Morgunblaðið - 17.08.1994, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994 11
LANDIÐ
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
FLUGVÉL Atlantic Airways við brottför frá Egilsstaðaflug-
velli eftir að flugvöllurinn í Vogum hafði opnast á ný.
Fleiri lendingar á
Egilsstaðaflugvelli
Ekki aðstaða til að taka við stórum
fhigvélum með mörgum farþegum
Egilsstöðum - BAE146 þota fær-
eyskaflugfélagins Atlantic Airways
lenti á Egilsstaðaflugvelli á mánu-
dag. Vélin var í áætlunarflugi með
um 35 farþega, á leið frá Kaup-
mannahöfn til Færeyja. Flugvöllur-
inn í Vogum hafði lokast vegna
veðurs og því stefnan sett á vara-
flugvöll sem var Egilsstaðaflugvöll-
ur. Vélin lenti á Egilsstaðaflugvelli
um kl. 11.30, tók þar eldsneyti og
fór aftur um kl. 12.50 áleiðis til
Færeyja en þá hafði veður batnað
og völlurinn opnast þar. Áætlaður
flugtími til Færeyja var ein klst.
Þetta er í annað sinn í sumar sem
erlend þota lendir á Egilsstaðaflug-
velli. í fyrra skiptið var það sviss-
nesk einkavél sem ætlaði til Akur-
eyrar en völlurinn þar hafði lokast.
Breytingai- á flugstöð hefjast
Egilsstaðavöllur hinn nýi var tek-
inn í notkun fyrir ári, en ekki hefur
verið lokið við breytingar á flug-
stöðvarbyggingu. Því er það ýmsum
erfiðleikum bundið ef hingað koma
stórar flugvélar með 100 til 200
farþega, að taka á móti þeim, til
lengri eða skemmri dvalar. Einar
Halldórsson, umdæmisstjóri Flug-
leiða, segir aðstöðu í afgreiðslu
þrönga, þeir geti þó tekið við allt
að 100 manns í stuttan tíma, ef
ekkert áætlunarflug ber upp á á
sama tíma. Unnið verður við breyt-
ingar á flugstöðinni í haust og þeim
líklega lokið fyrir næsta sumar.
Eftir það verður hægt að taka við
200 farþegum með góðu móti.
911 CH LÁRUS Þ. VALDIMARSSON. FhAMKVÆMDASTJORI
L I I J\J"L I O / U KRISTJAN KRISTJANSS0N, loggiltur fasteig\asali
Til sýnis og sölu m.a. eigna:
Úrvalseign - útsýni
Nýlegt steinhús með 5 herb. íbúð, 136 fm, á hæð auk bílskúrs. Á jarð-
hæð eru tvær sólríkar 2ja herb. íbúðir m.m., önnur tengd hæðinni.
Bílskúr 27 fm. Glæsilegur trjá- og blómagarður á frábærum stað
skammt frá nýju sundlauginni í Árbæjarhverfi. Nánari upplýsingar að-
eins á skrifst.
Verslunarhúsnæði við Bankastræti
Á úrvalsstað um 120 fm auk kj. um 90 fm. Port með geymsluhús-
næði fylgir. Nánari upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
Við Eiríksgötu - langtímalán
Sólrík 3ja herb. íb. á jarðh. Innréttingar og tæki að mestu ný. 40 ára
húsnæöislán kr. 3,1 millj. Gott verð. Vinsæll staður.
Skammt frá Árbæjarskóla
Glæsilegt raðhús með 6 herb. íbúð á tveimur hæðum. Snyrting á báð-
um hæðum. Sauna, föndur og vinnuhúsnæði i kj. Bílskúr.
Þríbýlishús í Smáíbúðahverfi
Reisulegt steinhús, grunnfl. um 90 fm, með 2ja herb. íb. í kj., 3ja herb.
íbúð á hæð og 3ja herb. íb. í risi. Sérbyggður bílskúr (verkstæði) 43
fm. Teikning á skrifstofunni.
Suðuríbúð - frábært verð
Á 2. hæð við Hraunbæ, 2ja herb. íb., 53 fm nettó. Sólsvalir. Góð sam-
eign. Útsýni. 40 ára húsnæöislán kr. 3,1 millj. Verð aðeins kr. 4,8 millj.
