Morgunblaðið - 17.08.1994, Side 14

Morgunblaðið - 17.08.1994, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Yarað við blóðugum óeirðum SETTUR forseti Búrúndí varaði í gær við hættunni á, að blóðug- ar ættbálkaerjur blossuðu upp í landinu, sem er byggt hútúum og tútsum, ef andstæðar stjórn- málafylkingar koma sér ekki saman um hver skuli verða næsti forseti landsins. I höfuð- borginni Bujumbura hafði her- inn mikinn viðbúnað á götum úti, til þess að reyna að stöðva óeirðir sem staðið hafa í rúma viku, eða frá því stjórnarand- stæðingurinn Mathias Hi- timana var handtekinn. Hann hefur nú verið látinn laus. S-Kóreskir kjarnakljúfar UTANRÍKISRÁÐHERRA Suð- ur-Kóreu sagði í gær að Norð- ur-Kóreumenn yrðu að sam- þykkja að byggja kjamakljúfa að suður-kóreskri fyrirmynd, samkvæmt ákvæðum samnings sem Bandaríkin og Norður- Kórea gerðu í síðustu viku. Sagði ráðherrann, að ekki væri neinn „raunhæfur valkostur annar í íjósi ákvæða samnings- ins.“ Norður-Kóreumenn höfðu áður hafnað þessum kosti af stjórnmálalegum ástæðum. Kólera í Tsjetsjníju KÓLERA hefur orðið íjórum að fjörtjóni í rússneska sjálf- stjórnarlýðveldinu Tsjetsjníju, samkvæmt fregnum frá Inter- fax fréttastofunni. Sextán hafa látist af völdum faraldursins og tæplega 500 smitast í ná- grannaríkinu Dagestan. Einn hefur látist í Moskvu. Yfirvöld í Tsjetsjníju segja að 34 kóleru- tilfelli hafi verið skráð í land- inu, öll í tveim bæjum sem eru við landamærin við Dagestan. Lögmönnum úthýst LÖGREGLA í Albaníu meinaði í gær tveim virtum, grískum lögfræðingum um aðgang að réttarsal þar sem standa rétt- arhöld yfir fímm grískum Al- bönum, sem eru sakaðir um njósnastarfsemi og vopnahald. Þeir hafa allir lýst sakleysi sínu. Þeir eru allir framarlega í flokki Omona-samtaka Grikkja, sem voru handteknjr í apríl í kjölfar atviks á landamærum Albaníu og Grikklands, þar sem tveir Albanir féllu. Grísku lögfræð- ingarnir höfðu bréf upp á að mega fara inn í réttarsalinn, undirrituð af forseta réttarins, en var samt meinaður aðgang- ur. Fjöldamord í Frankfurt LÖGREGLA í Frankfurt sagði í gær að íjogur fómarlambanna sex sem voru kyrkt í vændis- húsi þar á mánudag hefðu verið vændiskonur frá Sovétríkjunum fyrrverandi, og hin tvö verið ungversk hjón sem stóðu að starfseminni í húsinu. Að sögn lögreglu bentu aðstæður til að þama hefðu atvinnumorðingjar verið að verki. Engar vísbend- ingar hefðu fundist um hverjir þeir væru. Fjölmiðlar í Þýska- landi hafa leitt getum að því, að ástæða morðanna hafi verið átök milli bófaflokka, og að rússneska mafían hafi átt hlut að máli. Reuter Litskrúðugur verjandi FRANSKI lögfræðingurinn Jacqu- es Verges hefur fallist á að verja „Sjakalann Carlos", hermdar- verkamanninn illræmda, sem bíður nú réttarhalda í París. Verges er talinn einn snjallasti lögfræðingur Frakklands og hann er þekktur fyrir að viþ'a ögra mönnum og taka að sér mál, sem þykja illveijanleg og aðrir lögfræðingar hafna. Hann varði til að mynda Klaus Barbie, yfirmann Gestapo í Lyon, sem hafði þá verið dæmdur tvisvar til dauða fyrir stríðsglæpi. Þegar Barbie