Morgunblaðið - 10.08.1994, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGLIST 1994 9
FRÉTTIR
ísland á vit nýrra tíma heilsuverndar o g heilbrigðis
Morgunblaðið/Golli
BANDARÍSKU sérfræðingarnir litast um á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.
Hreinasta iðnríkið
BÆNDASAMTÖKIN og Náttúru-
lækningafélag íslands standa í fyrra-
málið klukkan hálf níu fyrir opnum
umræðufundi á Hótel Sögu um áhrif
mataræðis á heilsufar og vellíðan.
Framsögumenn á fundinum verða
fimm bandarískir sérfræðingar sem
leitað hafa nýrra leiða við forvamir
og endurhæfingu með breyttu matar-
æði, hollu líferni og breyttum lífsstíl.
Gott hráefni á íslandi
Dr. Patrick Quillin næringarfræð-
ingur hjá bandarísku krabbameins-
stofnununum (CTOA) hefur mikinn
hug á að kynna sér íslenska heil-
brigðisþjónustu. Stofnanirnar leggja
ríka áherslu á holla og lífræna fæðu
í eftirmeðferð krabbameinssjúklinga
og að meðferðin fari fram í heilsu-
samlegu umhverfi. Dr. Quillin segir
að ísland sé hreinasta iðnríki verald-
ar og því séu kostir landsins ótvíræð-
ir. Hann er mjög hrifinn af aðstöð-
unni á Heilsustofnun Náttúrulækn-
ingafélags íslands í Hveragerði og
segir vel koma til greina að CTOA
semji við íslenska aðila um að þeir
taki við bandarískum krabbameins-
sjúklingum í eftirmeðferð.
„Þið íslendingar hafið yfir að ráða
tækni og hráefni sem þið gætuð deilt
með öðrum löndum," segir næringar-
fræðingurinn. Hann nefnir sem dæmi
hákarlabijósk, en bandarísku
krabbameinsstofnanirnar hafa haft
íslenskt hákarlabijósk frá Kraftlýsi
til skoðunar upp á síðkastið. Há-
karlabijósk hefur fest sig í sessi á
bandarískum heiisumarkaði og mun
meðal annars vera notað í eftirmeð-
ferð krabbameinssjúkra. Að sögn dr.
Quillins er um að ræða einstakt hrá-
efni sem nýta megi í meðferð við
mörgum sjúkdómum, þar á meðal
alnæmi. Hann segir að um þessar
mundir fari fram hjá CTOA saman-
burðarrannsóknir á hákarlabijósk
frá íslandi og Costa Rica. Ef niður-
stöðurnar verði vænlegar fyrir Ís-
lendinga segir hann að til standi að
kaupa bijóskið beint frá framleið-
anda.
Forvarnir mikilvægar
Dr. Gordon Reynolds hefur verið
einn helsti ráðgjafi virtustu meðferð-
arstofnunar Bandaríkjanna, La
Costa Spa, um árabil. Hann hefur
haft spurnir af hitaveituvatni og leir
hér á landi en stofnunin notar hvort
tveggja mikið í starfsemi sinni. Dr.
Reynolds er því ekki síst hingað kom-
inn til að kynna sér möguleika á
nýtingu hitaveituvatns og leirs. Hann
er fullviss um að ísland sé kjörinn
vettvangur rannsókna á gildi nær-
ingar í heilsuvemd sökum legu lands-
ins og hreinleika. „Geti ísland sér
orð sem lífrænt svæði getur það orð-
ið landinu mjög til framdráttar. Is-
land gæti orðið fyrirmynd annarra
rikja í heilsuvernd.“
Að sögn dr. Reynolds á lífsstíll
fólks sök á um 80% allra sjúkdóma.
Hér á landi eru nú
staddir fimm bandarísk-
ir sérfræðingar á sviði
heilsuverndar. Þeir eru
á einu máli um að ísland
hafí alla burði til að
verða leiðandi afl í
heilsuvemd í heiminum.
Orri Páll Ormarsson
hitti þá að máli yfir holl-
um hádegisverði.
Höfuðáhersla fólks í heilbrigðisstétt-
um hljóti því að vera á forvarnir.
„Þegar unnt er að hindra flest sjúk-
dómstilfelli hlýtur markmiðið að vera
að fá fólk til að breyta um lífsstíl."
Hann telur brýnt að ráðast að rót
vandans, uppruna sjúkdómsins.
Hjartasjukdómar eru helsta dánaror-
sök á íslandi. Dr. Reynolds segir
sárt til þess að hugsa að hæglega
hefði mátt stemma stigu við flestum
slíkum tilfellum með markvissu for-
varnastarfi. Þar að auki vekur hann
athygli á þeim kostnaði sem fylgi
hárri sjúkdómstíðni, s.s. í formi stór-
tækra aðgerða og meðferða. Dr.
Reynolds segir að heilsu fólks í hinum
vestræna heimi hafi hrakað stöðugt
á þessari öld enda sé manneskjan
ekki lengur aurunum æðri. Þeirri
þróun vill hann bregðast við. Hann
segir að á döfinni sé í Bandaríkjunum
forvarnaherferð. Hún verði í því fólg-
in að almenningi gefist færi á læknis-
skoðun og í kjölfarið muni sérfræð-
ingur fræða viðkomandi um ástand
líkamans, hugsanlega áhættuþætti
og hvernig stuðla megi að bættri
heilsu.
