Morgunblaðið - 10.08.1994, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Árleg dánartíðni vegna
lungnateppusjúkdóma
1951 til 1990
1971-80 1981-90 1951-60 1961-70 1971-80 1981-90
106
Tífalt fieiri konur deyja úr lungnaþembu nú en fyrir 40 árum
Hafa síður hætt reyk-
ingum en karlar síðari ár
DÁNARTIÐNI vegna lungna-
þembu hefur tífaldast meðal
kvenna síðastliðin 40 ár og dánar-
tíðni vegna langvinnrar berkju-
bólgu þrefaldast, samkvæmt nið-
urstöðum könnunar sem Þórarinn
Gíslason lungnalæknir og Kristinn
Tómasson geðlækhir hafa gert og
birtar voru í ágústhefti Lækna-
biaðsins. Ekki var um sambæri-
lega aukningu að ræða á dánar-
tíðni meðal karla og segir í grein-
inni að niðurstöðurnar endurspegli
reykingavenjur kvenna og þá stað-
reynd að konur hafi síður hætt
reykingum en karlar síðustu ára-
tugi.
Upplýsingum var safnað um
astma, langvinna berkjubólgu og
lungnaþembu og voru niðurstöð-
umar unnar fyrir fjögur tíu ára
tímabil, eða frá 1951-1990, með
tilliti til aldurs og kyns.
í ljós kemur að níu einstakling-
ar yngri en 45 ára hafa látist úr
astma á tímabilinu, það er sjö
konur og tveir karlar. Samkvæmt
stöðluðu dánarhlutfalli dóu hlut-
fallslega færri karlar 1981-1990
en á síðustu fjörutíu árum. Meðal
kvenna virðist ekki hafa orðið um
marktæka breytingu að ræða þeg-
ar tekið er tillit til aldurssamsetn-
ingar.
Dánartíðni af völdum
astma með því lægsta
Þórarinn Gíslason segir að dán-
artíðni vegna astma á Islandi sé
með því lægsta sem gerist í heim-
inum og sé hún sérlega lág meðal
ungs fólks, eða fólks undir 45 ára
UNDIRRITUÐ lýsa eindreginni
ánægju með störf Jakobs Frí-
manns Magnússonar menningar-
fulltrúa við sendiráð íslands í
London, sem einkennst hafa af
dirfsku og dugnaði við kynningu
á íslandi, íslenskri menningu og
framleiðsluvörum.
Árni Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri, Ásgeir B. Kristins-
son, verslunarmaður, Ámundi
Ámundason, framkvæmdastjóri,
Ásmundur Jónsson, deildarstjóri,
Björgvin Halldórsson, framleið-
andi, Björk Guðmundsdóttir, tón-
listarmaður, Bryndís Halla Gylfa-
dóttir, tónlistarmaður, Bubbi
Morthens, tónlistarmaður, Bubbl-
eflies, Egill Eðvarðsson, framleið-
andi, Eiður Snorri, Einar Már
Guðmundsson, rithöfundur, Einar
Snorri, myndasmiður, myndasmið-
ur, Einar Örn Benediktsson, fjöl-
miðlafræðingur, Ellen Kristjáns-
dóttir, tónlistarmaður, Eyþór Arn-
alds, tónlistarmaður, Eyþór Gunn-
arsson, tónlistarmaður, Gísli
aldri. Segir Þórarinn einnig að
dánartíðni meðal yngra fólks
vegna þessa sé tuttugu til þijátíu
sinnum lægri hér en til dæmis á
Nýja-Sjálandi. Bendi niðurstöður
erlendra kannana til vaxandi
dánartíðni af völdum astma í
Ástralíu, Englandi, Nýja-Sjálandi
og Bandaríkjunum. Því hafi ver-
ið ákveðið að gera þessa rann-
sókn, sem hófst fyrir tveimur
árum.
