Morgunblaðið - 17.08.1994, Síða 24
MORGUNBLAÐIÐ
24 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994
MINNINGAR
OLAFUR
SKAFTASON
ARNFRÍÐUR J. SVEINSDÓTTIR
SAMÚELINGVARSSON
■4- Ólafur Skafta-
■ son fæddist I
Reykjavík 31. des-
ember 1922. Hann
andaðist á Land-
spítalanum 9. ág-
úst síðastliðinn.
Ólafur var sonur
hjónanna Skafta
Gunnarssonar og
Guðfinnu Ólafs-
dóttur. Alsystkini
Ólafs voru Eva,
» fædd 26. maí 1924,
Gunnar, fæddur
22. febrúar 1927,
sem kvæntur er Kristínu Eddu
Kornerup-Hansen, og Hulda,
fædd 10. ágúst 1929, en hún
lést í júní 1990. Hálfsystir Ólafs,
Ólöf Helga Kristmundsdóttir,
lést 22. febrúar 1941, var fædd
30. ágúst 1917. Ólafur starfaði
lengst af sem verkamaður í
Reykjavík en 1959 var hann
ráðinn húsvörður við Vogaskól-
ann og 5 árum síðar húsvörður
við Reykjavíkurhöfn þar sem
hann starfaði í um 15 ár. Útför
Ólafs fer fram frá Seltjarnar-
neskirkju í dag.
ÓLAFUR Skaftason, fyrrum hús-
vörður í Vogaskóla og Hafnarhús-
inu, er látinn.
Fallin er í valinn maður dreng-
lyndur og Ijúfur. Ólafur fæddist á
gamlársdag 1922 á Árbakka við
Rauðarárstíg í Reykjavík. Foreldrar
hans voru sæmdarhjónin Skafti
Gunnarsson frá Lóni í Viðvíkur-
sveit og Guðfínna Ólafsdóttir frá
> Ártúni við Elliðaár. Systkini Ólafs
á lífí eru þau Eva og Gunnar, en
Hulda systir hans lést fyrir nokkr-
um árum. Bernskur fluttist Ólafur
með foreldrum sínum að Laugavegi
74 og þaðan að Laug við Reykjavík-
urveg. Árið 1932 fluttist fjölskyldan
að Baugsvegi 9, nú Bauganesi, í
Skerjafirði. Þar átti Ólafur svo
heima þangað til 1980, að hann
fluttist með Evu systur sinni að
Eiðistorgi 1, þar sem þau áttu sam-
an heimili í þijú ár, en þá fluttist
Ólafur að Hátúni 12.
Heimilið á Baugsvegi 9 var
annálað heiðursheimili og fjölskyld-
an átti ríkan þátt í því að móta
þann hugljúfa staðblæ, sem Skeija-
fjarðarbyggð býr að enn í dag og
á vonandi eftir að endast lengi.
Torfi Hjartarson mælir svo um
heimilið á Baugsvegi:
„Árið 1932 byggðu þau hjón-
in húsið að Baugsvegi 9 í
Reykjavík og hafa búið þar síðan
ásamt bömum sínum, en þau
eru enn í foreldrahúsum að und-
anteknum Gunnari, sem fór að
heiman og kvæntist á síðast-
liðnu ári.
Það fór saman að Skafti var
óvenjulega umhyggjusamur og
góður heimilisfaðir, sem helgaði
heimilinu alla frítíma sína, Guð-
Erfidrykkjur
Glæsileg kiífí-
hkiðlxirð killegir
síilir og mjög
'jgóð þjóniista.
Upplýsingar
í síma 2 23 22
FLUOLEIDIR
IÍTEL LIFTLEIIIK
finna frábær húsfreyja
að dugnaði og myndar-
skap, og börnin og for-
eldrarnir sérstaklega
samrýnd og hjálpfús
hvert við annað. Var
heimilið að Baugsvegi
9 því bæði gott og með
miklum myndarbrag.
Bæði voru þau hjón-
in glaðvær og gestris-
in. Voru vinir og kunn-
ingjar jafnan tíðir gest-
ir á heimili þeirra og
ávallt vel fagnað. Þar
var gott að koma.“
Frá fæðingu átti Ólafur við augn-
galla að stríða og var hann fýrst
skorinn upp við þessu meini innan
við fermingu og oft síðar. Sem að
líkum lætur háði þetta Ólafi ævi-
langt, en hann bar það af karl-
mennsku, sem honum var í blóði
borin.