„Finnst ég vera á himnum!“
Dr. Shari Lieberman er næringar-
fræðingur sem hefur á síðustu árum
verið óþreytandi við að kynna al-
menningi leiðir til forvarna með
sjálfsmeðferðum byggðum á undir-
stöðuatriðum næringarfræðinnar.
Sérsvið hennar er hlutverk næringar
og fæðuvals í meðferð sjúkra. Dr.
Lieberman hefur ekki sist nýtt krafta
sína í þágu HlV-jákvæðra.
Dr. Lieberman vill ekki varpa rýrð
á læknisfræðina en er á hinn bóginn
sannfærð um að hinar náttúrulegu
aðferðir næringarfræðinnar taki
henni í mörgum tilfellum fram varð-
andi meðferð sjúkra. Hún segir að
lyfjagjöf geti heft framgöngu veiru
á borð við HIV á sama hátt og nátt-
úruleg meðferð en taki á hinn bóginn
mun meiri toll af líkamanum. Auk
þess sem langvarandi lyfjagjöf geti
leitt til þess að veiran breytist og
verði ónæm fyrir lyfjum. Dr, Lieber-
man heldur því fram að óæskilegt
sé að grípa til lyfjameðferðar fyrr
en aðrar leiðir séu fullreyndar. „Ein-
staklingar sem eru með HlV-veiruna
í blóðinu en eru við hestaheilsu eiga
að hafa þann valkost að fá meðhöndl-
un með hliðsjón af þekkingu næring-
arfræðinnar."
Dr. Lieberman er sannfærð um
að umhverfið hér á landi sé tilvalið
fyrir náttúrulegar meðferðir á borð
við þær sem hún býður upp á. „Þetta
er nánast fullkominn staður. Mér
finnst ég vera á himnum!"
Fjarskiptalækningar
Dr. James Logan er læknir sem
hefur sérhæft sig í fjarskiptalækn-
ingum. „Fjarskiptalækningar nýta
fjarskiptakerfi til að senda læknis-
fræðilegar upplýsingar milli staða
og veita þeim viðtöku. Þær koma að
bestum notum þar sem sérfræði-
kunnáttu er ábótavant," segir hann.
Dr. Logan segir mikla hagkvæmni
fylgja lækningum af þessu tagi bæði
með tilliti til tíma og fjár. Dr. Logan
segir læknisfræðilegar upplýsingar
vel til þess fallnar að vera miðlað á
þennan hátt. Hann segir að fjar-
skiptakerfið komi texta, röntg-
enmyndum og jafnvel hjartslætti vel
til skila. Að sögn dr. Logans skiptu
fjarskiptalækningar sköpum þegar
jarðskjálftinn varð í Armeníu árið
1989. Þá hafi upplýsingar verið
sendar í gegnum gervihnött til
Bandaríkjanna.
„Helsti kostur fjarskiptalækninga
er minni kostnaður. Það er mun ódýr-
ara að sinna sjúklingi í dreifbýli en
þéttbýli," segir dr. Logan og því
hagnist smærri sjúkrahús á ráðstöf-
un af þessu tagi. „Sjúkrahús í dreif-
býli tapa á því að missa sjúklinga í
þéttbýlið. Tilgangurinn er því að
styrkja smærri sjúkranús fjárhags-
lega því bættur fjárhagur ætti að
gera þeim kleift að bæta þjón-
ustuna." Dr. Logan er ekki í nokkrum
vafa um að fjarskiptalækningar geti
komið að góðum notum í jafn strjál-
býlu landi og íslandi. Auk þess sem
hin félagslega uppbygging heil-
brigðiskerfisins eigi að auðvelda upp-
setningu kerfísins til muna.
Líkami og sál nátengd
Dr. Jonelle Reynolds er sálfræð-
ingur sem hefur sérhæft sig í hlut-
verki sjúklingsins sjálfs í endurhæf-
ingu. Hún hefur þjálfað starfsmenn
heilbrigðisstétta í umgengni við fólk
sem er hjálparþurfi vegna mikilla
veikinda. Dr. Reynolds hefur jafn-
framt liðsinnt aðstandendum ein-
staklinga sem eru lífshættulega sjúk-
ir. Hún segir hlutverk hugaraflsins
afar mikilvægt í baráttunni við
skæða sjúkdóma. Líkami og sál séu
nátengd og þar sem jafnvægi og
sátt ríki þeirra í millum sé um vellíð-
an að ræða.
Franskar stretchbuxur með uppábroti
Verð kr. 7.800,-
TKSS v'Sii.
I ~ X s: 622230
OpiS virka daga
kl. 9-18,
laugardaga
kl. 10-14
Ávaxtaðu
peningana þína
milli fjárfestinga
með ríkisvíxlum
og ríkisbréfum
Þrisvar í hverjum mánuði fara fram
útboð á ríkisvíxlum og ríkisbréfum sem
allir geta tekið þátt í. Með ríkisvíxlum
og ríkisbréfum getur þú ávaxtað sparifé
þitt til skemmri tíma sem er tilvalið
ef þú þarft að brúa bilið milli ýmissa
fjárfestinga, t.d. húsnæðiskaupa, og
ávaxta peningana þína á traustan
hátt í millitíðinni.
Lánstími ríkiwíxla er 3,6 og
12 mánubir
Lánstími ríkisbréfa er 2 ár
Hafðu samband við verðbréfa-
miðlarann þinn eða starfsfólk
Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa
og fáðu allar nánari upplýsingar um
útboð á ríkisvíxlum og ríkisbréfum.
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, sími 91-626040
- kjarni málsins!