Morgunblaðið - 17.08.1994, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 17.08.1994, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HARALDUR ÁGÚSTSSON + Haraldur Ágústsson, skip- stjóri og útgerðarmaður, fæddist 24. júni 1930. Hann lést af slysförum 7. ágúst síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju í gær. MEÐ LÁTI Haraldar Ágústssonar er fallinn frá einn merkasti maður í sögu íslenskrar skipstjórnar á þess- ari öld, en Haraldur var einhver framsýnasti og fengsælasti fisk- ’T'eiðiskipstjóri þjóðarinnar um árabil og má rekja margar nýjungar í ís- lenskum sjávarútvegi til Haraldar. Haraldur var fæddur að Hvalsá í Steingrímsfirði 24. júní 1930. Hann ólst þar upp ásamt sex bræðr- um. Hann hóf sjósókn á unga aldri og eftir nokkurra ára sjómennsku fór Haraldur í Stýrimannaskólann og að loknu prófi tók hann við skip- stjóm á 30 tonna báti, Frigg. En það var árið 1956 sem Haraldur vekur fyrst athygli sem skipstjóri, þá á Heiðrúnu frá Bolungarvík. Haraldur verður landsþekktur sem skipstjóri á Guðmundi Þórðarsyni RE. Þar notar hann fyrstur manna kraftblökk við nótaveiðar, sem þýddi að nú var nótinni kastað frá sjálfu veiðiskipinu, en ekki nótabátunum svonefndu. Og enn í dag eru nóta- veiðar stundaðar eftir forskrift Har- aldar. Þá varð Haraldur fyrstur manna til að nota dælu við að ná síld úr nót um borð í veiðiskip, en áður var eingöngu notaður háfur, en það var um borð í Reykjaborg- inni, og þá var hann einnig fyrstur manna til að láta byggja yfir þilfar. Um margra ára skeið hefur Har- aldur gert út lítinn dragnótabát, Reykjaborg, og þar var hann fyrstur manna til að gera út á dragnótaveið- ar á vetravertíð og um leið fyrstur til að nota svonefnd Óseyjarspil, sem KARÍTAS KRISTÍN HERMANNSDÓTTIR + Karítas Kristín Hermanns- dóttir fæddist í Ögri við Isafjarðardjúp 10. nóvember 1927. Hún andaðist í Sjúkrahús- inu á Húsavík 5. ágúst síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Húsavíkurkirkju 15. ágúst. VEGIR guðs eru órannsakanlegir. Þetta máltæki sannaðist okkur Hú- svíkingum núna síðsumars, þegar hún Kæja í Hlyn tók upp á því að yfirgefa þennan heim. Við héldum nefnilega að Kæja ætti eftir að vera hjá okkur í mörg ár enn, búandi með honum Steina sínum við Garðars- brautina þar sem svo þægilegt var að skreppa inn, fá bolla af almenni- legu kaffi og síðan spádóm. Spjaila um alla heima og geima, hlæja, hneykslast, og stundum gráta pínu- lítið ef maður var óhamingjusamur. Hún Kæja með stóra hjartað sitt tók þátt í allri tilfinningaflórunni með manni, skammaðist ef henni fannst maður vera með' aumingja- skap en huggaði ef henni fannst við eiga. Kæja var besta vinkona Ástu mömmu og eftir að mamma dó, varð Kæja vinkona okkar systranna. Við gátum alltaf leitað til hennar, bæði í gleði og sorg. Karítas Hermannsdóttir var skemmtilegur samferðamaður sem hafði húmorinn í lagi. Minning um stórbrotna konu Iifir. Konu sem þorði að lifa lífinu lifandi. Ég bið Guð að varðveita Steina, Birgi, Geira og fjölskyldur þeirra svo og allan systkinahóp Kæju sem henni var svo annt um. Hólmfríður Benediktsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JUDITH SVEINSDÓTTIR, Langholtí 14, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 14. ágúst sl. Bergsteinn Garðarsson, Barbara, Sigurveig, Jónas, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. t Ástkær sambýlismaður minn, SKARPHÉÐINN ÓSKARSSON frá Haukabrekku, til heimilis á Höfðagötu 9, Stykkishólmi, andaðist aðfaranótt 15. ágúst. Jarösett verður frá Snóksdalskirkju laugardaginn 20. ágúst kl. 14.00. Sigríður Sigurðardóttir. t Bróðir okkar, ÓLAFUR SKAFTASON, Hátúni 12, Reykjavík, ér andaðist þriðjudaginn 9. