Morgunblaðið - 17.08.1994, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Norræn alþýðutónlistarhátíð
DAGANA 19.-21. ágúst verður
haldin norræn alþýðutónlistarhátíð í
Norræna húsinu. Hátíðin er haldin í
tengslum við ársfund Norrænu al-
þýðutónlistarnefndarinnar, „Nordisk
folkmusik kommité". Af því tilefni
voru stofnuð samtök í vetur sem
nefnast ISAT (íslensku alþýðutón-
listarsamtökin) en þar vinna saman
Kvæðamannafélagið Iðunn, Kvæða-
mannafélag Hafnarfjarðar, Félag
harmóníkuunnenda, Samband ís-
lenskra harmóníkuunnenda, Þjóð-
dansafélag Reykjavíkur og Vísnavin-
ir.
Vaxandi áhugi er meðal ungs fólks
á alþýðutónlist og er gaman að segja
frá því að til hátíðarinnar er boðið
ungum og efnilegum spilurum frá
Danmörku, -Finnlandi, Noregi og
Svíþjóð auk þess sem íslenskir spilar-
ar, dansarar og kvæðamenn munu
koma fram.
Frá Danmörku kemur hópur sem
nefnir sig Baltinget. Baltinget spilar
danska alþýðutónlist fyrir dansi eða
á tónleikum kryddaða með nýjum
hugmyndum.
Baltinget hefur m.a. komið fram
á vestuijósku vísnahátíðinni í Tarm,
spilararhátíðinni í Árósum, Europade
í Horsens 1993 en það er evrópuhá-
tíð þjóðdansara og spilara sem hald-
in er á hverju ári í einhveiju evrópu-
landanna og einnig komið fram í
dönsku útvarpi. í tengsium við hátið-
ina í Horsens skrifaði gagnrýnandi
Horsens Folkeblad: „ ... Þá var
kominn tími til að kynna fyrstu
dönsku grúppuna þetta kvöld, Baltin-
Dagana 19.-21. ágúst
verður haldin norræna
alþýðutónlistarhátíð í
Norræna húsinu í
Reykjavík, segir Lilja
Petra Ásgeirsdóttir,
og þar koma fram
ýmsir áhugaverðir
listamenn.
get. Varla voru fyrstu tónamir þagn-
aðir er hin sanna evrópadastemmn-
ing - hin rétta næstúm euforiska
stemmning þar sem áheyrendur
hrópuðu, stöppuðu, flautuðu, klöpp-
uðu og sungu með.“ Meðlimir í Balt-
inget eru Per Bo sem spilar á fiðlu
og syngur, Johnnie Frederiksen sem
spilar harmóníku, Tove de Fries sem
spilar á fíðlu og syngur, Klaus
Ravnsborg sem spilar á gítar og
Peter M. Sejersen sem spilar á
kontrabassa.
Frá Finnlandi kemur einnig hópur
ungra hljóðfæraleikara. Sá hópur
nefnir sig IN4FUN. Sveitin var stofn-
uð 1992. Meðlimir eru : Christofer
Öhman, Mathias Hildén, Johan Sjö-
berg, Ida Friberg og Anders Portin.
Þau spila á fiðlu, lágfíðlu, gítar,
banjo, mandolin og ýmis slagverks-
hljóðfæri, s.s. trommur, skeiðar ofl.
Tónlistin sem þau spila er sænsk,
fínnlands-sænsk, írsk og blönduð al-
þýðutónlist.
Frá Svíþjóð koma fjórir ungir spil-
arar. Þeir eru sérstaklega valdir til
þessarar farar, en á dagskrá þeirra
er aðallega alþýðutónlist frá Dölum
og Upplöndum Svíþjóðar. Anna
Ristner er tvítug og fædd í Falun.
Hún spilar á fiðlu, blokkflautu og
syngur. Hún er meðlimur í 3 spilara-
félögum og kom fram á Falun al-
þýðutónlistarhátíðinni 1993 fyrir
Dalina. Hadrian „Hady“ Prett er 26
ára, frá Rattvik og spilar á fiðlu.
Hann er vanur leiðbeinandi í þjóðla-
gatónlist. Hady kom fram á alþýðu-
tónlistarhátíðinni í Falun 1992 fyrir
Dalina. Markus Svensson er 21 árs
frá Vanersborg. Hann spilar á fíðlu
og nyckelhörpu. Nyckelharpa er eitt
af elstu hljóðfærum Svía en hefur
breyst nokkuð á síðustu öld. Hún
hefur notið mikilla vinsælda í Svíþjóð
síðustu áratugi. Markús varð ríkis-
spilari (riksspelmann) 1992 en það
er titill sem bestu alþýðutónlistar-
menn Svíþjóðar fá. Jobs Karl Larsson
er 22 ára, frá Leksand og spilar á
fíðlu.
