Morgunblaðið - 17.08.1994, Page 32

Morgunblaðið - 17.08.1994, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Sjónarhorn Reykingar móður á meðgöngutíma geta skaðað barnið Reykingar valda skaða. Margrét Þorvalds- dóttir kannaði nýjar rannsóknir sem sýna fram á að reykingar mæðra á meðgöngu geta skert greind barnsins. Reykingar virðast hafa aukist hér á landi, sérstaklega hjá ungu fólki, því ber að fagna vel heppnuðum áróðri gegn reyk- ingum sem Krabbameinsfélagið gengst fyrir í fjölmiðlum þessa daga. Reykingar eru skaðlegar ekki aðeins fyrir þann sem reykir heldur einnig fyrir þá sem eru í návist reykingafólks. Böm mæðra sem reykja á meðgöngu virðast vera í sérstökum áhættuhópi hvað heilsuskaða snertir. Ætti það að vera næg ástæða fyrir verðandi mæður að hætta að reykja. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að greind barna á forskólaaldri, sem áttu móður sem reykti á meðgöngu, hefur mælst umtalsvert lægri en hjá börnum mæðra sem reyktu ekki. David L. Olds við Uni- versity of Colorado í Den- ver og samstarfsmenn hans kom- ust að þessari niðurstöðu, þegar þeir voru að leita svara við því hvort reykingar á meðgöngutíma gæti haft áhrif á námshæfileika bama síðar á lífsleiðinni. Vísinda- hópurinn fékk á 12 ára tímabili (1978-1990) 400 konur, sem áttu von á sínu fyrsta barni, til að taka þátt í könnuninni. Reykingar mæðra hindra að börn nái fullum þroska Bömunum var fylgt eftir og þeg- ar þau höfðu náð 3-4 ára aldri gengu þau undir staðlað greindar- próf. í niðurstöðunum sem birtar voru í febrúarblaði Pediatrics kem- ur fram, að böm mæðra sem reyktu 10 sígarettur á dag eða meira á meðgöngu, mældust að jafnaði 9 punktum lægri en börn mæðra sem reyktu ekki. En þegar tekið hafði verið mið af öðrum áhrifaþáttum, sem geta haft áhrif á niðurstöður slíkra prófa, eins og greind foreldra og alkohólsneysla, var munurinn minni eða 4 punktar. Sérfræðingamir segja að fjórir punktar virðist ekki mikið, en þeir geti nægt til að hindra böm við að ná þeim þroska sem þau annars hefðu getað náð. í annarri rann- sókn sama vísindahóps var reynt að hafa áhrif á mæður sem reyktu á meðgöngu og eftir fæðingu, og voru þær fengnar til að draga úr reykingum og bæta mataræðið. í ljós kom að greind bama þeirra mældist þá sú sama og hjá börnum mæðra sem ekki reyktu. Frekari rannsóknir em þó sagð- ar nauðsynlegar. Mögulegt sé að tengsl reykinga og skertrar greind- ar sé tölfræðileg tilviljun, en sá möguleiki sé einnig fyrir hendi að í sígarettureyknum séu efni sem geti skaðað viðkvæmar fmmur í heila fóstursins. 700 aukefni og ekki öll skaðlaus í maíblaði Science News er greint frá innihaldi sígarettunnar. Þar kemur fram að sígarettan er ekki bara smá skammtur af tóbaki rúllað inn í pappír, bandarískir sígarettuframleiðendur nota um 700 aukefni í framleiðslu sína. Um þessi aukefni stendur mikill styr um þessar mundir og ekki síst vegna hinna miklu leyndar sem yfírþeim hvílir. Framleiðendurtelja að þar sé um framleiðsluleyndar- mál að ræða, sem þeim beri engin lagaleg skylda til að greina öðmm frá, og þar sem sígarettur falla hvorki undir matvæli eða lyf ber þeim ekki lagaleg skylda til þess. Nú hefur afrit af þessum aukefna- lista komist í hendur bandarísks þingmanns og segir hann að á list- anum séu ýmis varasöm efni eins og þungamálmar, illgresis- og skordýraeitur og að minnsta kosti 13 efni sem ekki séu leyfð í mat- vælaiðnaðinum. Sum efni sem eru í sígarettum eru reyndar sögð svo eitruð að ekki væri heimilt eða lög- legt að notað þau við uppfyllingu á landi, hversu lítið sem magnið væri. Hvaða efni þar em um að ræða, má ekki láta uppi. Sex stærstu