Morgunblaðið - 17.08.1994, Page 12

Morgunblaðið - 17.08.1994, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ; Búsáhöld Mikill hagn- aður hjá Electrolux Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKA búsáhaldafyrir- tækið Electrolux skilaði hagnaði upp á 4.44 milljarða sænskra króna (550 milljónir dollara) fyrstu sex mánuði ársins, aðallega vegna sölu á þremur dótturfyrirtækjum. Hagnaður Electrolux af sölu Autoliv og tveggja ein- inga í Bandaríkjunum nam 2.78 milljörðum s. króna. Leif Johansson aðalframkvæmda- stjóri kvaðst bjartsýnn á horf- urnar síðari hluta ársins. Að hagnaðinum af eigna- sölunni undanskildum jukust rekstrartekjur Electrolux um 71% og nettóhagnaður rúm- lega tvöfaldaðist í 1.66 millj- arða króna. Heildarsala nam 55.56 milljörðum króna sam- anborið við 49.65 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Leif Johansson kvað söluna í Bandaríkjunum sérstaklega mikla, einkum á eldhústækj- um, en sagði að búast mætti við að nokkuð mundi draga úr sölunni þar það sem eftir væri ársins. Skeljungur þrefaldaði hagn- aðinn fyrstu sex mánuðina Samþykkt að leita eftir skráningu hlutabréfa á Verðbréfaþingi íslands HAGNAÐUR Skeljungs hf. eftir skatta nam alls 101,6 milljónum fyrstu sex mánuði ársins samanborið við um 31,5 milljón árið áður. Þessi miklu umskipti í rekstri skýrast af því að rekstrargjöld félagsins lækkuðu um 141 milljón frá sama tímabili í fyrra meðan tekjur lækkuðu einungis um 71 milljón. Er bent á að aðhaldsaðgerðir í rekstri á undanfömum árum, myndarleg framlög í afskriftarreikning og betri stýring útistandandi skulda sé nú að skiia tilætluðum árangri. Arðsemi eiginfjár samkvæmt þessu uppgjöri nemur um 9%. Fram kemur í frótt frá Skeljungi að rekstrarhagnaður félagsins fyrir aðrar tekjur og gjöld nam 148 millj- ónum samanborið við 77 milljónir á sama tíma í fyrra. Rekstrarhagn- aður að meðtöldum öðrum tekjum og göldum er 150,7 milljónir en var á sama tíma í fyrra 54,3 milljónir. í reikningnum voru skammtíma- kröfur og verðbréf færð niður um 188 milljónir. Ekki er um endanlega afskrift að ræða heldur er myndað- ur afskriftarreikningur. „Það sem veldur mestu um bætta afkomu er að meðan vörusalan minnkar um 2,7% lækkar rekstrar- kostnaður í heild sinni tvöfalt meira eða um 5,8%,“ sagði Kristinn Bjömsson, forstjóri félagsins í sam- tali við Morgunblaðið. „Okkur tókst að lækka dreifingarkostnað milli ára um 5,8%, kostnað við rekstur olíustöðva um 3% og sameiginlegan rekstrarkostnað um 13%. Aðhalds- aðgerðir sem við höfum gripið til á undanförnum árum eru að skila sér núna auk þess sem við höfum náð betri tökum á útistandandi skuld- um. Við höfum verið með myndar- legar varúðarfærslur vegna skulda og teljum að við höfum gert hreint fýrir okkar dyrum.“ Hækkun bensínverðs fyrirsjáanleg Varðandi horfur um afkomu á síðari hluta ársins sagðist Kristinn vona að hún héldist jafngóð út ár- ið. Hins vegar skipti miklu hvernig gengisþróun dollars og þróun olíu- verðs yrði á tímabilinu. „Bensínverð er núna 70 dollurum hærra heldur en það var fyrri hluta ársins. Á móti kemur að gengi dollars hefur lækkað en ekki eins mikið og nem- ur verðhækkuninni. Þess vegna getur verið að það þurfi að hækka bensínverð á næstunni.“ Samþykkt var á stjórnarfundi Skeljungs í gær að fela forstjóra að leita eftir skráningu hlutabréfa á Verðbréfaþingi Íslands. Hefst undirbúningur að skráningu bréf- anna þegar í þessari viku. Kristinn Björnsson sagði hins vegar að fé- lagið hefði á undanförnum árum veitt sömu upplýsingar t.d. úr milli- uppgjöri og þau fyrirtæki sem skráð eru á þinginu. Þá hefur Skeljungur um skeið kannað möguleika á að bjóða út skuldabréf að fjárhæð allt að 200 milljónum. Endanleg ákvörðun ligg- ur þó ekki fyrir. Heildareignir Skeljungs námu alls 5.298 milljónum í lok júní og höfðu hækkað frá sl. áramótum úr 4.959 milljónum eða um 339 millj- ónir. Eigið fé nemur 2.435 milljón- um eða 46% af heildareignum. Árð- semi eiginfjár miðað við 30. júní er tæp 9%. Marel hf. með 55% veltuaukningu fyrstu sex mánuðina