Morgunblaðið - 17.08.1994, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
I
i
Sturla
Böðvars-
son formað-
ur þjóð-
minjaráðs
Menntamálaráðherra hefur
ákveðið skipan þjóðminjaráðs
til fjögurra ára samkvæmt
lögum nr. 98/1994 um breyt-
ingu á þjóðminjalögum.
Ráðið verður þannig skip-
áð: Sturla Böðvarsson, al-
þingismaður, formaður, Sig-
uijón Pétursson, fyrrv. borg-
arfulltrúi, tilnefndur af Sam-
bandi íslenskra sveitarfélaga,
Sigríður Sigurðardóttir, safn-
stjóri, tilnefnd af Félagi ís-
lenskra safnmanna, Helgi
Þorláksson, dósent, tilnefndur
af Háskóla íslands og Ragnar
Sigurðsson, framhaldsskóla-
kennari, tilnefndur af Hinu
íslenska kennarafélagi og
Kennarasambandi íslands
sameiginlega.
Teknir við
innbrot
í bíla
TVEIR 16 ára piltar voru
staðnir að innbroti í bíl í Mos-
fellsbæ í fyrrinótt. Talsvert
hefur verið um innbrot í bíla
í bænum undanfarið en óljóst
er hvort þessir piltar hafa
verið þar að verki.
Maður á kvöldgöngu sá
hvar þrír piltar voru að bagsa
við bíl sonar hans og lýstu
með vasaljósi inn í bílinn.
Þegar þeir urðu hans varir
hlupu þeir á brott en hann
náði einum og gerði syni sín-
um viðvart. Sá hljóp annan
pilt uppi en sá þriðji komst
undan.
í ljós kom að piltamir höfðu
brotið rúðu í bílnum og tekið
úr honum útvarp, segulband
og geislaspilara.
Þeir voru færðir á lögreglu-
stöð.
Um helgina var brotist inn
í a.m.k. þijá bfla í Mosfellsbæ
en ekki lá fyrir í gær hvort
piltarnir hefðu einhver þeirra
mála á samviskunni.
fl
: ' - ■■ •
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga
3% hækkun launa-
kostnaðar ríkisins
ASÍ segir fullyrðingu um launaskrið standa óhaggaða
ÞÓ SVO að ársverkum hafi fækkað um 0,4% fyrri hluta þessa árs miðað
við sama tímabil 1992 hefur launakostnaður ríkisins hækkað. Heildarlauna-
kostnaður þeirra sem Starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins annast
afgreiðslu fyrir hækkaði að raungildi milli tímabilanna um rúmlega 3%.
Þetta kemur fram í skýrslu Ríkis-
endurskoðunar um framkvæmd
fjárlaga tímabilið janúar til júní
1994. Ekki er talin með eingreiðsla
vegna efnahagsbata og orlofsupp:
bætur til starfsmanna í BHMR. í
skýrslunni segir, að breytingar á
launakostnaði megi einkum rekja
til samningsbundinna hækkana
vegna starfsaldurs, nýrra kjara-
samninga með tilliti til röðunar í
launaflokka, endurmats á störfum
einstakra starfsmanna með tilliti til
launaflokka, breytinga á launa-
tengdum gjöldum og breytinga á
fjölda ársverka.
Fullyrðing ASÍ stendur
óhögguð
Halldór Grönvold, skrifstofustjóri
ASÍ, segir að fullyrðing ASÍ um
5-6% launaskrið hjá opinberum
starfsmönnum umfram launaskrið á
opinberum markaði standi óhögguð,
því inni í tölum Ríkisendurskoðunar
séu ekki nýlegar hækkanir, til dæm-
is hjá hjúkrunarfræðingum, meina-
tæknum og slökkviliðsmönnum.
„Þegar ASÍ fullyrti að um 5-6%
umfram launaskrið hefði orðið hjá
opinberum starfsmönnum og
bankamönnum svaraði Hagstofan
því til að þetta launaskrið hjá opin-
berum starfsmönnum næmi 3%,
sem er væntanlega sama talan og
Ríkisendurskoðun staðfestir í
skýrslu sinni,“ sagði Halldór.
„Ósamræmið skýrist að mestu af
því, að ASÍ miðaði við fyrstu sex
mánuði ársins, en tala Hagstofunn-
ar miðaði við fyrstu þijá mánuðina.