flúði frá Frakklandi árið 1944 var Verges á meðal hermanna de Gaulle hershöfðingja sem frels- uðu París. „Ef Barbie hefði verið hinum megin byssuhlaupsins hefði ég skotið hann,“ sagði Verges. „Núna er ég einfaldlega að sinna starfi mínu sem lögfræðingur." Verges er 69 ára að aldri og varði einnig eiginkonu Cariosar, Magda- lenu Kopp, sem var félagi í Rauðu herdeildinni í Þýskalandi og var dæmd í þriggja ára fangelsi í Frakklandi eftir að byssur og sprengiefni höfðu fundist í fórum hennar. Hún var látin laus árið 1985. Verges þykir sækjast eftir því að vera í sviðsljósinu en hann hvarf þó á árunum 1970-78 og neitar að skýra frá því hvað hann aðhafðist á þeim tíma. Verges aðhylltist snemma komm- únisma, var fyrst stalínisti og síðan maóisti, barðist gegn nýlendu- stefnu og hóf að lokum baráttu gegn zíonisma. Sem stúdentaleið- togi og félagi í franska kommúni- staflokknum komst hann í vinfengi við Pol Pot, sem varð síðar leiðtogi Rauðu khmeranna illræmdu í Kambódíu og stóð fyrir fjölda- morðum þar. Myndin var tekin af Verges þegar hann gekk úr dómhúsinu i París eftir að hafa enn einu sinni vakið athygli með vali sínu á skjólstæð- ingi. Smyglari handtekinn í Þýskalandi Smyglað plúton finnst í þriðja sinn á skömmum tíma YFIRVÖLD í Bremen í Þýskalandi sögðust í gær hafa handtekið 34 ára gamlan mann sem var með plúton í fórum sínum. Handtakan fór fram sl. laugardag og var maðurinn að sýna væntanlegum kaupanda sýnis- horn af efninu sem er geislavirkt og baneitrað. Það fæst úr úrgangs- efni kjarnaofna og hægt er að nota það til að framleiða kjarnavopn. Þetta er í þriðja sinn á fjórum mán- uðum sem smyglað plúton finnst í landinu og telja þýsk yfirvöld að efnið komi frá fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna gömlu. Sovétlýðveldi þar sem kjarnavopn voru til varnar voru auk Rússlands Úkraína, Hvíta-Rússland og Kaz- akhstan. Nýlega fullyrti einn af út- sendurum þýsku lögreglunnar að fyrrverandi liðsforingjar í a-þýska hernum og leyniþjónustu alþýðulýð- veldisins horfna nýttu sér sambönd í fyrrverandi Sovétlýðveldum til að gera Þýskaland að helsta vettvangi alþjóðlegrar „kjarnorkumafíu“. Úm helgina var skýrt frá því að rúm 300 grömm af plútoni hefðu fundist í fórum smyglara í Bæjara- landi og þótti meðferðin á varningn- um benda til að ekki væru neinir viðvaningar á ferð. í Reuters-frétt- um segir að plútonið hafi fundist í farangri tveggja Spánveija og eins Kólumbíumanns í flugvél sem kom frá Moskvu. í vélinni var einnig Vikt- or Sídorenko, aðstoðarkjarnorkuráð- herra Rússlands, en ekki er vitað hvort éinhver tengsl eru þarna á milli. Margir óttast að hermdarverka- menn og ríki á borð Líbýu og írak reyni að komast yfír efnið og hygg- ist nota það við smíði kjarnavopna. Á mánudag vísuðu Rússar því á bug að plúton-fundurinn sýndi að öryggiseftirlit í kjarnorkuiðnaði landsins væri í molum. Efnið gæti ekki verið frá Rússlandi. Einn af aðstoðarmönnum Helmuts Kohls Þýskalandskanslara, Bernd Scmi- edbauer, sagðist í blaðaviðtali senn myndu halda til Moskvu til að ræða hvernig koma mætti