Hagnaður nam um 15,4 milljónum * * Hljómsve ... er á leiðinni suður og veröur / f ISULIUASAL UM HELGINA! HAGNAÐUR Marels hf. fyrstu sex mánuði ársins nam alls um 15,4 milljónum króna samanborið við tæpar 9 milljónir á sama tímabili í fyrra. Velta fyrirtækisins á tíma- bilinu var alls 358 milljónir og jókst um 55% frá sama tíma í fyrra. Þessi auknu umsvif má rekja til þess að verulegur árangur hefur náðst í sölu á framleiðsluvörum fyrirtækisins til kjúklinga- og kjöt- iðnaðar í Bandaríkjunum. Þá hefur sala verið góð til fiskiðnaðar. Fastir starfsmenn fyrirtækisins á Islandi voru í lok júní 79 en voru 71 í ársbyijun. Söluhorfur á síðari hluta ársins þykja góðár og er búist við að afkoma verði svipuð og á fyrri hluta ársins. Sala Marels hér á landi nam 55 milljónum fyrstu sex mánuði árs- ins, 93,5 milljónum í Vestur-Evr- ópu, 13 milljónum í Rússlandi, 128 milljónum í Norður-Ameríku, 20 milljónum í Ástralíu og Nýja-Sjá- Iandi, 25 milljónum í Afríku og 15 milljónum á öðrum mörkuðum. Vægi vinnslukerfa og tengds búnaðar í sölunni hefur aukist jafn- framt því sem mikil sala hefur ver- ið í ýmiskonar flokkunarbúnaði. Fyrirtæki í kjöt- og kjúklingaiðnaði hafa t.d. bæði keypt vigtunar- og vinnslueftirlitskerfi og flokkunar- búnað. Þá er sala nýhafin á flokkunarbúnaði sem byggir á myndgreiningartækni og verið er að kynna þessa dagana nýjan hníf sem notar myndgreiningu til að skera flök í bita. Fyrstu tveir hníf- amir verða settir upp hér á landi á næstu vikum og eru bundnar miklar vonir við þessa tækni. „Sala til Norður-Ameríku hefur verið töluvert meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir,“ sagði Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marels. „Sérstaklega hefur náðst góður árangur í kjúklinga- og kjöt- iðnaði, en salan hefur einnig verið ágæt í fiskiðnaði, bæði hér á ís- landi, í Noregi og til nýrra landa eins og Suður-Afríku.“ Geir benti á að Marel hefði aldrei verið með jafnmikið vömúrval og ef fyrirtækinu tækist að nýta það mætti gera ráð fyrir áframhaldandi söluaukningu. „Það er verið að setja upp búnað frá okkur í svínakjöts- vinnslu í Detroit í Bandaríkjunum og ef það gengur þokkalega vel gætu nýir möguleikar opnast á því sviði. Þetta er fullkomnasta flokk- unar- og vinnslueftirlitskerfí sem hefur verið sett upp í svínavinnslu í Bandaríkjunum. Einnig er mikill uppgangur í fískiðnaðinum í Nor- egi. Við tókum nýlega þátt í sýn- ingu þar og fengum mjög góðar viðtökur við okkar búnaði. Mögu- leikar þar í landi eiga því að vera góðir á síðari hluta ársins þannig að útlitið er gott á öllum vígstöðv- um. Þess vegna væntum við þess að velta móðurfyrirtækisins verði nálægt 700 milljónum á þessu ári, sem þýðir að heildarveltan verður nálægt 750 milljónum.“ Vextir hækka í Bandaríkj- unum AlúÖarþakkir fœri égykkur öllum, sem heiðruðu mig á sjötugsafmæli mínu, hinn 10. ágúst sl., meÖ heimsóknum, gjöfum, blómum og skeyt- um. Sérstakar þakkir flyt ég Knattspyrnufélagi Akureyrar og forystumönnum þess fyrir vináttu og miídnn heiður mérsýndan á þessum degi. LifiÖ heil. Sæmundur Óskarsson. I Washington. Reuter. BANDARÍSKI seðlabankinn hækk- aði forvexti í gær í 4% úr 3.5% til þess að reyna að koma í veg fyrir að verðbólga fengi byr í seglin og stofnaði efnahagsbata í hættu. Þetta er fimmta vaxtahækkunin á þessu ári og hafa vextir ekki verið eins háir síðan í nóvember 1991. „Tilgangurinn með aðgerðunum er að halda verðbólguþrýstingi í skefi- um,“ sagði í yfirlýsingu bankans, „og stuðla þar með að varanlegum hagvexti.“ Seðlabankinn gaf til kynna í yfir- lýsingu sinni að hækkanirnar mundu nægja í bili til þess að ná því marki að tryggja varanlegan hagvöxt án verðbólgu. Skuldabréf hækkuðu í verði og langtímavextir lækkuðu í kjölfarið. Hlutabréf í hækkuðu í fyrstu, en lækkuðu þeg- ar þeirri skoðun óx fylgi að hækk- anirnar muni draga úr hagvexti og hagnaði fyrirtækja. Dollarinn styrktist í fyrstu, en lækkaði svo. í, u « « Cí « « |« « Ekki fara á taugum amorgun i « LL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.