Morgunblaðið - 28.08.1994, Side 2
2 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Reykjavíkurhöfn
orðin meðal stærstu
gámaflutningshafna
REYKJAVÍKURHÖFN er fimmta
stærsta gámaflutningahöfnin á
Norðurlöndum. Mikil aukning hefur
orðið í gámaflutningum frá því þeir
hófust fyrir alvöru upp úr 1980.
1981 voru fluttar um 40 þúsund
gámaeiningar en 1992 voru þær
nálægt 180 þúsundum. Hver gáma-
eining jafngildir einum 20 feta gámi.
Vinnuhópur
útgerðar-
manna hittist
BÚIÐ er að skipa í fimm manna
vinnuhóp útgerðarmanna sem eiga
skip í Barentshafi og heldur hópur-
inn sinn fyrsta fund næstkomandi
þriðjudag.
í hópnum eru Jóhann A. Jónsson
frá Þórshöfn, Gunnar Tómasson frá
Grindavík, Sigurbjöm Svavarsson
frá Reykjavík, Þorsteinn Vilhelms-
son frá Akureyri og Einar Svansson
frá Sauðárkróki.
♦ ♦ ♦
Eskfirðingar
án rafmagns
RAFMAGN fór af Eskifirði í hálf-
tíma á laugardagsmorgun. Ástæð-
an var sú að Eskifjarðará er í vexti
og braut bakka sína með þeim af-
leiðingum að tveir rafmagnsstaurar
féllu um koll. Viðgerð gekk greið-
lega og mun enginn hafa orðið fyr-
ir umtalsverðum óþægindum.
Jón Þorvaldsson, tæknifræðingur
hjá Reykjavíkurhöf.n segir íslend-
inga hafa tekið með áhlaupi þessa
flutningaaðferð en gámaflutningar
hafa aukist jafnt og þétt hvarvetna
í heiminum. „Við eigum fimmtu eða
sjöttu stærstu gámaflutningahöfn á
Norðurlöndunum og erum stærri
en t.d. Ósló og Kaupmannahöfn í
gámaflutningum," sagði Jón.
Framtíðarkostir
Reykjavíkurhöfn skiptist í tvö
svæði; _ gömlu höfnina og Sunda-
höfn. í Sundahöfn er gámaflutn-
ingahöfn Eimskipafélags íslands í
Vatnagörðum og segir Jón þá höfn
vera í sífelldri stækkun og breyt-
ingu. í Kleppsvík er Samskip með
sína aðstöðu og þar fyrir innan er
Vogabakki og óúthlutuð svæði.
Undanfarin 3-4 ár hefur átt sér
stað_ þar töluverð uppbygging.
„í þriðja lagi er nýtt svæði norð-
an Vatnagarða sem við köllum
Klettasvæði. 'Svæðið byrjar þar sem
Viðeyjarferjan hefur aðstöðu og
nær út að Laugamesi. Uppbygging
er að hefjast þar og úthlutun á lóð-
um og aðstöðu. Svæðið getum við
byggt upp sem framtíðarkost m.a.
til flutninga en svæðið verður þó
til fjölnotastarfsemi," sagði Jón.
Jón sagði að þama yrði 8-9 hekt-
ara flutningasvæði. Hann sagði að
öll uppbygging á svæðinu miðaðist
við þarfír notendanna. „Við hefjum
ekki þarna stórar framkvæmdir
fyrr en notendur hafa gefíð sig
fram,“ sagði Jón.
Jón sagði að samkvæmt aðal-
skipulagi fyrir 1990-2010 væri
einnig gert ráð fyrir miklu hafnar-
og atvinnusvæði í Eiðsvík.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Ritudauði í Eyjum
DAUÐAR ritur hafa þakið fjörur
í Vestmannaeyjum siðari hluta
sumars og þar sem hræin eru
horuð og illa haldin að sjá, að
sögn Kristjáns Egilssonar, safn-
varðar í Vestmannaeyjum, er
getum leitt að því að pest eða
ætisskortur, sem þó verður ekki
vart hjá öðrum tegundum, valdi
fellinum. Tilraunastöðin á Keld-
um fær eftir helgi hræ tíu fugla
til að kryfja í því skyni að finna
örsök fugladauðans.