Frá Noregi koma einnig fjórir
listamenn. Það eru Haakon Tveito
frá Hallingdal. Hann hefur dansað
þjóðdansa i'rá 10 ára aldri og hefur
keppt í dansi frá 1978. Árið 1993
vann hann landsmótið í dansi. Hákon
spilar á harmóníku og er danskenn-
ari og stundakennari í tónlistarskól-
anum í heimabyggð sinni. Egill Sy-
versbraaten er fæddur í Hemsedal.
Hann er 25 ára og byijaði að spila
á fiðlu sex ára gamall. Hann lærði
hjá föður sínum, afa og öðrum dug-
legum Hallingdals-fíðlurum. Hann
sigraði á Landsmóti alþýðutónlistar- j*
manna í sínum flokki 1992 og 1993. f
Egill spilar á harðangursfíðlu, sem
er þjóðarhljóðfæri Norðmanna. Hann
hlaut minningarverðlaun Öyvinds
Bergs 1993. Vidar Underseth er
fæddur í Ytre Sogn í Noregi. Hann
byijaði að spila á harðangursfíðlu
16 ára gamall en dansar einnig og
hefur tekið þátt í landsmótum bæði
sem spilari og dansari. Hann sigraði r
árin 1989, 1991 og 1994 í dansi.
Árið 1989 fékk hann kóngabikarinn.
Vidar hefur spilað bæði heima og |
erlendis. Marit Karlberg er 26 ára
fædd í Valdres. Hún lærði snemma
að dansa og fór síðan að læra á lang-
spil (langeleik), en í Valdres hefur
langspilshefð haldist óslitin frá mið-
öldum.
Á hátíðinni munu einnig koma
fram fjölmargir íslenskir harmoníku-
leikarar víða að af landinu. Kvæða-
menn úr Kvæðamannafélögunum í
Reykjavík og Hafnarfirði munu
kveða rímur, dansarar úr Þjóðdansa- |
félagi Reykjavíkur sýna dans og *
margt fleira. Haldin verða námskeið
í dansi, harmoníkuleik og fíðluleik.
Hljóðfæraleikararnir fara í bæjarferð
þar sem þeir spila fyrir gesti og gang-
andi bæði í Reykjavík og Hafnarfírði.
Það má ljóst vera að það er ekki
á hveijum degi sem við íslendingar
fáum tækifæri til að hlýða á svo fjöl-
breytta dagskrá norrænnar alþýðu-
tónlistar. Ekki er að efa að mikið |
fjör verður á tónleikunum í Norræna ?
húsjnu og á Hótel Sögu í ágúst og I
hvet ég alla sem áhuga hafa á al-
þýðutónlist að koma, sjá og heyra.
Höfundur er dansari og spilari í
Þjóðdansafélagi Reykjavíkur ogí
undirbúningsncfnd hátíðarinnar.
Tækifæri í skipa-
smíðaiðnaði
Á SJÖUNDA áratugnum byggðu
íslendingar upp öflugan stálskipa-
iðnað. Þar voru í fararbroddi dugn-
aðarforkamir Skafti á Akureyri,
Þorgeir á Akranesi og Marselíus á
ísafírði sam allir höfðu rekið slippa
og smíðað tréskip um langt árabil,
svo og bjartsýnismaðurinn Jón
Sveinsson sem stofnaði
nýtt fyrirtæki, Stálvík
í Garðabæ. Bjarni
Benediktsson þáver-
andi forsætisráðherra
hvatti mjög til þessarar
uppbyggingu og hafði
tröllatrú á framtíð
þessarar iðngreinar.
Þessi starfsemi óx
hratt og um 1.000 árs-
verk voru í greininni
þegar best lét. Verkefni
vom næg við nýsmíðar
og viðhald. Skip smíðuð
á íslandi voru vönduð
og þóttu ekki síðri en
þau bestu sem komu
erlendis frá.
Samdráttur
Á fyrir hluta níunda áratugarins
varð mikil breyting á. Nýsmíði skipa
innanlands lagðist nær alveg af,
bæði í kjölfar kvótakerfísins og
vegna vaxandi niðurgreiðslna í sam-
keppnislöndum. Mikil verðbólga og
háir vextir skekktu samkeppnisstöð-
una, ásamt ýmsu fleiru sem hér
verður ekki tínt til. Þá vóg einnig
þungt langvarandi áhugaleysi og
vantrú stjórnvalda á þessari iðn-
g'ein. Allt þetta varð til þess að
starfsmönnum skipasmíðastöðvanna
fækkaði um helming.