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Sel- tjarnarneskirkju í dag, miðvikudaginn 17. ágúst, kl. 13.30. Eva Skaftadóttir, Gunnar Skaftason. OMAR HREINN MAGNÚSSON eru nú í allflestum dragnótabátum. Þekktastur var Haraldur sem skipstjóri á því mikla aflaskipi Sig- urði RE en þar var hann skipstjóri á móti Kristbirni Árnasyni frá Húsa- vík. Undir þeirra stjórn er Sigurður að líkindum eitthvert fengsælasta skip sem íslendingar hafa átt. Við bræður þekktum til Haraldar frá fornu fari, en við kynntumst honum ekki fyrir alvöru fyrr en við fórum í veiðiferðir með honum og Flosa heitnum Gunnarssyni skip- stjóra, mági Haraldar. Veiðiferðir eru oft sá vettvangur þar sem menn kynnast náið. í þessum ferðum fengum við að kynnast mörgum hliðum Haraldar. Hann var atorku- samur og harður veiðimaður. Þó svo að við sæjum ekki fisk, gafst Har- aldur aldrei upp. Að gefast upp var ekki til í hans huga. Jafnhliða var hann glettinn og alltaf í góðu skapi. Hann hafði gaman af að segja sög- ur, en afrekssögur af sjálfum sér sagði hann aldrei. í þessum ferðum kom líka vel í ljós hversu vel hann var skipulagð- ur, aldrei vantaði neitt, hann hugs- aði fyrir öllu. í Haraldi voru samein- aðir fleiri kostir en flestir hafa, hann var hugvitssamur, duglegur, með óbifandi kjark og áræðni. Hann var jafnframt mikill fjölskyldumaður. Hann var kvæntur Guðbjörgu Gunn- arsdóttur og eignuðust þau fjögur börn sem öll eru uppkomin. Hann átti einnig aldraða foreldra á lífí. Við bræður vottum Guðbjörgu og öllum ástvinum Haraldar okkar inni- legustu samúð. Við þökkum Haraldi fyrir ógleym- anlegar samverustundir. Minningin um góðan dreng mun ávallt lifa. Oddur og Friðrik Halldórssynir. Brlds Umsjðn Arnór G. Ragnarsson Góður gangur í Sumarbrids GÓÐ mæting hefur verið í Sum- arbrids síðustu daga. Takmarkið fram að lokum Sumarbrids er að fylla húsið nokkrum sinnum. Skor- + Ómar Hreinn Magnússon var fæddur í Reykjavík 15. nóvember 1941. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 5. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Neskirkju 14. júlí. OKKUR systkinin langar að minn- ast föðurbróður okkar, Ómars Hreins Magnússonar. í dag má líta á það sem forrétt- indi að fá að alast upp með ömmum sínum og öfum. Við systkinin áttum þess kost, þar sem móður- og föður- foreldrar okkar bjuggu við sömu götu og við. Móðir okkar og ömm- ur voru heimavinnandi og gengum við út og inn á þremur stöðum. Við áttum þijú heimili. I einu þess- ara húsa, hjá föðurforeldrum okk- ar, bjó Ómar frændi. Hann var ekki bara frændi heldur líka vinur. Þó að Ómar hafi verið dulur maður kynntumst við því ekki sem börn. Alltaf var hann með bros á vör eða glettni í munni. Alltaf tilbú- inn til að leika sér, hvort heldur að sparka bolta, lita eða ræða nýj- ustu dúkkulísurnar. Að fá að fara í bíltúr með Ómari frænda á rauða Fíatinum var okkur mikil skemmt- un. Þá voru ekki tveir til þrír bílar á öðru hvoru heimili og á sumum ekki neinn. Skemmtiferðir stórfjöl- skyldunnar á Þingvöll, að Laugar- vatni og lautartúrar í Heiðmörk lifa í minningunni. Við erum mörg frændsystkinin og ég veit að Ómar kom eins fram við okkur öll. Hann var vinur okkar að er því á bridsáhugafólk að mæta vel þessa síðustu daga. Úrslit á þriðjudag (26 pör) urðu: N/S: Gylfi Baldurss. - Sigurður B. Þorsteinsson 324 Ámi Bragason - Erlingur Einarssqn 316 Gunnlaupr Sævarsson - Sverrir Ólafsson 305 A/V: Karl G. Erlingsson - Jón Stefánsson 349 Halldór M. Sverriss. - Sverrir Ármannss. 