Morgunblaðið - 17.08.1994, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994 29
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Yfirmanns-
skipti hjá
Flotastöð
varnarliðsins
NÝR yfirmaður Flotastöðvar varnar-
liðsins tók við embætti við hátíðlega
athöfn á Keflavíkurflugvelli 8. ágúst
sl. W. Robert Blake Jr. kafteinn í
Bandaríkjaflota tók við starfi yfír-
manns flotastöðvarinnar af Charles
T. Butler sem einnig er kafteinn í
Bandaríkjafiota og gegnt hefur þessu
starfi undanfarin tvö ár. Flotastöðin
á Keflavíkurflugvelli er sú deild sem
annast rekstur allrar þjónustu við
aðrar deildir og stofnanir svo sem
rekstur húsnæðis og annarra mann-
virkja, birgðahald, rekstur slökkvil-
iðs, flugvallarmannvirkja á Keflavík-
urflugvelli, tækjabúnaðar og þjón-
ustu við flugvélar.
-----» » ♦----
Danskennar-
ar sameinast
í eitt félag
D AN SKENN ARAS AMB AND ís-
lands og Félag íslenskra danskenn-
ara hafa verið sameinuð undir nafn-
inu Dansráð íslands.
Meðal mála er rædd voru á nýleg-
um fundi var nýtt brons-, silfur- og
gullmerki og stjörnumerki DÍ sem
allir skólar bjóða upp á næsta vetur.
Kennarapróf var endurskoðað svo
og lög félagsins. Umræður fóru einn-
ig fram um kennslu 9 ára barna en
öll 9 ára börn í Reykjavík og Mos-
fellsbæ fengu danskennslu í skólum
sínum sl. vetur í tilraunaskyni og
þótti það takast svo vel að stefnt er
að áframhaldandi kennslu. Einnig
var rætt um þörf danskennara fyrir
lögverndun, fjármá! DÍ, klæðnað
keppenda, stöðu gömlu dansana,
hvort dansinn ætti að sækja um inn-
göngu í ÍSÍ og stöðu dansins í heim-
inum almennt. DÍ er meðlimur í „The
World Dance and Dance Sport Co-
uncil“ og sendir fulltrúa á árlegt al-
þjóðlegt þing danskennara.
Dansráð íslands hefurtekið á leigu
húsnæði í Skipholti 23 þar sem viku-
legir fundir þess eru haldnir.
Stjórn DÍ skipa Heiðar Ástvalds-
son, forseti, Bára Magnúsdóttir,
(JSB), varaforseti, Guðrún Pálsdótt-
ir, Hermann Ragnar Stefánsson,
Anna K. Norðdahl, Iben Sonne og
Jóhann Örn Ólafsson.
-----» ♦—♦----
Grindavík
Hleðslunám-
skeið og hof-
bygging
ÞJ ÓÐMENNIN GARFÉLAGIÐ Vor
siður stendur fyrir hleðslunámskeiði
við Hraungerði í Grindavík dagana
20.-28. ágúst.
Félagið hefur í samvinnu við
Tryggva Gunnar Hansen og Árna
Björn Björnsson ákveðið að reisa
fyrsta hofið á íslandi í hartnær þús-
und ár. Byggt verður í fornum anda.
Námskeiðið hefst kl. 10 laugardag-
inn 20. ágúst með kynningu á bygg-
ingaráætlun. Unnið verður frá kl.
10-18 um helgar en kl. 19-22 virka
daga. Allar nánari upplýsingar veitir
Tryggvi Gunnar Hansen í Grindavík.
TÖBUGJÖLD
Stórkostleg
sælkeraveisla
að Laugalandi í Holtum.
Verið velkomin á eina glæsilegustu skemmtun ársins.
KK sextett mætir á svæðið ásamt fríðu föruneyti og sýnir að
hann hefur engu gleymt. Borðin svigna undan
sunnlenskum kræsingum sem seint munu
gleymast. Missið ekki af þessu einstaka tækifæri
til að gleðja augu, eyru og maga.
Á matseðli kvöldsins má m.a. finna:
Fordrykkur
Brennunjálsgarpur ásamt
Ostaveislu kúabænda með ívaFi
frá sunnlenskum
garðyrkjubændum.
Forréttarhlaðborð
Hunangslax úr Árbæjarhyl
Silungspaté Holta- og Landmanna
Ægissíðulaxafrauð
Koníakslax úr Lambhagahyl
Reykjagarðspaté
Aðalréttir
Heklugrillað nautafillét
Innbakað fjallalamb úr Eyvindaveri
Glóðagrillaðir Rangæskir svínabógar
Kryddlegnar kapalundir
Þykkvabæjarbomba
Húnakotsfrauð
Grænmetis paradís Onnu
Smáratúnsbökur
Eftirréttir
Skyrterta úr Ásahrepp með
Versalachampagne sósu
ásamt Ragga Bjjarna
og Ellý Vilhjálms.
Útsiilustaðir:
Hreysti, Skeifunni 19, Reykjavík,
Sportbær, Selfossi.
Söluskálinn Landvegamótum.
Hellir Inn, Ægissíðu.
Sælubúið, Hvolsvelli.
Miðaverð kr. 3-900.-