Morgunblaðið - 10.08.1994, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MARIA ANDREA
GUÐJÓNSDÓTTIR
+ María Andrea
Guðjónsdóttir
fæddist 21. sept-
ember 1907 í
Reykjavík. Hún
lést 1. ágúst síðast-
liðinn á Landspít-
alanum. Foreldrar
hennar voru hjón-
in Guðjón Jónsson
jámsmíðameistari
fæddur 29. mars
1871, dáinn 18.
^ apríl 1926, og Hall-
dóra Hildibrands-
dóttir, fædd 17.
ágúst 1881, dáin
9. nóvember 1933. María var
sjötta í röð þrettán systkina
sem öll ólust upp í húsi for-
eldra og móðurforeldra sinna,
Garðastræti 13, Reykjavík, svo
nefndu Hildibrandshúsi eftir
Hildibrandi Kolbeinssyni föður
Halldóru, fæddur 11. ágúst
1850, dáinn 9. október 1916,
en kona hans var Sigríður
Sveinsdóttir, fædd 12. ágúst
1841, dáin 16. mars 1926.
Systkini Mariu í aldursröð
^ voru: Sigríður, Clara, Móeiður,
Heiðveig, Guðleif, Selma,
Ragnheiður, Guðmundur, Reg-
iná, Brynhildur, Bergþóra og
Birgir. Ellefu stúlkur og tveir
piltar, sem öll komust til full-
orðinsára utan eitt, Brynhild-
ur, er lést um tvítugt. Em þau
nú öll látin nema Regina, bú-
sett í Reykjavík, og Bergþóra,
búsett á Akranesi. Foreldrar
Maríu féllu frá áður en yngstu
börnin uxu úr grasi og tók
María ásamt öðrum
eldri systkinum við
uppeldi yngri
systkinanna. María
giftist 5. desember
1940 Þorláki Ei-
ríkssyni, fæddur í
Borgarfirði eystra
29. október 1898.
Þorlákur stundaði
sjómennsku allt frá
unglingsárum til
ársins 1955, en þá
gerðist hann versl-
unarmaður og
starfaði í heild-
versluninni Eddu
allt til 1983, er hann lét af
störfum sökum aldurs, 85 ára.
Auk húsmóðurstarfa starfaði
María í mörg ár sem forstöðu-
kona í verslunum Mjólkursam-
sölunnar, lengst af við Fram-
nesveg og Ljósvallagötu hér i
borg. María og Þorlákur reistu
sér heimili í Reykjavík og
bjuggu lengst af eða frá 1955
að Tómasarhaga 16. Þau eign-
uðust tvö böm sem heita: Mó-
eiður Maren, fædd 27. febrúar
1941, gift Árna Magnússyni
skipstjóra og eiga þau þrjú
börn: Maríu, Þordísi og Þorlák
Má. Þorlákur, kerfisfræðingur,
fæddur 7. maí 1946, kvæntur
Elinu Pálsdóttur og eiga þau
tvö börn: Halldóru Jóhönnu og
Eirík Elís. Þorlákur Eiríksson,
eiginmaður Maríu, lést 18.
apríl 1993. Útför Maríu fer
fram frá Fossvogskapellu í
dag.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
MARÍA A. GUÐJÓIMSDÓTTIR,
Tómasarhaga 16,
er lést 1. ágúst sl., verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðviku-
daginn 10. ágúst kl. 15.00.
Móeiður M. Þorláksdóttir, Árni Magnússon,
Þorlákur Þorláksson, Elín Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞORGERÐUR JÓNSDÓTTIR,
Byggðarholti 21,
Mosfeilsbæ,
verður jarðsungin frá Lágafellskirkju á morgun, fimmtudaginn
11. ágúst, kl. 15.00.
Jón Þorgeirsson, Sigurbjörg Runólfsdóttir,
Vilborg Þorgeirsdóttir, Gunnar Þórisson,
Friðgeir Þór Þorgeirsson, Anna Davíðsdóttir,
Guðmundur Skúli Þorgeirsson, Rósa Dagbjört Hiimarsdóttir
og barnabörn.
t
Elsku móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
JÓNA B. IIMGVARSDÓTTIR,
Þinghólsbraut 27,
Kópavogi,
sem lést 29. júlí sl., verður kvödd frá
Kópavogskirkju föstudaginn 12. ágúst
kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er
vinsamlegast bent á Minningarsjóð
Kjartans Birgis Kjartanssonar, læknis, hjá Geðverndarfélagi
íslands.