Kristján sagðist nýlega hafa
talið 123 hræ á 3-400 metra
kafla í Viðlagafjöru og 67 hræ
við Höfðavík. Þá hafi hræ fund-
ist í Daltjörn í Heijólfsdal og
trillu- og úteyjakallar hafa einn-
ig orðið varir við fjölda hræja á
sínum slóðum.
Um er að ræða ungan nýfleyg-
an fugl að sögn Kristjáns og eru
hræin horuð og illa haldin. Aðrar
tegundir virðast hins vegar hafa
nóg að éta og því er talið líklegt
að pest geisi í stofninum, en við
slíkt mun hafa orðið vart í full-
orðinni ritu við Breiðafjörð í
sumar.
Ritu hefur fjölgað gífurlega í
Vestmannaeyjum undanfarin ár,
að sögn Kristjáns Egilssonar, og
hefur numið land á nýjum varp-
svæðum á Heimaey, var fyrst
fugla að verpa í Nýjahrauni og
við Skiphella. Vestmannaeyingar
hafa þó ekki nýtt rituna til þessa
en Kristján kvaðst telja að þess
væri skammt að bíða að þeir fet-
uðu í fótspor Snæfellinga í þeim
efnum.
Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra
Sjúkdómavarnir koma
í veg fyrir iimflutning
„ÉG HEF viljað halda því fram að
þetta muni halda þrátt fyrir GATT-
samninga og ekki komi til innflutn-
ings á hráu kjöti og sláturafurðum.
Bústofnar sem eru á íslandi eru
mjög næmir fyrir smiti eins og sag-
an hefur sýnt fram á,“ sagði Halldór
Blöndal, landbúnaðarráðherra. Hann
sagði það koma sér mjög á óvart
ef Nýsjálendingar væru búnir að
gera sérstaka úttekt á íslenska kjöt-
markaðinum með það að markmiði
að heíja hingað innflutning.
Þessi skoðun Halldórs gengur
þvert á mat Gísla Karlssonar, fram-
kvæmdastjóra Framleiðsluráðs land-
búnaðarins. Hann sagði í samtali við
Morgunblaðið að ólíklegt væri að
íslendingum tækist að sanna að
sjúkdómahætta stafi af innfluttu
kjöti frá Nýja-Sjálandi. Hann sagði
að mjög lítið væri um sjúkdóma í
búfé á Nýja-Sjálandi og reglur um
sjúkdómavarnir væru þar mjög
strangar. Gísli sagðist hins vegar
telja ólíklegt að Norðmenn fái að
flytja hingað kjöt vegna þess að
meira sé um sjúkdóma þar. Norð-
menn sjálfir telja hins vegar að
þeirra kjöt sé gott og þeir muni
geta selt það til íslands.
Skýrsla sú sem Valdimar Einars-
son búfræðingur vann fyrir Fram-
leiðsluráð og sagt var frá í Morgun-
blaðinu í gær hefur komið bændum
í opna skjöldu. Mjög fáir kannast
við þessa skýrslu, ekki einu sinni
framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs,
en hann er reyndar nýkominn úr
sumarfríi. Framleiðsluráð kostaði
gerð skýrslunnar en ekki Fram-
leiðnisjóður eins og sagt var frá í
Morgunblaðinu í gær.
Skýrslan fjallar um hvernig ís-
lenskir bændur geti lært af starfs-
bræðrum sínum á Nýja-Sjálandi. Þar
er jafnframt lagt mat á íslenska kjöt-
markaðinn og möguleika Nýsjálend-
inga til að flytja hingað kjöt.
„Að mörgu leyti er íslenski mark-
aðurinn mjög hagstæður nýsjálensk-
um kjötframíeiðendum; neysla kinda-
kjöts er meiri en þekkist víða annars
staðar og aðeins verður um að ræða
framboð á íslensku og nýsjálensku
kjöti. Neytendur munu því gera sam-
anburð á íslensku og nýsjálensku
kjöti, en víða annars staðar hafa
neytendur um að velja kjöt frá fleiri
löndum. Skipulag á markaðssetningu
innlendra afurða er einnig mjög sund-
urlaust og staða sláturhúsa og fram-
leiðenda mjög bágborin. Állt þetta
hjálpar SNK (Nýsjálenska kjötsölu-
fyrirtækinu) að ná tökum á íslenska
kjötmarkaðinum."
