Morgunblaðið - 28.08.1994, Síða 4

Morgunblaðið - 28.08.1994, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VIKAN 21/8- 27/8. ►ALLS hafa níu erlend trygingafélög sent Tryg- ingaeftirlitinu tilkynningu um að þau bjóði þjónustu sína hér á landi frá því samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið gekk í gildi 1. janúar síðastliðinn. Ekk- ert þessara félaga hefur til- kynnt að það hyggist opna útibú hér á landi. ► MAÐUR hefur játað fyrir Rannsóknarlögreglu ríkis- ins að hafa endurforritað farsíma sinn þannig að sím- notkun hans, sem nam nokkur hundruð þúsundum króna frá áramótum og fólst að miklu leyti í sím- tölum milli Ianda, skráðist á reikning annarra. ►SPÆNSK kona brenndist alvarlega þegar hún féll í 100 gráðu heitt vatnið í Deildartunguhver í Borgar- firði á fimmtudag. Konan brenndist upp að mitti og á handleggjum og var flutt á sjúkrahús. Hún er enn í lífs- hættu. Peningnm stolið af Seðlabanka íslands PENINGASENDING sem ' Seðla- banki íslands sendi til banka á Eng- landi fyrir nokkrum vikum hefur ekki skilað sér til viðtakanda og er talið að henni hafi verið stolið í Englandi. Um var að ræða nærri 10 milljónir. Bankinn er tryggður fyrir tjóni af þessu tagi. Hætt komnir í dýpkunarpramma TVEIR menn voru hætt komnir vegna súrefnisskorts og misstu með- vitund þar sem þeir hugðust hefja störf inni í lokuðu rými niðri í dýpkun- arpramma, sem liggur við Granda- garð. Þriðji starfsmaðurinn gat gert viðvart. Slökkviliðsmaður sem fyrstur ætlaði að huga að mönnunum féll í ómegin. Voru slökkviliðsmenn í reykköfunarbúningum sendir niður með súrefnistæki til að sækja menn- ina, sem komust strax til meðvitund- ar þegar þeir fengu súrefni. Fjór- menningamir vora allir fluttir 4 slysadeild. Þeir hresstust fljótt. Zedillo sigrar í Mexíkó FORSETAEFNI Byltingaflokksins í Mexíkó, Emesto Zedillo, lýsti á mánu- daginn yfir sigri í forsetakosningunum í landinu. Erlendir embættismenn, sem fýlgdust með kosningunum, segja að þær hafí farið vel fram að flestu leyti, þótt sumt hafí verið illa skipulagt. Stjómarandstæðingar eru þó sumir á öðru máli og telja að brögð hafí verið í tafli. Byltingaflokkurinn hefur verið við völd í Mexíkó í 65 ár, og þrátt fyr- ir lýðræðislegt yfírbragð hefur flokkur- inn verið nær einráður. Harðar deilur Albana og Grikkja STJÓRN Albaníu kvaddi í vikunni heim sendiherra sinn í Grikklandi, vegna sí- versnandi samskipta landanna. Forseti Albaníu kallaði sendiherrann heim eftir að grísk flugvél hafði dreift flugritum yfír albanskt landsvæði, með skilaboð- um um að stjómin í Tírana ætti að fara frá. Forsetinn fordæmdi flugið og sagði grísku stjómina hafa lýst yfír „köldu stríði" við Albaníu. Stjómmála- menn í Grikklandi bragðust ókvæða við og sögðu að Albanir skyldu fara sér varlega. ►KIM Yong-sam, forseti Suður-Kóreu, kveðst hafa áhyggjur áf vísbendingum um valdabaráttu í Norður- Kóreu, sem auki líkurnar á óstöðugleika í landinu. „Það er óeðlilegt að Norður- Kórea skuli vera án þjóð- höfðingja í rúmlega einn og háifan mánuð eftir andlát Kims II-sungs,“ sagði Kim Yong-sam. ►Utanríkisráðherra Rúss- íands sagði á fimmtudag að Rússar væru fylgjandi hert- um refsiaðgerðum gegn Bosníu-Serbum. Að sama skapi ætti að verðlauna stjórn Serbíu fyrir að styðja friðaráætlun fimmveldanna í Bosníu. ►Hjálparstarfsmenn í búð- um fyrir landflótta Rúanda- menn í Goma í Zaire sögðu á fimmtudaginn að þeir teldu sig vera í meiri hættu en þeir hefðu nokkurntíma áður upplifað. Sögðu þeir að í búðunum ríkti nánast stríðsástand, og dæmi væri um að handsprengjum hefði verið varpað á fólk. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Óvenju mikið af jarðarberjum MIKIL berjaspretta hefur verið í nágrenninu í sumar og oft má sjá fjölda fólks við beijatínslu. Mest ber á krækibeijum en í hrauninu er talsvert af blábeijum og við Vogastapa er jarðar- ber að finna en það hefur verið óvenju mikið af þeim núna. Á myndinni er Kristinn Sigvaldason í beijamó en hann hefur tínt krækiber, jarðarber og bláber. Kristinn segir þau góð og þykir gaman að tína þau. Landbún- aður verði vistvænn AÐALFUNDUR Stéttarsambands bænda og búnaðarþing samþykktu stefnumarkandi ályktun um um- hverfismál. Ályktunin gerir ráð fyr- ir