Morgunblaðið - 19.07.1994, Side 32

Morgunblaðið - 19.07.1994, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Sjáðu, ég keypti nýja tegund af hundamat handa þér. Hún heitir Svo þú veist að þú færð Hrjngdu á auglýsinga- „Samaganda „sömu gömlu lummuna" í stofuna áður en það er lumman". kvöldmat á hveiju kvöldi. of seint. BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Er íslenski draumurinn breskur sjúkdómur? Frá Gunnari A.H. Jensen: INNAN hagfræðivísindanna er gjarnan talað um hinn sk. „Breska sjúkdóm“ þegar hagstjórnaraðferð- ir og árangur þeirra hefur borið á góma. Stafar þetta af þeirri stað- reynd að á þeim bæ sem þær aðferð- ir hafa verið notaðar hefur árangur- inn verið hvað lélegastur á Vestur- löndum. Enda engin furða þegar blandað er saman sk. frjálshyggju og stéttaaðgreiningu eða bara ein- faldlega lénshyggju eins og það heitir á mannamáli. Þannig blanda leiðir að sjálfsögðu til þeirrar niður- stöðu að þorri almennings er fijáls til að lifa í örbirgð eða þá í þjón- ustu iénsherranna. Slíkt getur gengið ef allur umheimurinn er á efnahagslegri uppleið en allt öðru máli gegndi ef slíkt sambland eða slíkt fyrirkomulag gilti í öllum efna- hagskerfum öllum stundum. Niður- staðan yrði að sjálfsögðu dauði einkaframtaksins og efnahagslegt hrun að lokum. Því er varla furða að íslenskt atvinnulíf sé ekki burðugt þegar það var yfirlýst stefna núverandi stjómvalda, a.m.k. í upphafi kjör- tímabilsins, að hinn íslenski draum- ur væri hinn breski sjúkdómur. En eitthvað virðist sannfæringin vera farin að riðlast þegar tekið er til við að halla höfði að þýskum barmi. Nýbreytni En er allt sem virðist? Sömu menn eru við stjóm með sömu öfl á bak við sig sem enn hafa sömu hagsmuna að gæta. Og enn skal níðst á þeim sem minnst mega sín og hlaupið á eftir dyntum hinna fáu stóru sem hafa auga en ekki augu og verða því að haga fjárfestingum sínum á þann veg að gleypa allt það sem fyrir er og sýnt hefur sig að vera gulltrygg fjárfesting á sk. markaði þar sem allar athafnir manna eru sagðar fara fram á en ekki nokkursstaðar annarsstaðar. Öll nýsköpun hverfur þannig en einungis er ráðist í nýbreytni. En því miður eru markaðir þeim leiða eiginleika gæddir að þeir mettast og að lokum er sk. stærðarhagkvæmni náð og þá er ekkert annað eftir en að byija að reka mannskapinn og hagræða rekstrinum. Og þegar slíkt ,er orðin meginreglan í þjóðfélaginu þá dregst öll lands- og þjóðarframleiðsla saman sem svo kallar á enn meiri hagræðingar og brottrekstra. Þannig hefst vitahringurinn og ekkert er hægt að gera annað en að elta skottið á næsta manni og vonast eftir því að nógu ömurlegt atvinnuleysi leysi úr læðingi þann nýsköpunarkraft sem einungis fer fram á markaði þó viðkomandi sé ekki á markaðinum eða er atvinnuleysinginn á markaðinum eða hvað? Nýsköpun Svarið er einfalt, nýsköpun hefur aldrei farið fram á markaði. Nýsköpun er þannig eftirspurn- arhliðarinnar en ekki framboðshlið- arinnar í hagkerfinu. Nýsköpunin er þannig áhugamennskunnar en nýbreytnin ein er atvinnumennsk- unnar. En hvað eru þá hagfræðingar að gera annað en að leika sér að stærðfræðiþrautum? Reyna að hafa vit fyrir sérhags- mununum. Reyna að hámarka notagildi manna af þeim gæðum og tækifær- um sem raunveruleikinn býður upp á. En falla þeir þá ekki í sömu gildru eins og allir aðrir, þ.e.a.s. þá gildru að hið gefna, raunveruleikinn, fær alla áhersluna? Það skyldi þó ekki vera að hinn dæmigerði hagfræð- ingur væri haldinn ofurást á ný- breytni, hagkvæmni og framleiðni en beinlínis fjandsamlegur nýsköp- un sem ekki fer fram á markaði eða þá í besta falli á eftirspurnar- hlið hans? Svar óskast. GUNNAR A.H. JENSEN, Grensásvegi 14, Reykjavík. U mhugsunarver ðar tölur um verslunarvið- * skipti Islands og Noregs Hverra er hagurinn? Frá Einari Vilhjálmssyni: EFTIRFARANDI tölur eru fengnar úr Hagtíðindum Hagstofu íslands: 1990 Innfl...........4.869.700.000 kr. Útfl............1.348.900.000 kr. Mism............3.520.800.000 kr. 1991 Innfl...........5.571.900.000 kr. Útfl............1.449.900.000 kr. Mism............4.122.000.000 kr. 1992 Innfl..........14.114.000.000 kr. Útfl............1.957.000.000 kr. Mism.............12.157.000.000 1993 Innfl............11.299.000.000 Útfl............3.187.000.000 kr. Mism............8.112.000.000 kr. Á þessum fjórum árum er við- skiptahalli okkar við Noreg orðinn 27.911.800.000 krónur. Undrar nokkurn þótt almennt sé farið að ræða þessi óhagstæðu viðskipti þjóðanna og spyija hvað valdi. Þessi fjögur ár eru aðeins dæmi um margra áratuga við- skiptahalla okkar gagnvart Noregi, þar sem minkarækt, laxeldi og skipaiðnaður koma mjög við sögu. Það er kominn tími til þess að íslendingar velji sér forystu með viðskiptavit og þekkingu á atvinnu- málum, en noti járnkakalla til við- eigandi verka. EINAR VILHJÁLMSSON, frá Seyðisfírði. Smáraflöt 10.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.