Morgunblaðið - 19.07.1994, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför sonar
og sonarsonar okkar,
HELGA GUÐMUNDSSONAR,
Stigahlíð 18.
Ester Kristjánsdóttir,
Hrafnhildur Thoroddsen.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför
BJÖRNS KARLSSONAR,
Hafrafellstungu.
María Jónsdóttir, Ingirfður Hr. Björnsdóttir,
Karl Sigurður Björnsson, Laufey Bjarkadóttir,
Jón Ingi Björnsson, Nanna Lára Karlsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför
GARÐARS FINNSSONAR
skipstjóra.
Sérstakar þakkir til heimahlynningar fyrir frábæra umönnun.
Guðný Matthíasdóttir,
Sigríður Garðarsdóttir, Kristinn Jónsson,
Steinunn Garðarsdóttir, Bjarni Lúðvíksson,
Matthías Garðarsson, Þórhildur Karlsdóttir,
Finnur Garðarsson, Kristbjörg Ólafsdóttir,
Bjarni H. Garðarsson, Helga Pétursdóttir,
Garðar S. Garðarsson, Sigrún Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega samúð og vinarhug við
andlát og útför eiginmanns míns, son-
ar, föður, tengdaföður og afa,
GUÐJÓNS INGA SIGURÐSSONAR
leikara.
Sérstakar þakkir færum við læknum og
starfsfólki Landspítalans, krabbameins-
deildar og heimahlynningar fyrir góða
umönnun og aðstoð í veikindum hans.
Jóna Sigrún Harðardóttir,
Pálína Guðnadóttir, Vilbergur Júliusson,
Sigurður Páll Guðjónsson, Ingibjörg Finnbogadóttir
Jóna Sigrún Sigurðardóttir,
Hanna Björk Guðjónsdóttir, Björg Birgisdóttir.
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför bróður okkar,
HANS JAKOBS BECK,
Skólbraut 1a,
Kópavogi,
fyrrum bónda,
Sómastöðum, Reyðarfirði.
Guð blessi ykkur öll.
Steinunn Beck,
Sigríður Beck
og fjölskyldur.
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts
eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður og afa,
JÓHANNS J. JAKOBSSONAR
efnaverkfræðings,
Stekkjarhvammi 74,
Hafnarfiröi.
Guð blessi ykkur öll.
Lára K. Ólafsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til ættingja og vina fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför
ÓLAFS HAFSTEINS JÓHANNESSONAR,
Skerjabraut 9,
Seltjarnarnesi.
Fjóla Sigurðardóttir,
Sigríður Ólafsdóttir, Óskar Geirsson,
Elín Kristín Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
ÓSKAR AÐALSTEINN
GUÐJÓNSSON
+ Óskar Aðal-
* steinn Guðjóns-
son fæddist á
ísafirði 1. maí 1919.
Hann lést í Reykja-
vík 1. júlí síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá Foss-
vogskirkju 14. júlí.
í HUGARFYLGSNUM
unglings er oft
skammt milli minninga
frá barnsárum og
drauma. Hugur minn
leitaði ofttil þín, pabbi,
á þessum árum, en hin
„landfræðilega" fjarlægð milli okk-
ar var orsök þess að við hittumst
nær aldrei. Pabbi, ég vissi af þér
fyrir vestan, náttúrubami, lista-
manni og starfandi vitaverði á Galt-
arvita. - En þangað, til þín, var
vandrötuð leið fyrir stelpu, er þekkti
leiðir til huliðsheima, eins og til
þín, aðeins af lestri ævintýrasagna.
Ég, þá 15 ára, heyrði útvarps-
mann tilkynna að strandferðaskipið
Skjaldbreið færi vestur á morgun.
- Ég fór með.
í sólskini í hvamminum ykkar
Hönnu, vestur á vita, sátum við
saman í fyrsta sinn,
og hlustuðum á þögn
steinanna og söng
stóru hvítu fuglanna,
við undirleik úthafs-
bárunnar ódauðlegu.
Þá heyrðum við bæði
í þögninni að hin
„landfræðilega“ fjar-
lægð skiptir ekki máli
fyrir vini sem eiga
sameiginleg áhuga-
mál.
Og svo komst þú
suður.
Pabbi, manstu
stundirnar á Reykja-
nesi? Þú manst, þú veist, og ég
man. Ég man sögumar sem enginn
má vita um. Manst þú álfana, klett-
ana, hvítu fuglana og allt hitt?
Pabbi! Svo komuð þið Hanna í
afmælið mitt eina. Þú hrókur alls
fagnaðar og heillaðir alla vegna
drenglyndis og glaðværðar.
Hvers vegna, flýgur hvitur fugl - þögull
yfir hömrunum svörtu?
Á ögurstund.
Þá bára og brimgarður,
sem brúnaljós daganna björtu. -
Minning um skáldið,
sem kveður og kemur ekki aftur.
Góði pabbi, takk fyrir að gefa
mér allt. Guð geymi þig.
Björt.
Þegar ég fékk andlátsfregnina
var ég stödd um borð í Fagranesinu
á leið frá Horni.
Mér brá illilega því síðast þegar
ég hitti Óskar var hann að ná sér
eftir veikindi. Við töluðum mikið
saman, þá um Hornstrandir og vit-
ann því þangað var ég að fara í tíu
daga ferðalag.
Hann bað mig að taka myndir
og skrifa dagbók svo ferðasagan
yrði lifandi og sagðist vera með
mér í huganum. Svo klappaði hann
saman lófunum sem honum einum
var lagið og fallega brosið ljómaði
á andlitinu og augun leiftruðu af
lífi.
