Morgunblaðið - 28.08.1994, Side 8
8 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Skipulögð glæpastarfsemi mikið vandamál á Heathrow
1,5 milljarð-
ar í peninga-
sendingum
hverfa á ári
HVERS konar glæpastarfsemi
hefur vaxið hröðum skrefum á
Heathrow-flugvelli við London
undanfarin ár og samkvæmt
breskum dagblöðum er talið að
þar sé árlega stolið verðmætum
fyrir milljarða króna. Þaðan var
sem kunnugt er stolið 20 kílóa
pakka með um 10 milljónum
króna af peningum Seðlabank-
ans snemmaíjúlí.
Breskir fjölmiðlar hafa ekki
fjallað um þjófnaðinn, enda
þykja atburðir af þessu tagi
næsta hversdagslegir í Bret-
landi. Um Heathrow-flugvöll
fara árlega meira en 2.000 tonn
af verðmætasendingum sam-
bærilegum sendingum Seðla-
bankans. Verðmæti þeirra er
talið nema um 3.000 milljörðum
króna.
í úttekt sem breska dagblaðið
Daily Telegraph gerði á glæpa-
starfsemi á Heathrow fyrir
nokkru kemur fram að talið sé
að jafnvirði allt að 1,5 milljarða
íslenskra króna endi árlega í
þjófahöndum. En glæpaflokkar
á Heathrow sitja um fleira en
verðmætasendingar. Síðustu
misseri hefur öllu frá flísatöng-
um úr farangri og upp í belta-
gröfur og jarðýtur verktaka á
svæðinu verið stolið. Auk um
1.800 manna öryggisgæsluliðs
flugvallarins starfa á svæðinu
fímm hundruð lögreglumenn,
auk öflugrar tollgæslu.
f grein í breska blaðinu Daily
Telegraph kemur fram að eng-
inn þáttur starfsemi flugvallar-
ins sé laus við skipulagða glæpa-
starfsemi.
Verktakar við Heathrow-
flugvöll urðu fyrir nokkrum
misserum fyrir því að stolið var
frá þeim stórri beltagröfu og
nokkrum jarðýtum. Rannsóknin
leiddi í ljós að tækjunum hafði
verið ekið rakleiðis upp í flutn-
ingaflugvél sem flutti þau til
Suður-Ameríku þar sem þau
voru seld til Bandaríkjanna.
Einn mesti sigur yfirvalda í
baráttunni við glæpamenn á
Heathrow vannst haustið 1992
þegar lögreglu tókst að koma
flugumanni inn i hóp manna sem
höfðu í undirbúningi rán sem
hefði fært þeim hundruð millj-
óna króna og hefði verið eitt-
hvert mesta rán í sögu Bret-
lands. Upp komst um málið þeg-
ar ræningjarnir voru í þann veg
að láta til skarar skríða og hugð-
ust ráðast vopnaðir inn á heim-
ili yfirmanns vöruafgreiðslu hol-
lenska flugfélagsins KLM. Með
þvi að pynta fjölskyldu mannsins
ætluðu þeir að fá hann til að
opna öryggishvelfingu KLM á
Heathrow þar sem þeir vissu að
væri ávallt að fínna gífurleg
verðmæti, oftast á bilinu 500-
4.000 milljónir króna.
Ræningjarnir höfðu undir-
búið ránið í eitt ár og í því skyni
komið sér í vinnu hjá KLM.
Starfsmenn eru taldir tengjast
margs konar afbrotum, s.s. sölu
á tollfijálsu áfengi til breskra
veitingahúsa. Þá hafa menn í
hópi öryggisvarða flugvallarins
reynst viðriðnir ýmislegt. Ný-
lega var t.a.m. maður sem hafði
atvinnu af því að gegnumlýsa
farangur í öryggisskyni dæmd-
ur í 18 mánaða fangelsi sem
foringi gengis sem notað hafði
gegnumlýsingarnar sem yfirsk-
in til að leita að verðmætum og
stela síðan öllu sem nöfnum tjáði
að nefna úr töskum farþega.
Farfuglarnir á Heathrow-
flugvelli eru flokkar vasaþjófa,
sem síðastliðin 19 ár hafa tekið
sér bólfestu á Heathrow-flug-
velli um miðjan maí, starfa þar
af miklum krafti meðan ferða-
mannatíminn stendur sem hæst
en fljúga aftur heim til Kólumb-
íu, Chile og Perú þegar haustar
með ríflegan afrakstur sumars-
ins enda hefur yfirvöldum flug-
vallarins gengið illa að standa
þá að verki.
