Morgunblaðið - 17.08.1994, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
í
i
Nýtt loft-
ræstikerfi í
leikhúsinu
UNNIÐ er að uppsetningu nýs
loftræstikerfis í áhorfendasal
Samkomuhússins, þar sem
Leikfélag Akureyrar er til
húsa. Loftræstingu hefur lengi
þótt ábótavant í húsinu, „en
ég vona að andrúmsloftið í
húsinu verði betra í vetur en
áður,“ sagði Viðar Eggerts-
son, leikhússtjóri, á blaða-
mannafundi í vikunni er hann
kynnti verkefni LA í vetur.
Nýja loftræstikerfið verður
komið í gagnið fyrir fyrstu
frumsýningu í haust.
Opið hús
miðstöðar
fólks í at-
vinnuleit
MIÐSTÖÐ fólks í atvinnuleit
verður með opið hús í Safnaðar-
heimili Akureyrarkirkju í dag
kl. 15 til 18. Guðmundur Ómar
Guðmundsson, formaður Al-
þýðusambands Norðurlands,
mætir og ræðir við viðstadda.
í frétt frá miðstöðinni segir að
kaffi og brauð verði á boðstól-
um að vanda, þátttakendum að
kostnaðarlausu og dagblöðin
liggi frammi.
Myndir
Veturliða
til sölu
PASTELMYNDIR eftir Vetur-
liða Gunnarsson verða til sýnis
og sölu í Aðalstræti 63 á Akur-
eyri á næstu dögum, á vegum
Jóhönnu Gunnarsdóttur, sem
þar verður stödd, skv. tilkynn-
ingu sem blaðinu hefur borist.
„Veturliði er einn af þekktari
listamönnum þjóðarinnar af
eldri kynslóð og hefur haldið
fjölda sýninga. Hann er ekki
hvað þekktastur fyrir lands-
lags- og sjávarmyndir sínar,“
segir ennfremur í tilkynning-
unni.
Morgunblaðið/Björn Gíslason
Trjáplanta að
• •• • x
g)OI Vlð
4 ára skoðun
EFTIR fjögurra ára skoðun á
Heilsugæslustöðinni á Akureyri
fá börn afhent gjafakort frá
Skógræktarfélagi Eyfirðinga upp
á eina trjáplöntu úr gróðrastöð
félagins í Kjarna. „Þetta er mjög
sniðugt og afskaplega vinsælt, en
ég veit ekki til þess að þetta tíðk-
ist annars staðar á landinu. Gjöfin
vekur áhuga hjá æskunni á þess-
um málum; það var félagsmála-
nefnd Skógræktarfélagsins sem
fann upp á þessu á sínum tíma,“
sagði Valgerður Jónsdóttir hjá
Skógræktarfélaginu í samtali við
Morgunblaðið. Þetta er fjórða
árið sem börnum á Akureyri eru
gefnar plöntur. Skv. upplýsingum
Heilsugæslustöðvarinnar eru það
um eða yfir 300 börn á ári sem
koma í fjögurra ára skoðun og
Valgerður sagði um 90% gjafa-
kortanna skila sér til þeirra.
„Krakkarnir setja þetta yfirleitt
niður í garðinum heima hjá sér,
jafnvel hjá afa og ömmu. Allir
virðast að minnsta kosti geta pot-
að þessu einhvers staðar niður,
sagði Valgerður. „Þeim finnst öll-
um mjög skemmtilegt að fá svona
plöntu og ég veit til þess að marg-
ir fylgjast vel með trénu sínu;
skoða reglulega hvernig því reið-
ir af,“ sagði hún.
„Rosalega spennandi“
Ragnar Logi Búason varð fjög-
urra ára í maí en fór í fjögurra
ára skoðun í fyrradag og mætti
í gróðrastöðina í Kjarna strax í
gær til að ná í tréð sitt og er á
myndinni. „Ég vissi ekkert um
þetta; ekki fyrr en við vorum að
fara eftir skoðunina að mér var
sagt að hann ætti eftir að fá gjafa-
kort. Honum fannst það rosalega
spennandi að fá svona tré, þannig
að við drifum okkur að ná í það,“
sagði Aðalborg Benediktsdóttir,
móðir Ragnars Loga, við Morgun-
blaðið. Hún sagðist vera að und-
irbúa að láta strákinn planta því
heima á lóð.
f
í
Þriðja ljósmyndamaraþon áhugaljósmyndaraklúbbs Akureyrar um helgina
Sigurgeir Haralds-
son tók bestu filmuna
FIMMTÍU og sex keppendur mættu til leiks í sumarblíðu er áhugaljósmynd-
araklúbbur Akureyrar, ÁÚKA, hélt þriðja ljósmyndamaraþon sitt á í bænum
á laugardaginn. Bestu filmu (heildarlausn) tók Sigurgeir Haraldsson frá
Akureyri og vann aðalverðlaun keppninnar, Canon EOS 500 myndavél, en
bestu mynd keppninnar — Á floti — tók Hafþór Hreiðarsson frá Húsavík
og hlaut Canon Prima mini myndavél að launum.
