Morgunblaðið - 17.08.1994, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Upphaf og- endir allra vandamála í Turku var fjöldinn
FJÖLMENN þátttaka á Nordisk Forum í Finnlandi sprengdi allt skipulag.
Loforð ekki efnd
TVEIMUR mánuðum áður en þingið
hófst fór Guðrún til Turku til að
tala við finnsku skipuleggjendurna
og forsvarsmenn ferðaskrifstofunn-
ar sem sá um gistinguna í Finnlandi
fyrir íslensku þátttakendurna. Að
sögn hennar höfðu konurnar í undir-
búningsnefndinni þá á tilfinningunni
að hnökrar væru á undirbúningnum
og ákváðu þess vegna að fara í sér-
síaka ferð út til að kippa þessu í
liðinn. Þær fengu þá loforð um að
öll gistiaðstaða á stúdentagörðum
yrði þrifin, raðað yrði í húsnæði eft-
ir hópum og stúdentar yrðu ekki í
þeim íbúðujn sem íslenskar konur
fengju úthiutað. Þetta voru allt lof-
orð sem voru ekki efnd.
Hnefarétturinn gilti
Guðrún sagði að því hefði verið
borið við að konur hefðu hrúgast inn
á kvennaþingið án þess að hafa til-
kynnt þátttöku og þá hefði hnefa-
rétturinn gilt um úthlutun húsnæðis
og fleira. Hún vissi t.d. um íslenska
konu sem skráði sig og gekk frá öllu
í mars en fékk ekki það sem hún
hafði verið búin að borga fyrir. En
flest vandamál sem komið höfðu upp
hefðu verið leyst.
Að sögn Guðrúnar gat undirbún-
ingsnefndin ekki séð allar íbúðirnar
sem boðið var upp á á stúdentagörð-
unum enda hefði sú gisting ekki
verið á þeirra vegum. Þær töldu
þessa gistingu sambærilega því sem
boðið er upp á hjá Hótel Eddu en
raunin varð sú að á stúdentagörðun-
um voru íbúðir allt frá því að vera
mjög sóðalegar yfír í að vera glæsi-
legar en þrif á íbúðunum voru alveg
Ýmis vandkvæði voru á
skipulagi og fram-
kvæmd Nordisk Forum
og fóru íslenskar konur
ekki varhluta af því.
Anna Sveinbjarnar-
dóttir ræddi við Guð-
rúnu Ámadóttur, en
hún sat í íslensku undir-
búningsnefndinni.
undir stúdentunum sjálfum komin.
Guðrún sagði að konurnar í ís-
lensku undirbúningsnefndinni hefðu
ekki verið sáttar við skipulag
kvennaþingsins og gagnrýnt það en
Finnarnir hefðu ráðið því og þær
ekki verið hafðar með í ráðum.
Umfangið hefði verið of mikið og
mistök að engu hefði verið hafnað.
Dagskráin hefði verið stúkuð niður
og verið sundurlausari fyrir vikið en
í Ósló þar sem allt hefði verið sam-
þjappaðra.
Guðrún sagði að hún hefði t.d.
verið ósátt við uppsetningu setning-
arathafnarinnar þar sem einungis
um 2.000 konur gátu séð almenni-
lega þau atriði sem boðið var upp
á. Alltaf hefði verið talað um að
setningarathöfnin færi fram á
pramma en hann hefði í raun verið
lokað svið.
Guðrún gagnrýndi einnig að lítið
hefði verið ráðið af aukafólki til að
aðstoða við skipulag, veitingasölu
og upplýsingaþjónustu. Hún vissi að
færri stúdentar komust að en vildu
í þessi störf og fannst skrítið að
ekki hefði fleira fólk verið ráðið á
tímum atvinnuleysis.
Húsnæði ekki nógu stórt
Að mati Guðrúnar sló vestnor-
ræna smiðjan í gegn þegar á heild-
ina væri litið þó að skipulag hennar
hefði ekki verið sem best. Hún sagði
að þeir sem hefðu komið fyrst hefðu
gengið á rétt annarra og framboð
hefði verið meira en til hefði staðið
í upphafi. Umfangið hefði verið of
mikið og húsnæði ekki nógu stórt.
Allir hefðu hrúgast þarna inn, t.d.
hefðu íslenskar konur fengið inni í
smiðjunni sem hefðu fengið úthlutað
vonlausu húsnæði úti í bæ eða vant-
að æfingaaðstöðu. Þarna hefði skap-
ast lifandi andrúmsloft og útlending-
ar sem Guðrún ræddi við fannst
smiðjan skemmtilegasti staðurinn á
Nordisk Forum.
Guðrún taldi að lokum að skipu-
lagsleysi hefði einnig ráðið ferðinni
þegar kom að uppsetningu sölubás-
þnna. á Nordisk Forum en konur sem
höfðu sýningaraðstöðu í Vestnor-
rænu smiðjunni hafa kvartað bæði
undan söluaðstöðunni og sýningar-
rýminu sem þeim var úthlutað. Guð-
rún sagði að sölubásarnir hefðu ver-
ið á stað þar sem alltaf væri útimark-
aður í Turku og þetta hefði verið
eins og aðstaða í Kolaportinu. Hún
sagði að íslensku konurnar hefðu
átt að fá sérstaka auglýsingu fyrir
sína sölubása.