Ólafur tók ungur að starfa, fyrst
sem sendill í Reykjavíkur Apóteki,
en þá tók við verkamannavinna hjá
borginni, Eimskipafélagi íslands
o.fl. Um fimmtugt veiktist Ólafur
af alvarlegum sjúkdómi sem þjáði
hann ævilangt, þó hélt hann áfram
störfum og eðlislægri trúmennsku
og dugnaði, uns hann varð að sætta
sig við að vera bundinn hjólastóln-
um. Eftir það hélt hann áfram að
ferðast, enda áhugamaður mikill
um ferðalög. Þá hafði hann mikinn
áhuga á ljósmyndun og var um
skeið forystumaður áhugaljós-
myndara, þ. á m. formaður félags
þeirra árum saman.
Þá hafði hann mikið yndi af tón-
list og í hinsta sinn sá ég Ólaf á
eftirminnilegum tónleikum í Hall-
grímskirkju í sumar, þar sem við
nutum 9. sinfóníunnar í dýrlegum
flutningi Hamrahlíðarkórsins og
Sinfóníuhljómsveitar íslands.
Ólafur var einlægur sjálfstæðis-
maður og brást þar ekki trú-
mennskan fremur en annars staðar.
Hann á að baki farsælt starf í Óðni,
Verði og Dagsbrún.
Eg minnist þess á árum áður,
þegar tíðkuðust smölunarstöðvar í
hinum ýmsu hverfum á kjördegi.
Við vorum nokkur sem mönnuðum
slíkar stöðvar hér í Skeijafirði,
þ. á m. Ólafur og systkini hans.
Reyndum við að greiða götu kjós-
enda á kjörstað og fylgdi þessu oft
nokkur kátína og spaugileg atvik.
Ef fyrir kom, sem sjaldan var, að
kjósendur væru óglaðir og ófúsir
að sælcja kjörstað, var Ólafur jafnan
sendur en hann var gæddur þeirri
ljúfmennsku og fortölutækni, sem
nægði til þess að verma svöl hjörtu.
Aldrei heyrði ég Ólaf segja eitt
styggðaryrði um andstæðinga sína
í stjómmálum, enda tíðkast það
ekki fyrir sunnan völl.
Kristín og ég kveðjum nú góðan
vin og sendum systkinum hans og
öðrum vandamönnum innilegar
samúðarkveðjur. Genginn er halur
vammlaus og vítalaus.
Guðmundur Benediktsson.
Vinur minn, Ólafur Skaftason,
er állur. Við höfðum þekkst í ára-
raðir og þess vegna langar mig að
minnast hans með nokkrum orðum.
Hann verður mér minnisstæður
maður. Hann þjáðist af sjúkdómi,
sem dró úr honum allan líkamlegan
þrótt en hans lífskraftur breyttist
aldrei. Hann hlakkaði ætíð til næstu
viku því þá gæti hann farið á sinfón-
íuna eða í leikhús, eða heim til vin-
anna, sem honum þótti svo vænt
um. Hann fann alltaf eitthvað, sem
hann gat hlakkað til. Það var ná-
kvæmlega það sem gerði hajin svo
einstakan í mínum augum. I hvert
skipti, sem ég heimsótti hann eðr.
hann kom heim til mín, þá skildi
hann eftir í hjarta mínu hlýju og
bjartsýni.
Ég sendi ástvinum hans samúð-
arkveðjur og bið þeim blessunar.
Aðalheiður.
+ Samúel Ing-
varsson fædd-
ist í Neðra Dal í
Vestur Eyjafjalla-
hreppi 7. septem-
ber 1908. Foreldr-
ar hans voru hjón-
in Ingvar Ingvars-
son bóndi þar og
kona hans Guð-
björg Ólafsdóttir.
Samúel var einn af
16 börnum þeirra
hjóna, fimm þeirra
létust í æsku en
ellefu komust til
fullorðinsára.
