Morgunblaðið - 10.08.1994, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 10.08.1994, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Góðar horfur í rekstri Hampiðjunnar Hagnaður um 51 milljón á fyrri árshelmingi AFKOMA Hampiðjunnar hf. fyrstu sex mánuði ársins varð betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Nam hagnaður um 51 milljón á þessu tímabili samanborið við 37 milljón- ir á sama tíma í fyrra. Horfur um sölu á næstu mánuðum þykja góð- ar og stefnir í að árið 1994 verði a.m.k. ekki lakara hvað það snert- ir en árið á undan. í yfirliti um reksturinn sem sent hefur verið til hluthafa Hampiðj- unnar kemur fram að rekstrartekj- ur námu 495 milljónum fyrstu sex mánuði ársins, sem er um 3% aukning frá sama tímabili í fyrra. Fram kemur í ávarpi Gunnars Svavarssonar, forstjóra félagsins, að salan hefur verið meiri en gert var ráð fyrir í áætlunum. Sala hafí aukist á netum og fullbúnum trollum en verið svipuð eða minni en í fyrra á köðlum og rörum. Framleiðsla Hampiðjunnar hef- ur ekki haldist í hendur við söluna og hafa afurðabirgðir því minnkað um 44 milljónir frá áramótum. Ráðgert hafði verið að draga úr birgðum á seinni hluta ársins þannig að fyrirtækið mun þá njóta þess að hafa lokið þessu verkefni. Afkoman gæti því batnað frá því sem sést í milliuppgjörinu í stað þess að standa í stað eins og búist hafði verið við. Gunnar bendir á að aukinn hagnað megi að mestu rekja til lægri kostnaðar en síðasta ár hafi verið óvenjulegt að því leyti að verksmiðjan og skrifstofurnar í Stakkholti voru fluttar í húsnæðið á Bíldshöfða 9. Það hafí haft í för með sér tímabundinn viðbótar- kostnað. Þá kemur fram að skuld- ir lækkuðu úr 999 milljónum í 789 milljónir frá áramótum til loka júní vegna sölu skuldabréfa sem fengust við sölu húsnæðis í Stakk- holti og afborgana af langtímalán- um. í lok júní námu heildareignir Hampiðjunnar alls um 1.512 millj- ónum og eigið fé 722,5 milljónum þannig að eiginfjárhlutfall var 47,8/ó. Á sama tíma í fyrra var eiginfj árhlutf allið hins vegar 39,6%. Necessity- verslun í Borgar- kringluna KVENFATAVERSLUN innan dönsku Necessity-verslunark- eðjunnar verður opnuð á næst- unni á fyrstu hæð Borgarkringl- unnar. Þetta er þrítugasta verslunin innan keðjunnar en áætlað er að opna tíu verslanir á ári í Evrópu á næstu árum. Necessity-verslanirnar eru í eigu fyrirtækisins TCC/Cockta- il en það rekur auk þess verslan- ir undir heitinu Cocktail og Cha*Cha. Þá er fatnaður frá fyrirtækinu seldur í fjölmörg- um öðrum verslunum víða í Evrópu. í frétt frá umboðsaðila TCC/Cocktail, Pró hf., kemur fram að helsta markmið fyrir- tækisins er að bjóða þægilegan hátískufatnað á lágu verði. Stefna þess er sú að bjóða nýja línu í fatnaði tíu sinnum á ári en helstu merki eru Cha*Cha, Banana, Explosion, Repeat, Cycles og L.E.D. Tvisvar á ári er gefinn út bæklingur fyrir Necessity-verslanirnar sem hægt er að fá í áskrift viðskipta- vinum að kostnaðarlausu. Vek- ur athygli að öll myndataka vegna haust- og vetrarbækl- ingsins 1994 fór fram hér á landi og réð fyrirtækið islensk- ar stúlkur til að silja fyrir í náttúru landsins. í tilefni af opnun verslunar- innar í Borgarkringlunni fá 1.500 íslenskar stúlkur sent sér- stakt Necessity-kort sem veitir 10% afslátt í eitt ár. Þetta er stórt tilraunaverkefni í sam- vinnu við TCC/Cocktail og var ráðist í það með það fyrir aug- um að stofna Necessity-klúbb í framtíðinni. Kortaviðskiptin munu einnig nýtast við söfnun upplýsinga um kauphegðun við- skiptavina, að því er segir í frétt frá Pró hf. ; 1,8% Frakkland 11,9% Danmörk ] 2,1% Lúxemborg 2,6% Bretland | 2,7% írland 12,8% Belgía J 3,0% Holland 3,0% Þýskaland (vesturhluti) [3,9% italía |: 4,7% Spánn í 5,6% Portúgal Verðbólga í ESB-löndum Hækkun neyslu- vísitölu frá júní 1993 til júní 1994 Grikkland 10,9 3,2% Meðaltal í ESB-löndum | 0,0% Kanada |] 0,5% Sviss m 0,7% H 1,1% Noregur 1,3% Finnland | 2,3% ÍSLAND 2,5% Bandarikin 2,5% Svíþjóö 3,0% Austumki Verðbólga í nokkrum öðrum löndum Heimild: Hagstofa islands ' Verðbólga sl. þrjá mánuði 1,4% VÍSITALA framfærslukostnaðar miðað við verðlag í ágústmánuði reyndist vera 170,5 stig og hækk- aði um 0,1% frá því í júlímánuði sem jafngiidir um 0,7% verðbólgu á heilu ári. Vísitala vöru og þjón- ustu var 174,4 stig og hækkaði um sama hlutfall frá því í júlí. Undanfarna þijá mánuði. hefur vísitalan hækkað um 0,4% sem jafn- gildir 1,4% verðbólgu á ári. Sam- bærileg þriggja mánaða breyting á vísitölu vöru og þjónustu jafngildir 1,6% verðbólgu á ári. