Morgunblaðið - 28.08.1994, Page 13

Morgunblaðið - 28.08.1994, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994 13 byltingu í Kína. Hún hefur á hinn bóginn öll farið fram á efnahags- sviðinu. „Sósíalismi er ekki það sama og fátækt. Það er gott að græða peninga!" Með slagorðum sem þessum hefur Deng tekist að blása nýju lífi í hagkerfi Kína sem var gjörsamlega staðnað. Hann opnaði dyrnar um leið og hann hafði tryggt völd sín. Þá þegar varð ljóst að hugmyndafræðin var komin í annað sætið en algjör umskipti á efnahagssviðinu var það sem forgangs skyldi njóta. Horfið var frá kommúnískri mið- stýringu til hins nánast takmarka- lausa frelsis á sviði verslunar og viðskipta. „Engu skiptir hvort kött- urinn er hvítur eða svartur, hann þarf bara að veiða mýs,“ segir kín- verskt máltæki. Persónudýrkunin sem fylgdi Maó er horfin og nú dýrka Kínveij- ar annan guð, Mammon. Fyrir tæpum þremur árum var lokaliði umskiptaáætlunarinnar hrint í framkvæmd. Ævintýralegur hag- vöxtur hefur einkennt kínverskt efnahagslíf. Lífskjör manna hafa tekið algjörum stakkaskiptum. Smábændur horfa á gervihnatta- sjónvarp og vestræn neyslumenn- ing hefur rutt sér til rúms í stór- borgum. Kenningar manna á borð við Richard Nixon þess efnis að Kína verði risaveldi næstu aldar virðast ætla að reynast á rökum reistar. Enn er þó of snemmt að slá því föstu. Þessi snöggu umskipti hafa kallað fram ný og áður óþekkt vandamál í kínversku samfélagi. Lífskjaramunur er orðinn mikill og þeir sem á landsbyggðinni búa sjá ofsjónum yfir gróðanum serh safn- ast hefur á hendur margra í borg- um og bæjum, einkum í suðurhluta landsins. Nú þegar hafa komið fram merki um að óánægja smá- bænda og landsbyggðarfólks geti komist á það stig að stöðugleika verði ógnað. Tundurþræðir efna- hagsumskiptanna liggja víða. Spillingin er hamslaus og það er raunar allt hagkerfið líka. Breyt- ingar á sviði landbúnaðar og iðn- framleiðslu munu hafa atvinnu- leysi í för með sér. í skýrslu einni sem unnin var á vegum atvinnu- ráðuneytisins í Peking á dögunum kemur fram að svo kunni að fara að þörf verði á 250 milljónum nýrrá atvinnutækifæra fram til ársins 2000. Enginn þarf að fara í graf- götur um hvílíka spennu fjöldaat- vinnuleysi getur leyst úr læðingi í þjóðfélagi sem Kína. Fangi stalínismans Stjómmálaþróunin hefur líkt og alkunna er ekki haldist í hendur við efnahagsbyltinguna. Deng hef- ur lagt þunga áherslu á að ekki komi til greina að hrófla við al- ræði Kommúnistaflokksins á stjórnmálasviðinu. Deng hefur alla tíð sýnt að hann er tilbúinn til að beita stalínískum aðferðum til að tryggja völd sín og þannig er þessi smágerði stórreykingamaður frá Sichuan fangi annarrar arfleifðar. Hafi heimsbyggðin átt von á að slökunarstefna yrði innleidd á stjórnmálasviðinu urðu þær vænt- ingar að engu árið 1989 þegar Deng skipaði hermönnum að bijóta á bak aftur með ofbeldi friðsamleg mótmæli lýðræðissinna á Torgi hins himneska friðar. Talið er að allt að 1.000 manns hafi verið myrtir samkvæmt skipun leiðtog- ans og fáeinum dögum síðar sá fjöldamorðinginn sérstaka ástæðu til að fara lofsamlegum orðum um herinn og það „úrvalsfólk“ sem þar væri að finna. Deng Xiaoping hefur sýnt að hann er tilbúinn til að beita fullri hörku, telji hann alræði flokksins ógnað. Gildir þá engu hvort um er að ræða ungmenni í Peking eða þjóðernissinna í Tíbet. Enn er að finna í Kína viðamesta vinnubúða- kerfi samtímans. Deng er fæddur er síðasta keis- arafjölskyldan var að leggja upp laupana og hefur lifað það að sjá þjóð sína öðlast virðingu á alþjóða- vettvangi. Hann hafnaði hinni kommúnísku persónudýrkun í orði og eyddi síðustu árum starfsvæi sinnar við að draga vígtennurnar úr klíkunni sem kom honum og undirsátum hans til valda. Þau umskipti til kapítalisma sem hann hefur beitt sér fyrir hefðu aldrei verið hugsanleg hefði hans ekki notið svo lengi við. Þetta sýnir glögglega að þörf er á nýju blóði; heyrnarlaust gamalmenni sem fær sig ekki hreyft hjálparlaust tryggir stöðugleikann á byltingartímum í fjölmennasta ríki heims. Eftirmenn Dengs munu ráða mestu um hversu áhrifamikil arf- leifð hans verður. Eftir stendur að honum hefur ekki tekist að innleiða ný viðmið í stað þeirra kommún- ísku „sanninda“ sem hann hefur hafnað. Af þeim sökum verður erfiðara en ella fyrir Kínveija að takast á við raunir þær sem kapít- alismanum fylgja. DENG á sundi með brosmildum, ónefndum aðstoðarmönnum. Myndin er tekin 1987. AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVlK S. 689868 3uáfke% |oiH aðsetnS Nýtt og enn fullkomnara 8-vikna fitubrennslunámskeið 3íep>t 5. óept. Þjálfun 3-5x í viku Fitumælingar og viktun Matardagbók Uppskriftabæklingur aö fitulitlu fæöi Mappa m. fróðleik og upplýsingum Mjög mikiö aöhald Vinningar dregnir út í hverri viku Frítt 3ja mán. kort fyrir þær 5 samviskusömustu! Framhaldshópur - fyrir allar þær sem hafa veriö áöur á námskeiöunum okkar. Nýtt fræösluefni. Mikiö aöhald. ► Morgunhópur ► Daghópur ► Kvöldhópar ► Barnagæsla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.