Morgunblaðið - 17.08.1994, Síða 31

Morgunblaðið - 17.08.1994, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994 31 BREF TIL BLAÐSINS Ádrepa til stjórnenda ríkis og sveitarfélaga Frá Eddu Bergmann: ÉG undirrituð hefi þörf fyrir að tjá mig lítillega um aðstöðu og aðgengi fatlaðra. Fyrir nokkru síðan voru stofnuð almenningssamtök, sem hlutu í sinni „eldskím“ titilinn „íþróttir fyrir alla“. Ég undirrituð, stofnandi Trimmklúbbsins „Eddu“, var ein af FRÁ Árbæjarsundlaug, en bréfrit- ari segir að fólk í hjólastólum eigi erfitt með að komast að henni. þeim áhugasömu manneskjum, sem þar vildu leggja góðu málefni lið. Titilorðið taldi ég eiga að ná yfir alla þjóðfélagsþegna, hvort sem um var að ræða fatlaða einstaklinga eða ófatlaða. Síðan þessi bjartsýnis- stund leið, hefi ég margsinnis rekið mig á svo ótalmargar hindranir, t.d. fyrir fólk í hjólastólum, til að komast hjálparlaust leiðar sinnar, og þá jafnframt hindranir að svæðum til að stunda slíkar íþróttir. Nú skal vissulega virt það sem vel er gert og víða hefir borgin haft frum- kvæði að lagfæringu í samráði við ferlinefnd fatl- aðra, en því miður er sú lagfæring t.d. skáar í gangstéttir og uppsetning handriða ekki þannig unn- in, að nýtist hreyfihöml- uðum sem skildi. Sorglegast er þó, þegar ný mannvirki eru tekin út, án þess að slíkt aðgengi sé tryggt, má þar tilnefna - kolaportið og hafnar- bakkasvæðið þar sem kantar eru alltof háir fyrir hjólastólafólk að komast óhindrað leiðar sinnar. I því efni, sem ótal mörgum öðrum hafa ábendingar ferlinefndar ekki verið virt- ar sem skildi. Árbæjarsundlaug ekki aðgengileg Vestur á Ægissíðu er verið að koma upp veru- Afburðagrein Frá Konráð Eyjðlfssyni: ÞAÐ VEKUR með mér og líklegast fleirum mikla ánægju að rekast á grein í þessu ágæta blaði sem sýni- lega er skrifuð af afburðasnjöllum manni með glöggt auga fyrir aðalat- riðum, mikla þekkingu og er alls óþjakaður af hismi vinsældavaðals- ins. Ekki síst þegar viðkomandi er þess megnugur að túlka skoðanir sínar á svo aðgengilegan máta að öllum má boðskapurinn ljós. Þannig grein var grein Jóns Sig- urðssonar forstjóra Járnblendiverk- smiðjunnar sem birtist 17. júlí hér í Morgunblaðinu. Afburða lýsing á íslensku efnahagskerfi Á einni opnu í Morgunblaðinu var Jón þess umkominn að gefa afburða lýsingu á íslenska efnahagskerfinu, núverandi virkni þess, vanmætti og afleiðingum, hvað þyrfti til að bæta þar úr og hvernig ætti að standa að úrbótunum. Jafnvel alls ólesnu fólki sem aldrei hafði skilið eða skenkt hugsun for- sendum og afleiðingum fjárlagahalla, veiðileyfagjalds og gengisfellinga mátti eftir lestur greinarinnar vera dagsljós áhrif þess á eigin buddu. Svona vinnubrögð eru einungis á færi afburðamanna. Þegar þess er gætt að ástæður greinarskrifa Jóns virðast eingöngu vera einlægur vilji til að betrumbæta samfélagið allri þjóðinni til hagsbóta þá eykst enn virðing manns á grein- arhöfundi. Það var því von mín að sem allra flestir læsu þessa grein, ekki síst þeir alþingismenn sem oftar en ekki tala um fjárlagagöt og lána- slátt ríkisins af lítilsvirðingu og van- þekkingu. Reyndar hafa fullt.rúar verkalýðshreyfinga einnig, s.s. Guð- mundur J., gert sig bera að slíkum málflutningi. Fáir tjáð sig um greinina Ekki veit ég hvort mér varð að von minni en það lá að að eini þing- maðurinn sem ég veit til þess að hafí tjáð sig opinberlega um grein lega góðri hjólastóla-trimmbraut - sem fatlaðir notendur eru mjög ánægðir með, enda er hún mikið notuð. Fatlaðir þurfa ekki síður en aðrir á útivist að halda. Það er margsannað og raunar læknis- fræðilegt mat, að útivist og hreyf- ing_ fela í sér lækningamátt. Ég er mikil suiidáhugamann- eskja, og hvet fatlað fólk óspart til að stunda þá íþrótt sér til heilsubót- ar. Mér kom það verulega á óvart, að nýja tugmilljóna mannvirkið