Þar með eru ýmsir samningar ekki
inni í útreikningum þeirra, til dæm-
is samningar við hjúkrunarfræð-
inga, meinatækna og slökkviliðs-
menn.“
Færeyskir stúdentar
í VOR brautskráðist frá mennta-
skólanum í Þórshöfn í Færeyjum,
Fróðskaparsetrinu, fjöldi stúd-
enta, svo sem endranær. Þessar
myndir eru frá brautskráning-
unni og eru skemmtilegar fyrir
það að krakkarnir eru allir í þjóð-
búningum. Húfan þeirra er einnig
dálítið frábrugðin íslenzku stúd-
entshúfunni, því að borðinn um-
hverfis hvíta kollinn er gerður
úr sama efni og gömlu færeysku
húfubátarnir, sem frægir voru
fyrr á tímum, en sjást þó enn. Þá
hangir úr hvirfli húfunnar skúfur
í stíl við borðann sem áður er
nefndur. Þá er og þetta sama efni
notað í þjóðbúningapils stúlkn-
anna. Unga stúlkan á myndinni
heitir Rósalind Óskarsdóttir og
er íslendingur að fjórðungi.
Morgunblaðið/Sigriður Óskarsdóttir
Kiwanis
gefur út
eitur-
lyfjavísi
KIWANISHREYFINGIN hefur
gefið út til dreifingar á öll
heimili í landinu svokallaðan
eiturlyfjavísi en hann er hand-
hægt hjálpartæki til að greina
fyrstu einkenni um notkun
vímuefna ef grunur vaknar um
slíka neyslu. Eiturlyfjavísirinn
upplýsir um flest vímuefni sem
á markaði eru og gefur einnig
upplýsingar um einkenni,
breytingu á hegðun, tæki sem
notuð eru o.fl.
Hjólað hringinn
Vegna þessa verkefnis
gengst Kiwanishreyfingin fyrir
kynningarátaki sem felst í því
að ijórir hjólreiðakappar hjóla
hringinn í kringum landið. Þeir
hafa meðferðis eiturlyfjavísinn
og afhenda hann forsvars-
mönnum bæjar- og sveitar-
félaga á nokkrum stærstu þétt-
býlisstöðum um landið. Þeir
sem takast þessa ferð á hendur
eru Eiður Aðalgeirsson, Þór
Sveinsson, Jón Tryggvi Þórs-
son og Borgar Ólafsson.
Ferðin hefst við Kiwanishús-
ið, Engjateigi 11, kl. 10 í dag,
miðvikudaginn 17. ágúst og
lýkur á sama stað kl. 18 sunnu-
daginn 21. ágúst. Þórannn
Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ,
ræsir hjólreiðakappana en Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir tekur
á móti þeim við komuna.
Daihatsu Charade TS, árg. ‘90,
rauður, 4 g., ekinn 69 þ.km.
Verð 580.000 staðgr., ath. skipti.
Toyota Corolla XL, árg. ‘ 92, vínrauður,
5 g., 4 d, ekinn 50 þ.km.
Verð kr. 880.000 staðgr., ath. skipti.
Volkswagen Golf GT 1800, árg. ‘93,
ekinn 16. þ.km., rauður 5 g.
Verð kr. 1.490.000 staðgr., ath. skipti.
Nissan Sunny st 4WD, árg. ‘92,
vínrauður, ekinn 42 þ.km.
Verð kr. 1.250.000 staðgr.
Honda Civic ESi, árg. ‘92, ekinn 9 þ.
km., sjálfskiptur, 4 d. hvítur. Verð
1.450.000 staðgr., ath. skipti.
Nissan Terrano 30 V6, árg.‘ 94, græn-
sans, sjálfskiptur, sóllúga, álfelgur,
ekinn 7 þ.km. Verð kr. 3.600.000.
Mazda 323 st. 4x4, árg. ‘93, rauöur,
álfelgur, ekinn 25 þ. km.
Verð kr. 1.250.000, skipti, skuldabréf.
Nissan Patrol GR árg. ‘91, dökkgrár,
sóllúga, ekinn 75 þ. km.
Verð kr. 2.650.000.
Subaru Legacy 2000, árg. ‘92,
sjálfskiptur, gullsanseraður,
ekinn 59 þ. km. Verð kr. 1.750 .000
Nissan 100 NX 2000 GTi árg. ‘93,
blásans, T-toppur, álfelgur ABS,
ekinn 11 þ. km. Verð kr. 1.550.000.
VANTAR NÝLEGA BÍLA Á STAÐINN-MIKIL SALA-FRÍAR AUGLÝSINGAR