Morgunblaðið - 17.08.1994, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 17.08.1994, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994 15 ERLENT Max Adenauer kjörræðismaður íslendinga í Köln Einstætt að menning sé jafn mikilvægnr þáttur Max Adenauer hefur verið íslandsvinur í tæpa átta áratugi. í samtali við Steingrím Sigurgeirsson metur hann samskipti íslend- inga og Þjóðverja og greinir frá skoðunum sínum varðandi þróun Þýskalands. MAX Adenauer, kjörræðismaður íslands í Köln, sem verður 84 ára gamall í næsta mánuði, hefur und- anfarna daga ferðast um landið. Líklega hafa fáir jafngóða yfirsýn yfir tengsl íslendinga og Þjóðveg'a á þessari öld og Adenauer, en Is- landsáhugi hans vaknaði er hann las Nonnasögurnar sem litill drengur. Hann segir áhuga Þjóð- veija á íslandi mikinn og fara vaxandi. Það sé líka einsdæmi í samskiptum Þjóðverja við aðrar þjóðir að menning gegni jafn veiga miklu hlutverki og í samskiptum íslendinga og Þjóðveija. Adenauer segir þetta vera í sjötta eða sjöunda sinn, sem hann komi til íslands, og sé tilgangurinn sá að ferðast um landið með nokkrum vinum. Síðast var hann hér í fylgdarliði Richard von Weiszáckers, þá Þýskalandsfor- seta, er hann kom til íslands sum- arið 1992. Adenauer segist hafa borið sterkar taugar til íslands, en sem ungur drengur kynntist hann landinu í gegnum bækur, ekki síst Nonnasögurnar. „Þær eru skrifaðar á mjög rómantískan hátt fyrir ung börn og maður fer að þrá að sjá landið með eigin augum. Þannig byijaði þetta,“ segir Adenauer. „Eg elska þetta land. Ekki bara náttúrunnar vegna heldur af mörgum öðrum ástæðum einnig. Náttúran hefur ávallt heill- að mig en einnig menningin og það er magnað að sjá hvernig Is- lendingar, 250 þúsund manna þjóð, mynda fullkomið nútíma- þjóðfélag." Hann segir tengsl íslendinga og Þjóðveija ávallt hafa verið átakalaus þó- svo að smávægi- legur ágreiningur hafi komið upp í kringum landhelgisdeilurnar. Þjóðveijar hafi líka almennt mjög jákvætt viðhorf til íslands og íslendinga og menn- ingararfur þjóðanna sé um margt sameig- inlegur. Hann telur að áhugi Þjóðveija á ís- landi fari vaxandi með árunum. „Það á ekki síst við um ferðamenn en þýskum ferða- mönnum til íslands fjölgar stöðugt. Það má líka segja að þýskir ferðamenn séu gæðaferðamenn. Þeir hafa raunverulegan áhuga á landinu og gera miklar kröfur. Margir þeirra vilja iíka endurlifa rómantík æskuáranna og ferðast um landið á hestum og gista í tjaldi. Ég held að ísland eigi mikla möguleika í framtíðinni sem ferðamannaland." Hann segir Þjóðveija nú vera á skeiði þar sem þeir hafi mjög gam- an af því að ferðast og hlutfalls- lega ferðist engin önnur þjóð meira en þeir. „Við veljum líka út lönd sem hafa ákveðna róman- tík til að bera. Við Þjóðveijar erum frekar rómantísk þjóð. Áhuginn á landinu sést líka á því að mörg þýsk-íslensk vináttufélög eru starfandi í Þýskalandi og er ég til dæmis formaður Félags ísland- svina í Köln. Slík félög eru starf- andi í mörgum borgum í Þýska- landi, Hannover, Hamborg, Stuttgart, Miinchen og Dortmund. Þetta eru, ólíkt flestum slíkum félögum, ekki félög sem rekin eru vegna viðskiptalegs áhuga heldur einbeita sér fyrst _og fremst að menningarsviðinu. Ég vil líka taka fram að um er að ræða raunveru- legan djúpstæðan áhuga á landinu en ekki bara að fara þangað. ís- lenskar bókmenntir njóta mikilla vinsælda í Þýskalandi og þá alls ekki bara fornbókmenntirnar og margir kynnast landi og þjóð í gegnum þær. Ég held að hvergi sé hægt að finna dæmi um það, í samskiptum Þjóðveija við aðrar þjóðir, að menning hinnar þjóðar- innar gegni jafn veigamiklu hlut- verki. Oftast