Morgunblaðið - 17.08.1994, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skildi eftir
nafn og
heimilis-
fang á inn-
brotsstað
MAÐUR, sem braust inn í íbúð
við Nýlendugötu og stal þaðan
áfengi og skjalatösku, skildi
eftir miða með nafni og heimil-
isfangi á staðnum. Skömmu
síðar var sá sem nafngreindur
var á miðanum handtekinn í
miðborginni þar sem hann spíg-
sporaði um bæinn með skjala-
töskuna sem saknað var.
Innbrotið uppgötvaðist á
laugardagsmorgun en þá hafði
verið brotist þar inn, stolið
vodka- og freyðivínflöskum og
skjalatösku sem hafði ýmis
gögn að geyma.
I íbúðinni fundust einnig 6
mogadon-töflur sem þjófurinn
hafði skilið eftir sig og miði
með áletrun sem virtist beint
til húsráðanda á innbrotsstað.
Viðtakandi miðans var beð-
inn um að leggja leið sína í
ákveðið hús í borginni og hafa
með sér eitthvað ætilegt. Undir
miðann var skrifað með nafni
og gælunafni og kannaðist lög-
reglan þar við nafn síbrota-
manns sem er búsettur í húsinu
þar sem matvælin áttu að af-
hendast. Skömmu síðar sást sá
á gangi með skjalatöskuna og
var þá handtekinn.
GSM-farsíma-
kerfið tekið
ínotkun
NÝJA stafræna farsímakerfið,
GSM-kerfið svokallaða, var form-
lega tekið í notkun í gær. Olafur
Tómasson, póst- og simamála-
stjóri, sem staddur var í höfuð-
stöðvum fyrirtækisins í Reykja-
vík, hringdi þá á veitingastaðinn
Góða dátann á Akureyri, þar sem
Halldór Blöndal, samgönguráð-
herra, var staddur og þar með
var kerfið formlega opnað. Fyrst
í stað verður hægt að nota síma
í nýja kerfinu á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu, á Suðurnesjum og á
Akureyri.
Guðmundur Björnsson, aðstoðar
póst- og simamálastjóri, sem var
á Akureyri, sagði að kostir nýja
kerfisins umfram gamla farsíma-
kerfið, NMT-450 kerfið, væru fjöl-
margir, en við fyrstu sýn aðallega
þeir að nýju símtækin væru lítil
og hentug og útbreidd víða um
lönd. GSM-notandi fær kort, sem
hann stingur í simann, og getur
þannig hringt fyrir eigin reikning
hvar sem hann er staddur — á
gjaldskrá heimalands síns. Að
sögn Guðmundar eru notendur
GSM síma þegar orðnir tvær miHj-
ónir í Evrópu.
Þorvarður Jónsson, framkvæmda-
stjóri fjarskiptasviðs Pósts og
síma, upplýsti að gjaldskrá í sím-
kerfinu væri lægst í Evrópu hér
á landi og í Finnlandi: 24,90 kr. á
mínútu á dagtaxta í innanlands-
simtali, með virðisaukaskatti.
Önnur verðdæmi sambærileg eru:
Morgunblaðið/Björn
Halldór Blöndal tekur nýja
símakerfið í notkun á Akur-
eyri með því að ræða við Ólaf
Tómasson, póst- og símamála-
stjóra, sem sést á myndinni
fyrir ofan í Reykjavík.
30,25 kr. í Danmörku, 32,50 kr. í
Sviss frá 33,10 kr. til 39,30 kr. í
Svíþjóð, eftir símafyrirtækjum,
um 58 kr. í Þýskalandi en hæstu
gjöldin eru í Frakklandi, 62 kr. á
mínútu.
Stofngjald er mun lægra en í
NMT-kerfinu en notkunargjald á
álagstímuin í þessu nýja kerfi er
hins vegar ívið hærra. Sem dæmi
ná nefna að stofngjald í nýja kerf-
inu er 4.360 kr. en 11.690 í því
gamla. Stofngjald í GMS-kerfinu,
fyrir þá sem þegar eiga síma í því
gamla, er hins vegar 2.330 kr.
Afnotagjald á ársfjórðungl er
1.900 kr. í GSM-kerfinu en 1.520
ÍNMT.
Hægt verður að taka 4.000 notend-
ur í nýja kerfið fyrst í stað en það
verður síðan stækkað eftir þörf-
um. Kostnaður við fyrsta áfanga
þess — sjálfvirku stöðina í Reykja-
vík og 14 radíóstöðvar, sem settar
hafa verið upp í Reykjavfk, á Suð-
urnesjum og á Akureyri — er um
300 miHjónir króna.