Hann fór ungur að
heiman til sjós í Vestmannaeyj-
um og stundaði sjómennsku
fyrri hluta ævinnar. Samúel
kvæntist árið 1936 fyrri konu
sinni, Ástu Grétu Jónsdóttur frá
Seljavöllum í Austur-Eyjafjalla-
hreppi, þau bjuggu lengst af í
Vestmannaeyjum. Dætur Samú-
els og Ástu Grétu eru: Sigríður
Jenny, f. 23. febrúar 1936,
Hulda Ingibjörg, f. 30. nóvem-
ber 1937, auk þess áttu þau
dóttur, f. 1942 en hún lést í
frumbernsku. Ásta Gréta lést
6. ágúst 1945 löngu fyrir aldur
fram. Þann 7. september 1948
kvæntist Samúel seinni konu
sinni, Arnfríði Jónu Sveinsdótt-
ur. Þau bjuggu um hríð í Vest-
mannaeyjum en fluttu árið 1954
að Heylæk í Fljótshlíð og hófu
búskap þar. Síðar flutti fjöl-
skyldan að Sámsstöðum í sömu
sveit og seinna að Skálmholti í
ViIIingaholtshreppi. Árið 1966
flutti fjölskyldan til Selfoss og
þaðan til Reykjavíkur þar sem
þau hjón bjuggu til æviloka,
lengst af á Dalbraut 21. Samúel
lést 15. desember 1993. Arnfríð-
ur Jóna Sveinsdóttir fæddist i
Reykjavík 6. maí 1912. Hún lést
8. ágúst síðastliðinn. Hún var
dóttir hjónanna Sveins Sæ-
mundssonar, frá Nikurlásarhús-
um í Fljótshlíð, og konu hans,
Ingiríðar Jóhönnu Jónsdóttur
frá Heylæk í Fljótshlíð. Arnfríð-
MÓÐURSYSTIR mín, Arnfríður
Jóna Sveinsdóttir, lést þann 8. ág-
úst síðastliðinn. Oldruð kona hvíld-
inni fegin og sátt við að hverfa frá
okkur í faðm horfinna ástvina. Eig-
inmann sinn Samúel Ingvarsson
hafði hún misst í desember sl. og
nú fær hún þá ósk sína uppfyllta
að fá að fylgja honum eftir yfir
móðuna miklu. Mig langar í nokkr-
um orðum að minnast Jónu frænku
minnar og þá um leið hennar ágæta
eiginmanns sem lést fyrir nokkrum
mánuðum.
Jóna frænka mín var einstök
kona, henni fylgdi ætíð slíkur létt-
leiki og glaður andblær að hún
hafði ósjálfrátt áhrif á alla í nán-
asta umhverfí sínu. Á gleðistund
var hún hrókur alls fagnaðar og á
stundum sorgar og trega var hún
sú sem kunni að milda sorgina með
jákvæðu hugarfari og réttsýni á líf-
ið og tilveruna. Móðir mín og Jóna
frænka voru svo lánsamar að fá
að alast upp saman og með þeim
var alla tíð mikill systrakærleikur
og einlæg vinátta. Mér eru minnnis-
stæðar stundirnar þegar Jóna
frænka kom í bæinn úr sveitinni
og dvaldi hjá okkur, hvernig hlátra-
sköllin í systrunum Ómuðu um alla
íbúðina. Þær kunnu að gleðjast
saman og njóta samvistanna og um
leið gleðja aðra í kringum sig. Jóna
þekkti samt sorgina og tregann af
eigin raun, því ung stóð hún upp
með Ijögur lítil börn er Tryggvi,
fyrri maður hennar, lést svo skyndi-
lega af slysförum. Það var hennar
gæfa er hún giftist Samúel mági
sínum þremur árum seinna, en hann
hafði einnig orðið fyrir þeirri þung-
bæru sorg að missa kornunga konu
sína úr lömunarveiki sama árið og
Tryggvi lést. Saman áttu þau Jóna
og Samúel góða og ástríka ævi, þau
ur Jóna var önnur í röðinni af
6 systkinum, en þau voru: Ósk-
ar, f. 16. júní 1910, Arnfríður
Jóna, f. 6. maí 1912, Þórunn f.