sígarettuframleiðendumir hafa nú, vegna mikils þrýstings, birt lista með 599 aukefnum sem þeir segja að séu notuð í sígarettu- framleiðsluna og segja þeir að það sé gert sem viðbrögð við villandi fullyrðingum um efnin sem notuð era. Lítið vitað um þau efni sem myndast við bruna Sígarettuframleiðendur geta valið úr 1000 bragðefnum, en bragðið ér notað til að einkenna eina sígarettutegund frá annarri. Mörg þessi efni em þekktar krydd- jurtir, sem hafa hlotið samþykki Matvæla- og fæðueftirlitsins og em almennt taldar skaðlausar. Sama má segja um önnur efnasambönd sem hafa það hlutverk að draga úr tjöm og nikotíni í reyknum. En þar eru einnig fjöldi annarra efna sem eiga að halda raka í sígarett- unni, sem koma í stað sykra sem eyðast í tóbakinu í vinnslu og gera eiga reykinn mildari og þægilegri. Það er ekki aðeins að menn hafa áhyggjur af þessum efnum heldur einnig þeim efnasamböndum sem þau geta myndað við bruna ein og sér og þegar þau brenna með öðr- um efnum í sígarettunni. Talsmenn neytenda krefjast meiri vitneskju Þar sem ekki er vitað hvemig þessi efni em blönduð á fram- leiðslustiginu eða hvenær, reynist mjög erfitt að ákveða heilsuskaða af efnum. Stóm sígarettuframleið- endur gera Iítið úr eitmnaráhrifun- um, þeir segjast hafa fengið sex sjálfstæðra virta vísindamenn til að fara yfír aukefnalistann og hafi þeir ekki fundið nein aukefni sem gætu valdið notendum heilsuskaða. Talsmenn opinbers eftirlits segja aftur á móti að þeir treysta ekki niðurstöðum hinna svokölluðu sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem tóbaksiðnaðurinn hafa - rúllað fram fyrir almenning. - Þeir segja að það verði ekki fyrr en sígarettu- iðnaðurinn sé tilbúinn að til deila með opinberum eftirlitsstofnunum upplýsingum um magn sérhvers aukefnis og hvernig og hvenær þeim er bætt í framleiðsluna að hægt sé að meta hvort þessi efni séu skaðlaus. Nú hefur bandaríska þingið í undirbúningi könnun á öryggi efna á aukefnalista sígarettuiðnaðarins og á hann að verða tilbúinn í sumar. ÍDAG 26/5 UAIS&LA SS/CóOLTMA.T Farsi // Eg skcU. veilco þer eirJcaombob /yrir miLLjón." © 1992 Farcus Cartoons VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/Fundið Kerrupoki tapaðist RAUÐUR kerrupoki með hvítu gæmskinnsfóðri tapaðist við ToUhúsið í Reykjavík sunnudags- kvöldið 24. júlí. Finnandi vinsamlega hringi í síma 31110 á kvöldin. Armband tapaðist GULLARMBAND tap- aðist sl. laugardags- kvöld, líklega á leiðinni frá Gilsárstekk að Stekkjarbakka. Finnandi vinsamlega hringi í síma 36104 eða 626114. Lyklaveski tapaðist SVART lyklaveski tap- aðist sl. föstudag, líklega í Skeifunm á móts við Stúdíó Ágústu og Hrafns. Finnandi vin- samlega skili veskinu í afgreiðsluna í Stúdíói Ágústu og Hrafns. Hlutavelta Pennavinir HOLLENSK 22 ára stúlka sem hefur gaman af að skrifa og fá löng bréf: Roelinde Middelveld, Aalbersestr. 3, 7942 AW Meppel, Netherlands. ÞRETTÁN ára Ghanapiltur með áhuga á fótbolta, bók- menntum o.fl.: Ilyasu Rufai, P.O. Box 104, Akuratia E/R, Ghana. ÞÝSK 33 ára tveggja barna móðir með margvísleg áhugamál: Gabriele Mittag, Steinstrasse 9, 14943 Luckenwalde, Germany. FIMMTÍU og eins árs Svíi með margvísleg áhugamál vill skrifast á við 40-60 ára íslendinga á sænsku eða ensku: Gunnar Sildeborn, Mossebotgatan 6B, S-573 61 Tranás, Sverige. TUTTUGU og fimm ára Ghanastúlka með áhuga á erlendri menningu, tónlist og ferðalögum: Gifty Beckley, 3 Kingsford Avenue, P.O. Box 107, Cape Coast, Ghana. SKAK Um.sjön Margcir Pctursson GRIKKINN Vasilios Kotr- onias (2.545) vann verð- skuldaðan sigur á Péturs Gautsmótinu í Guasdal í Noregi sem lauk fyrir mán- aðamótin. Þessi staða kom upp í skák hans má mótinu við enska stórmeistarann Nigel Davies (2.525). 