Allt að tvöföldun á
ráðstefnugesta hér
ÞAÐ ER samdóma álit ferðamála-
stjóra og ferðaskrifstofa að mikil
aukning hafi orðið í fjölda ráðstefna
og funda hér á landi í ár. Árið sé
mjög gott ráðstefnuár og samkvæmt
upplýsingum Morgunbiaðsins frá
þeim ferðaskrifstofum sem skipu-
leggja ráðstefnur hefur fjöldi ráð-
stefnugesta allt að því tvöfaldast frá
fyrra ári. Forsvarsmenn ferðaskrif-
stofanna benda þó á að þessi mark-
aður sé mjög sveiflukenndur. Horfur
séu þrátt fyrir það góðar og í flestum
tilfellum er þegar farið bóka ráð-
stefnur fyrir næstu ár.
„Það er engin spuming að það
hefur orðið veruleg aukning í fjölda
funda og ráðstefna," sagði Magnús
Oddsson ferðamálastjóri í samtali við
Morgunblaðið. „Á vordögum hefur
jafnframt orðið vart aukningar í svo-
kölluðum hvataferðum (incentive
tours) en I þær ferðir bjóða fyrirtæki
starfsmönnum sínum eða sölufólki í
verðlaunaskyni."
Aðspurður segir Magnús orsakirn-
ar fyrir íjölgun ráðstefna hér á landi
vera margar og samverkandi.
„Ferðaskrifstofur hafa verið að auka
vægi þessa þáttar í kynningarstarfi
sínu. Þá hafa hótel hér á landi verið
að byggja sig upp til að geta haldið
stærri ráðstefnur og fundi. Þá má
ekki gleyma þætti Ráðstefnuskrif-
stofu íslands sem opnuð var fyrir
um tveimur árum til þess eingöngu
að markaðssetja þessa tegund af
ferðaþjónustu," sagði hann.
Ferðamálastjóri segir að íslend-
ingar hafí ákveðna möguleika til að
fjölga fundum og ráðstefnum af
hæfílegri stærð. „Við höfum flutn-
ingsgetuna og gistirými á ákveðnum
tíma árs sem er að miklu leyti ónýtt.
Til þess að stækka ráðstefnumark-
aðinn verulega þarf aftur á móti að
leggja fjármagn í aðstöðuna."
Samkvæmt upplýsingum frá ráð-
stefnudeild Ferðaskrifstofu íslands
hefur fjöldi ráðstefnugesta á hennar
•vegum tvöfaldast frá því í fyrra. Þá
komu til landsins u.þ.b. 2.500 manns
til þess að sækja alþjóðlegar ráð-
stefnur af einhveiju tagi. í ár verða
gestir á bilinu 5.000-5.500.
Matthías Kjartansson, annar eig-
enda ráðstefnuþjónustunnar Ráð-
stefnur og fundir, staðfestir að mik-
ið sé um að vera í fyrirtæki sínu í
ár. Gestir verði um fjögur þúsund
á tíu til ellefu ráðstefnum í ár en
ráðstefnur í þeirra umsjón hafi verið
fimm í fyrra. Aðspurður staðfestir
hann að viðskiptin séu sveiflukennd.
„Við höfum orðið vör við það hjá
okkur að annað eða þriðja hvert
fjölda
álandi
ár er lægð í ráðstefnuþjónustunni."
Matthías segir að ráðstefnugestir
séu einstaklega mikilvægir ferða-
menn, þeir gisti, borði og drekki vel
og gefi þannig mikið af sér.
Ráðstefnur af háannatíma
Hjá ráðstefnuþjónustu Úrvals/Út-
sýnar varð Hrönn Greipsdóttir fyrir
svörum. Hún segir að fyrirtækið leggi
sérstaka áherslu á að skipuleggja
ráðstefnur og fundi utan háannatíma
t.d. í mars, apríl, maí, september eða
október. „Við eigum að gleðjast yfir
aukningu sem á sér stað utan háanna-
tímans. Hjá okkur voru apríl og maí
t.d. metmánuðir þegar teknar eru
saman tölur um fjölda ráðstefnu- og
hvataferðagesta," sagði hún og áætl-
ar að ferðamönnum á leið á ráðstefn-
ur á vegum fyrirtækis síns hafi fjölg-
að um 35% milli ára.
Drakk út á
annars
manns
debetkort
EITT fyrsta debetkortamisferl-
ið sem sögur fara af hér á landi
uppgötvaðist í fyrrakvöld þegar
maður var handtekinn á Hafn-
arkránni í Reykjavík með de-
betkort annars manns.