Um farþegasalina sveima
einnig smáglæpamenn sem lifa
af því að bijóta upp sjálfsala en
í afgreiðslusal flugfélaganna
starfa menn, sem lifa á því að
lesa á nafnspjöld á ferðatöskum
fólks sem bíður við afgreiðslu-
borð flugfélaganna. Þeir skrá
nöfnin niður og selja síðan upp-
lýsingar um það hvar auð og
mannlaus hús sé að finna í betri
hverfum borgarinnar til inn-
brotsþjófa og fá allt að 2.000
krónur fyrir nafnið.
.
BARNADANSNÁMSKEIÐ
í Mjódd
þriðjudaga og laugardaga í sal Þjóðdansafélagsins í
Álfabakka 14A Mjódd (12 tíma námskeið).
Ath. að miðstöð strætisvagna er í Mjódd
Mjódd Mjódd Mjódd
Þriðiudagar þriðjudagar briðjudagar
3-5 ára K| 10.00-10.30 Kl. 17.00-17.30 Kl. 10.00-10.30
6-8 ára Kl. 10.40-11.25 Kl. 17.40-18.25 Kl. 10.40-11.25
9 ára og eldri Kl. 18.30-19.30
Systkinaafsláttur er 25%
Kennsla hefet þriðjudaginn 13. september 1994.
Innritun og
| upplýsingar
í síma 871616.
4»
IUNl V
Stálu tóbaki
fyrir 900
þúsund
TÓBAKI fyrir um 900 þúsund krón-
ur var stolið í innbroti í verslun
Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á
Hvammstanga.
Innbrotið uppgötvaðist þegar
starfsfólk mætti til vinnu á föstu-
dagsmorgun, spenntur hafði verið
upp gluggi bakatil á húsinu, þar
farið inn, tóbakslagerinn tekinn en
engar skemmdir unnar.
Lögreglan á Blönduósi vinnur að
rannsókn málsins og óskar eftir vís-
bendingum um grunsamlegar
mannaferðir um Hvammstanga.
í fyrradag stöðvaði lögreglan í
Reykjavík bíl í Hvaslfirði vegna
gruns um að þar færu menn sem
tengdust málinu en ekkert þýfi
fannst í bflnum.
------»-4 ♦------
Bíl stolið
o g velt
TVEIMUR bílum var stolið á ísafirði
aðfaranótt laugardags.
Lögreglu hafði í gærmorgun ekki
tekist að hafa hendur í hári misind-
ismannanna en öðrum bflnum var
velt og er hann mikið skemmdur.
Mikil ölvun var í bænum um nótt-
Táknmálsfræði og -túlkun við Hl
Tímamót fyrir
samfélag
heyrnarlausra
Fyrir samfélag
heyrnalausra markar
upphaf kennslu í
táknmálsfræðum
og táknmálstúlkun við æðstu
menntastofnun landsins tíma-
mót. Með því er tungumál
heymarlausra viðurkennt sem
fullgilt tungumál. Ávinning-
urinn er ómetanlegur. Ekki
aðeins á hagnýtan hátt heldur
líka fyrir sjálfsmynd þessa
hóps. Að tungumál þeirra sé
þess virði að fjallað sé um það
í þijú ár í háskóla," segir
Svandís Svavarsdóttir mál-
fræðingur. Hún hefur verið
skipaður kennslustjóri tákn-
málsfræði og táknmálstúlk-
unar við Háskóla íslands.
Kennsla hefst í þessum grein-
um í haust.
Tvískipt nám
Svandís Svavarsdóttir
Svandís segir að námið sé sett
upp í tvennu lagi. „Annars vegar
er um að ræða 60 eininga fræði-
legt nám á BA-stigi til hliðar við
eða með öðrum tungummálum, s.s.
frönsku, ensku eða dönsku. Hægt
er að ljúka aðalgrein í táknmáli
með málsvísindum, íslensku eða
hvaða annarri grein sem er. Námið
er fræðilegt og ekki með beinan
hagnýtan tilgang."
„Hins vegar er svokölluð tákn-
málstúlkun. Hún er 40 eininga við-
bótarnám, eins og t.d. fjölmiðla-
fræðin í félagsvísindadeild. Námið
væri ekki hluti BA-náms heldur
hagnýtt að því námi loknu,“ segir
Svandís.