Þreföld aukning
meðal karla
Fengnar voru upplýsingar frá
Hagstofu íslands um dánarorsakir
frá 1951-1990. Vegna breytinga
á aldurssamsetningu þjóðarinnar
á tímabilinu eru niðurstöður leið-
réttar með því að nota svokallað
staðlað dánarhlutfall. Eins og fyrr
segir kemur í Ijós að dánartíðni
meðal kvenna vegna lungnaþembu
hefur tífaldast og þrefaldast vegna
langvinnrar berkjubólgu. Meðal
karla má greina þrefalda aukningu
á dánartíðni vegna lungnaþembu
en breytilega dánartíðni vegna
astma og langvarandi berkju-
bólgu. Telja Þórarinn og Kristinn
að þessar niðurstöður endurspegli
breytingar á reykingavenjum, þar
sem konur hafi síður hætt reyking-
um en karlar eins og fram komi
í hóprannsókn Hjartaverndar.
Heildardánartíðni vegna lang-
vinnrar berkjubólgu hefur þrefald-
ast frá 1951-1960 í samanburði
við 1981-1990 og þá aðallega í
elstu aldurshópunum. Meðaldán-
artíðni á síðastliðnum áratug var
Yfirlýsing
Helgason, tónlistarmaður, Guð-
mundur Andri Thorsson, rithöf-
undur, Guðný Haildórsdóttir, kvik-
myndaleikstjóri, Gunnar Þórðar-
son, tónlistarmaður, Halldór Þor-
geirsson, framleiðandi, Hallgrímur
Helgason, rithöfundur og listmál-
ari, Haraldur Jónsson, myndlistar-
maður, Helga Hilmarsdóttir,
kaupmaður, Helgi Þorgils Frið-
jónsson, myndlistarmaður, Herdís
Hallvarðsdóttir, tónlistarmaður,
Hilmar Örn Hilmarsson, tónskáld,
Hrafn Gunnlaugsson, kvikmynda-
leikstjóri, Hrafnkell Sigurðsson,
myndlistarmaður, Húbert Nói,
myndlistarmaður, Höskuldur Ás-
geirsson, framkvæmdastjóri ís-
lenskra sjávarafurða, Jóhann Páll
Valdimarsson, útgefandi, Jón Ás-
bergsson, framkvæmdastjóri Út-
flutningsráðs íslands, Jón Kaldal,
blaðamaður, Jón Ólafsson, útgef-
andi, Júlíus Kemp kvikmyndaleik-
stjóri, KK, tónlistarmaður, Kristín
Jóhannesdóttir, kvikmyndaleik-
stjóri, Kristján Jóhannsson, óperu-
8,7 meðal karla og 7,6 meðal
kvenna. Aukningin er mest í dán-
artíðni vegna lungnaþembu á
tímabilinu en dánartíðni af hennar
völdum var einkum Iág meðal
karla milli 1951 og 1960. Var
meðaldánartíðni úr lungnaþembu
milli 1981-1990 13,0 hjá körlum
og 11,5 hjá konum. Greinarhöf-
undar taka þó fram að skráning
Alþjóða sjúkdómsskrárinnar (Int-
ernational Classification of Dise-
ase) hafi verið óljós fram til 1971.
Frá 1970 aukist dánartíðnin all-
verulega, einkum hjá konum. Mest
sé aukningin hjá öldruðum en
einnig umtalsverð meðal miðaldra.
Mest aukning hjá konum
Séu sjúkdómarnir þrír skoðaðir
til samans kemur í Ijós að dánar-
tíðni af þeirra völdum var mun
hærri meðal karla milli 1951 og
1980 en á síðasta áratug var hún
næstum sú sama hjá báðum kynj-
um. Er dánartíðnin hæst meðal
eldra fólks, einkum vegna lang-
vinnrar berkjubólgu og lungna-
þembu.