Við systkinin minnumst dagana
þegar Óskar frændi og Hanna komu
í heimsókn í Sogamýrina og gistu.
Þá bakaði mamma kleinur og
pönnukökur og okkur krökkunum
þótti þá lífið svo skemmtilegt.
Nú ertu horfinn okkur, síðastur
í röðinni af föðurbræðrum mínum
að kveðja þennan heim, en ég veit
að það verður tekið vel á móti þér.
Eftir lifa bækumar þínar og þær
mun ég geyma vel.
Elsku Hanna og fjölskylda, Guð
styrki ykkur á erfiðum tímum.
Blessuð sé minning frænda míns.
Þorbjörg Einarsdóttir.
GUÐJÓNINGISIG URÐSSON
+ Guðjón Ingi Sigurðsson
fæddist á ísafirði 8. febrúar
1941. Hann lést á heimili sínu
í Hafnarfirði 3. júlí síðastliðinn
og var útför hans gerð frá Víði-
staðakirkju 13. júlí.
ÞEGAR ÉG kveð kæran vin, Guðjón
Inga, minnist ég þess, þegar hann
lítill drengur kom í bekkinn minn,
en ég var þá kennari við Barna-
skóla Hafnarfjarðar.
Það var langt liðið á haust 1949,
þegar skólastjórinn, Guðjón Guð-
jónsson, bað mig að tala við sig.
Erindið var að biðja mig fyrir átta
ára dreng í bekkinn minn. Hann
var þá nýfluttur til Hafnarfjarðar
með foreldrum sínum^ en þau höfðu
átt áður heima á Isafirði. Þessi
drengur var Guðjón Ingi Sigurðs-
son. Faðir hans var sjómaður og
hafði ráðið sig á vélbátinn Jón
Magnússon, sem var gerður út frá
Hafnarfirði.
Ég man eftir Guðjóni Inga frá
þessari stundu. Lítill drengur með
stór björt augu, svolítið feimnisleg-
ur. Fann ég strax, að þarna hafði
bæst góður drengur í glaða hópinn
minn. En sorgin var ekki langt
unda, því í mars 1950 fórst bátur-
inn Jón Magnússon með allri áhöfn.
Þetta var þungur harmur og sár
og nú var Guðjón Ingi föðurlaus.
Á þessum tíma bundust tryggða-
bönd milli mín og mæðginanna,
Guðjóns Inga og Pálínu, móður
hans, vinátta, sem aldrei hefur rofn-
að. Seinna bjuggum við Pálína sam-
an tvö ár með drengina okkar,
Guðjón Inga og Yngva.
í skólanum kom fljótt í ljós, hvað
Guðjón Ingi las vel, hvort sem hann
flutti ljóð eða sögur. Kom þetta sér
oft vel á árshátíðum skólans, sem
þá voru alltaf haldnar í Bæjarbíói
um helgina fyrir páska. Þá voru
alltaf sett upp leikrit og ég man
enn eftir Guðjóni Inga í ýmsum
hlutverkum, svo em í Prinsinum
hjartalausa.
Veturinn 1953-54 setti Leikfélag
Hafnarijarðar á svið leikritið Hans
og Grétu. Var ég þá beðin að benda
á börn til að leika titilhlutverkin.
Auðvitað kom Guðjón Ingi fyrst í
hug minn sem Hans og jafaldra
hans, Björk Guðjónsdóttir, lék
Grétu. Sjálf var ég nornin. Senni-
lega hefur þetta orðið hvatinn að
áhuga hans á leiklist og framsögn.
Strax á barnsaldri kom fram, að
Guðjón Ingi hafði fallega söngrödd
og ánægju af söng. Ég minnist
þess nú, að í skólanum var þá morg-
unsöngur fastur liður og máttu
bekkimir oft velja sér lag. Eitt sinn
hafði ég látið bekkinn minn æfa
lagið: „Landið vort fagra“. Leist
þá sumum samkennara minna illa
á, að það gæti gengið. Lagið væri
allt of erfitt. En við vorum ákveðin
og enn man ég rödd Guðjóns Inga,
sem hljómaði yfir ög leiddi sönginn:
„Landið vort fagra með litskrúðug
ljöllin, leiftrandi fossa og glóð und-
ir ís“.
Þannig er gott að minnast Guð-
jóns Inga. Hann dáði fegurð í orðum
og hljómum. Blessun fylgi minningu
hans.
Hulda Runólfsdóttir frá Hlíð.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
JÓNS HINRIKSSONAR
múrara,
Grasarima 6.
Unnur S. Björnsdóttir,
Hinrik Jónsson, Mary A. Campbell,
Ragnheiður Jónsdóttir, ElfasG. Magnússon,
Garðar Jónsson, Hulda Óskarsdóttir
og barnabörn.
t Kveðjuathöfn um móður okkar, STEINUNNAR RÓSU ÍSLEIFSDÓTTUR frá Vestmannaeyjum, fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, þriðjudaginn 19. júlí, kl. 13.30. Jarðsett verður frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum fimmtudaginn 21. júlí kl. 11.00. Marlaug E Laufey Ein Baldvin Eir narsdóttir, arsdóttir, larsson.
Frágangur
afmælis- og
minning-
argreina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit afmælis- og minningar-
greina séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svo-
kallaðra ASCII-skráa sem í
daglegu tali eru nefndar DOS-
textaskrár. Þá eru ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
Það eru vinsamleg tilmæli
blaðsins að lengd greinanna
fari ekki yfir eina og hálfa örk
A-4 miðað við meðallínubil og
hæfilega línulengd — eða
3600-4000 slög. Greinarhöf-
undar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
(
(
<
(
(
I
(
(
I
I