Seltzer vill kaupa
Alafosshúsið
STJÓRNENDUR Seltzer á íslandi hafa óskað eftir því við iðnaðarráðuneyt-
ið að það kanni hvort grundvöllur sé fyrir því að fyrirtækið eignist hús-
næði Alafoss í Mosfellsbæ, en húsið er í eigu Framkvæmdasjóðs íslands.
Niðurstaða þarf að fást í málið fyrir 10. september þegar stjórn Seltzer
Ltd. kemur saman til að fjalla um framtíðarstaðsetningu fyrirtækisins.
Helgarmót TR
*
Helgi Ass
Grétarsson
sigraði
HELGI ÁSS Grétarsson bar
sigur úr býtum á helgarskák-
móti Taflfélags Reykjavíkur
um síðustu helgi. Hann vann
Sævar Bjarnason í úrslita-
skák í 7. og síðustu umferð
og hlaut 6 vinninga. Sævar
varð annar á mótinu með 5
'h vinning.
Helgarskákmótið þótti tak-
ast með ágætum að því er
fram kemur í fréttatilkynn-
ingu frá Taflfélaginu. Þegar
hefur verið ákveðið að halda
næsta helgarmót helgina
9.-11. september næstkom-
andi.
Hörður Baldvinsson, verksmiðju-
stjóri Seltzer, sagði að Álafosshúsið
hentaði að mörgu leyti vel fyrir starf-
semi Seltzer. Það þurfi þó að gera
talsverðar endurbætur á húsnæðinu
og lagfæra umhverfi þess. Hann
sagði að þó verulegur áhugi væri
hjá Seltzer að eignast Álafosshúsið
væru fleiri kostir til athugunar.
Hörður sagði auk þess að leysa
húsnæðismálin þucfi fyrirtækið á
nýju fjármagni að halda, líklega
ekki undir 100 milljónum. Hann
sagði að verið væri að vinna að söfn-
un þess.
Breskir eigendur Seltzer hafa lýst
yfir áhuga á að flytja fyrirtækið til
Wales, m.a. vegna þess að opinberir
aðilar þar bjóða fram aðstoð við að
koma því fyrir. Hörður sagði að
núverandi starfsmenn fyrirtækisins
leggi alla áherslu á að Seltzer verði
áfram á íslandi. Hann benti á að
því fylgi kostnaður að þjálfa upp
nýtt starfsfólk, auk þess sem að
staðsetningin í Wales geti hugsan-
lega spillt fyrir markaðssetningu á
Seltzer, en drykkurinn hefur alla tíð
verðið markaðsettur sem íslensk
vara.
Þorkell Helgason, ráðaneytisstjóri
í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu,
sagði að verið væri að skoða hvort
grundvöllur væri fyrir því að selja
Seltzer Álafosshúsið. Hann sagðist
eiga von á að málið skýrist fljótlega.
Stofnfundur dyslexíufélags
10% mannkyns
með dyslexíu
Margrét Sigrún
Enda þótt um 10% alls
mannskyns þjáist af
svokallaðri dyslexíu
og að meðaltali einn nem-
andi í hverjum bekk í grunn-
skóla eigi mjög erfitt með
lestur og skrift af völdum
dyslexíu hefur lítið farið
fyrir umræðu um hana hér
á landi. Nú horfir hins veg-
ar betur við því hópur
áhugafólks um dyslexíu
hefur snúið bökum saman
og efnir til stofnfundar
dyslexíufélags í Listasafni
ASÍ 23. ágúst kl. 21.
Margrét Sigrún Sigurðar-
dóttir, talsmaður hópsins,
segir að flestir kannist við
fyrirbærið undir nafninu les-
blinda. „Það er villandi og
alþjóðlega orðið dyslexía
hefur orðið fyrir valinu því
vandinn á ekki rætur sínar að rekja
til augnanna heldur boðskipta
heilahvelanna. Einstaklingar með
dyslexíu eiga erfítt með að lesa,
stafsetja orð og skrifa. Helst.u ein-
kenni eru stafavíxl og að sleppa
stöfum, sérstaklega sérhljóðum, úr
orðum.“
- Hvaða áhríf hefur dyslexía á
skólalærdóm?
„Að vera barn í grunnskóla með
dyslexíu er mjög erfitt. Kennarar
hafa heldur ekki verið nógu vak-
andi í málinu og ástæðan er fyrst
og fremst sú að þeir hafa ekki
vitað hveiju þeir eiga að fylgjast
með. Vandinn felst líka í því að
einstaklingar með dyslexíu eru
alveg einstaklega glúrnir við að
fela vanda sinn og fara krókaleið-
ir til að komast fram hjá erfiðleik-
um. Dyslexían er því oft falin og
einstaklingurinn er einn í sálar-
kreppu. Mikil togstreita gerir oft
vart við sig. Skólakerfið segir að
þú sért heimskur. En þú veist,
innst inni, að þú ert það ekki. Þú
getur bara ekki sýnt fram á það
og sannað. Ef ekki er tekið á þess-
ari togstreitu veldur hún sálræn-
um örðuleikum, skertri sjálfsmynd
og niðurbroti einstaklingsins."