Kristjana S. Kjartansdóttir, Björgvin Bjarnason,
Þorbjörg K. Kjartansdóttir, Guðmundur Björnsson,
Jóhann Armann Kjartansson, Birgitta Söderlind Kjartansson,
Ingvar E. Kjartansson, Elín Árnadóttir,
Sigríður Þórarinsdóttir
Þórarinn, Þorbjörg og Kjartan Kjartansbörn,
Jóna, Páll, Árni og Kjartan Ingvarsbörn,
Kjartan og Ingibjörg Jóna Guðmundarbörn,
Kjartan Bjarni, Ingvar og Sverrir Björgvinssynir
og barnabarnabörn.
MINNINGAR
MÉR ER ljúft að minnast tengda-
móður minnar Maríu, hún ólst upp
í Garðarstræti 13 í stórum systk-
inahóp. Hún átti góða æsku í
hjarta Reykjavíkur. I nágrenninu
var Unuhús og á æskuárum sínum
var hún þar tíður gestur. Þar
kynntist hún öðrum heimi og mót-
aði það viðhorf hennar ávallt síðan.
Oft sagði hún mér frá Unu og
Erlendi í Unuhúsi og minntist hún
þeirra með mikilli hlýju.
María var búin mörgum kost-
um, hún var mjög handlagin og
voru ófáar flíkurnar sem hún
saumaði á barnabörnin.
Mér er ljúft að minnast hennar
fyrir gestrisni hennar og glað-
værð. Hún var einörð í skoðunum
og gat gustað um hana, var hún
engin já-manneskja, þótt stutt
væri í glaðværðina. Mér er ljúft
að minnast hennar fyrir það hvað
hún reyndist barnabörnum sínum
fimm vel og hvað hún var glöð
þegar hún sá fyrsta barnabarnið
sitt. Hún tók ávallt þátt í gleði og
sorgum barna sinna og barna-
barna og reyndist góð móðir og
amma.
Það lýsti Maríu og skaplyndi
hennar kannski best, að þrátt fyr-
ir að hún hefði verið búin að vera
mjög veik lengi, kvartaði hún aldr-
ei og ef hún var spurð um líðan
sína svaraði hún því til að það
væri ekkert að sér, en hún væri
aðeins farin að eldast. Ég mun
sakna þess að geta ekki farið á
Tómasarhagann og rætt við hana
um þjóðmálin, en á þeim hafði hún
mjög ákveðnar skoðanir og fóru
skbðanir okkar ekki alltaf saman,
en þó var það alltaf í hinu mesta
bróðerni. Ég dáðist oft að því
hversu minnug hún var og þar sem
hún mundi tímanna tvenna var
hún hafsjór af fróðleik um Reykja-
vík fyrri tíma.
Heimili hennar að Tómasarhaga
16, en þar bjó hún frá 1955, ein-
kenndist af smekkvísi og rausnar-
skap, því hún var harðdugleg,
smekkvís og myndarhúsmóðir.
Blessuð sé minning Maríu A.
Guðjónsdóttur.
Árni Magnússon.
Amma mín, hún María, er dáin.
Ég kallaði hana alltaf ömmu Maju.
En hún var ekki aðeins amma mín
heldur líka vinkona mín.
Ég var svo lánsamur að eyða
miklum tíma með ömmu Maju síð-
asta árið sem hún lifði, því ég bjó
hjá henni á Tómasarhaganum. Ég
gat alltaf leitað til ömmu þegar
ég lenti í vandræðum eða ieið illa.
Tómasarhaginn var nokkurs konar
tímalaust svæði þar sem vandamái
hversdagsins hurfu. Mér leið alltaf
vel hjá ömmu Maju. Hún var dug-
leg og ósérhlífin og vildi allt fyrir
mig gera. Hún átti það til að
„skipa mér til sætis“ í eldhúsinu
og hlaða í mig kræsingum enda
fór maður aldrei svangur frá
henni. Stærsti kostur ömmu
minnar var hennar skemmtiiegi
húmor. Hún átti það til að stríða
mér óheyrilega, sérstaklega þegar
kærastan kom með mér í heim-
sókn. Þessi húmor hefur líklega
fleytt henni langt í veikindum
hennar, því alltaf leit hún jafn vel
út og það hreinlega geislaði af
henni fegurðin.
Ég er þegar farinn að sakna
þín, amma mín.
Þorlákur Már Árnason.
Amma Maja er dáin, mér finnst
það svo ótrúlegt, að sjá hana aldr-
ei aftur, og geta ekki komið á
Tómasarhagann til hennar.
Af Tómasarhaganum hjá ömmu
Maju og afa Láka á ég ljúfar minn-
ingar sem ekki gleymast. Ég var
svo lánsöm að fá að alast upp
fyrstu árin mín hjá ömmu og afa.