í veg fyrir frek- ara smygl á kjarnorkuefnum til Vesturlanda. Sýnishorn fasteignasala Stjórnvöld í Bæjaralandi sögðu á fimmtudag í liðinni viku að þau hefðu náð litlu sýni af auðguðu plút- oni, sem nota má í sprengju, í borg- inni Landshut hinn 13. júní; efnið var talið vera frá Rússlandi. Málinu var að sögn International Herald Tríbune haldið leyndu þar til lög- reglu tókst að handtaka þýska konu, fasteignasala, sem talin er vera höf- uðpaurinn í glæpahring. Sýnið hefði verið sent til hennar til að þess að væntanlegir kaupendur á svarta markaðnum gætu séð að rússnesku sölumennirnir gætu útvegað rétta vöru og nóg væri til af henni. Frakkar klófesta Carlos, alræmdasta hermdarverkamann heims Handtakan sögð árangur leynímakks við Súdani París. Reuter. HANDTAKA „Sjakal- ans Carlosar", alræmd- asta hermdarverka- manns heims, er af- rakstur viðleitni Frakka til að klófesta hann með því að byggja upp leyni- íeg tengsl við herfor- ingjastjórn múslima í Súdan - ríki sem Frakk- ar hafa fordæmt opin- berlega sem griðastað fyrir hryðjuverkamenn. Þetta er mat fréttaskýr- enda og stjórnarerind- reka í París. Franska stjómin var fljót að vísa á bug fregn- um um að handtakan væri liður í vafasömu leynisam- komulagi hennar og herforingja- stjórnarinnar í Súdan. Vestrænir stjórnarerindrekar í París sögðu hins vegar að Frakkar hefðu, á bak við tjöldin, komið sér upp tengslum við embættismenn herforingjastjórnar- innar í Súdan undanfarna mánuði í því skyni að binda enda á 20 ára íeit að hermdarverkamanninum ill- ræmda. Súdanir hefðu handtekið Carlos vegna þrýstings frá Frökkum, einkum fyrir tilstilli Charles Pasqua innanríkisráðherra. Lögreglan í Súdan neitaði því í fyrstu að „Sjakalinn Carlos", réttu nafni lllich Ramirez Sanchez, væri í landinu en handtók hann síðan í einbýlishúsi í Khartoum og færði í hendur franskra leyniþjónustu- manna sem höfðu haft uppi á honum í höfuðborginni. Súdan hefur verið á svörtum lista bandarískra stjórnvalda yfír lönd sem veita hermdarverkamönnum athvarf. Súdönsk yfir- völd sögðust hafa hand- tekið Carlos vegna þess að hann hefði verið að undirbúa valdarán í Khartoum. Vestrænir fréttaskýrendur gefa lít- ið fyrir þá skýringu. Carlos var eftirlýstur í nokkrum ríkjum, en talsmaður alþjóðalög- reglunnar Interpol sagði að aðeins Frakkar og Súdanir hefðu átt hlut að máli. Lögfræðingur Carlos- ar, Mourad Oussedik, sagði að handtakan væri liður í vafasömu leyni- makki Frakka og Súdana. „Stjórn- völd í Súdan og Frakklandi gerðu með sér samning. Carlos var svikinn og seldur fyrir fjárhæð sem er miklu hærri en 30 silfurpeningar. Þetta var mannrán sem á heima í spennu- sögu,“ sagði hann. „Súdanskir ör- yggisverðir, sem áttu að vernda hann, sviku hann og kefluðu, spraut- uðu í hann deyfilyfjum og settu í franska flugvél þar sem franskir leyniþjónustumenn biðu hans.