28. Rxg7! - Kxg7, 29. Dg4+ - Kh8, 30. Kg2! (Hvítur hrókur á h lín- unni velgir nú svarti und- ir uggum) 30. — Bf8, 31. Hhl - Dg7, 32. Rg6+ - Kg8, 33. Hxh7! - Dxh7, 34. Hhl - Dg7, 35. Bh6 - Dxh6, 36. Re7++! (Skemmtileg millitvískák) - Kf7, 37. Hxh6 - Bxh6, 38. Rf5 - Bf8, 39. Dh5+ - Kg8, 40. Dg6+ - Kh8, 41. Dxf6+ - Kg8, 42. Dg6+ - Kh8, 43. De8 - Kg8, 44. Re7+ og svartur gafst upp. ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu nýlega til styrkt- ar Rauða krossi Islands og varð ágóðinn 850 krón- ur. Þær heita Guðrún Þóra Arnardóttir, Sunna Björk Sigurðardóttir og Sigríður Helga Mogensen. COSPER Víkveiji skrifar... Orð Steingríms Hermannssonar seðlabankastjóra hér í Morg- unblaðinu í síðustu viku, þess efn- is að mikill þrýstingur sé á vexti upp á við, em visst áhyggjuefni. Steingrímur skýrði þrýstinginn á þann veg, að mikil lánsfjáreftir- spurn hins opinbera gæfí vísbend- ingu um að vextir kynnu að fara hækkandi. Hann taldi að aðeins tvær leiðir væra færar til þess að koma í veg fyrir vaxtahækkun: að ríkissjóður stórdrægi úr lánsfjár- þörf sinni eða leitaði á erlenda markaði eftir lánsfé. Nú þegar undirbúningur fjárlaga næsta árs stendur sem hæst, verða stjórn- málamenn að ganga þannig til verks, að lánsfjárþörf hins opin- bera verði hamin og úr henni dreg- ið umtalsvert. Aðeins þannig verð- ur lágt vaxtastig tryggt hér áfram, því í því felst engin lausn í sjálfu sér, að leita eftir lánsfé erlendis frá, slíkt er ekkert annað en skammtímabólusetning. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hefur ítrekað bent á, að við eram nú í fyrsta sinn í mörg ár að greiða niður erlendar skuldir okkar. Af þeirri braut má ekki víkja og því engin önnur leið fær en sú að skera niður útgjaldaáform hins opinbera. xxx Hver skuldari þessa lands finn- ur fyrir því hversu jákvæð áhrif lækkandi vaxtastig hefur haft á greiðslubyrðina und- anfarna 10 til 11 mánuði. Það er ekki hægt að bera það saman, að greiða 18% til 20% vexti af lánum, eins og tíðkaðist af óverðtryggðum lánum langt fram á síðasta ár, eða 10% til 11%, eins og algengt er nú. Að vísu er Víkveiji þeirrar skoðunar, að 10% til 11% vextir af óverðtryggðum lánum í nánast verðbólgulausu þjóðfélagi séu allt- of háir, og viðskiptabankarnir hefðu átt að fylgja betur eftir þeim vaxtalækkunum sem stjórnvöld og Seðlabanki íslands höfðu óumdeil- anlega frumkvæðið að, síðasta árs- fjórðunginn í fyrra. xxx En eins og margoft hefur kom- ið fram, þá virðast bankamir halda í mikinn vaxtamun eins lengi og þeim er stætt á því, til þess að afla tekna á móti töpuðum útlán- um, sem mælst hafa í milljörðum króna á undanförnum árum. En bankarnir hafa gert meira, til þess að bæta sér upp töpuð útlán — undanfarin misseri hafa þeir geng- ið æ lengra í innheimtu hverskonar þjónustugjalda, og nú liggur við að reiða þurfi ákveðna fúlgu fram, fyrir þann munað einan að fá að standa í biðröð í bönkunum, en einatt er nægt framboð af slíkum röðum! XXX Víkverji telur að bankarnir séu komnir á ystu nöf í þessari gjaldheimtuáráttu sinni og að við- skiptavinir bankanna muni ekki öllu lengur taka því þegjandi og hljóðalaust að reiða fram svo og svo margar krónur fyrir nánast hvaða viðvik sem er. Slík gjöld eru fljót að éta upp þá litlu ávöxtun sem sparifjáreigendur fá af því að geyma sparifé sitt í böpkunum, því þótt algengt sé að útlánsvextir óverðtryggðra lána séu á bilinu 10% til 11%, þá fer því fjarri að bankarnir bjóði innstæðueigendum upp á svipuð kjör — víðsfjarri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.