í Árbæ (Árbæjarlaugin nýja) skuli ekki vera aðgengilegt fólki í hjóla- stólum. Svona mistök eru óafsakan- leg. Ég hefi ferðast víða um landið í sumar, með útlendum gestum mín- um. í þessum ferðum mínum gerði ég mér far um að líta á sundstaði með tilliti til aðgengis. Ótrúlega víða hefir verið reynt að bæta úr aðgengisþörf, en þá er skrefið aldr- ei stigið til fulls, því ýmist vantar baðstóla eða laugarbarmar eru allt of lágir og handriðalausir. Innantóm orð? Nú verður Reykjavíkurmaraþon um nk. helgi eða 21. ágúst. Hefir verið hugað að því hvort fólk í hjóla- stólum komist óhindrað leiðar sinn- ar? Er brautin greiðfær slíkum ferðamáta? Ef svo reynist ekki vera, ásamt ýmsum öðrum hindrunum, sem hér er drepið á, er orðtakið „Íþróttir fyrir alla“ bara innantóm orð sem skila engri merkingu. Fyrir okkur, sem búum við ein- hverskonar líkamlega fötlun, sum hver langa ævi, er mikilvægt að búa í samfélagi, sem skilur hagi okkar og langanir til að lifa á mann- sæmandi hátt, það getum við aðeins með því, að komast óhindrað leiðar okkar, svo sem í verslanir, þjónustu heilbrigðisgeirans, ýmsar ríkis- stofnanir og ekki hvað síst til tóm- stunda og útivistar. Ég skora eindregið á stjórnendur ríkis og sveitarfélaga að líta sér nær í þessum efnum og láta engin stór- slys henda við hönnun og fram- kvæmd mannvirkja í framtíðinni. EDDA BERGMANN, Hverfisgötu 29, Reykjavík. Jóns er Einar K. Guðfinnsson úr Bolungavík og það óhugnanlega er að sýnilega skildi maðurinn hvorki haus né sporð greinarinnar þó ættað- ur sé úr sjávarplássi. Grein Éinars, . . . himinhrópandi þögn (Mbl. 30.júlí), ber reyndar í titli sínum vitni um öfugmæli innihalds- ins. Greinin er aumkunarverð tiiraun þingmannsins til að veitast að Jóni með hismi sem engu breytir boðskap Jóns s.s. lengd greinarinnar, óbreyt- anlegum fortíðarafglöpum kollega Einars og fleiru sem jafn litlu máli skiptir. Vanmáttug varnarárás Einars er til komin vegna tillögu Jóns um afla- gjald á útgerðina og svo lágt lýtur þingmaðurinn að hann freistar þess að hætti smárra að ómerkja heilindi Jóns, til verksins spinnur þingmaður- inn upp staðleysu þess efnis að orku- veiturnar njóti sömu fríðinda og út- gerðin. Allir sem eru hreinlega vak- andi muna gríðarháar bætur sem greiddar voru fyrir land fyrir Blöndu- virkjun, girðingar, uppgræðslu og vegalagningar og er þó ekki allt greitt enn. Það er frá mínum bæjardyrum auðséð að þeir útgerðarmenn sem eru þess umkomnir að kaupa kvóta fisks í sjónum fyrir milljarða hver af öðrum eru þess megnugir að kaupa sama verði kvóta af ríkinu. Eini munurinn er að í stað örfárra kvótaeigenda nyti öll þjóðin réttlátrar hlutdeildar í sameiginlegri auðlind. Tilgangur þessarar greinar minnar ar að benda þeim sem misstu af hinni frábæru grein Jóns á að bæta sér það upp og setja ofan í við Einar K. Guðfinnsson. Nú í föstudagsblaði Morgunblaðs- ins 17. ágúst lætur Jón Sigurðsson svo lítið að svara Einari og það er ekki að sökum að spyija, hann jarð- ar hnitmiðað og rökfast allt froðu- snakk þingmannsins. Hafðu einlæga þökk fyrir grein- arnar, Jón Sigurðsson. KONRÁÐ EYJÓLFSSON, rekstrarfræðingur og fram- kvæmdastjóri. 3ja dyra 882.000 kr. 5 dyra 932.000 kr. í tilefni 40 ára afmælis BfirL höfum við fengið sendingu af Hyundai Pony með ríkulegum aukabúnaði. Því er óhætt að fullyrða að sambærilegur bíll er vandfundinn á þessu verði. Afmælisútgáfan af Pony er með: • 1,3 lítra og 74 hestafla vél • samlæsingu • styrktarbitum í hurðum • tölvustýrðu útvarpi og segulbandi með 4 hátölurum • lituðu gleri í rúðum • samlitum stuðurum Innifalið í verði: 6 ára ryðvarnarábyrgð og 3ja ára verksmiðjuábyrgð. Hafið samband við sölumcnn okkar eða umboðsmenn um land allt 4 dyra 985.000 kr. HYunom ...til framtíðar 19S4. ■ 1994 ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.