Markvissar aðgerðir
Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hef-
ur tekið þessi mál föstum tökum og
gjörbreytt rekstrarumhverfí skipa-
iðnaðarins með markvissum aðgerð-
um. Má þar m.a. nefna:
1. Breytt var 70 ára gömlum lög-
um um aðgengi erlendra skipa að
íslenskum höfnum, en það hafði ver-
ið baráttumái landssambands iðnað-
armanna um langt árabil. Þessi
breyting hefur þegar leitt til við-
skipta upp á mörg hundruð milljónir
við erlend skip.
2. Lánshlutföllum Fiskveiðasjóðs
var breytt, þannig að lán til innlendr-
ar skipasmíðaverkefna eru nú mun
hærri en til verka erlendis, jafnframt
því sem ekki eru veitt lán til slíkra
verkefna erlendis nema þau hafí
áður verið boðin út hér
innanlands.
3. Ríkissjóður hefur
lagt verulegt fé f jöfun-
araðstoð, sem hefur
skapað íslenskum
skipasmiðjum verkefni
fyrir hundruð milljóna
á þessu ári.
4. Veitt hefur verið
fá til ráðgjafar, mark-
aðsátaks og þróunar-
verkefna, svo og til
námskeiðahalds um
nýjustu tækni í málms-
uðu.
5. Aðstöðugjaldi af
fyrirtækjunum var af-
létt og skattur þeirra
lækkaður.
6. Vextir hafa verið
lækkaðir verulega og verðbólga hef-
ur lækkað niður fyrir það sem gerist
hjá helstu samkeppnisþjóðum okkar.
7. Sett hafa verið lög um jöfnun-
artolla og undirboðstolla, en samtök
skipasmíðastöðvanna hafa lengi bar-
ist fyrir slíkri lagasetningu.
Fleira mætti nefna, svo sem bar-
áttu fyrir niðurfellingu ríkisstyrkja
til skipasmíðastöðva í samkeppnis-
löndunum. Nú hefur sá merki áfangi
náðst að OECD-ríkin hafa samþykkt
að fella niður þessa styrki frá 1.
janúar 1996 og tilskipun um niður-
fellingu ríkisstyrkja er væntanleg frá
Evrópusambandinu á næsta ári.
Það má því segja að öll helstu
baráttumál íslenskra skipasmíða-
stöðva á liðnum árum hafa náð fram
að ganga í tíð ríkisstjórnar Davíðs
Oddssonar. Það er mikil og ánægju-
leg breyting frá því sleni og áhuga-
Ieysi sem stjómvöld höfðu sýnt þess-
ari iðngrein um langt árabil.
Staða fyrirteekjanna
Þær aðgerðir sem hér hafa verið
nefndar gera íslenskan skipaiðnað
samkeppnisfæran við erlendan, enda
hefur verkefnastaða fyrirtækjanna
batnað verulega. Vandamálið er hins
vegar þær gríðarlegu skuldir sem
hvíla á fyrirtækjunum eftir langvar-
andi erfiðleika og í vetur hafa fimm
af stærstu fyrirtækjunum verið í
greiðslustöðvun. Það er mál málanna
að þessi fyrirtæki komist í rekstrar-
Ríkisstjóm Davíðs
Oddssonar hefur tekið
þessi mál föstum tök-
um, segir Guðjón Guð-
mundsson, og gjör-
breytt rekstrarumhverfi
skipaiðnaðarins með
markvissum aðgerðum.
hæft ástand að nýju, en hjá þeim
unnu um 7-800 manns fyrir nokkr-
um árum, en aðeins um 300 í vetur.
Afkastageta ekki of mikil
Því hefur verið haldið fram að
eitt af vandamálum íslensks skipa-
iðnaðar sé of mikil afkastageta og
að stöðvunum þyrfti að fækka.
Þetta tel ég alrangt og fékk það
raunar staðfest með svari iðnaðar-
ráðherra við fyrirspum minni á Al-
þingi sl. haust um kostnað við ný-
smíði og endurbætur fiskiskipa er-
lendis og innanlands á undanförnum
árum (upphæðir í millj. kr.):
1993 erl. 1.700 innanl. 500
1992 — 5.658 — 923
1991 — • 1.851 — 1.068
1990 — . 1.066 _ 1.680
1989 — 3.277 — 1.413
1988 _ 6.819 _ 3.536
Samt. — 20.371 — 9.120
Bjartara framundan
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar valda
því að framtíð skipasmíðaiðnaðar-
ins er bjartari en hún hefur verið
um langt árabil. Möguleikar á stór-
fjölgun atvinnutækifæra eru óvíða
meiri en einmitt í þessari grein, þar
sem laun eru hærra hlutfall af veltu
en í flestum öðrum atvinnugreinum.