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala fram- færslukostnaðar hækkað um 0,8% og vísitala vöru og þjónustu um 0,9%. Fram kemur í frétt frá Hagstofu íslands að verðbólgan í löndum Evrópusambandsins var að meðal- tali 3,2% á tímabilinu júní 1993 til júní 1994 en 2,3% hér á landi. Nánari samanburður milli einstakra landa sést á meðfylgjandi mynd. Kvikmyndagerð Metsölumynd skilar PolyGram hagnaði London. Reuter. METSÖLUMYNDIN „Four Wedd- ings and a Funeral“ eða „Fjögur brúðkaup og jarðarför" hefur stuðlað að því að hagnaður stóra tónlistar- og skemmtiefnifyrirtæk- isins í eigu Hollendinga, PolyGram, jókst um 15% og að í meiri hagnað stefnir hjá fyrirtækinu. Nettótekjur PolyGram, sem Philips-fyrirtækið á 75% hlut í en er aðallega stjórnað frá London, námu jafngildi 132 milljóna dollara á fyrri árshelmingi miðað við 115 milljónir dollara á sama tíma í fyrra. Hins vegar hafði fyrirtækið 65 milljóna gyllina minni tekjur en spáð hafði verið. Fjárfestar hafa því reynt að verða sér úti skjót- fenginn gróða og nokkrir þættir í rekstrinum hafa vakið efasemdir sérfræðinga. Minni tekjur annarra deilda „Kjarni málsins er að markaður- inn hefur vanizt 16-18% hagnaði hjá PolyGram að staðaldri," sagði einn þeirra, „og minni hagnaður veldur vonbrigðum.“ Rýmingarsala „Ef dreginn er frá sá ágóði, sem “Fjögur brúðkaup og jarðarför" hlýtur að hafa skilað, hljóta tekjur annarra deilda að hafa minnkað," sagði ónefndur sérfræðingur. 125 milljón dollara hagnaður Aðeins 3 dagar eftir. Mikill afsláttur síðusta dagana. Lokað mánudag og þriðjudag vegna breytinga. mfiiarion Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirói • Sími 651147 PolyGram er eitt af þremur helztu hljómplötufyrirtækjum heims og 65% sölunnar eru tónlist- arefni, en flestum á óvart hefur kvikmyndin „Fjögur brúðkaup og jarðarför" aflað rúmlega 125 millj- óna dollara í brúttóhagnað. Sérfræðingar telja að kvik- myndadeiidin sé enn rekin með tapi, en minnki tapið jafnt og þétt. Velta hennar jókst um 56% á fyrra árshelmingi og 11% heildarsölu PolyGram var kvikmyndaefni. Japanar í sam- starf við Boeing Tokyo. Reuter. JAPANAR hafa ákveðið að taka þátt í frumrannsókn með Bo- eing-verksmiðjunum á smíði 100-sæta farþegaflugvélar, svo- 'kallaðrar YSX að sögn starfs- manns japanskrar flugvélaverk- smiðju. Kínverjar fá að fylgjast með rannsókninni. Að sögn heimildarmannsins hafa Japanar hætt við upphaf- lega áætlun um smíði 70- 80- sæta flugvélar, þar sem þeir telja að 100-sæta gerð verði arðvænlegri. Þar með hefur samvinna við evrópskar flug- vélasmiðjur nánast verið útilok- uð að hans sögn. Embættismaður sagði að Jap- anar mundu taka formlega ákvörðun um samstarfsaðila að verkefninu í lok fjárhagsárs þess er lýkur 31. marz 1995. Að jap- anskri flugvélasmíði standa stjórnvöld og einkafyrirtæki á borð við Mitsubishi og Kawa- saki. Kínveijar hafa áhuga á stór- um farþegaflugvélum til þess að ráða við aukna flugumferð að sögn japanskra embættis- manna. Boeing kann að telja að selja megi Kínveijum stærri flugvélar með því að kynna þeim þróun og smíði flugvéla með þátttöku í YSX-áætluninni samkvæmt þessum heimildum. Disney og símafélög í samvinnu Burbank, Kaliforniu. Reutcr. Walt Disney hefur skýrt frá sameiginlegu framtaki þess og þriggja Baby Bell-símafélaga til þess að bjóða myndbandsþjón- ustu um símalínur. Disney, Ameritech, BellSouth og Southwestern Bell munu vinna saman að áætlun um að senda myndbandsþjónustu heim til neytenda. Um getur verið að ræða venjulegt útvarpsefni og efni úr gervihnattasjónvarpi og auk þess kvikmyndir eftir pönt- un, heimainnkaup, fræðskuefni, leiki og ferðaþjónusta. Ameritech, BellSouth og Southwestern Bell starfa í 19 ríkjum og keppast um að bjóða viðskiptavinum sínum samverk- andi þjónustu, eins og stór fjöl- miðla- og kaplafyrirtæki eru þegar farin að gera. Barclays með aukinn hagnað London. Reutcr. HAGNAÐUR Barclays-banka í Bretlandi stórjókst á fyrra árs- helmingi og Andrew Buxton stjórnarformaður er vongóður um áframhaldandi ágóða út árið. Hagnaður Barclays fyrir skatta nam 1.036 milljörðum punda miðað við 335 milljónir punda á sama tíma í fyrra - en spáð hafði verið í mesta lagi 750 milljóna punda hagnaði. Arður af hlutabréfi var auk- inn um 23% í 8.0 pens úr 6.5 pensum. Barclays lækkaði arð- greiðsluna 1992 og hún var óbreytt í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.