í þribýlishúsi í Þingholtunum
Mikið endurn. 1. hæð, 99,4 fm, í reisulegu steinhúsi. Góð lán. Vin-
sæll staður. Hentar m.a. námsmönnum.
Skammt frá Háskólanum
2ja herb. íb. á 1. hæð 56,1 fm nettó. Sérinng. Sérþvottaaðstaða.
Innr. og tæki 3ja ára.
••• MMENNA
Fjöldifjársterkra kaupenda.
Margskonar eignaskipti. rASTEllÍnASALAN
Opið á laugardaginn. LAUGAVEG118 StMAR 21150-21370
Engin ber
á Húsavík
Húsavík - Vel leit út með berja-
sprettu á síðastliðnu vori. Mikið var
af sætukoppum og hin sérstaka sum-
arblíða sem einkennt hefur þetta
sumar gáf mönnum góðar vonir um
mikla beijasprettu.
En í ve! rómuðu beijalandi á Húsa-
vík og í nágrenni sjást nú varla ber
á lyngi svo þrátt fyrir gott sumar
mun beijatínsla ekki almenn. Um er
kennt köldu vori og kuldum í júní.
„Fyrst er vísirinn, svo berið,“ seg-
ir máltækið en svo mun ekki verða
þetta árið hér um slóðir.
-----é-4-4---
Brotist inn í
í veitingahús
Egiisstöðum - Brotist var inn í
veitingahúsið LA Café í Fellabæ að-
faranótt laugardags. Innbrotið upp-
götvaðist þegar starfsfólk kom til
starfa á Iaugardag. Þjófar höfðu
brotið rúðu við útidyr til að geta
opnað dyrnar innanfrá. Einhverju
áfengi var stolið, en engu öðru og
ekkert skemmt. Málið er í rannsókn.
Frábær fyrirtæki
Ritfangaverslanir
Til sölu eru tvær ritfangaverslanir, vel staðsett-
ar, á mjög góðu verði og kjörum. Einstaklega
góður sölutími framundan, skólatíminn og jólin.
Seljast saman eða í sitt hvoru lagi. Skemmtileg
og uppbyggileg vinna. Til afhendingar strax.
Sælgætisverslun
með útilúgu og mikilli sölu á pylsum, hamborg-
urumog þess háttar. Há meðalálagning. Mánað-
arvelta um 3 millj. Langur húsaleigusamningur.
Hagstæð leiga og góð kjör. Góðar tekjur og
öruggar fyrir duglegt fólk.
Matvöruverslun
í verslunarkjarna. Mánaðarvelta 6-7 millj. Góð
tæki. Frábær aðstaða. Góðirviðskiptasamningar
fylgja. Opið til kl. 22 öll kvöld. Staðsett í rót-
grónu íbúðarhverfi. Góðir tekjumöguleikar fyrir
hagsýnt og dugmikið fólk, sem vill skapa sér
atvinnu og eigið fyrirtæki.
Upplýsingar um öll fyrirtæki aðeins á skrifstof-
unni.
BCTrrTnT^njrpyrnaa
SUDURVERI
SlMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
Ab læra meira
Sunnudagsblaði Morgunblaðins, 28. ágúst nk., fylgir blaðauki sem heitir
Að læra meira. í þessum blaðauka verður fjallað um þá
menntunarmöguleika sem standa munu til boða í vetur, ýmist í dag- eða
kvöldskólum. Leitast verður við að hafa efnisvalið sem fjölbreyttast, allt frá
námskeiðahaldi til æðri menntunarstiga fyrir unga sem aldna.
Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að tekið
er við auglýsingapöntunum til kl. 17.00 mánudaginn 22. ágúst.
Nánari upplýsingar veita Helga Guðmundsdóttir og Petrína Ólafsdóttir,
starfsmenn auglýsingadeildar, í síma 69 1111 eða símbréfi 69 1110.
- kjarni málsins!
UTSALA io-6o
o
Opið laucardae
kl. 10-16.
O AFSL.
SFORTBÚÐIN
Ármula 40.Simar 813555 og 813655