að stofnaður verði þróunarsjóður sem stuðli að vöraþróun og sölu ís- lenskra búvara undir merlqum vist- vænnar eða lífrænnar framleiðslu á innlendum og erlendum mörkuðum. Ályktunin gerir ráð fyrir að gerð verði úttekt á möguleikum íslensks landbúnaðar til að öðlast viðurkenn- ingu sem vistvænn landbúnaður sem framleiði heilnæmar, náttúrulegar vörur án notkunar óæskilegra auka- og spilliefna. Jafnframt verði mótuð stefna um að taka upp markvisst framleiðslueftirlit og gæðastjórnun innan landbúnaðarins á öllum stig- um framleiðslu, vinnslu og dreifing- ar afurðanna. Mikil umræða varð á fundunum um möguleika íslensks landbúnaðar sem vistvæn atvinnugrein. Greini- legur áhugi er á að láta reyna á tækifæri landbúnaðarins til að flytja út búvörur undir merkjum vistvænn- ar framleiðslu. Það kom einnig fram í máli manna að umræðan um vistvænan landbúnað hefði hjálpað landbúnað- inum til að fá fram jákvæða um- ræðu um greinina, er. það er mál bænda að viðhorf til landbúnaðarins sé mun jákvæðara nú en t.d. fyrir ári. Róttæk breyting á félagskerfi bænda Flúðum. Morgunbladið. STÉTTARSAMBAN D bænda vill að fram fari róttæk endurskoðun á vinnulagi og verkaskiptingu á félags- kerfí landbúnaðarins. í þeirri endur- skoðun verði sérstaklega samið um hvemig skynsamlegt sé að haga verkaskiptingu milli heildarsamtak- anna annars vegar og einstakra bú- greinafélaga hins vegar. Það er mál bænda að endurskoðun á félagskerfi bænda sé hvergi nærri lokið þó að samþykkt hafí verið um helgina að sameina Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. Framundan sé mikið starf, ekki síst að marka búgreinafélögunum bás í nýju félagskerfi. Stéttarsambands- fundurinn samþykkti að stofna nefnd sjö manna sem vinna að þessu máli í samvinnu við stjórnir félaganna. Eitt elsta félag landsins Búnaðarfélag íslands var stofnað árið 1837 og er það meðal elstu fé- laga á íslandi. Hlutverk félagsins hefur breyst í gegnum árin, en það hefur lengst af rekið leiðbeiningar- og ráðgjafarþjónustu auk þess sem það hefur sinnt margvíslegri þjón- ustu fyrir ríkið. Stéttarsamband bænda var stofn- að 1945, og hefur verið kjarabaráttu- samtök bænda. Starfsemi þessara samtaka hafa ávallt skarast nokkuð. Á síðasta áratug stofnuðu einstak- ar búgreinar sérstök félög til að gæta hagsmuna sinna, m.a. vegna þess að hagsmunir bænda fara ekki alltaf saman. Þeir keppa um að selja kjöt, mjólk og grænmeti á sama markað. Tilurð þessara félaga hefur flækt félagskerfið og þar kom að menn töldu ekki annað fært en að reyna að greiða úr flækjunni. „Ég tel að bæði samtökin, Búnað- arfélag íslands og Stéttarsamband bænda, hafí skilað merku starfi. Aft- ur á móti er margt að gerast í þróuri þjóðfélagsins og landbúnaðarins sem veldur því að nú er tímabært að taka hlutverk og skipulag heildarsamtaka bænda til endurskoðunar. Ætla verður að sameinuð samtök bænda hafí meira afl til að sveigja aðkallandi mál inn á rétta braut auk þess sem þeir fjármunir sem bændur veija til hagsmunabaráttu sinnar hljóta að nýtast betur í einum heild- arsamtökum en tvennum," sagði Haukur Halldórsson, formaður Stétt- arsambands bænda. ■■ H&M RoweHs ■’ONRMR- 300 SÍÐNA PÖNTUNARLISTI SENDUR HEIM m RCWELLS Náðu þér í nýja haust- og vetrarlistann frá H&M Rowells. 300 blaðsíður af góðum og fallegum fatnaði á dömur, herra og börn á mjög hagstæðu verði. Hringdu í síma 91 -884422 eða fylltu út þessa auglýsingu og sendu okkur í pósti og þú færð listann sendan um hæl gegn 350 kr. greiðslu. NAFN HEIMILISFANG PÓSTNR./ STAÐUR .. FYRIR ALLA f , ►FJOLSKYLDUNNI < H&M Rowells ► Kringlunni 7 103 Reykjavík>Fax 91 -884428 ♦ ♦ ♦-- íslensk lög um mannréttindi Staða | minnihlula- hópa rýr NEFND Sameinuðu þjóðanna um afnám kynþáttamisréttis hefur vak- ið athygli á því að staða útlendinga og minnihlutahópa sé mjög rýr í íslenskri löggjöf en fagnar þó þeirri þróun sem átt hefur sér stað varð- andi samræmingu íslenskrar lög- gjafar við ákvæði samnings SÞ um afnám kynþáttamisréttis. Nefndin mælir með því að samn- ingurinn verði lögfestur á íslandi og að sérstakar ráðstafanir verði gerðar til að banna félagastarfsemi sem stuðlar að og hvetur til kyn- þáttamisréttis. I I I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.