Gunnar ekki síður liðtækur í móta- haldi deildarinnar, og rækti þau störf sem honum þar voru falin af mikilli alúð og kunnáttu. Gunnar ólst upp í mikilli skíða- fjölskyldu, en foreldrar hans stund- uðu bæði skíði í Skálafelli, og er Karl faðir hans enn svífandi um brekkurnar þar efra, yfir vetrar- mánuðina. Gunnar og Eygló hafa verið mjög dugleg að stunda skíðin undanfarin ár, svo og hafa strák- arnir þeirra báðir æft og keppt fyrir deildina. Það er eins og mynd- ist ein stór fjölskylda meðal allra þeirra sem mæta í Skálafellið yfir vetrarmánuðina. Góð vinátta tekst með fólki, og margir eiga það sam- eiginlegt að börnin þeirra stunda æfíngar hjá deildinni. Nú er stórt skarð höggvið í þennan samhenta hóp skíðamanna í Skálafelli. Við minnumst Gunnars sem góðs félaga og vinar. Mikill harmur er kveðinn að eigikonu hans og son- um, sem og fjölskyldunni allri. Fað- ir Gunnars hefur með nokkura mánaða millibili þurft að sjá á eft- ir eiginkonu og syni, og er það von okkar að minningar hans um góðar stundir auðveldi honum að takast á við sorg sína. Við vottum að lok- um þeim Eygló, Baldri og Karli, sem og íjölskyldunni allri samúð okkar, og vonum að þau öðlist kraft og styrk á erfiðum tímum sorgar og saknaðar. Minningin um góðan vin og fé- laga lifir. Megi hann hvíla í friði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.