Morgunblaðið - 19.07.1994, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Frímann Ólafsson
Körfuknattleiksmaður kvænist
VINTJM og vandamönnum Guðmundar Bragasonar landsliðsmanns
í körfuknattleik frá Grindavík fannst tilhlýðilegt að fagna þeim
áfanga þegar hann gekk í hjónaband með Stefaníu Jónsdóttur sem
einnig er framarlega í körfuknattleik með Grindavíkurliðinu.
Þeir gerðu það meðal annars með því að hengja körfubolta í bíl
þeirra nýgiftu sem þeim var ekið í frá kirkjunni.
Fara vinsældir
Murphy’s dalandi?
Eddie
í
Beverly
Hills 3.
VANGAVELTUR hafa verið uppi
um hvort Eddie Murphy sé kominn
af hátindi frægðar sinnar. Nýjasta
kvikmynd hans, Löggan í Beverly
Hills 3, hefur fallið í skuggann á
kvikmyndinni „The Flintstones" og
hlotið helmingi minni aðsókn.
Árið 1984 var hann eftirsóttasti
leikari Bandaríkjanna. Löggan í
Beverly Hills sló öll
met og halaði
inn rúma
tuttugu og
fjóra milljarða
ísl. króna í
miðasölu það
árið. Eddie
Murphy varð
hæstlaunaðasti leik-
ari sem Hollywood
hafði kynnst. Newsweek
kallaði hann „Hr. Metaðsókn", en
hjá Paramount-kvikmyndaverinu
var látið nægja að kalla hann „Pen-
ingar“.
Síðan þá hafa myndir hans ekki
notið eins mikillar hylli og ýmsir
velta því fyrir sér hvort hann sé
ennþá virði þeirra 840 milljóna ísl.
króna sem hann fær fyrir hveija
mynd. Eddie Murphy vísar slíkum
efasemdum á bug: „í byijun gerði
ég fimm eða sex kvikmyndir sem
höluðu inn ótrúlegar upphæðir —
rúma fjórtán milljarða hver. Ef ég
geri mynd núna sem halar inn sex
milljarða er það allt í einu orðið
vandamál hjá fólki. Jæja þá, en ég
get sætt mig við slík vandamál.“
Leikstjórinn John Landis tekur
undir með Murphy. „Fólk segir að
hann sé ekki stjarna lengur,“ segir
Landis, „Má ég aðeins grípa fram
í... Eina myndin sem hann hefur
gert og hefur þénað minna en 100
milljónir dala [sjö milljarðar ísl.
króna] var sú síðasta og hún þén-
aði 40-eitthvað dali í Bandaríkjun-
um. Steve Martin myndi drepa til
að eiga kvikmynd sem þénaði siíka
upphæð.“ Eddie Murphy hlær að
þessu öllu saman: „Aðrir 48 klukku-
tímar átti að vera misheppnuð líka.
Ég var rétt í þessu að fá aðra ávís-
un inn um lúguna upp á 500.000
dali [35 milljónir ísl. króna]. Mis-
heppnuð?“
|B , -
..
innmMlja,
M *• A > *i
mMW.
FOLKI FRETTUM
kom fyrst
fram átta
ára gam
►JEFF Bridges
fæddist 4. des-
ember 1949 í Los
Angeles. Hann
kom fyrst fram átta
ára gamall í sjón-
varpsþáttunum „Sea
Hunt“ sem faðir hans,
Lloyd Bridges, leik-
stýrði. Hann útskrifað
ist úr leiklistar-
skóla í New
York og
slapp við
að berjast
í Víetnam
vegna
sam-
banda
föður
síns.
Þrátt
fyrir
yfir-
lýstan
„otta
við
frægð og
frama“
varð hann fljótt
virtur leikari í
Hollywood og
fékk Óskarsverð-
laun fyrir bestan
leik í aukahlut-
verki fyrir leik
sinn í myndinni
„The Last Picture
Show“. Undan-
farin ár hefur
hann staðið fyrir
gerð gæðakvik-
mynda að mati
gagnrýnenda, en
alltaf hefur eitt-
hvað skort á að þær
fengju metaðsókn.
Nicolas Cage gerir ýmislegt
fyrir frægðina
Þau gera
hvað sem
er fyrir
frægðina
KVIKMYNDASTJÖRNUR leggja
ýmislegt á sig til að skila hlutverki
sínu með sóma. Nicolas Cage slær
þó flest met hvað þetta varðar.
Fyrir kvikmyndina „Birdy“ lét hann
draga úr sér tvær tennur og hann
Weaver gleypti sex lifandi kakkalakka fyrir
kvikmyndina Koss blóðsugunnar
(Vampire’s Kiss). Meðal annarra
metnaðarfullra leikara má nefna
Sigourney Weaver sem þvoði sér
ekki í sex vikur og reykti hundrað
sígarettur á dag til að gera rödd
sína ráma fyrir myndina „Gor-
illas InThe Mist“. Einnig voru
bijóstin á Carrie Fisher
límd niður á meðan tökur
stóðu yfir á Stjörnustríði
(Star Wars) og bijóstin
á Madonnu voru á hinn
bóginn límd við kjólinn
fyrir kvikmyndina Dick
Tracy.
Snilligáfa
Hver er kvaðratrótin af 439.447.369?
GERT Mittring, heimsmeistari í hugarreikningi,
dvelur um þessar mundir á íslandi. Hann býr yfir
ótrúlegri stærðfræðikunnáttu og getur reiknað
afar flókin stærðfræðidæmi í huganum á örfáum
sekúndum. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins lét
hann reikna kvaðratrótina af 439.447.369 kom
svarið sjálfkrafa og án nokkurrar umhugsunar:
„tveir, núll, níu, sex, þrír“.
Gert Mittring er hér á landi í fylgd dr. Idu
Fleisch, formanns tveggja félaga, Mensa og Intert-
el, sem stofnuð voru fyrir fóik með háa greindar-
vísitölu. „Mittring er með feiknalega háa greindar-
vísitölu," segir Ida, „himinháa“. Reyndar er heila-
starfsemi hans rannsóknarefni í nokkrum háskói-
um í Bandaríkjunum, þar sem vísindamenn velta
því fyrir sér hvernig heilinn geti unnið úr svo flókn-
um viðfangsefnum á jafn skömmum tíma og raun
ber vitni. Mittring komst til dæmis á forsíður þý-
skra dagblaða nýlega þegar hann reiknaði kvaðrat-
rótina 137 af þúsund stafa tölu á innan við fimm
inínútum. Slíkt er jafnvel hraðvirkustu og full-
komnustu tölvum ofviða.
Ekki er nóg með það heldur getur hann reiknað
út vikudagana alveg frá árinu 1582, en þá var
dagatalinu breytt frá hinu júlíanska í hið grego-
ríska. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins spurði
hann hvaða vikudagur 6. desember 1971 hefði
verið var svarið umhugsunarlaust: „mánudagur“,
en þegar Mittring var spurður hvernig hann færi
að þessu var fátt um svör. „Þetta kemur af sjálfu
sér,“ sagði hann og brosti, af þeirri barnslegu ein-
lægni sem er sérvitringum svo oft eiginleg.
Morgunblaðið/Krislinn
ÞEGAR Gert Mittring var krakki var hann
byijaður að reikna áður en hann fór að tala.