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins í
Vesturlandskjördæmi.
Guðjón
Guðmundsson
Glerhúsið
I
I
FÖSTUDAGINN
12. ágúst birtist hér í
Morgunblaðinu,
greinarkorn eftir
Magnús Óskarsson,
hæstaréttarlögmann
sem hann kallaði „Til
umhugsunar". Þar
hvetur hann til um-
ræðu um kynþátta-
vandamál er kynni að
skapast hér á íslandi
ef hinir svokölluðu
„nýbúar" halda of fast
í menningu sína og
kraftar þeirra beinist
jafnframt að því að
innleiða þessa menn-
ingu hér. Magnús seg-
ir tilefni þessara hug-
leiðina sinna vera „langa frásögn"
í Morgunblaðinu af því er eitt
hundrað Tælendingar héldu hátíð-
ina „Khao pansandaginn, fyrsta
dag þriggja mánaða regntímabils".
En auk hátíðarinnar fögnuðu Tæ-
lendingar sérstaklega því að hafa
fengið hingað munkinn Dham-
mando Bhikku, sem andlegan leið-
toga sinn. Magnús telur það m.a.
ankannalegt að fagna rigningar-
tímabili hér á íslandi.
Mig langar til að benda Magnúsi
á að fylgjast með fjölmiðlum á kom-
andi þorra en á þeim tíma árs má
undantekningarlítið lesa og heyra
frásagnir af þorrablótum íslendinga
víða um heim. Gæti ekki verið að
öðrum þjóðum þyki sá siður skrít-
inn? Og. ekki get ég ímyndað mér
að okkur íslendingum þætti það
réttlætanlegt að kasta trú okkar
þó við settumst að í framandi landi.
Ætli okkur þætti það líka ekki full-
langt gengið að vera sökuð um að
vilja „innleiða", eins og Magnús
orðar það svo sterkt, okkar menn-
ingu hjá öðrum þjóðum þó við stofn-
um íslendingafélög, höldum okkar
þorrablót, 17. júní hátíðarhöld og
fáum okkar eigin íslenska presta
svo eitthvað sé nefnt af því sem
íslendingar taka sér fyrir hendur á
erlendri grund. Því seint verður það
líklega talið íslendingi til lasts að
vera ætt- og þjóðrækinn.
Enda getum við íslendingar vart
hamið aðdáun okkar á Vestur-
íslendingum sem
mörgum hveijum hef-
ur tekist að varðveita
sína íslensku arfleifð,
kynslóð fram af kyn-
slóð þrátt fyrir alda- .
langa búsetu á fram-
andi slóðum. Þar sem
staðir og fólk bera ís- g
lensk nöfn og barna- B
barnabörn innflytjend-
anna (nýbúanna!)
skilja jafnvel íslensku.
Magnús, það hvarfl-
ar ekki að mér að bera
á móti því að kyn-
þáttavandamál sé til
staðar í mörgum lönd- ,
um. En er sökin aðeins
hjá þeim aðfluttu?
Gæti ekki hroki og virðingarleysi |
okkar Evrópubúa fyrir öðrum B
menningarsamfélögum átt þar hlut
að máli. Hroki sem oft á uppsprettu
sína í vanþekkingu og sjálfsbirg-
ingshætti. Því líkt og í öðrum sam-
böndum þurfa báðir aðilar að leggja
Gæti hroki og virðing- g
arleysi okkar Evr-
ópubúa gagnvart öðrum *
menningarsamfélögum,
spyr Sólveig Pálsdótt-
ir, átt hlut að kynþátta-
vandamálum.
sig fram um að skilja og virða hvor |
annan, því það þarf tvo til.
Magnús, þú hvetur til umræðu
um þá staðreynd að hingað til lands
hefur flutt fjöldi fólks frá framandi
löndum. Ég tek heilshugar undir
það en vörumst þá að falla í þann
fúla pytt að sjá ekki út fyrir fjós-
hauginn. Við eigum nú að heita
upplýst þjóð.
Höfundur er leikkona og stundar 6
nú nárn í bókmennta- og |
fjölmiðlafræðum við Háskóla
Islands.
Sólveig Pálsdóttir