Morgunblaðið - 10.08.1994, Síða 29

Morgunblaðið - 10.08.1994, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994 29 ( ( ( ( ( ( < < < < < FRÉTTIR Djass í Vík- ingasal Hótels Loftleiða HLJÓMSVEITIN Jassgaukar leikur fimmtudaginn 11. ágúst í Víkingasai Hótels Loftleiða. Sænska söngkonan Susanna Levonen verður gestur Jass- gauka og syngur nokkur lög við und- irleik þeirra. Djasskvöldið hefst kl. 22 og er aðgangur ókeypis og öllum heimiil. Hljómsveitina Jassgauka skipa Ari Haraldsson, Einar Sigurðsson, Helgi Þór Ingason og Þorsteinn Gunnars- son. Leiðir Jassgauka lágu saman í Tónlistarskóla FIH, en þar stunduðu þeir nám í djassdeild. Hljómsveitin var stofnuð vorið 1984 og lék um þriggja ára skeið á Gauk á Stöng og fleiri veitingahúsum í Reykjavík. Leið- ir Jassgauka skildu fyrir 6 árum en þeir eru nú allir staddir á íslandi eft- ir langt hlé og nota tækifærið til að rifja upp nokkur lög. Sænska sópransöngkonan Susanna Levonen er stödd á íslandi á hljóm- leikaferð. Hún hefur haldið einsöngs- tónleika víða um land við undirleik Þórólfs Stefánssonar gítarleikara. Hún mun syngja nokkur lög við undir- leik Jassgauka. 54,2% vilja fjöl- nota íþróttahús MEIRIHLUTI svarenda í skoðana- könnun, sem ÍM Gallup hefur gert fyrir framkvæmdanefnd heims- meistaramótsins í handknattleik 1995, lýsir sig fylgjandi byggingu fjölnota íþróttahúss fyrir keppnina. Alls segjast 54,2% svarenda fylgj- andi byggingu íþróttahúss, 8,6% segja að þeim sé sama og 31,1% segjast andvígir byggingunni. Könnun ÍM Gallup var gerð 18. júlí til 2. ágúst. Úrtakið var 1.200 manna slembiúrtak úr þjóðskrá og svöruðu 849 manns spurningu sem var svohljóðandi: „Deilur eru um hvort byggja eigi fjölnota íþróttahöll fyrir 7.000 áhorfendur sem fyrst yrði notuð á heimsmeist- aramótinu í handknattleik vorið 1995. Ert þú fylgjandi eða andvíg- (ur) byggingu þessarar íþrótta- hallar fyrir næsta vor?“ í spurn- ingunni voru hins vegar ekki til- greindir þeir ýmsu möguleikar, sem nefndir hafa verið varðandi byggingu hússins. Taflfélag Reykjavíkur Helgarskák- mót um næstu helgi TAFLFÉLAG Reykjavíkur mun gangast fyrir helgarskák- móti um næstu helgþ dagana 12.-14. ágúst. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad- kerfi. í fyrstu þremur umferð- um mótsins verða skákir tefld- ar með 30 mínútna umhugsun- artíma. í ijórum síðustu um- ferðunum verða þær tefldar með 1 ‘/2 klst. umhugsunartíma á 30 leiki og síðan 30 mín. til viðbótar til að ljúka skákinni. Sigurvegari á síðasta helg- arskákmóti í byrjun júlí var Þröstur Þórhallsson, alþjóðleg- ur skákmeistari. Öllum er heimil þátttaka í mótinu sem fer fram í félagsheimilinu í Faxafeni 12. 1.-3. umferð verður haldin á föstudag, 4. og 5. á laugar- dag og síðustu umferðirnar á sunnudag. Alþýðu- flokkurinn á Reykjanesi fundar KJ ÖRDÆMISRÁÐ Alþýðu- flokksins á Reykjanesi hefur verið boðað til fundar á fimmtudaginn kemur til þess að ræða stjórnmálaviðhorfið sem upp er komið í ljósi um- ræðu um haustkostningar og hugsanlegt sérframboð Jó- hönnu Sigurðardóttur. Á fund- inum verður lögð fram tillaga um að efnt verði til prófkjörs um skipun efstu sæta á lista flokksins í kjördæminu í næstu kosningum, hvort sem þær verða nú í haust eða á vori komanda. Fundurinn verður haldinn á Gafl-Inn í Hafnar- firði og hefst kl. 20.30. M ERINDI verður flutt um kristilega stjórnmálastefnu á kaffistofunni Loftstofunni, Veltusundi 1, miðvikudaginn 10. ágúst kl. 20.30. Flytjandi er Árni Björn Guðjónsson. Efnið skiptist í eftirfarandi þætti: Heimspekistefna, at- vinnumál, innganga í ESB, framboðsmál og fyrirspurnir. Árni Björn Guðjónsson er hvatamaður að stofnun Kristi- legs stjórnmálaflokks á Islandi og er meðlimur í Kristilegri stjórnmálahreyfingu. Verður hann 90 niilljónir? I Milljónauppskrift Emils: 7. Skundaðu á næsta sölustað íslenskrar getspár. 2. Veldu réttu milljónatölurnar eða láttu sjálfvalið um getspekina. 3. Snaraðu út 20 krónum fyrir hverja röð sem þú velur. 4. Sestu I þægilegasta stólinn ístofunni á miðvikudagskvöldið og horfðu á happatölurnar þínarkrauma I Víkingalottó- pottinum I sjónvarpinu. 5. Hugsaðu um allt það sem hægt er að gera fyrir 90 milljónir. Verði ykkur að góðu! Os* nú er hann tvöfaldur!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.