Morgunblaðið - 19.07.1994, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 19.07.1994, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO SÍMI22140 Háskólabíó LÖGGAN í BEVERLY HILLS 3 VERÖLD WAYNES 2 STÆRSTA BIOIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. GRÆÐGI EDDIE MURPHY BIEVlSRy#HIU.S . ■i.'imi.;. Sem fyrr er vörumerki Detroit löggunnar Axels Foley húmor og hasar í þessari hörkuspennandi mynd. Bönnuð innan 16 ára.Sýnd kl. 4.50, 7, 9 og 11.10. ★★★ J.K. Eintak Wayne og Garth jafn vitlausir og nú á rokkmistökuunm Waynestock. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. NAKIN / AOOkr. Bönnuð inilan 16 ára. Sýnd kl. 5.15 og 9.10. Aukasýningar vegna mikillar aðsóknar. Sýnd kl. 11.10. B. i. 16 ára Síðustu sýningar Sprenghlægilegur farsi með Michael J. Fox og Kirk Douglas. Sýnd kl. 4.50, 7 og 9 . BEINT Á SKÁ 337, Jodie Foster er ánægð með samstarf sitt við Mel Gibson. Jodie Foster hefur gaman af því sem hún er að gera. Gaman hjá Jodie Foster JODIE Foster sýnir á sér nýja hlið í kvikmyndinni „Maverick“, þar sem hún fer með hlutverk fégráð- ugs fjárhættuspilara. Upphaflega átti Meg Ryan að fara með hlut- verkið, en hún vildi heldur sinna nýfæddu barni sínu. Þetta er fyrsta stóra gamanhlutverk Foster í langan tíma, en margir muna eftir henni úr gamanmyndinni „Bugsy Malone“ sem var sýnd við miklar vinsældir á sínum tíma. „Ég hef leitað mér að gamanhlut- verki í tíu ár,“ segir leikkonan. „Ég vissi að dramatískur leikur væri mín sterkasta hlið og ég ætlaði mér ekki út í gamanleik, nema með fólki sem vissi hvkð það væri að gera.“ Leikstjórinn Richard Donner og leikarinn Mel Gibson reyndust vera þeir menn sem hún var að leita að: „Ég hef aldrei verið jafn afslöppuð og ánægð við tökur á neinni mynd. Ég sagði við sjálfa mig að ég ætlaði að ljúka þessu... og gera það vel, þrátt fyr- ir takmarkaða reynslu af gaman- myndaleik. Þegar allt kom til alls hafði ég gaman af því sem ég var að gera!“ Leikstjórinn Yakin segir um Sean : „Hann er svo hæglátur að ég trúði því ekki í fyrstu". Segir lítið en sér margt ► SEAN Nelson er fjórtán ára strákur sem hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í kvik- myndinni „Fresh“. Hann fékk verðlaun á Sundance-kvik- myndahátíðinni, „en það breytir ekki þeirri staðreynd að ég er enn minnstur í bekknum,“ segir hann. í myndinni leikur hann krakka frá Brooklyn sem selur eiturlyf eftir skóla. Sjálfur er hann frá slæmu hverfi og segir að strákarnir í hverfinu komi til sín og segi að hann sé góður með sig, „en þannig er ég ekki“, bæt- ir hann við. Framundan hjá Sean (auk þess að reyna að bæta sig í spænsku og vísindum) eru fjölmargar leikprufur. Þrátt fyrir að vera kominn þetta langt, er hann þó aðeins ungur strákur sem tekst á við veruleikann í kringum sig. Hann segir lítið en sér margt. Nýtt í kvikmyndahúsunum Laugarásbíó sýnir myndina The Crow LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á kvikmyndinni The Crow, síðustu mynd Brandons Lee, en hann lést af voðaskoti er á tökum myndarinnar stóð. Upprunalegur höfundur sagnanna um The Crow, James O’Barr skrifaði sögurnar eft- ir að unnusta hans lést í upphafi sjöunda áratugarins. Sagan gerist í Detroit sem nú er borg martraðanna. Tilgangslaust ofbeldi er raunveruleiki þessa stað- ar, sérstaklega á „nótt djöfulsins" þegar venjulegt fólk þorir ekki einu sinni út fyrir dyr. En eins og rokk- söngvarinn Eric Draven (Brandon Lee) og unnusta hans Shelley Webster (Sophia Shinas) eiga eftir að uppgötva er maður ekki einu sinni óhultur innandyra á þessu kvöldi. Hópur ribbalda og misindis- manna ræðst til inngöngu í íbúð þeirra og myrðir þau á hrottalegan hátt á heimili sínu. Sumir glæpir eru svo hræðilegir í tilgangsleysi sínu að þeir kreíjast hefndar. Ná- kvæmlega ári síðar rís Eric upp frá dauðum í krafti yfirnáttúrulegra afla sem hann kann engin skil á. Hann ætlar að ná fram réttlæti fyrir ranglætið sem hann hefur verið beittur. Framleiðendunum Edward R. Pressman og Jeff Most hefur tekist að kalla saman einstaklega hæfi- leikaríkt og áhugasamt fólk til að vinna að gerð þessarar myndar. Handritshöfundurinn David D. Schow hefur unnið talsvert við myndir í kanti hryllingsmynda og er ábyrgur fyrir handritum mynda á borð við Critters, The Texas Chainsaw Massacre og Nightmare on Elmstreet 5. Aðstoð við hand- ritagerðina er í höndum John Shirl- ey sem þarna sá á eftir sínu fyrsta handriti í kvikmynd, en hefur síðan skrifað handritið að The Specialists, nýjustu mynd Sylvesters Stallone og Sharon Stone. The Crow inniheldur mikla tón- list og er að hluta byggð á rokktón- list. Meðal flytjenda í myndinni eru: The Cure, Stone Temple Pilots, Rage against the Machine og Pant- era ásamt mörgum fleirum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.