Kristinn bendir á að aukin dán-
artíðni undanfarinn áratug vegna
langvinnra lungnateppusjúkdóma
skýrist að hluta til af breyttri ald-
urssamsetningu þjóðarinnar en
hún skýri þó ekki aukningu á
lungnaþembu og langvinnri
berkjubólgu sem dánarmeini. Loks
segir að á þeim 40 árum sem at-
hugunin nær til aukist dánartíðnin
eingöngu af völdum iungnaþembu
og langvinnrar berkjubólgu, sem
tengist alfarið reykingum.
söngvari, Magnús Kjartansson,
varaformaður STEF, María Ell-
ingsen, leikkona, Ottó Tynes,
starfsmaður, Ólafur Gunnarsson,
rithöfundur, Ólafur Stephensen,
Pétur Björnsson, framkvæmda-
stjóri í Hull, Pétur Blöndal, dreif-
ingarstjóri, Sigríður Kolbrún
Oddsdóttir, flugfreyja, Sigurður
Árni Sigurðsson, myndlistarmað-
ur, Sigurður Pálsson, skáld, Sig-
urður Órlygsson, listmálari, Sigur-
jón Sighvatsson, kvikmyndafram-
leiðandi, Sjón, skáld, Stefán Hilm-
arsson, tónlistarmaður, Stefán
Jónsson, leikari, Steinar Berg
ísleifsson, útgefandi, Steindór
Haraldsson, kynningarstjóri,
Svava Johansen, verslunarkona,
Thor Vilhjálmsson, rithöfundur,
Tolli, myndlistarmaður, Tómas
Andrés Tómasson, veitingamaður,
Tómas M. Tómasson, upptöku-
stjóri, Vernharður Linnet, kenn-
ari, og Þorsteinn J. Vilhjálmsson,
höfundur.
Bændasamtökin sameinast
I stakk búin til að
takast á við kom-
andi samkeppni
Haukur Halldórsson
Helsta málið sem fjall-
að verður um á að-
alfundi Stéttarsam-
bands bænda 25.-27. ágúst
á Flúðum er fyrirhuguð
sameining SB og Búnaðar-
félags íslands í ein heildar-
samtök bænda, en 27. ágúst
verður jafnframt haldið
auka Búnaðarþing í Árnesi
til að fjalla um sameining-
una. Haukur Halldórsson
formaður Stéttarsambands-
ins segir að á aðalfundinum
verði lagt fram uppkast að
samningi um sameininguna
og hvernig að henni skuli
staðið, en m.a. þarf að
ákveða hvernig staðið verð-
ur að kosningum til fyrsta
sameiginlegs fundar heildar-
samtakanna sem fyrirhug-
aður er í mars á næsta ári.
Sá fundur setur sé síðan
eigin samþykktir en drög að þeim
sem kynnt hafa verið bændum
verða til umfjöllunar á aðalfundi
SB og á auka Búnaðarþingi. Hauk-
ur segir vilja bænda í þessu efni
augljósan en í skoðanakönnun sem
fram fór meðai þeirra samhliða
sveitarstjórnarkosningunum í vor
sögðust 88% vera samþykkir sam-
einingunni. Hann teldi því að gras-
rótin hefði talað og það sé hennar
vilji að þessi samtök sameinist.
- Hvaða breytingar hefur sam-
eining bændasamtakanna helst í
för með sér?
„Stéttarsambandið hefur farið
með hagsmuna- og kjaramál
bænda og leiðbeiningarþjónustan
hefur verið hjá Búnaðarfélaginu.
Viss tvíverknaður hefur verið í því
að bæði Stéttarsambandið og Bún-
aðarfélagið hafa verið umsagna-
raðilar um fjöldamörg mál og full-
trúar samtakanna hafa gjarnan
setið í sömu nefndum. Það hefur
verið nokkuð stöðluð krafa bænda
miðað við þann samdrátt sem orð-
ið hefur í landbúnaði að félagskerf-
ið þurfi að verða ódýrara, einfald-
ara og skilvirkara. Ég tel að með
sameiningu samtakanna eigi það
að geta orðið eitthvað ódýrara, en
það sem skiptir mestu er að menn
fái þá þjónustu sem þeir greiða
fyrir. Þá á ákvarðanataka öll að
geta orðið skilvirkari og ég held
það hljóti líka að verða að teljast
einfaldara að hafa þetta allt undir
einni stjórn.“
- Hvernig verður leiðbeining-
arþjónustunni, sem notið hefur
fjárstuðanings frá ríkinu, hagað
eftir sameininguna?