329 Guðmundur Sv. Herm. - Helgi Jóhannss. 293 og hann átti sinn þátt í því að við áttum skemmtilega barnæsku. í bókinni Spámanninum, eftir Kahlil Gibran, stendur m.a. um vin- áttuna: Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Ómar bar ekki tilfinningar sínar á torg og þótti dulur og jafnvel einrænn að eðlisfari. Hann valdi sér það hlutskipti í lífinu, sem hann lifði. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor ann- an. Því að í þögulli vináttu ykkar verða all- ar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra notið í gleði, sem krefst einskis. (K.G.) Þegar við komumst á fullorðins- ár skildu leiðir að vissu marki. Æskan var að baki — við vorum ekki lengur börn, en þegar við hitt- umst fengum við eins og áður klapp á koll eða strok á kinn. Betra veganesti út í lífið en gleði- rík æska er ekki til. Hafi elsku Ómar þökk fyrir. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í farveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni. (K.G.) Þórdís, Jón Magnús og Sigríður Jóna Jónsbörn. Úrslit á miðvikudag (34 pör) urðu: N/S: Hjalti Elíasson - Páll Hjaltason 539 JónBjömsson-BjömÞorláksson 497 Halldór M. Sverriss. - Guðmundur Sveinss. 474 Halldór Guðjónsson - Brynjar Jónsson 464 A/V: Helgi Bogason - Haraldur Gunnlaugsson 489 Páll Bergsson - Ragnar S. Halldórsson 480 Helgi Sigurðsson - Sverrir Ármannsson 478 Gestur Pálss. - Guðmundur Sigurbjömss. 468 Úrslit á fimmtudag (32 pör) urðu: N/S: SveinnR.Eiríksson-MuratSerdar 540 Ólafur Jóhannesson - Eggert Þorgr. 495 Geirlaug Magnúsdóttir - Torfi Axelsson 489 RagnaBriem-ÞórannaPálsdóttir 462 A/V: Bjöm Theodórsson - Sigurður B. Þorst. 476 Karen Vilhjálmsd. - Þorvaldur Óskarsson 460 Dan Hansson - Vipir Hauksson 459 Karl Sigurhjartarson - Snorri Karlsson 458 Og staða efstu spilara að lokinni spilamennsku 11. ágúst er þá orðin: Láras Hermannsson 416 ErlendurJónsson 372 EggertBergsson 357 Páll Þ. Bergsson 324 GuðlaugurSveinsson 319 SveinnR.Eiríksson 283 ÞórðurBjömsson 276 Gylfi Baldursson 255 Dan Hansson 254 Jón Viðar Jónmundsson 247 Sigurður B. Þorsteinsson 245 ÓskarKarlsson 242 BjömTheodórsson 239 SverrirÁrmannsson 230 Sævin Bjamason 222 Halldór Már Sverrisson 221 Þórður Sigfússon 221 Jacqui McGreal 196 KjartanJóhannsson 181 Þröstur Ingimarsson 180 Rétt innan við 300 spilarar hafa hlotið stig í Sumarbrids til þessa, sem er með því mesta fram að þessu í Sumarbrids. Takmarkið er að ná 350 spilurum á skrá áður en yfir lýkur. Spilað er alla daga kl. 19 (nema laugardaga) í Sumarbrids og að auki kl. 14 alla sunnudaga. Allt spilaáhugafólk velkomið í Sigtún 9 (hús BSI). t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GESTS GÍSLASONAR, Vogatungu 45, Kópavogi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Sunnuhlíðar. Líney Bentsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför UNNAR PÉTURSDÓTTUR frá Rannveigarstöðum. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, HALLGRÍMS HALLGRÍMSSONAR, Helgamagrastræti 42. Guð blessi ykkur öll. Rut Guðmundsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Ottó Leifsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.