Morgunblaðið - 28.08.1994, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 28.08.1994, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994 11 Helgason hjá Umferðarráði. „Nú eru í gildi reglur um að allar nýjar og nýskráðar rútur eigi að vera með bílbelti í þeim sætum þar sem ekki eru sætisbök fyrir framan," sagði Sigurður. „Það má líta á þetta sem iyrsta skref í þróun- inni. í strætisvögnum er ekki skylt að hafa belti, því miður, því ef bílstjórinn þarf að hemla skyndi- lega er hætt við að farþegar geti kastast illilega til því í strætis: vögnum eru mörg opin svæði. í öðrum löndum eru í gildi reglur hliðstæðar og hér en svo hafa Bretar lagt frumvarp fyrir þing sitt þess efnis að skylt verði að hafa belti í öllum sætum í hóp- ferðabílum og í skólabílum, þeir voru sérstaklega tilgreindir. Þetta gerðist í kjölfar mikils slyss þar sem fjöldi barna fórst og þar sem menn töldu að bílbelti hefðu getað skipt sköpum. Hér á landi hafa orðið dauðaslys og alvarleg meiðsl í langferðabíl- um þar sem 'ástæða er til að ætla að bílbelti hefðu getað bjargað miklu. Hins vegar ber þess að geta að fólk getur dáið í bílslysum þótt það sé með bílbelti ef höggið eða áreksturinn er það harður. Eg tel að ástæða sé til að fara að huga að því að binda í lög að hafa bílbelti í öllum sætum langferða- bíla og mér segir svo hugur að ekki líði mjög mörg ár þangað til það verður talið jafn sjálfsagður hlutur og það að hafa bílbelti í öllum sætum í fólksbílum. Þau belti hafa sannað sig svo þær radd- ir eru orðnar hjáróma sem eru á móti þeim. Það kostar talsverða peninga að setja bílbelti í lang- ferðabíla en ef það bjargar einu mannslífi er sá kostnaður búinn að borga sig. Það sem gerist við umferðarslys er að fólk kastast til inni í bílnum og það veldur alvar- legustu áverkunum. Við bílveltu er algengasta dánarorsökin að fólk kastast út úr bílnum og fær högg sem verður því að fjörtjóni. Bíl- belti koma í veg fyrir að þetta gerist. Við fylgjumst með því sem Norðurlöndin t.d. eru að gera í þessum efnum og reynum að fylgja þróuninni. Við höfum ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að gera rannsóknir í þessum efnum og verðum því að byggja talsvert á reynslu annarra. Það er rétt að það komi fram að ég hef átt við- ræður við bílstjóra langferðabíla um bílbelti, það helsta sem menn setja fyrir sig í þeim efnum er að erfitt sé að þrífa í kringum beltin en ég hef enga trú að að ekki megi leysa þann vanda á tækni- öld. Öryggi farþeganna ber að setja ofar öllu. Beltin sem sett hafa verið í óvarin sæti í lang- ferðabílum er viss áfangasigur í þeirri baráttu." Frumvarp til laga í undirbúningi Ef fullur sigur ætti að vinnast í bráttunni fyrir því að fá bílbelti í langferðabíla yrðu alþingismenn að koma til skjalanna og vinna að lagagerð um þetta efni. Salome Þorkelsdóttir hefur látið sig um- ferðarmál miklu varða. Hvert er hennar álit á þessu máli? „Þetta er eitt af þeim atriðum sem þyrfti að skoða varðandi öryggismál,“ sagði Salome. „Þetta slys í Ból- staðarhlíðarbrekku er ekki hið fyrsta sinnar tegundar hér, síður en svo. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það sé ekki skerðing á persónufrelsi fólks þótt lögleidd séu öryggisatriði sem geta bjargað mannslífum. Vegna stöðu minnar á þingi hef ég ekki haft frum- kvæði í svona málum að und- anförnu en ég er nú með í undir- búningi ýmis atriði varðandi ör- yggismál og væntanlega verða bílbelti í langferðabíla eitt af þeim,“ sagði Salome að lokum. BYRJAÐU NAMEÐ VEL - I bókabúðum Máls og menningar! 3.299 kr. 5osí. Spænska ALLT AÐ Danska AFSLATTUR af skólabókapökkum í og menningar 3.999 kr. í Bókabúðum Máls og menningar er að finna á einum stað allar þær bækur sem þú þarft til námsins í vetur. Það sem meira er - þér býðst allt að 22% afsláttur á ýmsum skólabókapökkum. Dæmi um skólabókapakka og sparnað: Þýskafyrir þigl. Lesbók, vinnubók og orðasafn. Fullt verð 4.897 kr.; pakkaverð aðeins 3.799 kr. Jarðfræði 3.799 kr. «| 3.499 kr. KOMDU SKOLABOKUNUM STRAXIVERÐ Nú gefst Kjörid tækifæri til ad Kvedja gömlu skruddurnar og eignast sjód til Kaupa á nýjum vörum '^0 Þú kemur með þær skólabækur sem þú þarft ekki að nota næsta vetur, í bókabúðir Máls og menningar, Laugavegi 18 eða Síðumúla 7-9. Fyrir hverja notaða bók færð þú 45% af andvirði þess sem hún kostar ný. • Þú færð inneignarnótu sem gildir íyrir allar vörur okkar. • Við tökum aðeins við bókum í góðu ásigkomulagi og nýjustu útgáfu. • Fjöldi þeirra bóka sem við kaupum er takmarkaður. Það er því ekki eftir neinu að bíða! SKÓLABÓKAMARKAÐUR MÁLS ip|l OG MENNINGAR Laugavegi 18 • Síðumúla 7-9 OPIÐ TIL KL. 22 AÐ LAUGAVEGI 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.