Hún segir að ekki hafi mikið
verið lagt upp úr að skilgreina
hagnýtan tilgang námsins. „Okkar
stefna hefur fremur verið að halda
náminu sem mest fræðilegu. Að
námi loknu væri hægt að fara út
í kennslu, rannsóknir eða allt
mögulegt annað, á sama hátt og
ef valin hefðu verið önnur tungu-
mál.“
Uppsöfnuð þörf
-Hverjir sækja ínámið ?
„Fólkið hefur áhuga á þessu af
öllum mögulegum ástæðum. Nem-
endur skrá sig í námið eins og
aðrar greinar og eina inntökuskil-
yrði eins og í þær, er stúdentspróf."
„Tuttugu og þrír hafa skráð sig
á fyrsta árið. Sá fjöldi er mun
meiri en við þorðum að vona og
mjög ánægjulegt að áhuginn skuli
vera svona mikill. En að einhveiju
leyti er um uppsafnaða þörf að
ræða. Töluvert af fólki hefur verið
að bíða eftir námi af þessu tagi.
Því er viðbúið að eitthvað færra
skrái sig á fyrsta árið á næsta ári.“
► Svandís Svavarsdóttir er
fædd 24. ágúst 1964 á Selfossi.
Hún varð stúdent frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð árið
1983 og lauk BA-gráðu í ís-
lensku og málvísindum frá
Háskóla Islands árið 1989. Und-
anfarin tvö ár hefur Svandís
starfað hjá Samskiptamiðstöð
heyrnarlausra og heymar-
skertra. Jafnframt hefur hún
unnið að mastersritgerð sinni
um málfræði táknmáls.
un. Þarna verður reynt að spanna
sem flest svið samfélagsins með
áherslu á túlkun á vettvangi. Eitt
námsskeiðið gæti t.d. verið með
áherslu á skólatúlkun, annað á
heilbrigðisgeirann o.s.frv. Sérstak-
lega yrði farið í táknforðann á
hveijum stað og gerðar æfingar.
En þessi hluti verður fyrst kenndur
1996 til 1997 og er ekki orðinn
fullmótaður enn.“
-Hver er bakgrunnur starfandi ís-
lenskra táknmálstúlka ?
„Hann er fjölbreyttur. Samt eru
flestir kennarar úr Heyrnleysingja-
skólanum. Þeir hafa tekið stök
námskeið á vegum ýmissa aðila,
t.d. á vegum Samskiptamiðstöðvar.
Einhveijir hafa líka lært erlendis.
En skortur hefur verið á túlkum
og raunar aðeins verið hægt að
sinna brýnustu þörfum eða neyðar-
túlkun fram að þessu.“
Langur undirbúningur
-Hvaðan koma kennararnir ?
„Ég kenni málfræðina. Frá sam-
skiptamiðstöð koina tveir tákn-
málskennarar. Þær eru
menntaðar í Svíþjóð og
Bandaríkjunum og hafa
mikla reynslu af því að
byggja upp og kenna á
námskeiðum hér. Því er
í raun komin mikil
reynsla á námsefnið á
fyrsta árinu. Annars eru stöðurnar
að mestu leyti mannaðar frá Sam-
skiptamiðstöð heyrnarlausra og
heymarskertra, a.m.k. fyrst um
sinn.“
Hagnýti hlutinn
-Hvemig verður náminu hagað í
hagnýta hlutanum ?
„Hann samanstendur af átta
fimm eininga námskeiðum þar sem
megináherslan er á hagnýta túlk-
-Hafið þið kynnt ykkur hvernig
svona nám ferfram ílöndunum í
kringum okkur ?
„Já. Við höfum lagt
töluverða vinnu í að
kynna okkur hvernig
sambærilegt nám er
byggt upp erlendis, sér-
staklega í Svíþjóð, Dan-
mörku og Bandaríkjun-
um, og haft hliðsjón af
því hér. Undirbúningurinn hefur
ómeðvitað verið mjög langur en
kannski markviss í 4 til 5 ár.“
-Hvemig vaknaði áhugi þinn á
þessu sviði ?
„Áhugi minn vaknaði þegar ég
sótti námskeið í táknmáli heymar-
lausra á masterstigi í málfræði í
háskólanum. Ég fékk vinnu á Sam-
skiptamiðstöð heyrnarlausra í
framhaldi af því og hef unnið þar
síðan í október 1992.“
Tuttugu og
þrír hafa
skráð sig
fyrsta árið
V
ina.