6. janúar 1914, Jóhanna f. 1.
september 1915, Guðrún Þor-
gerður, f. 9. október 1917 og
Ingibjörg, f. 29 júlí 1919. Að
Arnfríði Jónu látinni er nú ein-
ungis eftirlifandi af þeim systk-
inum Guðrún Þorgerður og býr
hún á Hvolsvelli. Arnfríður Jóna
kvæntist árið 1931 Tryggva Ing-
varssyni frá Neðra Dal í Vestur-
Eyjafjallahreppi. Þau bjuggu
mestan sinn búskap í Vest-
mannaeyjum og þar lést
Tryggvi af slysförum 3. maí
1945. Börn Jónu og Tryggva
eru: Ólafur, f. 21. janúar 1932,
Ingibergur Garðar, f. 10. febr-
úar 1933, Guðrún Jóna, f. 6.
desember 1935, Svanhvít Inga,
f. 13. nóvember 1938. Arnfríður
Jóna kvæntist seinni manni sín-
um, Samúei Ingvarssyni, 7. sept-
ember 1948. Börn þeirra eru:
Ásta Gréta, f. 20. janúar 1949,
Tryggvi Óskar, f. 16. febrúar
1952, Bjarni, f. 3. ágúst 1956.
Aðalstarf Arnfríðar Jónu var
alla tíð húsmóðurstarfið, en eft-
ir að þau hjón brugðu búi, hóf
hún störf utan heimilis og vann
lengst af hjá Sláturfélagi Suður-
lands í Reykjavík. Útför Arn-
fríðar Jónu Sveinsdóttur fer
fram frá Áskirkju í dag.
söfnuðu ekki auði en þau söfnuðu
hamingju og ást og þau veittu öðr-
um ríkulega úr fangi sínu. Þau voru
alla tíð ákaflega hamingjusöm hjón-
in og einlægir ástvinir. Jóna og
Samúel eignuðust saman þijú böm
og samanlagt var barnahópurinn
þeirra stór og því oft þröngt í búi,
því þótt dætur Samúels af fyrra
hjónabandi og tvö af bömum Jónu
og Tryggva væru alin upp hjá ætt-
ingjum, þá áttu börnin stað í hjarta
þeirra og í húsi þeirra. Fyrstu bú-
skaparár sín bjuggu Jóna og Samú-
el í Vestmannaeyjum, þá stundaði
Samúel sjóinn. Eftir að þau fluttu
í sveitina drýgði hann tekjurnar á
veturna með því að róa frá Þorláks-
höfn og vinna í sláturhúsi á haust-
in. Þegar þau bmgðu búi hóf Samú-
el störf hjá Vegagerð ríkisins og
vann hann við brúargerð ámm sam-
an. Meðal annars vann hann við
smíði Borgaríjarðarbrúarinnar og
einnig við brýrnar austur í Skafta-
fellssýslu sem opnuðu okkur braut
í kringum landið. Samúel var stolt-
ur af þessum brúm enda em þær
okkur landsmönnum mikil sam-
göngubót. Annars var Samúel ekki
sá maður sem hreykti sér af gjörð-
um sínum, lítillátari og hæverskari
mann var vart hægt að hugsa sér.