Keppni hófst að morgni laugar-
dags og við rásmark fengu keppend-
ur 12_ mynda filmu og þijú verk-
efni. Á þriggja tíma fresti næstu 12
tímana mættu þeir síðan á ýmsum
stöðum víðs vegar um bæinn og
fengu fleiri viðfangsefni. Að 12 tím-
um og 12 myndum teknum var film-
um síðan skilað í endamarki á Ráð-
hústorgi. Allir luku keppni.
672 myndir voru framkallaðar og
stækkaðar um nóttina. Dómnefnd,
sem skipuð var Gunnari Finnbjörns-
syni frá Hans Petersen hf., Rúnari
Þór Björnssyni, ljósmyndara hjá
Morgunblaðinu og Rósu Kristínu
Júlíusdóttur, myndlistarkennara, hóf
störf að morgni sunnudagsins og
lágu niðurstöður hennar fyrir þegar
sýning á öllum myndum keppninnar
var opnuð utandyra um miðjan dag.
Verðlaunahafar voru eftirtaldir,
nafn verkefnis í sviga: Hilmar Harð-
arson, Akureyri (Gluggj), Hákon
Gunnarsson, Húsavík (Á hjólum),
Halldór Björn Halldórsson, Akureyri
(Ber), Bryndís P. Magnúsdóttir,
Ákureyri (sem hlaut verðlaun fyrir
tvö verkefnanna, Höfuðfat og Elli),
Halla Jóhannsdóttir, Djúpavogi
(Sæla), Berglind Helgadóttir, Akur-
eyri (Augnaráð), Richard Simm,
Akureyri (Línur), Haukur Hauksson,
Akureyri (Lækur tifar létt um máða
steina), Arna Einarsdóttir, Akureyri
(Röndótt) og Hafþór Hreiðarsson,
VERÐLAUNAHAFAR í ljósmyndamaraþoninu. Frá vinstri:
Hilmar Harðarson, Halla Jóhannsdóttir, Arna Einarsdóttir,
Berglind Helgadóttir, Bryndís Magnúsdóttir, Sigurgeir Haralds-
son, sem átti bestu filmuna og fékk þar af leiðandi aðalverðlaun-
in, Hafþór Hreiðarsson, sem átti bestu myndina, Hákon Gunnars-
son, Richard Simm, Halldór Halldórsson og Haukur Hauksson.
Húsavík (Hingað og ekki lengra).
Hafþór Hreiðarsson tók bestu
myndina sem fyrr segir og bestu
filmuna átti Sigurgeir Haraldsson.
Dómnefnd vakti einnig athygli á vel
unnum heildarlausnum keppend-
anna Halldórs Björns Halldórssonar,
Arnar Inga og Örnu Einarsdóttur.
Besta filma keppninnar var undan-
skilin við val bestu myndar hvers
flokks.
Sýning með öllum myndum
keppninnar og stækkuðum vinnings-
myndum er í anddyri íþróttahallar-
innar við Skólastíg. Henni lýkur í
dag, en opið er kl. 17 til 21. Aðgang-
ur _er ókeypis.
ÁLKA hélt ljósmyndamaraþonið í
samvinnu við Kodak-umboðið Hans
Petersen hf. og Pedrómyndir á Akur-
eyri, auk nokkurra annarra fyrir-
tækja.
i
3ja herb. íbúð í Hafnarfirði
Til sölu 60 fm efri hæð við Álfaskeið. Stór bílskúr.
16 fm herb. í kjallara. Gott útsýni. Verð 5,9 millj.
Ámi Gunnlaugsson hrl.,
Austurgötu 10, sími 50764.
Vesturbær - vandað!
Raðhús við Aflagranda 11 er til
sölu. Húsið er 207 fm, tilbúið undir
tréverk og málningu, með inn-
byggðum bílskúr. Mikil lofthæð á
efri hæð og fjölbreyttir möguleikar
til innréttinga. Fullfrágengin lóð
með hitalögn í bílastæði.
Allur frágangur vandaður.
if ÁSBYRGI .f
SuAurlandsbraut 54, 108 Reykiavik,
simi 682444, fax: 682446.
INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali.
SÖLIJMENN: Þórður Ingvarsson og Lárus Hauksson.
L
\
Gróðrarstöð f Hveragerði
Til sölu rekstur og húseignir Gróðrarstöðvarinnar Snæ-
fells í Hveragerði. Um er að ræða 4 gróðurskála, sam-
tals um 600 fm. Einnig fylgir stöðinni 150 fm nýlegt ein-
býlishús ásamt 50 fm bílsk. Stöðin er í fullum rekstri.
Skipti koma til greina á fasteign í Reykjavík.
Verð 28,0 millj. Áhv. húsbréf 6,0 millj.
Firmasala Reykjavíkur,
Suðurlandsbraut 50, sími 885070.
Gunnar Jón Yngvason, sölumaður.
Listasumar
’94
Tjarnarkvartettinn
Tjarnarkvartettinn heldur
tónleika í Deiglunni í kvöld
kl. 21.30. Kvartettinn skipa
Rósa K. Baldursdóttir, Krist-
jana Arn-
grímsdótt-
ir, Hjörleif-
ur Hjartar-
son og
Kristján
Hjartarson. í haust kemur
út geisladiskur með söng
kvartettsins og á tónleikun-
um flytur hann lög af um-
ræddum diski. Efnisskrá er
fjölbreytt, íslensk lög og er-
lend, djass og dægurflugur í
nýjum útsetningum fyrir
söng án undirleiks.
i
4