Lloyds Bank
skákmótið
Margeir í
öðru sæti
MARGEIR Pétursson er nú í öðru
sæti, ásamt tveimur skákmeistur-
um frá Indónesíu og Kazakstan,
með sex vinninga að loknum sjö
umferðum af tíu á Lloyds Bank
skákmótinu sem fram fer í Lond-
on. Efstur er ungur Rússi, Moroz-
ervich að nafni, með 6 Vi vinning.
Margeir vann rússneska alþjóð-
lega meistarann Alexei Ivanov í
sjöttu umferð og síðan enska stór-
meistarann Jonathan Speelman í
sjöundu, en Speelman hefur sigr-
að á mótinu tvö undanfarin ár.
Fimm efstu á Lloyds Bank mótinu
fá þátttökurétt á Intel-PCA stór-
móti í London um næstu mánaða-
mót.
Matthías Kjeld hefur 3 vinninga
og Sigurbjörn Björnsson 2Vi vinn-
ing að loknum 7 umferðum.
► 1-44
Bílbelti í rútur?
►Slys, sem nýlega varð fyrir norð-
an, hefur orðið til að beina at-
hygli manna að þeirri staðreynd,
að bílbelti eru ekki í sætum lang-
ferðabifreiða./lO
Einráði eftirlauna-
þeginn
►Heyrnarlaust gamalmenni, sem
fær sig ekki hreyft hjálparlaust,
tryggir stöðugleikann á byltingar-
tímum í fjölmennasta ríki
heims./12
Heyrði gikkinn
spenntan
►Bandaríski lögreglumaðurinn
Ron Steverson, sem dvalið hefur
hér á landi að undanförnu, ræðir
um eitt og annað tengt glæpum,
lífsreynslu og forvörnum./14
Lykillinn að Frökkum
►Frakkar hafa stundum fengið
orð fyrir að vera snúðugir við
ferðamenn sem tala ekki frönsku.
/16
Á f leygiferð f ram í
tímann
►Ólafur Tómasson póst- og síma-
málastjóri segist enn hafa mikla
ánægju af því að vinna hjá Pósti
og síma þótt starfsárin þar séu að
nálgast fjörutíu./18
Bikarúrslitin
► Stóri dagurinn í íslenskri knatt-
spyrnu er nú runninn upp með
bikarúrslitaleik KR og Grindavík-
ur, sem háður verður á Laugar-
dalsvellinum í dag./20
B
► 1-2S .
Hollt og gott
►Hvað eiga menn að borða vilji
þeir næra sig á réttan hátt? Hvaða
matvörur setur næringarfræðing-
urinn Laufey Steingrímsdóttir of-
an í innkaupakörfuna? /1
Þegar litirnir syngja
sig saman
►Valgerður hafstað listmálari
eyðir árunum í New York og
Frakklandi og málar myndir hlaðn-
ar íslensku ljósi. Hér ræðir hún
um lífið og listina. /6
Frumlegur, virtur og
vinsæll
► Einn virtasti popptónlistarmað-
ur Bandaríkjanna, David Byrne,
er væntanlegur hingað til lands til
tóneikahalds og útivistar./lO
Aldrei neitt hik
►Þorbjörg J. Schweizer hjúkrun-
arkona hefur upplifað margt á 90
ára æviferli. /14
Vestfjarðabréf
►Ferðasaga frá Vestfjörðum./26
C
BILAR
► 1-4
Sportbílar
►Sagt frá Camaro Z28 í eigu
Jóns ðla Ólafssonar á Akureyri. /3
IMýjungar
►Nýr Ford Escort og Lincoln
Continental /1
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Bréf til blaðsins 32
Leiðari 22 Velvakandi 34
Helgispjall 22. Fólk i fréttum 36
Reykjavíkurbréf 22 Bíó/dans 37
Minningar 26 Útvarp/sjónvarp 41
Myndasögur 32 Dagbók/veður 43
Brids 32 Mannlífsstr. 8b
Stjörnuspá 32 Kvikmyndir 12b
Skák 32 Dægurtónlist 13b
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4