Maðurinn hafði komið inn á
krána og keypt sér veitingar
sem hann hafði greitt með kort-
inu. Þegar hann fór hins vegar
að veita öðrum gestum fijáls-
lega og greiða fyrir með kort-
inu, vöknuðu grunsemdir starfs-
fólks og við snögga athugun
kom þá í ljós að ekki var um
hinn rétta korthafa að ræða.
Maðurinn var færður á lög-
reglustöð. Þar gaf hann þær
skýringar, sem lögreglu þóttu
ekki trúverðugar, að hann væri
nákunnugur réttum korthafa.
Sá hefði afhent sér kortið og
beðið sig að skemmta sér vel
með það og kvitta fyrir veiting-
ar með sínu nafni.
Slasaðist
í vatns-
rennibraut
TÓLF ára gamall drengur
höfuðkúpu- og herðablaðsbrotn-
aði þegar hann féll úr vatns-
rennibraut á Patreksfirði í gær.
Þyrla Landhelgisgæslunnar,
TF-SIF, sótti drenginn og flutti
hann í Borgarspítalann.
Að sögn lögreglunnar á Pat-
reksfirði var drengurinn að
leika sér í vatnsrennibrautinni
ásamt fleiri börnum. Hann fór
út úr efri beygju brautarinnar
og féll tæpa tvo metra niður á
steinstétt.
Að sögn Iögreglu brugðust
starfsmenn sundlaugarinnar
rétt við, hreyfðu drenginn ekki
en kölluðu til Iækna sem komu
innan fárra mínútna. Drengur-
inn var fluttur á heilsugæslu-
stöðina og síðan sendur til
Reykjavíkur til frekari rann-
sóknar.
Læknir á Borgarspítalanum
sagði í gærkvöldi að drengurinn
væri með fullri meðvitund og
líðan hans eftir atvikum. Hann
er höfuðkúpu- og herðablaðs-
brotinn og er ekki í lífshættu.
Hann var lagður inn til eftirlits
eftir rannsókn á slysadeild.
Atvinnuleysi enn
minnkandi í júlí
í JÚLI sl. voru skráðir rúmlega 95
þúsund atvinnuleysisdagar á landinu,
rúmlega 36 þúsund hjá körlum og
rúmlega 59 þúsund hjá konum. Þetta
jafngildir því að 4.400 menn hafi að
meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í
mánuðinum, þar af 1.668 karlar og
2.732 konur. Þessar tölur jafngilda
3,2% af áætluðum mannafla á vinnu-
markaði samkvæmt spá Þjóðhags-
stofnunar, eða 2,1% hjá körlum og
4,8% hjá konum.
Fækkun atvinnuleysisdaga í júlí
nam rúmlega 25 þúsund dögum frá
mánuðinum á undan og atvinnuleys-
isdagar í júlí voru lítið eitt færri en
í sama mánuði í fyrra. Að meðaltali
voru 1.162 færri atvinnulausir en í
júní, en um 5 færri en í júlí í fyrra.
Síðasta virkan dag júiímánaðar
voru 4.715 manns á atvinnuleysis-
skrá á landinu öllu, en það er um
471 færri en í lok júní.
Síðastliðna tólf mánuði voru um
6.314 manns að meðaltali atvinnu-
lausir, eða 4,9% en árið 1993 voru
um 5.600 manns að meðaltali at-
vinnulausir, eða 4,3%.
Minna atvinnuleysí alls staðar
Atvinnuleysi minnkaði mikið alls
staðar á landinu í júlí, en hlutfalls-
lega mest á Suðurnesjum og á Norð-
urlandi vestra, en atvinnulausum
fækkar mest á höfuðborgarsvæðinu.
Atvinnuleysið er nú minna á Austur-
landi, Suðurlandi, Vestfjörðum og á
höfuðborgarsvæðinu en í júlí í fyrra
og meira dregur úr atvinnuleysi
kvenna en karla.
Atvinnuleysi í maí, júní og júlí 1994
VEST-
FIRÐIR
AUSTUR-
LAND ,
VESTURLAND
Hlutfall atvinnulausra af heildarvinnuafli.
Á höfuðborgarsvæðinu standa
2.907 atvinnulausir á bak við
töluna 3,6% í júlí og fækk-
aði um 540 frá því i júní.
Ails voru 4.400 atvinnu-
lausir á lándinu öllu í
júlí og hefur fækkað
um1.162fráþvi
Ijúní.
LANDSBYGGBIN
M J J
NORÐURLAND VESTRA
-------1
NORBURLAND
EYSTRA
HÖFUÐBORGAR-
SVÆBIÐ K
SUÐURLAND
SUÐURNES
4,7%
M J J
LANDIÐ ALLT
4,8%
■ 4,1%
I 3,2%
M J J