Hann var glaðsinna maður og með
eindæmum barngóður og hlýr í allri
viðkynningu. Samúel var mikill
dýravinur og þau hjónin minntust
oft á það hin seinni ár hversu erfitt
það hefði verið fyrir hann meðan
hann starfaði sem bóndi, að þurfa
að farga dýram sínum, það var
hans erfíðasta starf. Á heimili
þeirra Jónu og Samúels var ætíð
margt um manninn, þau voru vin-
sæl og vinamörg og hvar sem þau
bjuggu og allir voru aufúsugestir á
þeirra heimili. Þótt ekki væri til
mikið handa á milli, var alltaf hægt
að bæta við í heimilið og taka á
móti gestum hvort heldur sem var
til lengri eða skemmri tíma. Systra-
synir Jónu nutu til dæmis sumar-
dvalar hjá þeim hjónum þótt fyrir
væru í ranni börn þeirra og öll
væru krakkarnir á svipuðum aldri
og að sjálfsögðu öll frek til fjörs-
ins. Það kom jafnvel fyrir að tjaldað
var úti á túni sumarlangt yfir hluta
af heimilisfólkinu til þess að allir
kæmust fyrir. Þá smíðaði Samúel
gólf í tjaldið svo úr varð hin ágæt-
asta vistarvera. Fólk sótti í félags-
skap þessara ágætu hjóna og það
átti jafnt við um börn sem full-
orðna, enda var hinum unga viði
sýnd sama virðing og þeim sem
eldri voru og það fundu börnin
fljótt. Jóna og Samúel nutu efri ára
sinna í ríkum mæli í faðmi barna
og bamabarna og fjölskyldna
þeirra. Þau höfðu eignast yndislegt
heimili á Dalbraut 21 og þar eru
íbúðir fýrir aldraða og þar nutu þau
þess í ríkum mæli að skemmta sér
með gamla fólkinu eins og þau orð-
uðu það sjálf og að vera til og njóta
ellinnar. Það var Jónu frænku minni
þungbært er Samúel lést um síð-
ustu jól, hann hafði þá um árabil
átt við erfíð veikindi að stríða og
hún sjálf oft verið þungt haldin af
hjartveiki. Alltaf var það þó þannig
að þau virtust í sameiningu ná sér
á strik aftur og samhent sem endra-
nær héldu þau baráttunni áfram
þar til yfír lauk. Mér eru minnisstæð
orð Jónu frænku minnar þá er ég
vitjaði hennar að Samúel látnum:
„Það var mín gleði og hamingja á
sorgarstund að hann Samúel minn
skyldi fá að deyja í faðmi mínum.“
Þessi orð frænku minnar lýsa henni
betur er nokkuð annað.
I júlí sl. gengumst við afkomend-
ur barna þeirra Ingiríðar og Sveins
Sæmundssonar fyrir niðjamóti að
Goðalandi í Fljótshlíð. Þangað komu
flestir þeir afkomendanna sem
komið gátu því við og þar hittumst
við mörg í fyrsta skipti en önnur
rifjuðu upp gömul kynni frá æsku-
árunum. Jóna frænka hlakkaði mik-
ið til mótsins og var staðráðin í því
að mæta. Þegar ég heimsótti hana
fjársjúka upp á Borgarspítala nú í
vor þá verð ég að viðurkenna að
ég efaðist að hún gæti mætt á niðja-
mótið í júlí. En eins og endranær
hresstist frænka, komst heim af
spítalanum og mætti á niðjamótið
hress og kát í sinni. Þar skipaði hún
heiðurssess ásamt Guðrúnu systur
sinni og Magnúsi Ingvarssyni mági
sínum, sem giftur var Ingibjörgu
systur þeirra, en hún lést á síðast-
liðnu sumri. Á föstudeginum var
sungið við varðeld fram á nótt og
á laugardeginum var dansað fram
á nótt. Það geislaði gleðin af and-
liti Jónu frænku og hún dansaði og
söng með okkur ásamt Guðrúnu og
Magnúsi og það var hvergi gefið
eftir. Þegar ég kvaddi frænku mína
á sunnudeginum og spurði hvort
hún væri ekki alveg búin að gera
út af við sig, svaraði hún: „Nei, ég
er ekki þreytt, mér hefur ekki lengi
liðið eins vel og mér líður núna og
ég er svo hamingjusöm yfir að hafa
hitt ykkur öll og fengið að vera
með ykkur og nú ætla ég beint á
Selfoss og vera við skírn á barna-
bamabarni mínu og mig munar
ekkert um það.“ Nokkrum dögum
seinna veiktist Jóna frænka alvar-
lega og var þá vart hugað líf, en
heim komst hún aftur þótt kraftarn-
ir væru á þrotum. Hún lést í rúmi
sínu að morgni miðvikudags 8.
ágúst, hlustandi á morgunútvarpið.
Nú kveð ég þessa kæru frænku
mína með gleði í hjarta þrátt fyrir
söknuðinn. Börnum hennar og
börnum Samúels og hinum fjölda-
mörgum niðjum þeirra sendi ég
mínar einlægu samúðarkveðjur.
Guð geymi þessi góðu hjón og blessi
minningu þeirra.
Petrína Ó. Þorsteinsdóttir.