“ Áður hafði Pasqua innanríkisráð- herra neitað harðlega fregnum um að súdanska herforingjastjórnin kynni að hafa handtekið Carlos vegna þess að Frakkar hefðu aðstoð- að hana í baráttunni við aðskilnaðar- sinna sem hafa gert uppreísn í suð- urhluta Súdans. Franska dagblaðið Liberation, sem er vinstrisinnað, hafði sagt að súdanskir embættis- menn hefðu nokkrum sinnum heim- sótt stöðvar frönsku leyniþjón- ustunnar, síðast fyrir tveimur mán- uðum - eða um það leyti sem frönsk stjórnvöld segjast fyrst hafa fengið upplýsingar um að Carlos væri í Súdan. Blaðið sagði að franska leyniþjón- ustan hefði einnig látið súdönsku herforingjastjórninni í té gervi- hnattamyndir sem kæmu henni að gagni í stríðinu við uppreisnarmenn- ina. Þetta hefði verið gert að frum- kvæði embættismanna Pasqua. Frakkar urðu verst fyrir barðinu á Carlos „Um leið og Carlos kom til Súd- ans hafði hann ástæðu til að ætla að Súdanir myndu svíkja hann. Hann var ekki lengur í landi algjörrar og sjálfkrafa samstöðu," sagði Francois Burga, sérfræðingur hjá frönsku rannsóknastofnuninni CNRS. „Súd- anir hafa ítrekað reynt að binda enda á alþjóðlega viðskiptabannið sem þeir hafa orðið fyrir barðinu á. Þeir hafa þegar fengið sína umbun vegna þess að þeir fá nú tækifæri til að koma fram í fjölmiðlum á áber- andi hátt sem virðingarvert land.“ Hver sem umbun Súdana kann að vera eru vestrænir stjórnarerind- rekar í París sammála um að Frakk- ar hafi lagt meiri áherslu á að finna Carlos en aðrar þjóðir. Franska stjórnin segir að hann hafi drepið að minnsta kosti 15 manns í Frakk- landi og hann hefur þegar verið dæmdur þar í lífstíðarfangelsi í rétt- arhöldum að honum fjarstöddum, fyrir dráp á tveimur leyniþjónustu- mönnum. „Frakkar urðu verst fyrir barðinu á Carlos. Þannig að þeir voru áfjáðastir í að grípa til að- gerða," sagði stjórnarerindreki. Ottast hefndaraðgerðir Samkvæmt Pasqua hefur Carlos sjálfur sagt að hann hafi drepið 83 menn í Evrópu og Miðausturlöndum á tuttugu ára ferli sínum sem hermd- arverkamaður. Frakkar vonast til þess að Carlos afhjúpi starfsemi hryðjuverkasamtaka víða um heim og veiti upplýsingar um tengsl ríkja við hryðjuverk í Evrópu, Miðaustur- löndum og Japan. Fréttaskýrendur vöruðu við því að nokkur ríki kynnu að reyna að koma í veg fyrir réttarhöld yfir Carl- os. Aðrir sögðu hættu á því að hryðjuverkasamtök, sem aðhyllast svipaða vinstriöfgastefnu og Carlos, kynnu að fremja mannskæð hermd- arverk til að hefna handtökunnar. „Hættan á tilræðum er vissulega fyrir hendi,“ sagði Pasqua, sem bætti við að gerðar hefðu verið ráð- stafanir til að koma í veg fyrir hefnd- araðgerðir. „Maður eins og Carlos sest aldrei í helgan stein.“ Eiginkonan býr í Venezuela Carlos og Magadalena Kopp, þýsk eiginkona hans, hafa verið aðskilin síðustu árin og hún býr nú í Venezu- ela með átta ára dóttur þeirra, að sögn móður hennar. Kopp var félagi í Rauðu herdeildinni í Þýskalandi og kynntist Carlos í Austur-Berlín á áttunda áratugnum. Þá hafði hún verið ástkona þýsks samverkamanns Carlosar, Johannesar Weinrichs, og Stasi, austur-þýska öryggislögregl- an, studdi Carlos á þessum tíma. Kopp hvarf árið 1985 eftir að hafa afplánað þriggja ára fangelsis- dóm í Frakklandi. Reuter Gömul mynd af „Sjakalanum Carlos".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.