Morgunblaðið - 17.08.1994, Síða 40

Morgunblaðið - 17.08.1994, Síða 40
V í K I N G LOTT# alltaf á ^ MiövikudögTLiin MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK A áttunda hundrað skjálftar NÝR LEIRHVER hefur mynd- ast á hverasvæðinu í miðbæ Hveragerðis í jarðhræringun- um síðustu vikur. Snarpasti kippur hrinunnar, sem staðið hefur frá því í byrjun mánaðar- ins, mældist í gær, rúmlega 4 stig á Richter-kvarða. Klukkan 19 í gærkvöldi höfðu mælst um 700 skjálftar á svæðinu á sólar- hringnum. Að sögn Ragnars Stefánsson- ar, jarðskjálftafræðings hjá Veðurstofunni, urðu tveir snarpir skjálftar á sautjánda tímanum í gær á svipuðum slóð- um og fyrr, 5-7 kílómetrum norð-norðaustur af Hveragerði. Mældust þeir um 3,4 og rúmlega 4 stig á Richter-kvarða. Ragnar segir að fjöldi smærri skjálfta hafi fylgt í kjölfarið, sá stærsti tæp 3 stig á Richter. Ragnar telur ekki hættu á eldsumbrot- um þrátt fyrir að skjálftarnir færist nú í aukana dag frá degi. Hverasvæðið tekur breytingum Nýr leirhver hefur verið að myndast í jarðhræringunum undanfarið á hverasvæðinu í Hveragerði. Tómas Tómasson, næsti nágranni við hvera- svæðið, fór að verða var við hljóð sem hann kannaðist ekki við, einskonar tíst, fyrir um tveimur vikum. Þegar hann athugaði málið sá hann að nýr leirhver hafði myndast á suðurhluta svæðisins og hefur hann stækkað með degi hveijum. Hverinn er u.þ.b. metri í þvermál, skvettir mjög úr sér og kallar Tómas hann ■'Sóða. Hann segir að tistið sem hann heyrði fyrst sé nú orðið að hvæsi. Tómas, er til hægri en Arni Svavarsson, starfsmaður Hveragerðisbæjar er með honum á myndinni. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Yarðskipið Óðinn fer óvopnað til Barentshafs Ráðherra bað um að byssan yrði fjarlægð RÍKISSTJÓRNIN ákvað í gær að senda varðskipið Óðin til aðstoðar ís- lenzkum togurum í Barentshafi. Óðinn fer óvopnaður og segist Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hafa beðið um að fallbyssa varðskipsins yrði tekin niður til þess að ekki færi milli mála að ekki væri ætlazt til að það tæki þátt í neinum átökum. Norsk stjórnvöld segjast engu að síður hissa á ákvörðun ríkisstjórnarinnar og líta á hana sem opinberan stuðn- ing við veiðar íslenzkra togara í Smugunni og á Svalbarðasvæðinu. Þorsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ákvörðun ríkisstjórnarinnar væri ótengd deil- unni um fiskveiðiréttindi í Barents- hafi; tilgangur þess að senda varð- skip væri að aðstoða íslenzka sjó- menn. Hvað fiskveiðideiluna varðar, sagðist Þorsteinn hins vegar ekki bjartsýnn á að niðurstaða næðist í samningum. „Ég hefði talið æski- legast að þjóðimar gerðu út um þetta í samningum. Eins og málið stendur í dag sé ég hins vegar enga möguleika á samningum. í ljósi þess held ég að það verði óumflýjan- legt að hefja fljótlega undirbúning að því að leggja málið fyrir Alþjóða- dómstólinn,“ sagði Þorsteinn. Morgunblaðið/Golli Reykjavíkurmaraþonið undirbúið REYKJAVÍKURMARAÞONIÐ er á sunnudag og er undirbúningur þess í fullum gangi. Starfsmenn voru í gær að mála örvar á götur borgarinnar til þess að leiðbeina hlaupurunum, en auk fjölda íslendinga, sem tekur þátt í hlaupinu, koma um 200 útlendingar til þátttöku í því. Fjármálaráðherra um að sjúkrahúsin fari fram úr fjárlagaheimildum Sjúkrahúsin verða sjálf að leysa fjárhagsvandann FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráðherra, segir að sjúkrahúsin verði að leysa fjárhagsvanda sinn sjálf. Þau fái ekki aukafjárveitingu úr ríkissjóði. Utlit er fyrir að 630 milljóna króna viðbótarfram- lög þurfi til sjúkrahúsanna í Reykjavík ef afkoma þeirra í árslok á að verða í jafnvægi, samkvæmt áætlunum yfirstjórna sjúkrahúsanna. Fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga á fyrri helmingi þessa árs að helstu skýringar á fjárvöntuninni eru aukin útgjöld vegna kjarasamninga, kostnaðarauki um- -fram áætlun vegna bráðavakta auk þess sem sér- tekjur hafi verið ofáætlaðar. Fá ekki aukafjárveitingu „Fjármála- og heilbrigðisráðuneytið tóku sam- eiginlega ákvörðun um það fyrir nokkrum vikum að sjúkrahúsin yrðu að leysa úr þessum vanda sjálf. Við munum að vísu taka tillit til vanda Landakotsspitala. En það stendur ekki til að Borg- arspítali og Ríkisspítalar fái aukafjárveitingu í