Morgunblaðið - 17.08.1994, Síða 30

Morgunblaðið - 17.08.1994, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ■hhhhbhbh Ljóska Ferdinand Smáfólk SOm,MANAGER..IT T00K ME A WHILE T0 UNPLU& MY HAIR PRVEK.. Kastaðu honum, Kastaðu Kastaðu honum! Kast- Því miður, stjóri... það tók mig tíma Gunna boltanum! aðu honum! Kastaðu að taka hárþurrkuna úr sambandi... honum! BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Góð frammistaða íslenskra skólakóra á erlendri grundu Frá Pétri H. Jónssyni: 12. SÖNGMÓT evrópskra kóra, Europa Cantat, var haldið í bænum Herning á Jótlandi í síðastliðnum mánuði. Samkvæmt frásögn dag- blaðsins Herning Folketidende voru þátttakendurf um 3.300 frá 30 þjóð- löndum. Settu austur-evrópskir kór- ar mikinn svip á mótið að þessu sinni enda frelsinu fegnir eftir áralanga innilokun. Lögðu þeir margir á sig tímafrekan og erfiðan akstur í lang- ferðabílum til þess að komast á áfangastað. Rúmenskt kórfólk sem ég hafði kynni af mátti t.d. láta sig hafa 3 daga ferðalag hvora leið til að geta verið með á þessari miklu sönghátíð. En þama voru einnig kór- ar frá fjarlægum löndum eins og Japan og Argentínu og að sjálfsögðu fjöldi kóra frá Vesturlöndum. Fulltrúar íslands voru kór Mennta- skólans við Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og Skólakór Kársness _sem Þórunn Bjömsdóttir stjómar. Eg átti þess kost að hlýða á tónleika þeirra Hamrahlíðinga í troðfullum hátíðarsal menntaskólans í Heming og var alveg af rifna af stolti yfír frammistöðu landa minna. Svo sannarlega kom kórinn, sá og sigraði á þessum tónleikum og er þó hreint ekki illa kynntur frá fyrri hátíðum Europa Cantat. Skólakór Kársness hélt tónleika við mjög góðar viðtökur áheyrenda á fyrsta degi mótsins. Ég missti af þeim tónleikum en varð þeirrar gæfu aðnjótandi að verða hópnum sam- ferða frá Hemig til Kaupmannahafn- ar og hlýða á tónleika hans í borg- inni við sundið. „Önga sá ég almini- lega stúlku“ skrifaði Gísli Brynjólfs- son um heimsókn í Tívolí árið 1848. Hann sá heldur ekki Þómnni Bjöms- dóttur og hennar fríða flokk stíga á fjalirnar á Plænen, einu af útisviðum þessa fræga skemmtigarðar. Það var nokkuð skondið en að sama skapi afar ánægjulegt að sjá að á auglýs- ingaspjöldum þar sem tíunduð em öll helstu dagskráratriði og listvið- burðir ágústmánaðar innan veggna Tívolísins gat m.a. að líta nafn Skóla- kórs Kársness. En svo sannarlega vom þau stjömur, Kópavogsbúamir ungu og stjórnandi þeirra, kvöldið sem þau tróðu upp á þessum fallega stað og sönnuðu svo ekki verður um villst að kórinn á erindi að syngja fyrir heiminn. Oft er talað um agaleysi í skóla- kerfinu. Ekki ætla ég að eyða orðum að þvi en eitt af olnbogabörnunum í skipulagi þess kerfis, íslenskir skólakórar, átti tvo glæsilega full- trúa, vel agaða en bráðskemmtilega á Europa Cantat í Herning á Jót- landi. Megi ég einhvem tímann eign- ast hatt þó ekki verði til annars en að fá að taka ofan fyrir þeim Þor- gerði Ingólfsdóttur og Þórunni Bjömsdóttur í virðingarskyni við þeirra og góða mikla starf. PÉTUR HAFÞÓR JÓNSSON, Álaborg, Danmörku. Athugasemd við skrif Víkverja Frá Þorgeiri Eyjólfssyni: í VÍKVERJA miðvikudaginn 10. ágúst er dregin sú ályktun af „mikið klipptu" fréttaviðtali við fram- kvæmdastjóra SAL að um samráð lífeyrissjóða hafí verið að ræða við- víkjandi útboð á húsnæðisbréfum þegar ekki bámst 5,00% tilboð í skuldabréf Húsnæðisstofnunar á út- boðsdegi 2. ágúst sl. Það er þýðingarmikið að lesendur geri sér grein fyrir aðstæðum á verð- bréfamarkaði á útboðsdegi hús- næðisbréfanna þannig að þeir geti myndað sér sjálfstæða skoðun á málinu. 1. Á útboðsdegi fengust húsbréf, sem líkjast húsnæðisbréfum að flestu leyti, _með 5,34% vöxtum. 2. Á Verðbréfaþingi Islands á út- boðsdegi voru sölutilboð Seðlabanka íslands á húsnæðisbréfum, þ.e. ná- Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. kvæmlega sömu skuldabréfum og boðin vom í útboðinu, með 5,06% til 5,10% vöxtum. Af þessu má sjá að ekki var rétt- lætanlegt með neinum hætti að ráð- stafa sparnaði sjóðfélaga til lánveit- inga til Húsnæðisstofnunar á 5,00% vöxtum á þeim degi sem útboðið fór fram þar sem samskonar eða sam- bærileg verðbréf voru boðin til sölu, m.a. af Seðlabanka íslands, á sama degi á hærri vöxtum. Hvað rangar ásakanir um samráð lífeyrissjóðanna gagnvart útboðum varðar vísast til fyrrgreindra að- stæðna á verðbréfamarkaði á útboðs- degiog þess að verðbréfafyrirtækjun- um er einum heimilt að gera tilboð fyrir hönd fjárfesta í húsnæðisbréfín. Löngum hefur verið rætt um nauð- syn fækkunar og stækkunar lífeyris- sjóða með það að markmiði að auka hagræði í rekstri kerfísins og auka öryggi sjóðfélaganna. Stærri lífeyris- sjóðir væru í stakk búnir til þess að hafa í starfsliði sínu sérfróða starfs- menn sem hefðu daglega yfírsýn með verðbréfamarkaðinum og viðskiptum í skráðum verðbréfum á Verðbréfa- þingi íslands með hliðstæðum hætti og gerist í dag hjá stærri sjóðunum. Frétt Morgunblaðsins laugardaginn 13. ágúst um fækkun lífeyrissjóða vegna sameininga er því til vitnis um jákvæða þróun til aukinnar hag- ræðingar og vaxandi öryggis sjóðfé- laga viðomandi lífeyrissjóða. ÞORGEIR EYJÓLFSSON, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.