Ég og amma vorum góðar vinkon-
ur og gátum talað saman um allt
milli himins og jarðar. Við vorum
búnar að eiga mjög gott sumar
saman þar sem við sátum úti á
svölum og spjölluðum, þetta voru
ánægjulegar stundir, fullar af hú-
mor og gleði. Hún var hress og
kát alveg fram á síðasta dag.
Með þessum línum vil ég þakka
ömmu Maju fyrir allt sem hún var
mér. Lífið verður tómlegt án henn-
ar, og minningin um ömmu Maju
gleymist aldrei.
Nú legg ég augun aftur,
ó, guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil svo ég sofi rótt.
(Sveinbjöm Egilsson)
María.
RAGNAR TRAUSTI
SVEINSSON
+ Ragnar Trausti
Sveinsson,
bóndi á Hofstöðum
í Þorskafirði, var
fæddur 7. ágúst
1908 að Reykhólum
í Reykhólasveit,
sonur Sveins Sæ-
mundssonar, sem
ættaður var úr Döl-
um og Sesselju
Oddmundsdóttur,
sem ættuð var úr
Djúpi, einn 10
barna þeirra sem
uppkomust en af
þeim eru nú sex á
lífi. Hann ólst upp
með foreldrum sínum og flutt-
ist með þeim þriggja ára gam-
all að Hofstöðum í Þorskafirði
þar sem hann bjó alla tíð. 19.
apríl 1952 giftist hann eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Bjargeyju
Kristrúnu Arnórsdóttur frá
Tindum. Eignuðust þau þijú
börn; Svein, en sambýliskona
hans er Kolbrún Lára Valtýs-
dóttir og dóttir þeirra Ingi-
björg Lára, en Kolbrún átti
áður Þuríði Signýju Friðriks-
dóttur; Arnór Heiðar, en sam-
býliskona hans er Heiðrún
Berglind Hansdóttir og eiga
þau tvö börn, Elínu Völu og
Hjalta Ragnar; Ragnheiður
Þóra, en sambýlismaður henn-
ar er Ileimir Haraldsson. Síð-
ustu fjögur árin dvaldi Ragnar
á dvalaheimilinu Barmahlíð á
Reykhólum og þar lést hann
6. ágúst. Útför Ragnars verður
gerð frá Reykhólakirkju í dag.
ÞEGAR undirritaður
vígðist prestur að
Reykhólum fyrir hart-
nær aldarfjórðungi var
Ragnar á Hofstöðum
einn af því góða fólki
sem tók mér opnum
örmum. Þó dvölin á
Reykhólum yrði ekki
löng hélst sambandið
við Rangar alla tið.
Jafnvel þó hann væri
heilsulítill síðustu tutt-
ugu árin fékk ég alltaf
frá honum kveðju og
fréttir öðru hverju.
Slíkt var trygglyndi
hans, sem og raunar
fólks hans alls. Alla tíð stundaði
hann búskap, enda laginn fjármað-
ur og natinn við alla hirðingu. Ekk-
ert annað starf kom til greina i
hans tilviki, þó boðist hefði. Sveit-
inni sinni unni hann og hafði óvenju
sterkar rætur í heimahögum. Eins
og títt er um menn sem verða að
búa að sínu var hann laginn smiður
og fór vel með. Hann var aldrei
mikill fyrirferðar en hæglæti hans
og ljúflyndi skóp honum vináttu og
velvild þeirra sem deildu með hon-
um deginum og stundinni. Hann
vildi aldrei að um sig væru höfð
mörg orð og það skal heldur ekki
gert, enda felst lýsing hans ef til
vill best í því sem notað var í forn-
um ritum íslenskum um slíka menn
þar sem stóð: „Hann var drengur
góður.“ Og nú við leiðarlok minnast
samferðamennirnir hans af hlýju
fyrst og fremst og sjálfum er mér
þakklæti í huga fyrir vináttu og
tryggð alla tíð.
Sigurður Helgi Guðmundsson.
t
Þökkum af alhug öllum þeim ótalmörgu, sem sýndu okkur samúð
vegna andláts og við útför
ÁGÚSTS BJARNASONAR,
fyrrv. skrifstofustjóra,
Jökulgrunni 29.
Ragnheiður Eide Bjarnason,
Bjarni Ágústsson,
Guðrún Ágústsdóttir.
t
Þökkum af alhug öllum þeim fjölmörgu, nær og fjær, er sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÓLAFS HALLDÓRSSONAR,
Tangagötu 4,
ísafirði.
Ágústa Magnúsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
ERFIDRYKKJUR
IIBORC
Sími 11440
★ n CRQPRINT
TIIVIE RECORDER CO,
Stimpilklukkur fyrlr
nútíð og framtið
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 105 Reykjavik
Símar 624631 / 624699