ár. Spítalamir verða að taka á þessu sjálfir. Ég get ekki séð betur en Ríkisspítalamir geti það á yfirstandandi ári, en Borgarspítalinn þarf sjálf- sagt að ná hallanum niður á einum til tveimur árum,“ sagði Friðrik. Friðrik sagði að framlag til Landakotsspítala hefði verið vanáætlað þar sem áform um breyting- ar á rekstri spítalans hefðu ekki náð fram að ganga. Hann sagðist gera ráð fyrir að Landakot fái 100 milljón króna aukafjáiveitingu. Kallar á forgangsröðun Jóhannes Pálmason, forstjóri Borgarspítalans, sagði að fjárhagsvandi Borgarspítalans stafaði af því að sjúklingum spítalans hefði fjölgað um- fram áætlanir á sama tíma og dregið hefði úr fjárveitingum til hans. Hann sagði að sjúklingar leiti eftir þjónustu spítalans allan sólarhringinn og stjórnendur spítalans geti ekki vísað þeim frá. „Það er Ijóst að það er ekki hægt að leysa vand- ann nema með tvennum hætti. Annars vegar að leiðrétta fjárveitingar og viðurkenna að fólk verð- ur veikt og þarf á hjálp að halda og að sú hjálp kostar peninga. Hins vegar er hægt að draga úr þjónustunni, m.ö.o. að forgangsraða í heilbrigðis- þjónustunni. En við teljum það ekki hlutverk stjórnenda Borgarspítalans, frekar en annarra heilbrigðisstofnana, að taka stefnumarkandi ákvarðanir um forgangsröðun," sagði Jóhannes. Á von á talsverðum árangri „Við höfum rætt við forsvarsmenn þeirra sjúkrahúsa sem hafa átt í erfiðleikum og ég reikna fastlega með því að þau geti náð talsverðum árangri á seinni helmingi ársins. Að vísu verður ekki hægt að hafa öll sjúkrahúsin hallalaus en ég á von á því að t.d. Ríkisspítalarnir verði nálægt fjárlagaáætlun þegar upp verður staðið," sagði SighvaturBjörgvinsson. Hann kvaðst þó telja að Borgarspítalinn myndi eiga einna erfiðast með að halda sig innan fjárheimilda. Samkvæmt fjárlögum var ráðgert að draga saman rekstrarútgjöld sjúkrahúsanna frá síðasta ári um 668 milljónir kr., úr 10.071 milljónum kr. í 9.403 milljónir kr. Norðmenn ræða við Rússa Jan Henry T. Olsen, sjávarút- vegsráðherra Norðmanna, gagn- rýndi veiðar Islendinga í Smugunni á úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Olsen hitti jafnframt rússnesku sendinefndina til að ræða frekari sameiginlegar aðgerðir Norðmanna og Rússa til að stöðva Smuguveiðarnar. Norskir sendimenn á ráðstefnunni segja ís- lendinga hafa breytt stefnu sinni í hafréttarmálum, en utanríkisráðu- neytið íslenzka vísar því á bug. ■ SvalbarðamáIið/4 Samningaleið/20 Tillaga lögð fram í Háskólaráði Háskóli ís- lands verði reyklaus LÖGÐ verður fram tillaga á háskóla- ráðsfundi á morgun, fimmtudag, þess efnis að frá og með upphafi skólaársins 1994 til 1995 verði reyk- ingar bannaðar á almennum svæð- um, í kennslurýmum og kaffistofum Háskóla íslands. Tillagan er borin fram af Andra Má Þórarinssyni, há- skólaráðsfulltrúa Vöku, félags lýð- ræðissinnaðra stúdenta, og Brynhildi Þórarinsdóttur, háskólaráðsfulltrúa Röskvu, samtaka félagshyggjufólks. Starfsfólk og nemendur við skólann eru samtals í kringum sex þúsund þannig að um er að ræða einn stærsta vinnustað landsins. Tillagan var fyrst borin fram á fundi í júní en þá var afgreiðslu henn- ar frestað. Bæði Andri og Brynhildur segjast ekki eiga von á öðru en að tillagan verði samþykkt og segja að undirtektir á síðasta háskólaráðsfundi hafi verið mjög jákvæðar. „Þessi mál hafa ekki verið í nógu góðum farvegi í Háskólanum, í sumum byggingijni hefur þetta verið mjög bagalegt," segir Andri. Einu reykingamar sem verða leyfðar samkvæmt tillögunni eru inni í einkaherbergjum starfs- manna að því tilskildu að það trufli ekki aðra, sem þangað þurfa að leita. ----------» ♦ ♦---- Þorvaldur með þrennu ÞORVALDUR Örlygsson skoraði þijú mörk fyrir íslenska landsliðið í vináttulandsleik í knattspyrnu gegn Eistlendingum á Akureyri í gær- kvöldi. ísland sigraði 4:0 og gerði Þorvaldur mörkin þijú í fyrri hálf- leik, en fjórða markið gerði Þórður Guðjónsson. „Hvar er betra að fá landsleik en á Akureyri?" sagði Þorvaldur er Morgunblaðið _ ræddi við hann að leikslokum. „Ég hef alltaf kunnað vel við mig á þessum velli,“ sagði Akureyringurinn markheppni, sem er fjórði landsliðsmaðurinn í sögunni til að skora þrennu í landsleik í knatt- spyrnu. ■ Þorvaldur með þijú / C1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.