Morgunblaðið - 10.08.1994, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ
34 MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994
i —----------------------------
FÓLK í FRÉTTUM
*
.. V®
Tónlist
Siggi Björas spilar
á Borgundarhólmi
ISLENDINGURINN Sigurður Bjömsson, Siggi
Björns, eins og hann kallar sig, er einn af þeim,
sem gera það gott í útlöndum. Hann er frá Flat-
eyri, en býr í Arósum í Danmörku og vinnur fyrir
sér með því að spila og syngja á veitingahúsum
þar í landi. Lungann úr þessu sumri og því síð-
asta hefur hann verið á Borgundarhólmi og
skemmt í veitingahúsunum Sörens Værtshus í
Snogebæk og Gudhjem Rogeri í Gudhjem við góðar
undirtektir.
Siggi Bjöms hefur farið víða um heiminn eftir
að hann hætti á sjó og í fiski heima og meðal
annars spilað á Nýja Sjálandi og Japan auk nokk-
urra nálægari landa. Þá hefur hann gefið út tvo
geisladiska, „Siggi Björns, Blúsý báðum megin“
og „Siggi Björns, Live at Sorens". Mikið er um
„trúbadora“ frá flestum heims hornum á Borgund-
arhólmi á sumrin enda leggja ferðamenn gjarnan
leið sína þangað, þó íslendingar séu þar afar fátíð-
ir gestir að sögn Sigga. Hann segist kunna vel
við að skemmta á Borgnndarhólmi, þetta sé vina-
leg lítil eyja og þar búi gott fólk.
„Ég spila líka mikið í Kaupmannahöfn og á fleiri
stöðum í Danmörku og kann vel við það. Síðan
liggur leiðin heim í haust til hugsanlegra landvinn-
inga, en þar hófst ferillinn, reyndar fyrir tilviljun
fyrir nokkrum árum, þegar ég var beðinn um að
hlaupa í skarðið fyrir mann, sem forfallaðist."
segir Siggi, „Það gekk upp og því er ég enn í
þessu.“
Morgunblaðið/HG
SIGGI Björns spilar í Gudhjem Rngeri á
Borgundarhólmi.
Ákafi barnanna var kannski
aðeins of mikill, því eins og
sést á meðfylgjandi mynd náði
Mia, fimm ára gömul, ekki að
stöðva reiðhjólið í tæka tíð og
hjólaði á drottningarmóðurina.
Ingrid hló aðeins að uppátæk-
inu og hrósaði krökkunum fyrir
að vera með reiðhjólahjálma.
Tveir dagar í frumsýningu á þessari
nýjustu mynd Almodóvars. Litrík,
suðræn, erótísk og ekki síst skemmtileg
fyrir konur og karla á barmi taugaáfalls...
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
HÓPURINN sem lagði á jökulinn.
Hjólaði á drottningarmóðurina
►INGRID, drottningarmóðirin
danska, eyðir sumarleyfí sínu í
höll sinni á Suður - Jótíandi.
Hún fékk óvænta heimsókn fyr-
ir skömmu frá börnum sem
komu til að færa henni blóm-
vönd.
Sól á Snæfellsjökli
ALGENGT er að starfsmannafélög
skipuleggi ýmsar ferðir og uppákom-
ur fyrir félaga sína. Ein slík var
farin um síðustu helgi er starfs-
mannafélag Bifreiðaskoðunar ís-
lands fór á Snæfellsjökul á snjótroð-
ara og vélsleðum. Útsýnið og veðrið
var stórkostlegt og vel fór um hóp-
inn í sólbaði áður en snúið var heim
á leið. Ferðaþjónustan Snjófell á
Amarstapa sá um að koma fólkinu
upp og sumum þeirra niður, en aðr-
ir renndu sér sjálfir niður á skíðum.
Morguninn eftir var ekið fyrir Jökul
undir leiðsögn Eyglóár Egilsdóttur,
sem lýsti leiðinni, skýrði frá ömefn-
um og sagði sögur af tröllum og
foiynjum sem þar em sagðar hafa
verið fyrr á öldum. Að þvi loknu var
haldið aftur til Reykjavíkur.
sprungur jökulsins
voru ekki árennilegar.
«■>
-y,..
afmæli
Presleys
►HINN áttundajan-
úar á næsta ári verður
sextugsafmæli Elvis
heitins Presleys. í til-
efni af því eru fyrir-
hugaðir afmælistón-
leikar í Memphis átt-
unda október næst-
komandi og mun
ágóðinn renna til
góðgerðarmála. Á
tónleikunum munu
troða upp ýmsar
rokkstjörnur og
meðal þeirra verða
að öllum líkindum
Michael Bol-
ton, Bryan
Adams,
Jon Bon
Jovi og
Cher.
Plata með
tónleik-
unum verður
síðan gefin út
i kjölfarið og
framleiðandi
hennar verður
Don Was, sem
einnig er fram-
leiðandi Voodoo
Lounge með
Rolling Stones.
PRINSARNIR Karl og And-
rés á heræfingu í Frakklandi
fyrir skömmu.
Ólíkir
konung-
legir
bræður
BRESKU prinsarnir Karl og
Andrés eru ekkert sérstaklega lík-
ir í háttum. Andrés þykir miklu
fijálsmannlegri í fasi heldur en
Karl og kannski er meðfylgjandi
mynd lýsandi fyrir skapgerðarein-
kenni þeirra.
Strangleiki Karls þarf þó
kannski ekki að koma á óvart ef
tekið er tillit til þess hverskyns
skylda hvílir á herðum Karls að
þurfa með tíð og tíma að erfa
bresku krúnuna. Hann hefur líka
verið undir miklu álagi eftir skiln-
að sinn við Díönu prinsessu og
virðist ekki almennilega hafa náð
sér á strik í breskum fjölmiðlum
eftir það.