„Leiðbeiningarþjón-
ustan verður að vinna í
samræmi við þá land-
búnaðarstefnu sem
samkomulag er um milli
ríkis og bænda og ég bind ákveðn-
ar vonir við að starfsmenn og að-
staða nýtist enn betur eftir sam-
eininguna en áður var og þetta
geti á allan hátt orðið skilvirkara.
Ríkið greiðir fyrir hluta leiðbein-
ingarþjónustunnar og ég sé ekki
að það þurfi að verða nein breyting
á því, en markmið þess að ríkið
hefur greitt inn í leiðbeiningar-
þjónustuna og á sama hátt stutt
rannsóknastarfsemi hefur verið að
reyna að tryggja framleiðniaukn-
ingu í greininni. Við gerum ráð
fyrir að í nýju samtökunum verði
sérstök leiðbeiningardeild og leið-
beiningarþjónustan verði rekin í
einhvers konar verktakastarfsemi.
Leiðbeiningardeildin sem nýtur
opinbers stuðnings verður síðan
með sjálfstæðar fjárreiður þannig
að hægt sé að fylgjast með því
hvernig fjármunum er varið.“
► Haukur Halldórsson formað-
ur Stéttarsambands bænda er
fæddur að Sveinbjarnargerði á
Svalbarðsströnd 25. janúar
1945. Hann útskrifaðist sem
búfræðingur frá bændaskólan-
um á Hvanneyri 1965 og eftir
það stundaði hann framhalds-
nám í búfræði í Danmörku.
Hann hefur verið bóndi í Svein-
bjarnargerði frá 1968. Haukur
var um árabil formaður Búnað-
arsambands Eyjafjarðar og for-
maður Sambands íslenskra Ioð-
dýraræktenda. Hann hefur ver-
ið formaður Stéttarsambands
bænda frá 1987 en hann var
fyrst kosinn fulltrúi á aðalfund
samtakanna árið 1985.
- Hver telurþú að verði helstu
verkefni nýju bændasamtakanna á
þeim breytingai-tímum sem fram-
undan eru, t.d. hvað varðar vænt-
anlegan innflutning búvara?
„Eg trúi því að sameinuð
bændasamtök séu í stakk búin til
að takast á við þá samkeppni sem
framundan er og þá bæði til að
standa sig á innanlandsmarkaði
og einnig til markaðssóknar er-
lendis. EES-samningurinn er stað-
reynd, þó hann eigi væntanlega
eftir að breytast í tvíhliða samn-
ing, og síðan tekur GATT-samn-
ingurinn væntanlega gildi á næsta
ári. Þá verður innflutningur á bú-
vörum frjáls utan þess sem bannað
verður á grundvelli heilbrigðislaga.
Við vitum að við höfum enga
möguleika á að keppa á
svokölluðum heims-
markaði með búvörur
okkar, sem þrátt fyrir
GATT-samningana er
ljóst að verða miklir
undirboðsmarkaðir áfram þar sem
ekki var samið um nema þriðjungs-
lækkun á útflutningsbótum og nið-
urgreiðslum. Við höfum hins vegar
verið að skoða mjög vel hvort við
eigum ekki njöguleika á hinum
sérhæfðu mörkuðum þar sem gæði
matvæla eru metin umfram annað.
Þetta krefst gífurlega mikillar
vinnu hérna heima og allsheijar
gæðastjórnun þarf að vera til stað-
ar alveg frá bóndanum og í gegn-
um allt kerfið. Þetta eru hlutir sem
við ætlum okkur að takast á við
af því að þarna teljum við okkur
eiga nokkra möguleika. Við tök-
umst því á við þessa breyttu stöðu
með allsheijar gæðastjórnun alveg
frá jörð til borðs og við ætlum ís-
lenskri matvælaframleiðslu stóra
hluti bæði á innanlandsmarkaði
og erlendis með þessum aðgerð-
um.“
Þarf gæða-
stjórnun frá
jörð til borðs