eru það viðskipta- hagsmunir sem eru í fyrirrúmi." En Adenauer hefur einnig fylgst grannt með þróun- inni í Þýskalandi undanfarna ára- tugi, enda var faðir hans Konrad Ade- nauer, fyrsti kansl- ari Þýska sam- bandslýðveldisins. Hann segir nokk- urn kynslóðamun vera á afstöðu manna. Hans kyn- slóð, sem upplifði sameinað Þýska- land, t.d. á tímum Weimarlýðveldis- ins, hafi aldrei getað hugsað sér framtíð Þýskalands öðruvísi en sameinaða. Yngri kynslóðir hafi aftur á móti alist upp við tvö þýsk ríki og í þeirra augum sé samein- ingin eitthvað afbrigðilegt. „Hvað á maður að segja við því? Það mun ekkert sérstakt gerast í kjöl- far sameiningarinnar. Hið samein- aða Þýskaland mun áfram gegna sama hlutverki og áður og taka á sig þær skuldbindingar _sem nú- tíma ríki þarf að gera. Ákvörðun hæstaréttar Þýskalands að leyfa þátttöku i friðargæsluverkefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna er liður í því. Það mun ekkert breyt- ast nema kannski að bundinn er endi á hina undarlegu stöðu ríkis, sem tekur fullan þátt í efnahags- lífi heimsins, en lifir samt einangr- uðu lífi.“ Hann segist vera algjörlega viss um það að engir stórveldisdraum: ar blundi í hugum Þjóðveija. „I öllum ríkjum meðal allra þjóða eru til menn sem hrópa gífuryrði á götunum. Við verðum að vera sér- staklega á varðbergi, sögu okkar vegna, gagnvart þvi að hrópin verði ekki of mörg. Með því er líka grannt fylgst. Það eru engin merki uppi um stórveldisdrauma meðal þýsku þjóðarinnar eða þá að kynt sé undir slíkt með einhveiju móti. Við viljum fylgja okkar stefnu áfram og uppfylla skuldbindingar okkar, rétt eins og aðrar þjóðir á borð við íslendinga. Við tökum á okkur skyldur innan ramma al- þjóðlegra stofnana en öðlumst einnig réttindi. Þannig er það og þannig á það að vera.“ Morgunblaðið/Þorkell Max Adenauer Olga á Gaza-svæðinu FÉLAGAR í öfgasamtökunum Hamas kröfðust í gær lausnar manna sem palestínska lögreglan hafði tekið fasta í tengslum við morð á Israela á Gaza-svæðinu á sunnudag. Reiddist Yjtzhak Rab- in, forsætisráðherra ísraels, morðinu svo mjög, að hann hótaði því að koma í veg fyrir frekari friðarviðræður þar til örygg- issveitir Palestínumanna hand- tækju ódæðismennina. Voru fjör- tíu menn handteknir en 28 þeirra látnir laUsir í gær. Þá hófust í gær að nýju viðræður ísraela og Frels- issamtaka Palestínu um kosningar Palestínumanna á Vesturbakkan- um og Gaza en viðræðurnar höfðu legið niðri frá því að ísraelskur Iandnemi framdi fjöldamorð í mosku í febrúar sl. -----♦-------- Stj órnarmyndun í Færeyjum Lítið þokast Þórshöfn. SAMBANDSFLOKKURINN í Fær- eyjum telur útilokað að samþykkja 20% launalækkun með lagasetningu og hefur því hætt stjórnarmyndunar- viðræðum við Fólkaflokkinn. Um síðustu helgi ræddu fulltrúar Sambandsflokksins við flóra litla fiokka um stjórnarmyndun. Á sunnu- dag brá svo við að Sjálfstýrisflokkur- inn hafnaði öllu samstarfi við Sam- bandsflokkinn sem sneri sér þá á ný til Fólkaflokksins. Formaður Sam- bandsmanna, Edmund Joensen, sagði í viðtali við Dimmalætting á mánudag að gengi ekki saman með Fólkaflokknum og þrem litlum flokk- um yrði reynt að semja við jafnaðar- menn. m TisnsnsH ELFA VORTICEl VIFTUR AUKIN VELLÍÐAN ! Borðviftur Gólfviftur Fjölbreytt úrval - hagstætt verð I Einar Farestveit & Co.hf. Borgarlúni 28 — S 622901 og 622900 fi'isrisnsr/ Sjábu hlutina í víbara samhengi! -kjarni málsins! BOLTAMAÐURINN Laugavegi 23 • Sími15599 Þú kemst ekki hjá því aö gera mjöggóö kaup á vönduöum íþróttavörum á haustútsölunni okkar. Mættu bara snemma - viö byrjum kl. 9:00 í fyrramáliö.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.