- Þú hefur sjálf reynslu af dyslex-
íu?
„Já. En ég hef reyndar sloppið
mjög vel. Ég átti í mjög miklum
erfiðleikum með að læra að lesa
og á ennþá mjög erfitt með réttrit-
un. Ég veld henni þegar ég er
óþreytt en þegar ég þreytist fer
allt úr skorðum,“ segir Margrét.
Mikil þjálfun lausnin
Hún segir að með mikilli þjálfun
sé hægt að ná langt til að þjálfa
dyslexíu af sér. „Ég er t.d nánast
einkennalaus. Stafsetningin er það
eina. Maður fær bara fólk til að
lesa yfir fyrir sig ritgerðir og slíkt.
Dyslexía er ekkert sem
ekki er hægt að lifa
með. Verra er ef ekki
er tekið á vandamálinu.
Þá situr oft eftir mjög
slakur lestur og staf-
setning. En á þessu tvennu byggist
allt upp í þessu samfélagi.“
- Þú hefur eitthvað starfað í sam-
bandi við dyslexíu?
„Ég er að vinna að úttekt á
hvaða stuðningskerfi erlendir há-
skólar bjóða nemendum með
dyslexíu og hvað hægt er að gera
til að létta undir með háskólanem-
um með þennan vanda við háskól-
ann hérna heima. Nýsköpunar-
sjóður styrkir verkefnið og er það
unnið á vegum Námsráðgjafar
HÍ.“
Stuðningur byggist á þrennu
Margrét segir að stuðningur við
nemendur með dyslexíu byggist
upp á þrennu. „Kennd er náms-
tækni því einstaklingar með
►Margrét Sigurðardóttir er
fædd 7. október 1972 í
Reykjavík. Hún lauk stúd-
entsprófi af náttúrufræða- og
félagsfræðibraut frá Mennta-
skólanum í Kópavogi árið
1992. Eftir það hóf hún nám
í heimspeki við Háskóla Is-
lands og heldur áfram námi
á vegum Erasmus-áætlunar-
innar á írlandi næsta vetur.
í sumar hefur hún starfað við
dyslexíu-verkefni á vegum
Námsráðgjafar HÍ sem er
styrkt af Nýsköpunarsjóði.
dyslexíu eru oft með mjög slaka
námstækni. Þeir reyna að lesa sem
lengst í einu en missa einbeitingu
og gengur ekkert. Erlendir háskól-
ar byggja líka mikið upp á leið-
beinandakerfum, t.d. fá nemend-
urnir stuðningsnemanda til að
taka niður glósur og lána þeim.
Þeir þurfa þá ekki að glósa í tím-
um. Því það er mun erfiðara fyrir
þennan hóp en aðra að hlusta og
skrifa í einu. Að síðustu eru úr-
ræði í prófum. í sumum tilfellum
hafa þessir nemendur fengið próf-
in lesin upp fyrir sig, lengri próf-
tíma og í erfiðustu tilfellunum eru
munnleg próf.“
- Þið ætlið að fara að bindast
samtökum?
„Við fórum að velta því fyrir
okkur tvær, ég og Rakel Þórðar-
dóttir, í vor af hveiju ekki væru
til samtök fólks með dyslexíu á
íslandi. Okkur fannst svekkjandi
að hafa ekki getað leitað til neins
þegar við vorum að ganga í gegn-
um þetta. Ég var reyndar greind
mjög ung en hún ekki fyrr en í
fyrravetur, yfir tvítugu. Sú hug-
mynd kom þá upp að fyrst ekki
voru til svona samtök gætum við
sjálfar stofnað þau. Við fórum því
á stúfana til að kanna
hvort grundvöllur væri
fyrir því og komumst
að því að félag af þessu
tagi væri afar þarft. Síð-
an var allt sett á fullt
og núna er dálítill hópur að vinna
að undirbúningi stofnunar íslensks
dyslexíufélags 23. ágúst. Stofn:
fundurinn verður í Listasafni ASl
kl. 21 um kvöldið.11
„Félaginu er fyrst og fremst
ætlað að auka þekkingu á vanda-
málinu. Auk þess á það að virka
sem upplýsinga- og stuðningsmið-
stöð fyrir þá sem eru með dyslex-
íu og aðstandendur þeirra. Við
komumst að því í tengslum við
stofnun félagsins að félög af þessu
tagi erlendis höfðu starfað í fleiri
ár. Má þar nefna að danska félag-
ið er 50 ára gamalt. Sérstök Evr-
ópudeild er meira að segja starf-
andi. Við erum því í rauninni ekki
að gera neitt nýtt og höfum verið
að sækja reynslu til hinna.“
Oft erf itt að
uppgötva
dyslexíu